Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Eldhússtólar líttu á úrvalið! J^UCCO/ Beyki/króm 8.950 n ^utia Beyki 4.500 ! L Qöú/cte' Litað beyki 7.920 Beyki 6.500 f/Céútí V HÚSGAGNAHÖLLIN -allt á einum stað! Eildiliafói 20-112 Rvik ■ S.5I0 8000 UR VERINU Fyrsta loðna sumarsins komin á land „Gott að vita af loðnunni“ SUMARLOÐNAN er nú farin að veiðast en loðnuskipið Guðmundur Ólafur ÓF kom til Raufarhafnar með fullfermi af loðnu snemma í gær- morgun. Petta er fyrsta loðnan sem berst á land á sumarvertíðinni og fer hún í bræðslu hjá SR-mjöli á Raufar- höfn, en veiðar máttu hefjast sl. sunnudag, 20. júní. Þá var Svanur RE á leið til Eski- fjarðar í gærkvöldi með fullfermi, um 700 tonn. Gunnar Gunnarsson, skipstjóri, aflann hafa fengist í 5 köstum. Hann sagði loðnuveiðina hefjast á svipuðum slóðum og í fyrra en enn væri of snemmt að segja til um hvort mikið væri af loðnu á ferð- inni nú. „Það er ekki gefið að það sé alltaf sumarveiði en það er gott af vita af henni núna og óþarfí að vera svartsýnn. En þetta var til dæmis alltaf bamingur í fyrra. Sumir telja vertíðina hefjast of snemma en ég er þeirrar skoðunar að of mörg skip séu að hamast í loðnunni á þessum árs- tíma, bæði íslensk og erlend,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið í gær. Gaman meðan vel gengnr „Þetta er fínasta loðna,“ sagði Maron Bjömsson, skipstjóri, við Morgunblaðið. „Við vorum með full- an bát, um 790 tonn,“ bætti hann við en aflinn fékkst í fimm köstum um 50 mílur norðaustur af Langanesi. „Við fengum upp í tæp 400 tonn í kasti og komum í bestu torfuna þeg- ar við vomm að ljúka við að fylla en höfðum leitað í tvo daga út af Norð- urlandi og í grænlensku lögsögunni áður en við köstuðum héma.“ Maron sagði að ekki væri hægt að hugsa sér betri aðstæður. „Hér er útileguveður og maður sér grillið í hillingum. Þetta er langbesti tími ársins til að veiða loðnu ef einhverja loðnu er að fá, allt annað en að vera að lemjast við þetta á veturna í hálf- vitlausu veðri upp á nánast hvem einasta dag. Já, það er gaman á Morgunblaðið/Kristján SÚLAN EA hélt á loðnumiðin norðaustur af Langanesi í gær og skip- verjar byrjuðu daginn á því að taka loðnunótina um borð. sumrin þegar vel gengur en það eina sem skyggir á er verðið. Aðeins ung- mennafélagsandinn svífur yfír vötn- um núna, það að vera með. Aflaverð- mætið á síldinni var helmingi lægra í síðasta túr miðað við í fyrra og kaup- ið okkar hefur lækkað um helming á einu ári. Ég er hræddur 'um að ein- hverjum þætti það súrt.“ Eitt íslenskt skip var á loðnumið- unum í gær, Óli í Sandgerði AK. Að sögn Landhelgisgæslunnar em níu norsk loðnuskip innan íslensku lög- sögunnar og tvö færeysk og tilkynnti annað þeirra um 200 tonna afla í gærmorgun. SUMARFERÐIR '99 FERÐAHANDBOK Sunnudaginn 4. júlí nk. mun Morgunblaðið gefa út 52 síðna ferðahandbók í þægilegu og handhægu broti, smáformi. í handbókinni er að finna áhugaverð- ar upplýsingar fyrir islenska ferðalanga og til nánari glöggvunar verður birt stórt (slandskort þar sem vísað er á upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar á landsbyggðinni. Einnig verður fjallað um ýmsar skemmtanir og menningar- viðburði sem eiga sér stað um land allt í sumar. Meðal efnis: • Ferðir • Gisting • Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir • Bátaferðir • Gönguferðir • Tjaldsvæði • Sundstaðir • Fuglaskoðun • Hvalaskoðun • Krossgátur • O.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 fimmtudaginn 24. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. JHfovgttttMafrife AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Dreiflng í rúmlega 60.000 eintökum. Áskrifendur Morgunblaðsins fa ferðahandbókina með Morgunblaðinu en auk þess verður henni dreift á helstu lausasölustaði og upplýsingamiðstöðvar um land allt þar sem hún mun liggja frammi. Upphafsúthlutun á loðnu fiskveiðiárið 1999/2000 Óli í Sandgerði AK 23.279 Sigurður VE 22.661 Júpiter ÞH 22.565 Víkingur AK 22.183 Hólmaborg SU 21.766 Oddeyrin EA 21.022 Örn KE 20.869 Þorsteinn EA 20.718 Beitir NK 20.155 Börkur NK 20.155 Seley SU 19.845 Sighvatur Bjarnaso.n VE 18.314 Gígja VE 18.060 Grindvíkingur GK 16.952 Antares VE 16.870 Elliði GK 16.054 Hákon ÞH 15.294 Súlan EA 14.820 Faxi RE 14.780 Þórshamar GK 14.389 Isleifur VE 14.329 Bjarni Ólafsson AK 13.497 Jón Kjartansson SU 13.447 Birtingur NK 13.415 Gullfaxi VE 12.763 Sunnuberg NS 12.255 Bergur VE 11.652 Guðrún Þorkelsdóttir SU 11.639 Björg Jónsdóttir ÞH 11.600 Húnaröst SF 11.539 Svanur RE 11.338 Huginn VE 10.936 Guðmundur Ólafur ÓF 10.836 Þórður Jónasson EA 10.384 KapVE 8.057 Sunnuberg NS 6.104 Jóna Eðvalds SF 5.730 Venus HF 2.879 Drangavík VE 2.700 Samtals 575.852 Skilst lyflö út meö móðurmjólkinni? hefur svarið FÆST I VERSLUNUM LYFJU og einnig í Árnesapóteki, Húsavíkurapóteki og Egilsstaðaapóteki. www.lyfja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.