Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ aði á viðbrögð nemenda. Þá leið stundin hratt, þá var gaman. Auk þess að vera góður fræðari var hann afbragðs félagi. Hann lét sig ekki muna um að blanda geði við okkur utan kennslustunda og eigum við margar góðar minningar frá kaffíhúsaferðum og gangaspjalli. Hann kom ætíð fram við okkur sem jafningja og á einkar mildilegan máta tókst honum að leiðbeina ef menn voru við það að fara út af sporinu. Ég held ég megi segja að við höfum ætíð farið af hans fundi með nýja sýn á lífið og tilveruna. Sumri er tekið að halla. Lyng- brekkur, móar og skógar taka á sig þennan rauða, gula og brúna lit. Það er eins og náttúran keppist við að ná fram því fegursta áður en naprir haustvindar næða og feykja burt síðustu laufum trjánna. Far- fuglarnir hópast saman og taka stefnuna til heitari landa. Hafsteinn Jónsson er í þeirra hópi. Ég trúi því að hann fái góðan byr og nái lend- ingu á friðsælum stað þar sem eilíft sumar ríkir. Við bekkjarfélagamir minnumst góðs kennara og vinar með þakk- læti, vinsemd og virðingu. F.h. nýstúdenta fjórða bekkjar D, Menntaskólans við Sund. Ragnar Garðarsson. Hinn 31. ágúst síðastliðinn lést vinur okkai' Hafsteinn Jónsson kennari og við erum harmi slegin. Hafsteinn var óvanalega hæfileika- ríkur maður, margfróður og skemmtilegur en þó umfram allt ör- látur og hjartahlýr. Augu hans voru kvik og leiftrandi og hláturinn hvell- ur þegar honum var skemmt. Það er trú okkar að í Hafsteini hafi sam- einast bestu eðliskostir kennara; frásagnargáfa og mannkærleikur. Um leið og við þökkum Hafsteini fyrii' músíkina og Ijóðin sem við átt- um með honum viljum við kveðja hann með ljóði sem hann átti skrautritað og er eftir látinn vin hans og honum var kært. Öllum að- standendum vottum við okkar dýpstu samúð. Við skulum bara vera blóm varast að elta prjál og hjóm í hringiðulátum heimsins. Pá fáum við kannski að finna hljóm sem fæddist í dul við gamlan óm frá upphafsins andvarpi geimsins. Verum því lítil ljós á jörð af leyndri eining og hvískri gjörð flöktandi vær í vindi. Gegn storminum skulum við standa vörð staðfóst og mild en aldrei hörð: ljós heimsins - líf og yndi. (Þorgeir Kjartansson.) Halldóra (Denný), Finnur, Jóhannes og Elísabet. Kæri frændi. Fáein kveðjuorð. Hugurinn leitar aftur til áhyggju- lausu áranna í Hlíðartungu um og eftir 1960. Þegar þið systkinabörnin komuð til lengri eða skemmri dval- ar hjá afa ykkar og ömmu. Þú varst að sjálfsögðu einn af þeim, prúður og hæglátur eins og ávallt, dálítill afastrákur enda bar fljótlega á því að hugsjónir ykkar um betra mannlíf runnu nokkuð í sama farveg. Annars er einkennilegt hvað maður sér þessi ár í öðru ljóssi núna og hvað þau voru okkur öllum tel ég mikils virði þegai' tímai' líða. Það er svona mín tilfinning, ekki síst eftir vel heppnað ættarmót í júlí sl, en þar sáumst við í síðasta skipti hérna megin. Og nú haga örlögin því svo að þú ferð fyrstur af barnabörnum afa og ömmu í Hlíðartungu, langt fjrrir aldur fram. Biðjum almættið að vai'ðveita þig, lina sorg dætra þinna, foreldra og systkina. Látum afa þinn hafa lokaorðið með síðustu hendingu úr kveðju hans fyrir um 15 árum. Seinna er þú ferð sömu leið og ég, að sama landi, huldulandsins strönd úr brimsins gný þinn bát á land ég dreg, brosandi þér ég rétti mína hönd. Magnús. MINNINGAR GUÐFINNA SIG URMUNDSDÓTTIR OG EGILL BENEDIKTSSON + Guðfinna Sig- urmundsdóttir fæddist að Svínhól- um í Lóni 25. janú- ar 1911. Hún lést að hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði 25. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stafafells- kirkju 4. septem- ber. Egill Benedikts- son, bóndi og odd- viti fæddist að Bjamarnesi í Nesj- um 7. febrúar 1907. Hann lést 18. nóvember Stafafelli, Lóni í Bæjarsveit 1986 og fór útför hans fram frá Hornafirði 25. nóvember 1986. Nú eru þau bæði gengin Egill og Finna í Dal. I minningu minni eru þau órjúfanlega tengd Þórisdal í Lóni, enda bera túnin og ræktun jarðarinnar starfi þeirra og lífsaf- stöðu fagurt vitni. Þau voru glæsileg og samhent hjón. Gestrisnin var Finnu í blóð borin og það leyndi sér ekki að þar sem Egill fór þar fór hér- aðshöfðingi. Verkaskiptingin var glögg. Finna sá um heimilið og elda- mennskuna en Egill um búskapinn. Finna annaðist okkur Þórhall bróður, við vorum hjá þeim í sveit í mörg sumur, hún sýndi okkur ástúð og um- hyggju og sá til þess að við fengjum nóg af góðum mat og gengjum hrein- ir og snyrtilegir til fara, en við lærð; um að vinna hjá Agli og Bendikt. í fimm sumur, frá því ég var á tíunda ári þar til ég var kominn á fjórtánda ár, kom ég í Dal í lok apríl eða í byrj- un maí og fór þaðan seint í septem- ber. Ég kom þangað í sauðburðinum og fór að loknum fyrstu réttum. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra snemma vors 1959 bjuggu þau félagsbúi með Benedikt syni sínum og frá 1960_einnig með Helgu konu Benedikts. Á þessum tíma var Þóris- dalur ekki í alfaraleið, þó aðeins væru 32 km eftir veginum niður á Höfn. Gjádalsá og Fjarðará voru óbiúaðar og gátu orðið erfiðir farar- tálmar í rigningum. Ferðin í sveitina var ævintýri ungum drengjum. Flug úr Reykjavík með millilendingu á Fagurhólsmýri og lent á Melatanga á Suðurfjörum. Þaðan tók við bátsferð yfir í Osland. Allt þetta á nokkrum klukkutímum. En síðustu 32 km tóku oft nokkra daga. Engum datt í hug að það ætti að skjótast með drengina, heldur var beðið nytjaferðar, hvort sem það var áburðarbíllinn eða póst- ferð með Sighvati á Brekku. Þrátt fyrir þetta var mikill gestagangur í Dal. Allt sumarið var fólk að koma og fara, enda voru þau höfðingjar heim að sækja. Þar var mikið rætt um landsins gagn og nauðsynjar og það sem til framfara horfði í sveitinni og þjóðfélaginu öllu. Finna hugsaði um gestina af umhyggju og rausn en dró sig frekar í hlé í umræðum. Þar naut Egill sín, enda í fonistu fyrir sveit- ungum sínum. Á þessum árum tókum við bræður þátt í miklu ræktunarstarfi. Allur líf- rænn áburður sem til féll, undan hænsnum, kúm og kindum var keyrð- ur út á aurana sem var undirstaða ræktunar þar. Þessu fylgdi girðinga- vinna undir stjórn Benedikts og tún- in stækkuðu ár frá ári. Þar var vel að verki staðið því flestar standa girð- ingamar enn og þjóna vel hlutverki sínu, nú meir en 35 árum síðar. Það er þó undarlegt til þess að hugsa að örlögin skyldu haga því þannig að Þórisdalur sem er ein besta bújörð í Lóni skyldi fara svo snemma í eyði, en túnin hafa verið nýtt alla tíð. Nú liggur alfaraleið inn í Lónsör- æfi, í gegnum túnið í Dal. Á árum áð- ur var það ekki svo, einugis gangna- menn og einstaka ævintýramenn fóru þessa leið. Fyrir kom að ég rakst á ferðalanga þegar gengið var eftir kúnum, sem urðu harla fegnir þegar þeim var bent heim til bæjar. Þetta var fólk af ýmsu þjóðerni og einnig þjóðfrægir menn. Allir sem komu fengu notið rausnar heimilis- ins. Enginn á heimilinu talaði erlend mál, en samt var ekki að sjá annað en erlenda ferðafólkið og heimilisfólkið skildi hvert annað. Sennilega er gest- risni, umhyggja og glaðværð alþjóð- legt tungumál, þar sem menn skilja hver annan án flókinnar framsetn- ingar og orðskrúðs. Við aðra gesti sem komu þessa leið voru mál rædd, með skaftfellsku tungutaki og fram- burði heimilisfólksins. Einna minnis- stæðast er mér þegar þá ferðafélaga Eystein fyrrum ráðherra, Hrafn á Hallormsstað og Þórarin á Strönd bar að garði. En mest var umstangið þegar gangnamenn riðu þangað inn eftir, inn í Kollumúla eins og það var þá kallað og þegar þeir komu með safnið til baka. Skafti í Hraunkoti bróðir Egils var gangnastjórinn. Hann og Stefán stjúpi þeirra þræðra voru miklir sagnamenn. Skafti sagði frá göngunum í Kollumúla og því sem á daga göngumanna dreif, en Stefán dró upp ljóslifandi myndir af sam- ferðamönnum sínum, eins og þegar hann var í vegagerð með Þórbergi á Hala. Rómur þeirra og framsetning öll, var einhvern veginn þannig, að sem drengur dróst ég að því að hlusta. Að sitja og hlusta á frásagnir þeirra fékk mig til að gleyma stund og stað. Ég trúi því að þeir hafi verið snillingar á þessu sviði. Þegar ég sem fullorðinn maður hugsa um þessar stundir í Dal skynja ég hve kært var með Agli og Stefáni stjúpa hans og fóstra. Hreppsnefndarfundirnir und- ir forustu Egils oddvita voru viðburð- ir af öðrum toga. Þá var stofunni breytt í lokaðan fundarsal þar sem mál sveitarinnar voru rædd og ákvarðanir teknar. í lífi þeirra Egils og Finnu skiptust á skin og skúrir. Missir sonanna tveggja var þeim þungbær. Þegar ég kom fyrst í Dal var nær áratugur lið- inn frá erfiðri sjúkdómslegu og and- láti Óttars, sem var á 15. ári. Ég skynjaði, einkum hjá Agli, hvað þetta hafði tekið mikið á þau, þó þau bæru bæði harm sinn í hljóði. Seinna fyld- ist ég hljóður og máttvana með harmi þeirra þegar Stefán féll frá með vo- veiflegum hætti aðeins 33 ára. Egill var ekki allra, hann vissi hvað hann vildi og var ráðríkur og fastur fyi'ir, stundum um of. Hann var vinur vina sinna, en gat verið erfíður þeim sem hann taldi ganga á hlut sinn. Ég tel að Finna hafi mildað þennan þátt í skapi hans. Hún var bæði mild og hlý. Þótt þau væru ólík að þessu leyti, virtist skap þeirra falla vel sam- an og aldrei sá ég hnökra á samskipt- um þeirra og sambúð. Á heimili þeirra Egils og Finnu skynjaði ég hjartslátt byggðarinnar í Lóni. Þau gáfu okkur bræðrunum tækifæri til að kynnast og vera þátt- takendur 1 mannlífi og lífsháttum sem nú eru horfnir. Nú að leiðarlok- um þökkum við Þórhallur bróðir minn þeim Agli og Finnu í Dal. Við sendum Benedikt og Helgu í Vola- seli, og þeim systrum Guðnýju og Kristínu og mökum þeirra okkar samúðarkveðjur svo og barnabömum og barnabarnabörnum Egils og Finnu, nú þegar þau hafa bæði fengið hvíldina. Halldór Árnason. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 49 * + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Fremri-Arnardat, Knörr, Breiðuvík, Snæfellsnesi, verður jarðsungin frá Búðakirkju föstudaginn 10. september kl. 14.00. Ingveldur M. Karlsdóttir, Marteinn G. Karlsson, Friðgeir Æ. Karlsson, Sigrún Björk Karlsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þein-a, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, HALLDÓRS GUNNSTEINSSONAR frá Nesi, Vallarbraut 1, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Landspítalans, Vífils- staðaspítala og heimahlynningar Krabbameinsfélgsins. Pálína S. Magnúsdóttir, Guðmundur S. Halldórsson, Brynhildur R. Jónsdóttir, Magnús Halldórsson, Erlendur Þ. Halldórsson, Gunnsteinn Halldórsson, Sólveig A. Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Hildur Árnadóttir, Sesselja M. Blomsterberg, Magnús H. Magnússon, Sigríður Níní Hjaltested, barnabörn, Sigríður Gunnsteinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hfý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU KRISTÍNAR JÓNASDÓTTUR, Brúarflöt 7, Garðabæ. Sigurður Jónas Elíasson, Guðbjörg G. Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Elíasson, Elín Dóra Elíasdóttir, Karl Gissurarson, Linda Björg Elíasdóttir, Haukur Valdimarsson og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KARLS ÁGÚSTS ÓLAFSSONAR, Réttarholti 5, Borgarnesi. Guðbjörg Svavarsdóttir Ágústína Örk Karlsdóttir, Soffía Guðlaugsdóttir, Gylfi Vilberg Árnason, Sigurbjörg Guðlaugsdóttir, Sigmundur Valgeirsson, Sædís Guðlaugsdóttir, Þráinn Ómar Svansson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts og útfarar MARGRÉTAR ERLENDSDÓTTUR SCHRAM. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Schram. Lokað Vegna jarðarfarar HAFSTEINS JÓNSSONAR verður Mennta- skólanum við Sund lokað frá kl. 12 miðvikudaginn 8. september. Rektor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.