Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 51
MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 51r Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson INGA Hersteinsdóttir, Ásgrímur Magnússon, Ágúst Þorbjömsson, Steinn Jónasson, Vignir Garðarsson, Einar Guðnason, Þorgrímur Þorgrímsson, Jouni Salminen, Björn Sigurbjörnsson, Jóhann Marelsson, Ragn- ar Stefánsson og Þorbergur Hauksson. I stærsta og fullkomnasta slökkviliðs- skóla Evrópu 1.200 LÍTRUM af þotueldsneyti var brennt í hverri æfingu við olíuelda. TIU slökkviliðs- og varaslökkviliðs- stjórar auk þjálfunarstjóra Bruna- málastoftiunar ríkisins og fulltrúa stjómar Bmnamálastofnunar rflds- ins vom í eina viku á námskeiði í „Emergency services college" í Kuopio í Finnlandi fyrir stuttu. Ferðin var farin með tilstuðlan styrks úr endurmenntunarsjóði Brunamálastofhunnar ríkisins, er þetta annað námskeiðið sem farið er til Finnlands. Slökkviliðsskólinn í Kuopio er stærsti og fullkonmasti slökkviliðsskóli í Evrópu. Þangað sækja nám og námskeið slökkvi- liðsmenn úr öllum heiminum. Uppbygging skólans kostaði finnska ríkið tugi milljarða og má nefna að tölvuhermar og búnaður kostar rúma tólf milljarða og er þar samskonar tölvubúnaður og notaður var við gerð myndarinnar „Jurassic Park“. Hægt er að líkja eftir slysum og brunum og gera áætlanir um hvemig best sé að bregðast við og sjá svo útkomuna á skjá leikna af tölvunni. Hægt er að fá mismunandi nám- skeið, í þessu námskeiði var farið í reykköfún í húsum og yfirtendrun- argámum, slöngulagnir og vatns- öflun, eitureíni, sprengiefni, ohú- elda, slökkvifroðu og ammomak, tölvuhermi og stjómunargerðir, fatnað og varnargalla svo sem eit- urefnagalla og umhirðu á slíkum búnaði. Framlag Finna til brunamála er tuttugufalt hærra á hvem íbúa en á Islandi, branatjón á hvem íbúa er samt lægst á Islandi af Norður- löndunum, og gefur það nokkra vísbendingu um hæfni íslenskra slökkviliðsmanna. Mikil umræða er nú um endumýjun slökkvibúnaðar, mikið er ennþá til að Bedfordum sem komu um 1970 og er kominn túni til að endumýja þá, menntun slökkviliðsmanna þarf að vera stöðug til að slökkvistörf og björg- unarstörf gangi fúmlaust fyrir sig þegar á reynir. Sagt er að slökkvi- liðsmenn vinni hættulegustu störf- in á friðartúnum. Ferðin gekk vel í alla staði og vom þátttakendur þreyttir og ánægðir við heimkom- una. Villur í krossgátu Þau leiðu mistök urðu við birtingu skýringatexta við krossgátu í Dagskrá, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, að villur voru í textanum. Formið, þ.e. krossgátan sjálf, var rétt en eins og fyrr segir voru villur í texta og er hann því birtur hér leiðréttur. LÁRÉTT I. Dól skaðar ver sem hefur sverð hang- andi yfirsér. (15) 7. Einn fróðari en nokkur fslendingur. (3,5) 8. Nær haldgóðum fatnaði. (7) II. Uppmnalegt lag er hluti af setningu. (7) 13. Stor, ungur, og sjávarspendýr. (9) 16. Ósköp venjulegt brauð. (11) 19. Falin greiðsla. (4) 20. Alast upp við að eiga nóg út á grautinn. (5) 21. Hún er 1001. í ræktunarbók..(4) 22. Leika sér að því að búta niður. (5) 23. Þeir fóm illa með herra Kötu þeir.... hann í burtu. (6) 25. Er nirfill með líflaust nef. (5) 27. Fara norður og niður ef þú sýnir ekki eftirsjá. (5) 29. Tak nös þína úr vasaklútnum og hættu að .... (6) 30. Fræðigrein sem rannsakar náttúm hlutanna. (10) 32. Af móð jagar Gunn’r enda er hann.... (13) 33. Skýrsla um lögun trjáa. (11) LÓÐRÉTT 1. Svona karl í fallegum kvenmannsföt- um. (8) 2. Seimur af söng fugla. (6) 3. Söngverk í sjó. (6) 4. Guðir sem eru ekki nýliðar í Ásgarði. (5) 5. Núna, restin er sjaldgæfar fornminjar. (10) 6. Reipi sem bregst veldur sálrænni tmflun. (10) 9. Fræði um mæðu. (11) 10. Doktor að snara doktor í ólát- um.(12) 12. Gabb, rógur, og deilur um berg. (6) 14. Peningastofnun sem tekur ekki við klinki. (12) 15. Vítið Kana þar. (9) 17. Oli minn, rangur maður ervið stjórn á þessu skipi. (8,5) 18. ‘Raskur’ klám-hundur í her. (10) 24. Grýtt tungl er Ijósfyrirbrigði. (9) 26. Sífra út af steini. (5) 28. Krabbadýr sem þarf að sinna. (5) 30. Reiðu-búinn að finna svardaga. (5) 31. Skipa hundi með þessu orði að elta randir. (6) Eiðamót haldið um helgina EIÐAMÓT verður haldið nú um helgina. Þetta verður fyrsta Eiða- mótið í nær aldarfjórðung og munu þar koma saman árgangar gamalla nemenda, allt að nemendum sem voru í skólanum fyrir 60 árum eða 1939. I fréttatilkynningu er þeim, sem hug hafa á að sækja mótið, bent á að boðið sé upp á sérstök kjör á svefnpokaplássi með morgunverði í tvær nætur ásamt kvöldverði á laugardagskvöld á Hótel Eddu, Eiðum. Hópar gamalla skólafélaga geti síðan skipulagt helgina að vild, sótt djasshátíð á Egilsstöðum á föstudagskvöld, eða farið í ferðir um Hérað eða Firði. Aðalfundur samtakanna hefst klukkan 5 á laugardag og í fram- haldi af honum verður kvöld- skemmtun, sem hefst með kvöld- verði og endar með dansleik þar sem gamlir Eiðanemar, með Jónas Þór fremstan í flokki, leika fyrir dansi. I tilkynningunni segir að til- gangur samtaka Eiðavina sé að efla samstöðu um Eiðastað sem menningarmiðstöð fjórðungsins og stuðla að sem fjölþættastri notkun staðarins í þágu menningar- og at- hafnalífs á Austurlandi. Jónsmessu- og miðsumarshátíð á Eyrarbakka NOKKRIR áhugamenn á Eyrar- bakka hafa ákveðið að efna til Jóns- messu- og miðsumarshátíðar á Eyr- arbakka á morgun, föstudag. Stefnt er að því að gera þetta að árvissum viðburði í þorpslífinu, ef vel tekst til. „Vænst er þátttöku þorpsbúa sjálfra, annarra íbúa í sveitarfélaginu Ár- borg og allra þeirra sem vilja taka þátt í menningarlegri samveru á Bakkanum eina kvöldstund," segir í fréttatilkynningu. „Dagslúá hátíðarinnar hefst kl. 20 með gönguferð um Bakkann. Gengið verður frá gatnamótum Álfsstéttar og Eyrargötu að Vesturbúðarhól. Sögð verður saga húsa og byggðar og sagt frá mönnum og málefnum. Leið- sögumaður verður Magnús Karel Hannesson. Kl. 20 verða uppákomur í Byggðasafni Amesinga í Húsinu og Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Kl. 22 verður miðsumarsbrenna. Safnast saman við Kaffi Lefolii og gengið að brennu vestan við gömlu höfnina. Al- mennur söngur, vikivakadans, leikir og fleira,“ segir þar ennfremui'. Kynnir kristi- legt hjálparstarf CAROLIN Cox barónessa er komin hingað til lands til að kynna starf- semi CSW (Christian Solidarity Worldwide) sem er kristilegt hjálp- arstarf. ,Ásamt því að senda nauð- þurftir til hungraðra og hrjáðra á hörmungarsvæðum hafa þessi sam- tök einnig beitt áhrifum sínum á stjómvöld í þeim löndum sem með skipulögðum hætti ofsækja kristna menn og kirkjur s.s. í Pakistan, Súd- an, Egyptalandi, Gvatemala, Ví- etnam, Indónesíu, A-Tímor, og Kína svo eitthvað sé nefnt,“ segir í frétta- tilkynningu. „Hún er hjúkrunarkona að mennt en hefur helgað sig baráttunni fyrir þá sem em minni máttar og skortir talsmann. Þess vegna talaði hún máli barna og yfirgefinna í Englandi um árabil. Fyrir þá baráttu var hún öðl- uð og því er hún titluð barónessa. En á síðustu ámm hefur hún helgað sig baráttunni um trúfrelsi. Carolin Cox mun koma fram á sjónvarpsstöðinni Ómega í kvöld kl. 21.00 og halda erindi hjá Veginum, Smiðjuvegi 5, annað kvöld kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis og öllum op- inn,“ segir þar ennfremur. Jónsmessuhátíð á Akranesi EFNT verður til Jónsmessuhátíðar á Akranesi verður dagana 24.-27. júní. Kveikt verður í brennu í Kalmans- vík kl. 20. Þar verður grillað og Gísli Gíslason og Gísli S. Einarsson stjórna Víkursöng. Golfmót körfu- boltamanna hefst kl. 16 á föstudag. Á laugardag verður opnaður útimark- aður í tjaldi í skrúðgarðinum við Suðurgötu frá kl 10. Þá verður opna átaks skákmótið á Akratorgi kl. 10. Skráning hefst kl. 9. Útitónleikar verða á Akratorgi kl 14. Ýmsar hljómsveitir og einstak- lingar frá Akranesi koma fram. Pét- ur Ottesen stjórnar Skagamótinu í sjómanni á milli atriða. Þá verður fjórðungsmót stangaveiðimanna og opna Lancome mótið í golfi. Kapp- sigling verður á skútum frá Reykja- vík til Akraness. Sunnudaginn 27. júní verður sprell á Skagaverstúni - Leiktæki fyrir börnin frá kl. 13 og áfram verður úti- markaðurinn í tjaldi á túninu. Víkingahátíð á Seyðisfírði VÍKINGAHÁTÍÐ verður haldin á Seyðisfirði dagana 25. og 26. júní við Hótel Seyðisfjörð. Á dagskrá víkingahátíðarinnar verða m.a. víkingamarkaður, þar sem handverksvíkingar kunngera fornt handverk, gifting að víkingasið, , hólmabardagi, víkingaskóli þar sem unga fólkið lærir víkingasiði, dans- leikir og borðhald að hætti víkinga. Lambaskrokkar verða heilsteiktir, spákonur munu spá fyrir um framtíð gesta í tjaldi sínu og gestir geta reynt fyrir sér í bogfimi. Einnig verða dansleikir í stóru tjaldi við Hótel Seyðisfjörð bæði kvöldin. Kynningarfund- ur í Lífslindinni JOHN Armitage og Kathleen Mur- rey munu halda kynningarfúnd um kristalla, orkunet jarðar, orkustöðvar \ og Ijósborgir í í Lífslindinni, Ánnúla 34, á morgun, föstudag, kl. 20.30. Helgina 26.-27.júní munu þau síð- an halda námskeið um notkun krist- alla til sjálfsþroska, segir í fréttatil- kynningu. TILBOÐ Jakkar og stuttkápur úr leðurlíki. Verð kr. 5.900. Regnkápur, kr. 12.900 Opiaala^op. \0^HI/15IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.