Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÍM-Gallup kaupir meirihluta í Ráðgarói Sterkari á stækkandi markaði ÍSLENSKAR markaðsrannsóknir- Gallup á Islandi hefur keypt meiri- hluta í ráðgjafafyrirtækinu Ráð- gai'ði hf. Kaupverð er ekki gefíð upp. Að sögn forsvarsmanna félag- anna, hafa bæði fyrirtækin verið í örum vexti undanfarin ár og skilað eigendum sínum hagnaði. Með sam- starfinu er stefnt að því að bjóða viðskiptavinum upp á heildarlausnir í rannsóknum og ráðgjöf. Gert er ráð fyrir að velta hins sameinaða fyrirtækis verði um 400 milljónir króna á þessu ári. Að sögn Skúla Gunnsteinssonar, eins eigenda IM-Gallup, hafa fyrir- tækin haft augastað hvort á öðru um þó nokkurt skeið en frá því að sameiningarviðræður hófust af al- vöru í síðasta mánuði, gengu hlut- irnir hratt fyrir sig. Hann segir starfsemi félaganna koma til með að verða með óbreyttu sniði fyrst um sinn þar sem Gallup leggi áherslu á mælingar en Ráðgarður einbeiti sér að hvers kyns ráðgjafa- þjónustu fyrir fyrirtæki og einstak- linga. „Fyrirtækin búa bæði yfir mikilli sérhæfingu, og hafa verið leiðandi á markaðnum hvort á sínu sviði undanfarin ár. Eftir samein- inguna mun Gallup hins vegar leggja meiri áherslu á mælingar á meðan starfsemi Ráðgarðs mun snúast meira um uppbyggingu þess hluta sem snýr að ráðgjöfinni," að sögn Skúla. „Við hjá Gallup höfum aðallega sinnt skoðanakönnunum, markaðs- rannsóknum, þjónustukönnunum, starfsmannaráðgjöf og ráðningum. Ráðgarður hefur aftur á móti verið leiðandi á sviði rekstrarráðgjafar á Islandi í hátt í annan áratug. Við leggjum áherslu á að fyrirtækið haldi áfram að vaxa á sviði um- hverfis-, gæða-, þjónustu- og starfsmannastjórnunar og sjáum fram á að geta boðið viðskiptavin- um okkar betri og breiðari þjón- ustu með sameiningu. Þá ber að geta þess að samhliða því að reka Morgunblaðið/Ásdís „Hér er verið að búa til einingu sem á auðveldara nieð að gera sig gilda á íslenskum markaði,“ segir Krist- ján Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Ráðgarði, sem sést hér t.h. ásamt Skúla Gunnsteinssyni, einum eiganda IM-Gallup. öfluga ráðningarþjónustu í Reykja- vík, hefur fyrirtækið einnig skrif- stofu á Akureyri sem við viljum leggja meiri rækt við í framtíð- inni.“ Aukið hagræði með sameiningu Fyrri eigendur Ráðgarðs, þeir Gunnar H. Guðmundsson, Magnús Haraldsson og Kristján Kristjáns- son, munu allir starfa áfram hjá fyrirtækinu. Kristján, fram- kvæmdastjóri Ráðgarðs, segir sjálfgefið að samruni félaganna auki hagræði í rekstri þeirra beggja og gefi þeim færi á að nýta fleiri sóknarfæri á markaðnum. „Hér er verið að búa til einingu sem á auðveldara með að gera sig gilda á íslenskum markaði. Jafn- framt sjáum við fram á að geta, í krafti stærðarinnar, tekið að okkur fjölbreytilegri og umfangsmeiri verkefni en áður, bæði hér á landi sem í nágrannalöndunum.“ í dag starfa yfir 60 manns hjá fyrirtækjunum tveimur við skrif- stofu- og sérfræðistörf, að undan- skildum sex starfsmönnum verk- fræðifyrirtækisins Ráðgarðs-skipa- ráðgjafar, dótturfélags Ráðgarðs, sem er ekki inni í kaupunum og verður áfram rekið sem sjálfstæð eining. Að sögn Skúla er íyrirsjá- anlegt, að bæði félögin muni þurfa að bæta við sig starfsfólki með auknum verkefnum á komandi misserum. Lífleg viðskipti með fjármálafyrir- tæki á VÞÍ Gengi hluta- bréfa Islands- banka hækk- ar um 5,5% HLUTABRÉF í íslandsbanka hækkuðu um 5,5% í gær og var lokagengi á bréfum bankans 4,76. Viðskipti voru með hlutabréf ís- landsbanka fyrir 71,8 milljónir króna á markaðsvirði á Verðbréfa- þingi íslands (VÞÍ) í gær. Gengi hlutabréfa Landsbanka íslands hækkaði einnig í gær og nam hækkunin 4,3% en viðskipti voru með bréf bankans fyrir 23,4 millj- ónir að markaðsvirði. Lokagengi Landsbankans var 3,6. Bréf FBA hækkuðu einnig um 1,4% og Bún- aðarbankans um 1,6%. Frá áramótum hafa hlutabréf íslandsbanka hækkað um 25,3% og hlutabréf Landsbankans hafa hækkað um 54,5%. í hálffimm- fréttum Búnaðarbanka Islands í gær kemur fram að markaðsvirði Landsbankans sé komið í 23 millj- arða, sem sé 86% hækkun frá því að hlutabréf bankans voru skráð á markaði í október á síðasta ári. Viðskiptin með hlutabréf ís- landsbanka í gær teljast vera mik- il. 31. ágúst síðastliðinn urðu þau þó enn meiri en þá námu þau tæp- um 110,6 milljónum króna. Hættu% að hrjóta „Stop Snoring“ Hættu að hrjóta tryggír hljóðlátan -----rværan svef UiJ t Frá undirritun samnings um kaup á nýrri hverfílsamstæðu fyrir Nesjavelli. Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, Ingólfur Hrólfsson, yfirverkfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, Sigfús Jónsson, framkvæmdasljóri Innkaupastofnunar Reykjavík- urborgar, Alfreð Þorsteinsson, formaður Orkuveitu Reykjavíkur, Claus Ballzus, verkfræðingur hjá VGK, Sigfús R. Sigfússon, forstjóri Heklu, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Hrafnkell Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heklu, Nakano, framkvæmdastjóri hjá Mitsubishi Heavy Industries, Sverrir Sigfússon, stjórnarformaður Heklu, og Valdimar K. Jónsson, Miura, framkvæmdastjóri Mitsubishi Corporation (UK) PLC. Kaup á nýrri hverfilsamstæðu NÝLEGA undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri samning við Mitsubishi um kaup á nýrri hverfilsamstæðu fyrir Nesjavelli, en með þessari nýju hverfilsamstæðu er ætlun- in að framleiða allt að 16 MW af rafmagni með bættri nýt- ingu á gufu til raforkufram- leiðslu. Upptaka úr jarðhita- svæðinu verður svipuð og með núverandi virkjun og verður bakþrýstingur allra þriggja hverfilsamstæðna lækkaður og orka gufunnar þannig nýtt bet- iir. Á þennan hátt er unnt að auka rafmagnsframleiðsluna á Nesjavöllum nánast um 16 MW og er þessari auknu framleiðslu ætlað að mæta annars vegar þeirri miklu aukningu sem orð- ið hefur á orkuþörf á markaðs- svæði Orkuveitunnar og hins vegar er gert ráð fyrir að hluti orkunnar verði nýttur fyrstu árin til stóriðju. Rafmagnsframleiðsla mun hefjast í nýju hveríllsamstæð- unni sumarið 2001. Samnings- upphæðin er 10,5 milljónir doll- ara eða 776 milljónir króna. Síðastliðið sumar var ráðist í að bora 1.800 metra djúpa rannsóknarholu sem var ská- boruð 600 metra inn undir Hengilinn. Með þessari rann- sóknarholu er verið að kanna hvort möguleiki sé á að stækka vinnslusvæði virkjunarinnar og þar með auka framleiðslugetu svæðisins. Niðurstöðu tilrauna með borholuna ásamt líkana- reikningum á svæðinu er að vænta upp úr áramótum og kann þá að vera að Nesjavalla- svæðið ráði við enn frekari virkjun. Hlutafjárútboð hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf. hefst í næstu viku Aætlað mark- aðsvirði 4175 m.kr. FYRSTA almenna hlutafjárútboð íslenska stoðtækjafyrirtækisins Össur hf. hefst næstkomandi mánu- dag, þegar boðnar verða út 45,6 milljónir króna að nafnverði í félag- inu. Lágmarksgengi 24 í tilboðsflokki Utboðið verður tvískipt. Helm- ingur upphæðarinnar, 22,8 milljónir króna að nafnverði, verður boðinn almenningi í áskrift á genginu 24 og lýkur þeim útboðshluta fimmtudag- inn 16. september. Ef upphæðin selst ekki öll í áskriftarflokld, þá færist afgangurinn yfir í tilboðs- flokkinn og bætist við þær 22,8 mkr. sem þar eru í boði. Þar gefst fjár- festum kostur á að bjóða í allt að 11,4 milljónir að nafnvirði á lág- marksgenginu 24. Útboði í tilboðs- flokki lýkur degi síðar, eða föstu- daginn 17. september klukkan 16. Alls er um að ræða 25% hluta- fjár í félaginu sem stefnir að skráningu á Aðallista Verðbréfa- þings íslands síðar í haust. Tveir þriðju hlutar hlutafjár í útboðinu er nýtt hlutafé en afgangurinn er í eigu Össurar Kristinssonar, stofn- anda Össurar hf. Að teknu tilliti til útboðsgengis, ætti markaðsvirði félagsins að vera um 4175 milljónir króna og áætlaður hagnaður á næsta ári er 130 milljónir króna eftir skatta. Skráningarlýsingu og útboð annast Kaupþing hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.