Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 45 THEODOR FRIMANN EINARSSON * ann margar ánægjustundir, þar á meðal þegar Villi fékk sér mótor- hjól, það flottasta í bænum. Við tengdasynirnir fengum okkur líka hjól þó þau hafi nú fallið í skuggann af hjóli Villa. Margar skemmtiferðir og kvöldrúntar voru farnir, þar á meðal hringferð um landið, þar sem hann hafði elsta barnabarnið aftaná og allur hringurinn var farinn á lög- legum hraða, sem fáir mótorhjóla- menn hafa leikið eftir. Þess má geta að Villi fékk viðurnefnið „Kögri“ þar sem leðurdressið og hjólið voru skreytt með kögri og glitri og má segja að hann hafi staðið vel undir nafni. Það sem við mátum mest í fari Villa var það hversu hreinn og beinn hann var i okkar samskiptum, við vissum alltaf hans meiningu og aldrei var Villi með neitt pukur. Þó við værum ekki alltaf sammála, hélst alltaf vináttan. Alltaf var gott að koma í Kögurselið í kaffi og rand- arbrauð og spjalla um heima og geima. Villi bar af í snyrtimennsku og reglusemi og oft dáðumst við að þolinmæði hans og nákvæmni. Margt væri hægt að segja um Villa en nú látum við hér staðað numið en hans verður minnst með söknuði. Megi góður Guð styrkja Ingibjörgu og dætur þeirra, þess biðjum við í Jesú nafni, Amen. Tengdasynir, Jón Tryggvi Þórsson og Guð- mundur Karl Guðnason. Hann afi minn var mjög sérstakur maður að öllu leyti og ég man að hann var mjög fyndinn og skemmti- legur og mér þykir afskaplega vænt um hann. Hann afi var rosalega smekklegur maður og góðhjartaður og okkur öllum finnst sárt að missa hann og ég sakna hans mikið en nú í er hann hjá Drottni og kvalirnar j búnar og ég vildi að hann hefði get- að verið lengur hjá okkur og að ég gæti talað við hann núna. En ég veit að ég mun hitta afa minn hjá Jesú seinna og ég hlakka til. Amma mín, Guð gefi þér styrk. Eg sakna þín, afi minn. Þitt barnabarn, fsak Jónsson. ógleymanlegar sögur, ég man þær enn þann dag í dag og það er örugg- lega þessvegna sem ég ætla að verða rithöfundur. Fyrsta sinn sem ég samdi sögu hugsaði ég um afa og sagði; „afi er alltaf að semja nýjar og skemmtilegar sögur og ég hlýt að geta það líka.“ En alltaf þegar við börnin sáum hann kætti það okkur heil ósköp. Það var aldrei leiðinlegt hjá afa og ömmu og alltaf beið okkar smávegis góðgæti í nammiskúffunni en afi sá um að skipta jafnt á milli. Það var einn af hans góðu kostum að hann gerði aldrei upp á milli okkar. Mér fannst ég algjör prinsessa hjá afa enda kallaði hann mig alltaf litlu prinsessuna sína. Nú kveð ég bless- aðan afa minn sem hvílir nú í náðar- faðmi Drottins. Þín Karen Dögg. Elsku afi minn, ég veit þér líður vel hjá Jesú en ég á eftir að sakna þín. Best fannst mér þegar ég var lítil að sitja í fanginu þínu og hlusta á allar skemmtilegu sögurnar sem þú samdir á staðnum, ég hélt þær væru allar sannar. Þú varst alltaf svo fyndinn og gerðir að gamni þínu við okkur. Ég gleymi aldrei þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn, þú varst svo veikur, ég tók utan um þig og sagði, bless afi minn, ég elska þig. Þú horfðir á mig, réttir út höndina og sagðir, Tinna mín, ég elska þig líka. Þín Tinna Björt. Nú er afi minn farinn heim til Jesú og ég grét svo mikið þegar mamma sagði að afi væri dáinn. Mamma sagði að nú liði honum vel og hann væri ekki lengur veikur. Afi var alltaf svo góður við mig, hann kallaði mig alltaf „skarfinn sinn“. Ég ætla að vera góður við ömmu og passa hana vel, elsku afi minn. Þinn Jóhann Friðrik. Ó, er okkar vinir, allir mætast þar. Ganga á geisla fógrum, grundum eilífðar. Lofa Guð og lambið, lífið sem oss gaf. Sorgin dvín, sólin skín, sjá Guðs náðar haf. (Þýð. Sigríður Halldórsdóttir.) Þessar ljóðh'nm- komu í hug minn þegar við sátum við dánarbeð Villa mágs míns. Ut um gluggann blasti við fagur Fossvogsdalurinn og sást allt til sjávar og kvöldið var fagurt. Og þannig var viðskilnaður vinarins sem gekk til hinna eilífu bústaða. Ef hinir jarðnesku dalir og náttúra hrífa hug okkar, hvað þá með hið himneska? Þar hefur trúin veitt okkur fullvissu um það sem eigi er auðið að sjá, eins og postulinn segir. Og hann heldur áfram: „Því nú er þekking vor í molum en seinna mun- um vér gjörþekkja.“ Og hvað segir það okkur annað en að nú hefur Vil- hjálmur Hendriksson fengið að sjá og gjörþekkja allt sem trúin hefur sýnt honum „svo sem í skuggsjá". Og skyldum við ekki samfagna vini sem séð hefur. Langur aðdragandi er að því sem nú er orðið. Villi hefur átt við mikil og erfið veikindi að stríða og aðdáun hefur það vakið að sjá hetjuna Ingibjörgu standa við hlið eiginmanns síns og aldrei látið hugfallast. Virðing okkar hjónanna fyrir hetjunni okkar, henni Ibbý, hefur vaxið í hlutfalli við nánari samgang og kynni við þau bæði und- anfarnar vikur. Meira held ég að enginn geti gert fyrir ástvininn sinn þegar heilsan er farin og lífið fjarar út en Ingibjörg hefur gert fyrir Villa sinn. Og nú hefur tíminn numið staðar fyrir þau sem gráta í dag. Ekkert verður eins og það áður var, einn hlekkur í fjölskyldukeðjunni hefur brostið og nú verður að tengja sam- an það sem shtnaði og sú tenging skiptir öllu máli fyrir Ingibjörgu og dæturnar og tengdasynina og barnabörnin. Minningin er góð og vonin um endurfundi fyrir trána á Jesúm Kiist veitir vonarríka fram- tíð. Öll samúð okkar er með ykkur kæra fjölskylda. Guðjón og Jenný. • Fleiri minningargreinar um Vilhjálm Hendriksson bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. + Theodór Frímann Einars- son fæddist á Eystri-Leirár- görðum í Leirársveit 9. maí 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 19. ágúst. Það er erfitt að tráa því að þú sér farinn, elsku afi. Mér fannst svo sárt að geta ekki verið viðstödd jarðaförina, fannst ég vera í órafjar- lægð og ég var alltaf að hugsa hvort þú hefðir fundið mikið til, hvort þú hefðir orðið hræddur þegar dauðinn kom. Um nóttina, eftir að ég hafði talað við mömmu, þá kveikti ég á kerti fyrir þig. í huga mér birtist sama myndin af þér aftur og aftur: snjóhvítur líkami þinn og andlit þitt svo slétt og kyrrlátt og svo hvarf hann undir spegilslétt vatn. Ég huggaði mig við þá tilhugsun að þú hefðir feginn hvatt þennan heim og nú væri þrautargangan á enda. Ég veit ekki hvort þú gerðir þér + Haraldur Ágústsson, húsa- smíðameistari, fæddist í Reykjavik 25. september 1926. Hann lést 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá kirkju Óháða safnaðarins 27. ágúst. Afi minn. Besti maðurinn í heim- inum, vegna þín er heimurinn betri. grein fyrir því hversu mikilvægur þú varst mér og ég held að ég hafi aldrei almennilega tjáð þér hversu stollt ég var af þér. Það sem þú gerðir í tónlist var mér hvatning og snemma fór ég að finna að ég hefði eitthvað að segja, að það væri mér í blóð borið að semja tónlist. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég heim- sótti þig einn sólríkan dag þessa sumars og þú spurðir mig hvort við ættum ekki að semja saman lag. Glampinn í augum þínum, brosið á^g meðan við rauluðum til skiptis lag- línu, sögðum stundum ,já þetta er gott“ eða „nei þetta gengur ekki“ og svo setth þú saman texta sem þér þótti reyndar ekki ýkja merkilegur, en það var algert aukaatriði. Við kláruðum þó aldrei lagið, þú hættir að brosa, vissir hvert stefndi, en elsku afi það væri nú gott að við kláruðum það einhvers staðar ann- ars staðar, þar sem þú ert nú og hörpumar óma. Anna. Vegna þess að þú skildir eftir betra fólk í heiminum, vegna þess að þú gerðir fólk betra. Ég samgleðst þér þar sem þú ert kominn á fallega staðinn til góðu konunnar þinnar í hamingjuna. Ég veit að þér líður vel, og brosir til mín þaðan. Þín, Karólína. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. HARALDUR ÁGÚSTSSON Elsku afi minn, þú varst alltaf svo skemmtilegur og góður við mig og ég var alltaf svo montin af þér og bílnum þínum og ég sakna þín mjög mikið. Én núna ertu hjá Jesú og þjáningar þínar eru búnar. Okkur þykir svo sorglegt að litla systir mín, hún Ingibjörg Birta, geti ekki kynnst þér hér eins og við fengum, en við ætlum að vera dugleg að segja henni frá hvað hún átti yndis- legan afa. Ég hlakka til að sjá þig uppi í Himnaríki. Elsku amma, Guð styrki þig. Takk, afi minn, fyrir allt. Þitt barnabarn, Guðlaug Jónsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til afa míns. Mér finnst erfitt að kveðja hann því ég tráði alltaf að hann myndi ná sér og allt yrði eins og það var en nú reyni ég * að hugga mig við að þetta var best 1 fyrir hann. Afi var mjög sérstakur og ég bar mikla virðingu fyrir hon- um. Við áttum margar góðar stundir saman, þegar ég var lítill fékk ég stundum að sitja í vegheflinum með afa og það fannst mér alveg toppur- inn. Ég minnist þess þegar ég fór hringinn í kringum landið aftan á mótorhjólinu hjá honum. Það var ógleymanleg ferð. Afi sagði oft við mig: Villi minn, þegar þú færð bíl- próf þá lána ég þér Bensann en þá | verður þú líka að keyra um á lögleg- um hraða. Það er skrýtið að hitta hann ekki meir hér á jörð en allt tekur enda og líka einhvern tímann mitt líf og þá sameinumst við á ný hjá Guði. Þinn Vilhjálmur Hendrik. Allt sem afi átti var mjög fínt og flott, ég var svo hreykin af því að eiga svona góðan og skemmtilegan afa. Þegar hann sat á ruggustólnum í fína einbýlishúsinu sínu og hélt mér í fangi sér og sagði mér + MAGNÚS TÓMASSON fyrrum bóndi, Friðheimi, Mjóafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 6. september síðastliðinn. Fyrir hönd vandamanna, Guðríður Magnúsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, STEFÁN ÞORMÓÐSSON, sem lést mánudaginn 6. september, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. september kl. 10.30. Kristbjörg M. Jónsdóttir, Arnar Þór Stefánsson, Auður Yngvadóttir, Kristinn S. Stefánsson, Erna Hilmarsdóttir, Gunnar Skúii Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Jón Agnar Ármannsson, Óskar Ármannsson, Bára Elíasdóttir og barnabörn. t Eiginkona min, GUÐFINNA SVAVARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, I Akranesi, ***** 1 lést mánudaginn 6. september. Fyrir hönd vandamanna, * Sigurður B. Sigurðsson. Æ t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR saumakona frá Vatnsenda í Eyjafirði, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 7. september. Reynir Björnsson, Dóra Magnúsdóttir, Sigrún G. Björnsdóttir, Einar Jónsson, Ævar Bjömsson, Hrönn Jónsdóttir, Björg Björnsdóttir, Kjartan Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 38, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 3. september sl. Agnar Ólafsson, Svala Henriksen, Kolbrún Garðarsdóttir. t Kveðjuathöfn um manninn minn, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAUK JÓSEFSSON deildarstjóra, Barmahlíð 48, sem lést föstudaginn 3. september, verður haldin í Háteigskirkju föstudaginn 10. septem- ber kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Eir, Grafarvogi. Fyrir hönd aðstandenda, Svava J. Brand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.