Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 38
158 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Stóragerði 23,
Reykjavík,
lést á öldrunardeild Landspítalans miðviku-
daginn 23. júnf.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús Sigurðsson,
Kristín Dagný Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurvinsson,
Anna Magnúsdóttir,
Júlíana Guðmundsdóttir, Sigurður Á. Reynisson,
Anna Linda Guðmundsdóttir, Björn Víðisson,
Magnús Guðmundsson, Gabríela Líf Sigurðardóttir
og Dagur Snær Sigurðsson.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANN MAGNÚSSON
fyrrverandi yfirhafnsögumaður,
áður til heimilis á Sporðagrunni 10,
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn
23. júní.
Margrét Sigurðardóttir,
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Kristín Jóhannsdóttir,
Áslaug Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurðsson
og barnabörn.
+
Elsku drengurinn okkar,
JÓN FREYR ÓSKARSSON,
Stafnesvegi 6,
Sandgerði,
er látinn.
Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju laugardag-
inn 26. júní kl. 14.00.
Valborg Jónsdóttir, Högni Jensson
og systkini hins látna.
+
Elskuleg eiginkona mín,
ERLA Ó. BERGSVEINSDÓTTIR BENUM,
i lést á sjúkrahúsi sunnudaginn 20. júní.
Útför hennar verður gerð þriðudaginn 29. júní
frá Tromsö.
Jörgen Benum,
Gabbrovegen 1,
Krokelvdalen,
9022 Tromsö.
+
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
HÖRÐUR EINARSSON
frá Reykjadal,
verður jarðsunginn frá Hrunakirkju föstudag-
inn 25. júní kl. 13.30.
Jarðsett verður í heimagrafreit í Reykjadal.
Þóra Sigríður Bjarnadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR,
Vesturgötu 61,
Akranesi.
Sigríður Árnadóttir,
Arnfríður Árnadóttir.
RAFN
KRIS TINSSON
+ Rafn Kristins-
son fæddist í
Reykjavík 30. októ-
ber 1981. Hann
fórst af slysförum 8.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Vídalínskirkju í
Garðabæ 18. júní.
Elskulegur frændi
minn, Rafn Kristinsson,
er látinn.
Það er skrítið til
þess að hugsa að ein-
ungis tveimur og hálf-
um tíma eftir andlát þitt, ók ég hjá
slysstaðnum án þess að vita nokkuð
um hvað hafði gerst þar stuttu áður,
og gerði mér þá ekki grein fyrir því
hversu skelfilega þessi atburður ætti
eftir að snerta mig og mína nánustu.
Elsku Rafn frændi, fráfall þitt er
reiðarslag sem gerir
mann máttlausan á lík-
ama og sál. Ég vil vart
hugsa þá hugsun til
enda að fá aldrei að
hitta þig framar. M
hafðir svo margt gott til
að bera, bæði skemmti-
legur og myndarlegur
og ekki síst einstaklega
þægilegur i samskipt-
um. Fráfall þitt hlýtur
að vera mistök af hálfu
almættisins. Hví þarf
slíkur drengur að
deyja?
Nú á maður aðeins
minningar um góðan dreng, en
minningarnar um Rafn eru ómetan-
legar og máttur þeirra er mikill og
jafnvel á stundu sem þessari geta
þær breytt sorg í gleði og fyllt mann
þakklæti fyrir að hafa þekkt Rafn
Kristinsson. Minningin um góðan
dreng lifir björt í hjörtum okkar
allra.
Elsku Kiddi, Sólborg, Valur og
Birna og aðrir ástvinir, við sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Snorri Júh'us og fjölskylda.
Mig langar að minnast þín, elsku
frændi, með nokkrum orðum. Öll
mín æskuár naut ég góðvildar og
hlýju þinnar og þegar ég lít til baka
eru þetta dýrmætar og fallegar
minningar. Þú varst glæsilegur
strákur sem vaktir athygli alls stað-
ar, enda skemmtilegur og góður
drengur. Ég var alltaf stoltur af því
að vera frændi þinn og naut þess að
vera í samvistum við þig. Það er
ótrúlegt að þú hafir verið hrifsaður
burt frá okkur svona skyndilega. Þú
sem áttir eftir að upplifa og gera svo
margt.
Elsku Kiddi, Sólborg, Valur, Birna
og aðrir ástvinir. Ég bið góðan guð
um að styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Hvfldu í friði, elsku frændi.
Þinn frændi
Rafn Magnús.
ÞÓRA
PÁLSDÓTTIR
+ Þóra Pálsdóttir
fæddist í
Reykjavík 23. janú-
ar 1911. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 27. maí síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Akraneskirkju 4.
júní.
Nú er elsku amma
mín farin að hitta afa
og heldur finnst okkur
tómlegt nú. Það var
+
Okkar ástkæra,
ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Neshaga 9,
andaðist á Vífilsstöðum að morgni miðvikudagsins 23. júní.
Árni Hálfdán Brandsson,
Guðbjörg Árnadóttir, Þorgrímur Gestsson,
Kristbjörg Lóa Árnadóttir, Indriði Aðalsteinsson,
Einar Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRHILDUR ÁRNADÓTTIR
frá Bjarneyjum
i Breiðafirði,
síðast til heimilis á Þiljuvöilum 29,
Neskaupstað,
verður jarðsungin föstudaginn 25. júní frá
Lágafellskirkju kl. 14.00.
Árni Heiðar, Soffía Óskarsdóttir,
Hulda Björk Kolbeinsdóttir, Gunnar G. Bjartmarsson,
Steingrímur Kolbeinsson, Hjördís Arnfinnsdóttir,
Svavar Ásgeir Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarn.
alltaf svo notalegt að
kíkja í heimsókn til
hennar upp á Höfða.
Það skipti hana engu
máli þótt maður gæti
ekki stoppað lengi í
hvert sinn. Hún sagði
alltaf að það stytti svo
daginn fyrir sig ef við
kæmum þó ekki væri
nema stutta stund.
Mínar fyrstu minning-
ar um ömmu eru öll
ferðalögin sem við fór-
um með afa og er ekki
hægt að minnast ömmu
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma, *** ísBr
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, 1 * .
Heiðarbraut 15, f j jy
Keflavfk, \ ¥
sem lést sunnudaginn 20. júní sl., verður jarð-
sungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
25. júní kl. 14.00.
Eygló Kristjánsdóttir,
Soffía Kristjánsdóttir, Reynir Pálsson,
Ólafur Benóný Kristjánsson,
Bragi Kristjánsson, Kolbrún Björgvinsdóttir.
án þess að hafa afa með. Það var
mikið sungið og trallað á þeim ferð-
um og farið víða. Þau voru alltaf til-
búinn að leyfa mér að skottast með.
Eftir að ég fluttist austur voru dyr
þeirra alltaf opnar og notaði ég flest
tækifæri sem gáfust til að heim-
sækja þau. Ég var t.d. öll jól hjá
þeim nema ein og það fannst mér
ekki vera nein jól. Ég og afí vorum
bæði svo spennt að taka upp pakka
að við náðum oftast að suða út einn
pakka fyrir sex til að opna. Skreytt-
um við saman húsið og tréð og fór-
um svo alltaf í kirkju klukkan sex.
Einnig voru þau dugleg að kíkja til
mín. Ég man hvað mér þótti alltaf
notalegt þegar þau voru í heimsókn
og ég hafði verið lengi úti á kvöldin,
þá beið amma alltaf eftir mér og gaf
mér hressingu. Sátum við svo saman
að spjalli um heima og geima á með-
an ég mataðist. Mér þótti alltaf svo
gott að tala við ömmu. Það má segja
að ég hafi ekki séð sólina fyrir þeim.
Eitt sinn komu þau að utan og í
heimsókn til mín. Afi hafði sett
dúkku og eitthvað fleira í kringum
sig þar sem hann sat. Þegar ég sá að
þau voru komin hljóp ég inn og beint
í fangið á afa og heilsaði honum. Við
spjölluðum saman og svo segir
hann: Tekur þú ekki eftir neinu?
Nei, ég gerði það ekki. Svo þegar ég
fór að horfa í kringum mig sá ég
dúkkuna og dótið sem þau gáfu mér.
Það sem einkenndi ömmu alla tíð
var hennar óbilandi bjartsýni, létt-
leiki og dugnaður. Og smitaði hún út
frá sér í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Þau höfðu bæði gaman af
því að spila og var marías og tveggja
manna vist mikið tekin við mig.
Einnig spiluðu þau alltaf vist við
vinafólk sitt einu sinni í viku. En nú
er komið að kveðjustund og ég
þakka fyrir allt sem þið gáfuð mér
og gerðuð fyrir mig í gegnum árin.
Eg veit þið hafið það gott núna,
elsku amma og afi, og fylgist áfram
með okkur.
Saknaðarkveðja.
Sif.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skflafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á fóstudag. I miðvikudags-,
fimmtudags-, fóstudags- og
laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir að
útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna
skilafrests.