Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 54
I 54 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Smáfólk Ætti ég að hlaupa út Kannski ég bíði þar Ég get ekki látið ogsækja hundadall- til styttir upp? hundinnminn inn eða bíða þar til Nei, farðu núna. svelta til bana. styttir upp? Svona, farðu nú Farðu núna Hins vegar er engin Láttu mig vita skynsemi í því að þegar styttir upp. verða rennandi blautur. Farðu, sama hvað á bjátar BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Oft má betur brúka miðla en til lítil- lækkunar á saklausum Svar til ívars Benediktssonar Frá Stefáni Pór Stefánssyni: ÍÞRÓTTAMENN í fremstu röð í heiminum eru sífellt að taka áhættu. Eðli íþrótta er áhætta. Flestir kepp- enda í íþróttakeppnum heims eiga sí og æ við meiðsl og jafnvel sjúkdóma af ýmsum toga að stríða. Það er bara spumingin hvort þau muni hrjá þá þegar mest skiptir máli. Þó svo að eitthvað ami að þegar á hólminn er komið, þýðir ekki að gefast upp fyr- irfram án þess að reyna, sérstaklega þegar um stór mót er að ræða, svo lengi sem þokkalegur möguleiki er á að hægt sé að ná sem næst sínu besta eða betur. Hugsanagangurinn hjá íþrótta- fólki í vafasömu formi er líklega um það bil þessi: Hvað ef ég hætti við? Kannski fæ ég aldrei svona tæki- færi aftur? Hvað ef ég nú kemst í gegn án vandræða og næ góðum ár- angri? Er langur og strangur und- irbúningur allur unninn fyi’ir gýg? Nei, það verður bara að kýla á það og sjá hvað gerist! Þegar kemur að þessum stóru stundum, er lítið sem ekkert eftir af keppnistímabilinu sem máli skiptir, þannig að það er allt í lagi að láta slag standa. Ef eitthvað bilar, þá verður farið með það í viðgerð á eftir. Það þýðir ekk- ert að svekkjast ef hlutirnir ganga ekki upp, það var þó reynt. Vissu- lega er munur á að í einstaklingsí- þrótt geta keppendur einungis brugðist sjálfum sér, en í hópíþrótt geta keppendur í mikilli áhættu eyðilagt fyrir liðsmönnum sínum með þátttöku. Það á að ítreka að íþróttafólk á fyrst og fremst að standa í þessu stússi iyrir sjálft sig, allt annað kem- ur á eftir. Vissulega er það stolt af því að keppa fyrir þjóð sína, en pressan frá henni má ekki setja hlut- ina úr samhengi. Iþróttafólkið á að hafa létt gaman af þátttökunni, þá gengur því yfírleitt best. Þetta sést á því að fjölmörg met eru sett á smá- um og fjörlegum mótum þegar jafn- vel síst er búist við bætingum. Þá kemur rétta afslöppunin fram og tæknin skilar sér í réttri tímasetn- ingu og með réttum áherslum. Þegar pressan, alvarleikinn og yfireinbeit- ingin tekur völdin, fara þessir mikil- vægu hlutir oft út í buskann, en í staðinn kemur stífleiki og sljóleiki. Það þarf mátulegan skammt af létt- leika og kæruleysi til að létta pressu- baggann. Fréttaflutningur um vonbrigði og að árangur sem reiknað var með hafi ekki náðst, er ekki til neins góðs. Fréttafólk er í því að inna íþróttafólkið um hvernig það muni nú halda að sér gangi og hvernig er svo sem hægt að svara svoleiðis spurningum nema að það ímyndi sér að sér muni ganga vel? Það er hinn eini rétti hugsanaháttur, já- kvæðni og bjai’tsýni, það eru sam- eiginlegir eiginleikar þeirra bestu. Svo er þessum fréttum komið á framfæri og ef eitthvað bjátar á fær keppandinn á baukinn fyi’h’ að vera að gefa býsna miklar yfirlýsingar. Það er nógu sárt að hafa komið á hólminn og þurft að skerast úr leik eða ná ekki að uppfylla drauminn með sínu allra besta, að skilningslít- ið og kröfuhart fréttafólk þurfi auk- inheldur að ausa salti í opin sárin. Væntingar eiga ekkert að vera neitt meira en góðlátleg ósk um vel- gengni. Það er ekki skortur á hyll- ingum þegar vel gengur, en ef ár- angurinn nægir ekki til að vera meðal þeirra allra fremstu í það og það skiptið, þá þýðir ekki annað en að segja, þótt allir séu sárir: Við reyndum eins og við gátum, súrt epli, lærum og gerum betur næst. Haldið áfram að berjast! Öðruvísi hefst það ekki. Baráttukveðjur. STEFÁN ÞÓR STEFÁNSSON, fyrrverandi keppnismaður í frjálsíþróttum, Texas, Bandaríkjunum. Hvað er stiörmikort? Frá Þorsteini Sæmundssyni: FYRIR fáeinum árum hefði ekki þurft að spyrja þessarar spurning- ar. Þá hefðu flestir vitað að stjörnukort er uppdráttur af stjörnuhimninum á sama hátt og landakort er uppdráttur af yfir- borði jarðar. Nú hefur það gerst að menn sem kalla sig stjörnuspek- inga hafa tekið upp á því að þýða erlenda orðið hóróskóp með ís- lenska orðinu stjörnukort. Um ástæðuna fyrir þessari orðvillu veit ég ekki, en varla geta þessir menn verið svo fáfróðir um eigin „fræði- grein“ að þeir viti ekki að íslenskan hefur lengi átt ágætt orð um þetta fyrirbæri: stjörnumát. Nafnið stjömuspákort hefur líka verið notað án þess að valda misskilningi. Ef stjömuspekingum finnst þessi orð ekki boðleg lengur, ættu þeir að róa á ný mið, en láta í friði orð sem rót- gróið er í annarri merkingu í ís- lensku máli. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON stjömufræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. í í dag er I; Í56 dag er langlangbesti tíminn.. en bara í dag! -1- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.