Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 13
FRÉTTIR
Forstjóri stóru sjúkrahúsanna bíður eftir ákvörðun um skipulagsmál
Taka þarf fljót-
lega ákvörðun
um skipulag
MAGNÚS Pétursson, forstjóri
sjúkrahúsanna í Reykjavík, sagði á
aðalfundi sjúkrahúsa að fyrir lok
desembermánaðar yi'ði að liggja
fyrir hvernig yfirstjórn sjúkrahús-
anna í Reykjavík skuli háttað. Búið
væri að auka samvinnu og verka-
skiptingu milli stóru sjúkrahús-
anna og taka yrði ákvörðun um
hvort ganga ætti lengra á þessari
braut.
Magnús var í desember á síðasta
ári ráðinn forstjóri beggja sjúkra-
húsanna í Reykjavík. Sjúkrahúsin
voru þó ekki sameinuð og þau lúta
enn hvort sinni stjóminni.
„Ekki síðar en undir lok desem-
ber næstkomandi þarf að vera búið
að ákveða hvemig yfirstjórn sjúkra-
húsanna í Reykjavík skuli háttað.
Um hana eru skiptar skoðanir.
Grundvallarágreiningur er rneðal
ýmissa aðila um hvort sameina eigi
sjúkrahúsin. Rök era leidd að því að
það sé heppilegt fyrir sjúkrahúsin í
Reykjavík, þ.e. Landspítalann og
Sjúkrahús Reykjavíkur, að keppa
sín á milli; keppa um sjúklinga,
starfsmenn og það að veita góða
þjónustu. Rök þeirra sem eru sam-
keppninni mótfallnh- eru að þetta sé
bæði fjárhagslega óheppilegt og að
þetta sé samkeppni sem ekki eigi
við rök að styðjast. Þvert á móti eigi
að örva samkeppni milli opinberra
stofnana og einkaaðila og milli hæf-
ustu manna, óháð því í hvora
sjúkrahúsinu í Reykjavík þeir
starfa,“ sagði Magnús.
Sameiginleg sljóm skipuð?
Magnús sagði að stjórnvöldum
væri vandi á höndum að ákveða
stjórnskipulag sjúkrahúsanna.
Hann minnti á að með samningi
Reykjavíkurborgar og ríkisins um
Sjúkrahús Reykjavíkur, sem gerður
var í desember í fyrra, hefði stefnan
verið sett á aukna samvinnu og
verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna,
en ekki samkeppni.
„Eg tel að á þessu ári hafi farið
fram ágætis umfjöllun, jafnvel
ákvarðanir teknar um atriði sem
hníga í þessa átt. Eg nefni hér upp-
lýsingamál sjúkrahúsanna, sam-
ræmingu í túlkun kjarasamninga,
vinnu við gerð sjúkraskrár sjúkra-
húsa og fleira mætti telja. Eigi að
halda áfram á þessari braut er afar
mikilvægt að heilbrigðisráðherra
ákveði hið fyrsta að skipa eina
stjóm yfir sjúkrahúsin í Reykja-
vík.“
Magnús sagði að yrði ákveðið að
setja eina stjórn yfir sjúkrahúsin,
leiddi það til þess að skipa þyrfti
eina framkvæmdastjóm, sameigin-
legan hjúkranarforstjóra, lækn-
ingaforstjóra og aðra yfirmenn.
Þeyttist
upp á aðra
bifreið
I ÞESSUM árekstri, sem varð á
gatnamótum Ilofsvallagötu og
Hagamels laust eftir miðnætti á
föstudagskvöld urðu engin slys
á fólki, en bifreiðarnar tvær
rákust á með þeim hætti að
strætisvagn, sem ók eftir Hofs-
vallagötunni ók á afturenda
gráu bifreiðarinnar, sem ekið
var út á Hofsvallagötuna, með
þeim afleiðingum að hún sner-
ist hálfhring á götunni og hafn-
aði uppi á hinni bifreiðinni.
Ennfremur hlutust af skemmd-
ir á grindverki og umferðar-
skilti áður en bifreiðarnar rák-
ust saman.
Morgunblaðið/Steingrímur F. Stefánsson
Yfír tíu þúsund manns hafa sótt umferðarfundi hjá Vátrygg’ingafelaginu
Sýnilegur
árangur af
forvarnastarfi
Á SÍÐUSTU fimm árum hefur Vá-
tryggingafélag Islands gengist fyrir
umferðarfundum með ungu fólki þar
sem m.a. er fjallað um skelfilegar af-
leiðingar umferðarslysa með sér-
stakri skírskotun til aldurshópsins
17-20 ára. Á þessum fimm áram
hafa ríflega tíu þúsund ungmenni
sótt umferðarfundi VÍS.
Að sögn Ragnheiðar Davíðsdóttur,
forvarnafulltrúa VIS, er fjallað um
afleiðingar hrað- og ölvunaraksturs á
fundunum og sýnd viðtöl við ung-
menni og aðstandendur þeirra sem
þekkja hörmungar umferðar-
slysanna af eigin reynslu. Auk þess
geíúr VIS út sérstakt blað, þar sem
fjallað er um afleiðingar umferðar-
slysa, og er því dreift til unga fólks-
ins.
Ragnheiður segir að nú hafi kom-
ið í ljós að umtalsverður árangur
hafi náðst með þessu forvarnastarfi
VÍS sem sýni sig í því að þeir öku-
menn, sem sótt hafa umferðarfund-
ina, valda mun síður tjóni en aðrir
ungir ökumenn.
„Munurinn er langmestur hjá 17
ára ökumönnum, en þar era slys og
óhöpp 33% færri meðal þeirra sem
sótt hafa umferðarfundina," segir
Ragnheiður.
Hún segir enn fremur að það veki
einnig veralega athygli, að meðal-
tjónsfjárhæð vegna tjóna þeirra ung-
menna sem sótt hafa umferðarfundi
VÍS á aldrinum 17-20 ára sé 26%
lægri en hjá öðram. Þannig er meðal-
tjónsfjárhæð 17-20 ára ökumanna,
sem ekki hafa verið á umferðarfund-
um VÍS, 688 þúsund krónur, en 507
þúsund krónur meðal sama aldurs-
hóps sem sótt hefur fundina.
„Líklegasta skýringin er sú að
þeir ökumenn aki hægar, viðhafi
meiri varkárni og noti fremur bíl-
belti en aðrir ungir ökumenn. Þar af
leiðandi verður óhappið eða slysið
ekki eins alvarlegt og ella hefði orð-
ið,“ segir Ragnheiður.
Á síðustu fimm áram hafa 37 öku-
menn á aldrinum 17-20 ára verið
endurkrafðir um tjón vegna ölvun-
araksturs eða vítaverðs aksturs hjá
VIS. Þar af era sex einstaklingar
sem sótt hafa umferðarfundi VÍS en
31 ekki. Ragnheiður segir að þar
gildi án efa sömu lögmál og áður,
þ.e. að betur meðvituð og upplýst
ungmenni aki síður undir áhrifum
áfengis eða sýni af sér vítavert gá-
leysi í umferðinni.
„Meðaltjónsfjárhæð á endurkröf-
um þeirra ungmenna sem verið hafa
á fundunum okkar er 650 þúsund
krónur, en 1.477 þúsund á þá sem
ekki vora á fundunum. Af þessum
tölum er nú orðið ljóst að það era
mun minni líkur á slysum og óhöpp-
um í umferðinni hjá þeim sem sótt
hafa umferðarfundina og að for-
vamastarf gegn umferðarslysum ber
ótvíræðan árangur. Vátryggingafé-
lag íslands er stolt af þessum ár-
angri, sem félagið þakkar ekki síst
þeim fjölmörgu ungu ökumönnum,
sem mætt hafa á fundina og sýnt í
verki að þeir vilja leggja sitt af mörk-
um til að fækka umferðarslysum."
Ragnheiðm- segir að í ljósi þessa
árangurs muni VÍS leggja þunga
áherslu á forvarnir gegn umferðar-
slysum og beina athyglinni sem fyrr
að ungu fólki, enda hafi reynslan
sýnt að þar sé þörfin mest.
Umferðarfundir VIS verða
haldnir á tveggja vikna fresti í
Reykjavík í vetur og fara fram í
húsakynnum félagsins í Armúla 3
og hefjast klukkan 19.30. Einnig
verða haldnir fundir í flestum fram-
haldsskólum landsins.
Dóms- og kirkju-
málaráðherra
Nýr að-
stoðar-
maður
INGVI Hrafn Óskarsson hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður
Sólveigar Pétursdóttur, dóms-
og kirkjumálaráðherra, og tek-
ur hann við störfum 20. septem-
ber nk.
Ingvi er stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og lauk
embættis-
prófi í lög-
fræði frá
Háskóla ís-
lands 1998.
Hann sat í
stjórn Vöku
1994- 95, í
stjórn Stúd-
entaráðs
1995- 97 og
var fulltrúi
stúdenta í
Háskólaráði 1995-97. Hann var
formaður Vöku 1996-97, sat í
stjórn Heimdallar 1997-98 og
var kosinn formaður Heimdall-
ar 1998. Þá var Ingvi kosinn í
stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna fyrir tímabilið
1999-2001. Ingvi hefur starfað
sem fulltrúi á Lögfræðiskrif-
stofunni Garðastræti 17 sf. frá
því hann brautskráðist frá Há-
skóla íslands.
Sambýliskona Ingva er Aðal-
heiður Inga Þorsteinsdóttir
blaðamaður.
Páll Hreins-
son skipaður
formaður
Tölvunefndar
DÓMS- og kirkjumálaráðherra,
Sólveig Pétursdóttir, hefur
skipað Pál
Hreinsson,
dósent við
lagadeild
Háskóla Is-
lands, til að
gegna stöðu
formanns
Tölvunefnd-
ar. Þá hefur
ráðherra
einnig skip-
að nýjan varamann, Gunnar
Thoroddsen lögfræðing.
Jón Ólafsson hrl. er varafor-
maður, en aðrir nefndarmenn
era: Valtýr Sigurðsson héraðs-
dómari, Guðbjörg Sigurðardótt-
ir tölvunarfræðingur og Hai'ald-
ur Briem læknir. Varamenn era
Jón Thors, skrifstoíústjóri í
dómsmálai-áðuneytinu, Erla S.
Árnadóttir hrl., Oskar B.
Hauksson verkfræðingur og Vil-
helmína Haraldsdóttir læknir.
Sem fyn- er framkvæmda-
stjóri nefndarinnar Signin Jó-
hannesdóttir, deildarstjóri í
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu.
Ingvi Hrafn
Óskarsson
Utlit fyrir aukna fram-
leiðslu á lambakjöti
ÚTLIT er fyrir að framleiðsla á
lambakjöti verði meiri í ár en í
fyrra að sögn Gísla Karlssonar,
framkvæmdastjóra Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins. Hann segir
enn fremur að vegna slæmrar af-
komu sauðfjárbænda megi búast
við að slátrun verði með mesta
móti. Fáir bændur tali um að þeir
ætli að fjölga hjá sér sauðfénu en
frekar að þeir ætli að fækka því.
Hann segir að féð sem leiða eigi til
slátrunar sé vænt og að búast megi
við að mikið af lambakjöti falli til í
haust. í fyrra voru framleidd um
8.200 tonn af kindakjöti.
Gísli segir að ólíklegt sé að innan-
landsmarkaðurinn taki við þessari
auknu framleiðslu og að útflutning-
ur verði þar af leiðandi aukinn. Út-
flutningsskylda bænda var í sumar
hækkuð úr 15% í 25%. Nægur
markaður sé íyi-ir lambakjöt er-
lendis en Gísli segir að vandamál ís-
lenskra framleiðenda sé hversu lágt
verð fáist íyrir kjötið.
Opnaö að nýju!
Hallgrímur Þ. Magnússon læknir
hefur opnaö læknastofu á nýjum staö:
HAMRABORG 1, - 2. HÆÐ
(fyrir ofan Landsbankann)
200 KÓPAVOGI,- SÍMI 544 5005
Sérfrœðingur: Svæfingar — deyfingar
Sérsvið: nálastungur og óhefðbundnar lækningar