Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 46
*46 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Alþjóðlegft ' skátastarf í SUMAR halda skátar landsmót á Úlfljótsvatni, frá 13.- 20. júlí. Mótið verður það fjölmennasta frá upphafi skátastarfs á Islandi. Búist er við 5.000 skátum og gest- um þeirra. Þar af verða rúmlega 1.000 erlendir skátar. Á slík- um stundum er vert að staldra við og skoða hvað hefur áunnist og hver staða skátahreyf- ingarinnar er í dag. Liðin eru 85 ár síðan skátastarf hófst á ís- landi. Þeir íslendingar sem hafa verið skátar í lengri eða skemmri tíma eru orðnir æði margir. Þá hefur einnig margt breyst í skátastarfinu þó svo að grundvallarhugsjónin sé alltaf sú sama. Skátahreyfingin er stærsta friðarhreyfing í heimi. Þrjátíu og fimm milljónir skáta eru starfandi í heimin- um sem allir hafa hug- sjónir Baden Powell að leiðarljósi; hugsjón- ir um frið, umburðar- lyndi og bræðralag. Skátar á erlendri grundu Eitt af því sem hef- ur breyst á undanförn- um árum er hversu miklu auðveldara það er að hafa samskipti við fólk í út- löndum. Skátar hafa mikið notað Netið til að hafa tengsl við félaga sína úti í heimi. Einnig hefur ferð- um skáta til útlanda, á skátamót og í ýmiss konar heimsóknir fjölgað með bættum samgöngum. Síðast- liðin sumur hafa verið sérstaklega lífleg hvað þetta snertir því mörg hundruð skátar víðsvegar af land- inu hafa farið og hitt skáta í öðrum löndum. Hópur 15-18 ára skáta úr Hafnarfirði fór til Lúxemborgar til að endurgjalda heimsókn skáta sem komu til Islands á síðastliðnu ári, nokkrir skátar úr Mosfellsbæ fóru til Noregs á skátamót, um 40 skátar úr Garðabæ, á aldrinum 13- 20 ára, fóru til Sviss og heimsóttu meðal annars skátamiðstöð. Hópur skáta víðs vegar af landinu fór á skátamót í Skotlandi. Hópur úr Skátafélaginu Eina í Breiðholti fór til Austurríkis á skátamót og Skátar Andrúmsloftið á landsmótum er alþjóðlegt, segir Hallfríður Helgadóttir, og ungir skátar fá þar tækifæri til að kynnast því í reynd að skátahreyfíngin þekkir engin landamæri. nokkrir skátar frá Akureyri fóru til Færeyja. Skátar sækja ísland heim Landnemar í Reykjavík fengu heimsókn 25 finnskra skáta. Þar að auki fóru 3 skátar til Þýskalands um páskana á eins konar námskeið í ýmsum listgreinum. íslenskum skátum stendur til boða að stofna til kynna við skáta í Marokkó og Túnis og einnig er verið að skoða mögu- leika á samskiptum við lönd í Aust- ur-Evrópu. Til þess að fjármagna slíkar ferðir hafa skátamir verið með allskonar fjáraflanir en þeir hafa sumir einnig fengið styrki frá hinum ýmsu aðilum. Ungt fólk í Evrópu hefur t.d. styrkt skáta til ferða undanfarin ár. Skátar á alheimsmóti Stærstu viðburðir skátahreyfing- arinnar eru alheimsmótin, Jambor- ee, sem haldin eru á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn. Það síðasta var haldið í Chile um síðustu áramót. Um 20 íslenskir skátar tóku þátt. Þar á undan var alheimsmót haldið í Hollandi sumarið 1995. Um 200 íslenskir skátar tóku þátt og MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI KÓPAVOGUR GRAMMAR SCHOOL Nám sem nýtist þér! Framhaldsnám á skrifstofubraut ✓ Nú stendur yfir innritun í framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Kennt frá 17.20 til 21.00, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og frá kl. 9.00 til 13.00 á laugardögum. Inntökuskilyrði: Nemendur sem lokið hafa a.m.k. 5 önnum í framhaldsskóla eða hafa sambærilega menntun. Þeir nemendur sem hafa lokið námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennsla hefst 30. ágúst en innritun stendur yfir til 1. júlí. Upplýsingar veitir kennslustjóri bóknáms milli kl. 9.00 og 15.00. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Ferðamálaskólinn - Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskólinn Digranesvegur - IS 200 Kópavogur - island Simi/Tel: 544 5510. Fax 554 3961. hittu skáta alls staðar að úr heimin- um. Yfir 25 þúsund skátar frá öllum heimshornum taka þátt í hverju al- heimsmóti. í tíu daga búa skátar saman í tjaldbúðum, leysa verkefni, skemmta sér og kynnast siðum og venjum hver annars. Margir stofna til ævilangrar vináttu á svona mót- um og ekki skiptir máli hvemig menn eru á litinn eða hvaða tungu- mál þeir tala. Allir geta unnið sam- an. Erlendir skátar á Landsmóti Eins og áður segir verða tæp- lega 1.000 erlendir gestir á Lands- móti skáta. Eitt af því sem gerir Landsmót skáta einmitt frábragðið öðrum skátamótum er hið alþjóð- lega samfélag sem skapast á mót- inu. Þegar er fyrirsjáanlegt að tug- ir erlendra skáta verða sjálfboða- liðar í starfsliði mótsins og fjöldi erlendra þátttakenda verður meiri en nokkru sinni áður. Dagskrá og tjaldbúð eru þannig upp byggð að þátttakendur blandast og eiga mik- ið samneyti. „Þetta er eins og að fara til útlanda," sagði ungur skáti á síðasta landsmóti, „maður er alltaf að heyra útlensku talaða eða sungna, alveg mergjað." Andrúms- loftið verður því alþjóðlegt og ung- ir skátar fá þarna tækifæri til að kynnast því í reynd að skátahreyf- ingin þekkir engin landamæri. Olík tungumál, menning eða trúarbrögð eru enginn þröskuldur i samskipt- um skáta. Heimskt er heimaalið barn Það er trú okkar skáta að með því að ungt fólk frá hinum ýmsu löndum kynnist menningu, siðum og venjum hvert annars, þá megi stuðla að meira umburðarlyndi milli fólks frá mismunandi menn- ingarheimum. Það er mikil upplifun fyrir ungan skáta að koma til fram- andi lands og uppgötva að skátar þar eru að vinna að sömu málum þó aðferðimar séu stundum ólíkar. Fyrir utan hefðbundin skátastörf sem alls staðar eru þau sömu þá eru önnur störf sem eru svipuð en kalla á ólíkar aðferðir. Hvarvetna í heiminum eru eldri skátar að kenna þeim yngri að ganga vel um náttúr- una hvort sem það er í skógi eða eyðimörk. Utivist í fjöllum íslands er ólík útivist í skógum Finnlands en á báðum stöðum læra skátar að umgangast náttúruna á réttan hátt. Hér á Islandi gefa skátar öllum sex ára börnum endurskinsborða á haustin en í Túnis fara skátar á milli fátækrahverfa og kenna litlum börnum að þekkja umferðarskilti. Á báðum stöðum er verið að stuðla að umferðaröryggi lítilla barna. Alls staðar læra skátar skyndihjálp og einnig má heyra sömu söngvana sungna við varðeld í mörgum lönd- um. Meira að segja brandarinn um skátann sem ætlar að gera góðverk og dregur gamla konu yfir götu þó hún vilji ekki fara yfir götuna; hann er til í mörgum löndum. Skátastarf skiptir máli Skátahreyfingin er að styrkjast alls staðar í heiminum. Sífellt fleiri börn vilja stunda skátastarf og fleiri og fleiri fullorðnir koma til liðs við hreyfinguna til að styðja við bakið á börnunum og unglingunum. For- eldrar hér á landi sem og annars staðar hafa áttað sig á mikilvægi vandaðs forvarnastarfs, eins og skátastarf er, í uppeldi barna og unglinga. Höfundur er formaður alþjóðaráðs Bandalags íslenskra skáta. Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Ráðvilltir geislar við grjót“ Pá ég var ungur að árum oftbaréglundinakáta. Og ég flóði allur í tárum ef ég sá nokkum gráta. (Páll Ólafsson.) Það er alkunna meðal þeirra sem náð hafa háum aldri og eru andlega hressir, að sumir ungir fræðingar sjá og skynja liðna atburði í öðru ljósi en þeir sem sjálfir hafa upplifað þá. Þótt hinn gamli málsháttur „Reynslan er ólygnust“ hafi margsannað gildi sitt, fer hann fyrir lítið í slíkum tilfellum. Aðeins örsaga, sem á sér -------------------------- „Ungi maðurinn vissi hér betur en konan sjálf. Hún var að hefna sín á fuglinum sökum skiptingar milli auðvalds og öreiga.“ margar hliðstæður. Hún er sönn. Fyrir allmörgum árum var ís- lensk kona stödd á Kennedy- flugvelli. Flugi til íslands hafði seinkað sökum verkfalls heima fyrir. _____________________________________ Ein síns liðs sat hún í róleg- heitum yfir kaffibolla og naut þess að horfa á iðandi mannhafið, virða fyrir sér andlit og hegðun, sem færðu manni öll hin marglitu lífsform í magnaðri kynngi en kostur var að sjá í fámenninu heima. Trufluð var hún frá þessu spennandi hugðarefni, þegar ungur maður ávarpaði hana á móðurmáli, sagðist vita til hennar. Þau tóku tal saman og bráðlega barst það að breyttum lífsháttum þjóðarinnar. Þegar vitn- aðist að konan var fædd og uppalin á Vestfjörðum og hafði nú nokkurn aldur að baki vildi hann ákafur heyra um bemsku hennar. Kvaðst vel lærður í sálfræði. „Svo þið voruð öreigar," mælti hann er fram kom fá- tækt á barnmörgu heimili. VUdi síðan vita hvort ekki hefði verið höfuð- ból í sveitinni. Jú. Þá hlaut konunni að hafa ólgað réttlát reiði í brjósti vegna misskiptra lífsgæða. Nei - það höfðu allir nóg með sig í lífsbaráttunni. En þið voruð fátæk. Já. og tU að sanna orð sín sagði konan frá því er hún tíu ára byrjaði að fara með fóður sínum til netanna snemma á vormorgnum. Og eitt sinn er æðarfugl kom í netið, sneri hún hann úr hálsliðnum og hugsaði glöð að nú yrði þó matur á borðum hjá fjölskyldunni. Ungi maðurinn vissi hér betur en konan sjálf. Hún var að hefna sín á fuglinum sökum skiptingar milli auðvalds og öreiga. í sál sinni fann kon- an enn harðræðið vorið það og því fengur í hverjum matarbita. Mótrök hennar fóru til lítils. Nú var „þekking“ á viðbrögðum mannsins orðin svo mikU. Hún var ekki meðvituð um orsök gerða sinna þá. En þetta var hrikaleg útrás fyrir réttláta reiði hennar. Vai'narleysi konunnar vegna eigin tilfinninga varð algert. Frá þeim degi urðu henni réttmæti sögunnar í rás áranna eins og böggull fyrir brjósti. Eftir 40 ára reynslu mína í bókmenntakennslu sýnist mér sem það sé Ijóðið er helst beri í sér nær óyggjandi sönnun þess sem var og er. Það kemur hreint og ómengað úr vitund skáldsins. I því felast heilindi, auk þess að vera æðsta tjáning hins ritaða máls. Það væri því mikilvægt í menntauppeldi afkomenda okkar að það skipaði þar veglegan sess. Mun ég reyna að færa sönnur að því í næsta pistli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.