Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Daníel Hansen Frá Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák. Norðurlandamót barnaskólasveita í skák Sigurliðið frá íslandi Eyja- og Miklaholtshreppi - Um siðustu helgi fór fram Norður- landamót barnaskólasveita í skák í Hótel Eldborg á Snæfells- nesi. Þetta er í tíiinda sinn sem keppt er í þessum flokki, þ.e. 12 ára og yngri. Eru þessi mót haldin á Norðurlöndunum til skiptis. A síðastliðnum vetri var keppni milli grunnskólanna í hverju landi og sigurvegarar hvers lands öðluðust rétt til að keppa á þessu móti. Lið Mela- skólans í Reykjavík sigraði hér á landi og í öðru sæti var lið Kárs- nesskóla í Kópavogi. I ár mætti ekki lið frá Færeyjum svo Islend- ingar fengu að senda tvö lið þar sem keppnin er haldin hér á landi. Voru því tvö efstu liðin í keppninni. Sigurlið hvers lands hefur æft mikið í sumar og komu íslensku liðin því sterk til leiks. I hópnum er að finna okkar efnilegustu skákmenn og vafalaust eru í hópnum verðandi stórmeistarar. íslenskur sigur Skáksveit Melaskólans varð sigurvegari í ár og er þetta í þriðja sinn sem íslendingar hafa orðið sigurvegarar. I öðru sæti var sveit Svía og í þriðja sæti var sveit Kársnesskóla. Svíar liafa einnig sigrað þrisvar sinnum. I sigursveitinni eru Dagur Arn- grímsson, Hilmar Þorsteinsson, Viðar Berndsen, Arnljótur Sig- urðsson, Víkingur Fjalar Eiríks- son og Aron Óskarsson. Sveitarfélög sigurliðanna, þ.e. Reykjavíkurborg og Kópavogur, styrkja keppnina og Skáksam- band Islands gefur verðlaunin. Morgunblaðið/Birna Mjöll Líðan ökumanns ágæt eftir bflveltu ÖKUMAÐUR vörubifreiðarinnar, sem valt á veginum um Hálfdán milli Tálknafjarðar og Bíldudals á laugar- daginn, er á batavegi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og er líðan hans ágæt. Búist er þó við að hann þurfi að dvelja á sjúkrahúsi að minnsta kosti í eina viku til viðbótar, að sögn lækn- is hans. Hann lá fastur í flakinu í á fjórða tíma áður en tókst að losa hann og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Búið er að fjarlægja flak vörubif- reiðarinnar og var það sent til Reykjavíkur í skoðun fljótlega eftir óhappið. Kveðjumessa séra Ingimars Þórshöfn - Séra Ingimar Ingimars- son kvaddi sóknar- böm sín í kveðju- messu síðasta sunnudag ágúst- mánaðar en hann hefur þjónað í prestakafiinu í tæp þrjátíu ár, þar af sem prófastur síð- ustu þrjú árin. Þórshafnarkirkj a hin nýja var fullset- in við þessa athöfn því söfnuðurinn fjölmennti til að kveðja prest sinn, sem nú lætur af störfum vegna ald- urs eftir langa þjónustu. Eftirmaður séra Ingimars sem prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi verður séra Pétur Þórarinsson í Laufási, en ekki hefur verið gengið frá ráðningu prests í stað séra Ingimars. Að sögn sóknarnefndar verður það gert innan tíðar en ein umsókn um stöðuna liggur fyrir. Baugur hf. fær lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum Fjármagnar kaup á SMS BAUGUR hf. og Norræni fjárfest- ingarbankinn undirrituðu í gær samning um að bankinn veiti Baugi lán til að standa straum af kaupum fyrirtækisins á 50% hlutafjár í SMS-verslunarkeðjunni í Færeyj- um. Bankinn lánar fyrir helmingi kaupverðsins og er lánsupphæðin 10 milljónir danskra ki'óna, jafnvii’ði um 104 milljóna íslenskra króna, og veitt til 7 ára. I tilefni af undirritun samnings- ins sagði Jón Sigurðsson, banka- stjóri Norræna fjárfestingarbank- ans, að forráðamenn bankans teldu þátttöku hans í þessum viðskiptum vera ánægjuefni. „Þetta er fyrsta verkefnið sem bankinn lánar til og felur í sér að Island og Færeyjar tengjast í viðskiptalegum skilningi. Við teljum þetta vera mjög jákvæða þróun og erum trúaðir á það að vesturhluti Norðurlanda geti notið góðs af því að leysa verkefni af þessu tagi sameiginlega," sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði aðspurður að verk- efnið félli vel að markmiðum bank- ans þar sem um sé að ræða sam- starfsverkefni er varði hagsmuni tveggja landa og fyrirtækja í þeim báðum. „Ég vona að þetta geti orðið upp- hafið að samstarfi bankans við Baug og SMS og að framhald verði á sam- vinnu Islendinga og Færeyinga í at- vinnu- og viðskiptamálefnum. Ég er viss um að það er margt sem aðilar í þessum tveimur löndum geta betur gert saman en hvorir í sínu lagi,“ sagði Jón Sigurðsson meðal annars. Jón Asgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, segir að í framhaldi af því að Baugur eignast SMS verði unnið að því að styrkja fyrirtækið og færa út kvíamar í Færeyjum. „SMS rekur nú fimm verslanir í Færeyjum og við teljum að þar séu tækifæri á sviði sérvörusölu í anda Hagkaups," sagði Jón Asgeir við undirritunina í gær. Frá undirritun samningsins í gær: Jón Sigurðsson, f.h. Norræna fjárfestingarbankans, Tryggvi Pálsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, f.h. Baugs. Viacom og CBS tilkynna um samruna Eitt stærsta fjöl- miðlunarfyrir- tæki heims BBC Online Bandaríska fjölmiðlunarfyrirtæk- ið Viacom og sjónvarpsstöðin CBS hafa tilkynnt um fyrirhugaðan samruna og á honum að vera lokið í upphafi næsta árs. Við samrun- ann verður til eitt stærsta fjöl- miðlunarfyrirtæki heims sem met- ið er á 80 milljarða bandaríkjadoll- ara, jafnvirði um 5800 milljarða ís- lenskra króna. Starfsemi nýs sam- einaðs fyrirtækis mun verða á sviði sjónvarpsreksturs, kvik- myndaframleiðslu, bókaútgáfu, myndbandaleigu og Netsins. Til samanburðar má nefna að fyrir- tækið mun verða svipað að vöxtum og Walt Disney. Samkvæmt tilkynningu forráða- manna fyrirtækjanna tveggja er um að ræða samruna á jafningja- grundvelli en ekki yfirtöku, enda þótt samruninn eigi sér stað undir nafni Viacom. Viacom á þegar nokkrar sjónvarpsstöðvar, þ.á.m. MTV og VHl sjónvarpsstöðvarnar, auk þess sem fyrirtækið á Para- mount-kvikmyndaverin. Eftir sam- eininguna mun fyrirtækið einnig eiga meirihluta í stærstu mynd- HILTON-hótelkeðjan í Bandaríkj- unum hefur tilkynnt áform sín um að kaupa Promus Hotel Corp.-hót- elkeðjuna fyrir um 295 milljarða króna. Með þessu verður til risa- stórt hótelfyrirtæki með um 1.700 bandaleigukeðju heimsins, Block- buster Video. Reglum um eignarhald breytt Tilkynningin um samruna Vi- acom og CBS er gefin út mánuði eftir að nefnd á vegum bandaríska alríkisins, Federal Communications Commission (FCC), rýmkaði reglur um eignarhald á sjónvarpsstöðvum. Fyrir nokkrum árum voru einnig afnumdar reglur sem bönnuðu sjónvarpsstöðvum að eiga fyrirtæki sem framleiddu sjónvarpsefni. Talið er að frekari samrunar fyrir- tækja á sviði fjölmiðlunar muni verða á næstunni vegna þessara breytinga. Summer Redstone, sem tók við stöðu forstjóra Viacom árið 1987, mun verða stjórnarformaður og að- alframkvæmdastjóri hins nýja sam- einaða fyrirtækis en hann er 75 ára að aldri. Forstjóri og rekstrarstjóri fyrirtækisins kemur aftur á móti úr röðum CBS og heitir Mel Kara- mazin og er 56 ára. því er spáð að Mel Karamazin eigi síðar eftir að taka við af Redstone. hótel og aðrar rekstrareiningar í nánast öllum hlutum hótelgeirans. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Beverly Hills í Kalifomíu, en tals- vert skrifstofuhald verður einnig í Memphis í Tennesee. Toyota sækir fram á fjármálamörkuðum Skráð í kauphöll- unum í London og New York TOYOTA-bifreiðaframleið- andinn í Japan hyggst skrá hlutabréf sín í kauphöllunum í New York og London, sem hluta af þeirri viðleitni fyrir- tækisins að verða hnattrænt fyrirtæki og til að styrkja stöðu þess meðal leiðandi bif- reiðaframleiðenda í heimin- um, að því er fram kemur á fréttavef CNN-fn. Veita fjárfestum aðgang að hlutabréfum Fyrirtækið hyggst skrá bréf sín þann 29. september næstkomandi, og verður það annað japanskra bílaframleið- enda til að skrá hlutabréf sín í þessum kauphöllum á eftir Honda-fyrirtækinu. Talsmað- ur Toyota sagði tilgang skráningarinnar vera þann að veita fjárfestum aðgang að hlutabréfum fyrirtækisins, en ekki þann að verða fyrirtæk- inu úti um fjármagn. Fyrir- tækið hefur handbært fé upp á tæpa 1.770 milljarða króna og þarf því í sjálfu sér ekki á fjármagni að halda frá sölu hlutabréfa í kauphöllunum í New York og London, en sér- fræðingar segja að skráning- in sé til að styrkja ímynd Toyota sem alvöru þátttak- anda í sífellt harðnandi sam- keppni á hnattrænum bif- reiðamörkuðum. Hilton-hótelkeðj an kaupir Promus Rcuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.