Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 18

Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Daníel Hansen Frá Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák. Norðurlandamót barnaskólasveita í skák Sigurliðið frá íslandi Eyja- og Miklaholtshreppi - Um siðustu helgi fór fram Norður- landamót barnaskólasveita í skák í Hótel Eldborg á Snæfells- nesi. Þetta er í tíiinda sinn sem keppt er í þessum flokki, þ.e. 12 ára og yngri. Eru þessi mót haldin á Norðurlöndunum til skiptis. A síðastliðnum vetri var keppni milli grunnskólanna í hverju landi og sigurvegarar hvers lands öðluðust rétt til að keppa á þessu móti. Lið Mela- skólans í Reykjavík sigraði hér á landi og í öðru sæti var lið Kárs- nesskóla í Kópavogi. I ár mætti ekki lið frá Færeyjum svo Islend- ingar fengu að senda tvö lið þar sem keppnin er haldin hér á landi. Voru því tvö efstu liðin í keppninni. Sigurlið hvers lands hefur æft mikið í sumar og komu íslensku liðin því sterk til leiks. I hópnum er að finna okkar efnilegustu skákmenn og vafalaust eru í hópnum verðandi stórmeistarar. íslenskur sigur Skáksveit Melaskólans varð sigurvegari í ár og er þetta í þriðja sinn sem íslendingar hafa orðið sigurvegarar. I öðru sæti var sveit Svía og í þriðja sæti var sveit Kársnesskóla. Svíar liafa einnig sigrað þrisvar sinnum. I sigursveitinni eru Dagur Arn- grímsson, Hilmar Þorsteinsson, Viðar Berndsen, Arnljótur Sig- urðsson, Víkingur Fjalar Eiríks- son og Aron Óskarsson. Sveitarfélög sigurliðanna, þ.e. Reykjavíkurborg og Kópavogur, styrkja keppnina og Skáksam- band Islands gefur verðlaunin. Morgunblaðið/Birna Mjöll Líðan ökumanns ágæt eftir bflveltu ÖKUMAÐUR vörubifreiðarinnar, sem valt á veginum um Hálfdán milli Tálknafjarðar og Bíldudals á laugar- daginn, er á batavegi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og er líðan hans ágæt. Búist er þó við að hann þurfi að dvelja á sjúkrahúsi að minnsta kosti í eina viku til viðbótar, að sögn lækn- is hans. Hann lá fastur í flakinu í á fjórða tíma áður en tókst að losa hann og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Búið er að fjarlægja flak vörubif- reiðarinnar og var það sent til Reykjavíkur í skoðun fljótlega eftir óhappið. Kveðjumessa séra Ingimars Þórshöfn - Séra Ingimar Ingimars- son kvaddi sóknar- böm sín í kveðju- messu síðasta sunnudag ágúst- mánaðar en hann hefur þjónað í prestakafiinu í tæp þrjátíu ár, þar af sem prófastur síð- ustu þrjú árin. Þórshafnarkirkj a hin nýja var fullset- in við þessa athöfn því söfnuðurinn fjölmennti til að kveðja prest sinn, sem nú lætur af störfum vegna ald- urs eftir langa þjónustu. Eftirmaður séra Ingimars sem prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi verður séra Pétur Þórarinsson í Laufási, en ekki hefur verið gengið frá ráðningu prests í stað séra Ingimars. Að sögn sóknarnefndar verður það gert innan tíðar en ein umsókn um stöðuna liggur fyrir. Baugur hf. fær lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum Fjármagnar kaup á SMS BAUGUR hf. og Norræni fjárfest- ingarbankinn undirrituðu í gær samning um að bankinn veiti Baugi lán til að standa straum af kaupum fyrirtækisins á 50% hlutafjár í SMS-verslunarkeðjunni í Færeyj- um. Bankinn lánar fyrir helmingi kaupverðsins og er lánsupphæðin 10 milljónir danskra ki'óna, jafnvii’ði um 104 milljóna íslenskra króna, og veitt til 7 ára. I tilefni af undirritun samnings- ins sagði Jón Sigurðsson, banka- stjóri Norræna fjárfestingarbank- ans, að forráðamenn bankans teldu þátttöku hans í þessum viðskiptum vera ánægjuefni. „Þetta er fyrsta verkefnið sem bankinn lánar til og felur í sér að Island og Færeyjar tengjast í viðskiptalegum skilningi. Við teljum þetta vera mjög jákvæða þróun og erum trúaðir á það að vesturhluti Norðurlanda geti notið góðs af því að leysa verkefni af þessu tagi sameiginlega," sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði aðspurður að verk- efnið félli vel að markmiðum bank- ans þar sem um sé að ræða sam- starfsverkefni er varði hagsmuni tveggja landa og fyrirtækja í þeim báðum. „Ég vona að þetta geti orðið upp- hafið að samstarfi bankans við Baug og SMS og að framhald verði á sam- vinnu Islendinga og Færeyinga í at- vinnu- og viðskiptamálefnum. Ég er viss um að það er margt sem aðilar í þessum tveimur löndum geta betur gert saman en hvorir í sínu lagi,“ sagði Jón Sigurðsson meðal annars. Jón Asgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, segir að í framhaldi af því að Baugur eignast SMS verði unnið að því að styrkja fyrirtækið og færa út kvíamar í Færeyjum. „SMS rekur nú fimm verslanir í Færeyjum og við teljum að þar séu tækifæri á sviði sérvörusölu í anda Hagkaups," sagði Jón Asgeir við undirritunina í gær. Frá undirritun samningsins í gær: Jón Sigurðsson, f.h. Norræna fjárfestingarbankans, Tryggvi Pálsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, f.h. Baugs. Viacom og CBS tilkynna um samruna Eitt stærsta fjöl- miðlunarfyrir- tæki heims BBC Online Bandaríska fjölmiðlunarfyrirtæk- ið Viacom og sjónvarpsstöðin CBS hafa tilkynnt um fyrirhugaðan samruna og á honum að vera lokið í upphafi næsta árs. Við samrun- ann verður til eitt stærsta fjöl- miðlunarfyrirtæki heims sem met- ið er á 80 milljarða bandaríkjadoll- ara, jafnvirði um 5800 milljarða ís- lenskra króna. Starfsemi nýs sam- einaðs fyrirtækis mun verða á sviði sjónvarpsreksturs, kvik- myndaframleiðslu, bókaútgáfu, myndbandaleigu og Netsins. Til samanburðar má nefna að fyrir- tækið mun verða svipað að vöxtum og Walt Disney. Samkvæmt tilkynningu forráða- manna fyrirtækjanna tveggja er um að ræða samruna á jafningja- grundvelli en ekki yfirtöku, enda þótt samruninn eigi sér stað undir nafni Viacom. Viacom á þegar nokkrar sjónvarpsstöðvar, þ.á.m. MTV og VHl sjónvarpsstöðvarnar, auk þess sem fyrirtækið á Para- mount-kvikmyndaverin. Eftir sam- eininguna mun fyrirtækið einnig eiga meirihluta í stærstu mynd- HILTON-hótelkeðjan í Bandaríkj- unum hefur tilkynnt áform sín um að kaupa Promus Hotel Corp.-hót- elkeðjuna fyrir um 295 milljarða króna. Með þessu verður til risa- stórt hótelfyrirtæki með um 1.700 bandaleigukeðju heimsins, Block- buster Video. Reglum um eignarhald breytt Tilkynningin um samruna Vi- acom og CBS er gefin út mánuði eftir að nefnd á vegum bandaríska alríkisins, Federal Communications Commission (FCC), rýmkaði reglur um eignarhald á sjónvarpsstöðvum. Fyrir nokkrum árum voru einnig afnumdar reglur sem bönnuðu sjónvarpsstöðvum að eiga fyrirtæki sem framleiddu sjónvarpsefni. Talið er að frekari samrunar fyrir- tækja á sviði fjölmiðlunar muni verða á næstunni vegna þessara breytinga. Summer Redstone, sem tók við stöðu forstjóra Viacom árið 1987, mun verða stjórnarformaður og að- alframkvæmdastjóri hins nýja sam- einaða fyrirtækis en hann er 75 ára að aldri. Forstjóri og rekstrarstjóri fyrirtækisins kemur aftur á móti úr röðum CBS og heitir Mel Kara- mazin og er 56 ára. því er spáð að Mel Karamazin eigi síðar eftir að taka við af Redstone. hótel og aðrar rekstrareiningar í nánast öllum hlutum hótelgeirans. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Beverly Hills í Kalifomíu, en tals- vert skrifstofuhald verður einnig í Memphis í Tennesee. Toyota sækir fram á fjármálamörkuðum Skráð í kauphöll- unum í London og New York TOYOTA-bifreiðaframleið- andinn í Japan hyggst skrá hlutabréf sín í kauphöllunum í New York og London, sem hluta af þeirri viðleitni fyrir- tækisins að verða hnattrænt fyrirtæki og til að styrkja stöðu þess meðal leiðandi bif- reiðaframleiðenda í heimin- um, að því er fram kemur á fréttavef CNN-fn. Veita fjárfestum aðgang að hlutabréfum Fyrirtækið hyggst skrá bréf sín þann 29. september næstkomandi, og verður það annað japanskra bílaframleið- enda til að skrá hlutabréf sín í þessum kauphöllum á eftir Honda-fyrirtækinu. Talsmað- ur Toyota sagði tilgang skráningarinnar vera þann að veita fjárfestum aðgang að hlutabréfum fyrirtækisins, en ekki þann að verða fyrirtæk- inu úti um fjármagn. Fyrir- tækið hefur handbært fé upp á tæpa 1.770 milljarða króna og þarf því í sjálfu sér ekki á fjármagni að halda frá sölu hlutabréfa í kauphöllunum í New York og London, en sér- fræðingar segja að skráning- in sé til að styrkja ímynd Toyota sem alvöru þátttak- anda í sífellt harðnandi sam- keppni á hnattrænum bif- reiðamörkuðum. Hilton-hótelkeðj an kaupir Promus Rcuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.