Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ibúar við Hæðar-
garð mótmæla
breytingum SVR
UM SEXTÍU manns, flestir
íbúai' í blokkum eldri íbúa við
Hæðargarð, hafa sent stjóm
Strætisvagna Reykjavíkur
mótmæli vegna breytinga á
áætlun strætisvagna í hverf-
inu.
„Að gefnu tilefni mótmæl-
um vér allir þeim breytingum
sem gerðar hafa verið á leið-
um 5,6 og 11, er varða Smáí-
búða- og Múlahverfi. Breyt-
ingum, sem svo mjög eru
bagalegar, að engu er líkara
en stjórn SVR hafi gleymt
hlutverki almenningsvagna,“
segir í undirskriftabréfinu.
Þar segir að sú breyting á
leið 5 að láta hana ganga
Grensásveg í stað Sogavegar,
Bústaðavegar og Réttar-
holtsvegar, leiði til þess að
engin bein leið sé lengur úr
hverfinu í sundlaugamar í
Laugardal eða í Glæsibæ þar
sem samtök aldraðra hafa
starfsemi, auk þess sem þar
er stór læknamiðstöð.
Einnig bitni breytingamar
á þjónustu við tvo skóla og
leikskóla við Réttarholtsveg,
svo og félags- og þjónustu-
miðstöð, sem rekin er í
tengslum við þrjú fjölbýlis-
hús aldraðra við Hæðargarð.
Einnig er því mótmælt í
undirskriftalistanum að leið
sex ekur ekki lengur að
Sjúkrahúsi Reykjavíkur né
Landspítala.
Einnig hafi þjónusta
skerst með breytingum á leið
11 því nú sé ekki kostur á
strætisvagnasamgöngum við
Múlahverfi, „þar sem fjöl-
mörg atvinnu- og þjónustu-
fyrirtæki era og einn fjöl-
mennasti fjölbrautaskóli í
Reykjavík", segir í undir-
skriftalistanum. „Þar að auki
er engin bein leið frá Réttar-
holtsvegi að Kringlunni,“
segir ennfremur.
Þá segir að breytingamar
séu vanhugsaðar og vart til
þess fallnar að auka viðskipti
til SVR og er þeim tilmælum
beint til stjómar fyrirtækis-
ins að færa mál til betri veg-
ar.
Bókaðá
stjórnarfundi
Fjallað var um málið á
stjómarfundi SVR fyrr í
mánuðinum og þar létu
Kjartan Magnússon og Kri-
stján Guðmundsson, fulltrú-
ar sjálfstæðismanna, bóka að
mótmæli íbúa við Hæðargarð
sýni svo ekki verður um
villst að leiðakerfisbreyting-
amar, sem samþykktar vora
í mars sl. hafi haft mikla
þjónustuskerðingu í för með
sér fyrir fjölmarga farþega,
ekki síst í Smáíbúða og Foss-
vogshverfi. „Fulltrúar sjálf-
stæðismanna leggja því til að
leið 5 hefji að nýju akstur um
Sogaveg og Réttarholtsveg.
Einnig verði athugasemdir
íbúa við Hæðargarð vegna
annarra leiða teknar til sér-
stakrar skoðunar og tillögur
að úrbótum lagðar fyrir
stjóm við fyrstu hentug-
leika,“ segir í bókuninni en
umfjöllun um málið að öðra
leyti var frestað.
Lilja Olafsdóttir, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að málið yrði væntan-
lega rætt að nýju á fundi
stjómar SVR snemma í
næsta mánuði.
Hún sagði að breytingar á
leið 5 hefðu verið gerðar þar
sem orðið hefðu miklar tafir
á eldri leiðinni og einnig til
þess að tryggja kvöldferð um
Grensásveg. Breytingin á
leið 11 hefði verið vegna um-
ferðarálags í Annúla; því
hefði leið 11 verið flutt niður
á Suðurlandsbraut.
Þá sagði Lilja að einhvers
misskilnings gætti í bréfinu
varðandi leið 6 því sá vagn
hefði aldrei ekið að Sjúkra-
húsi Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson.
Þær stöllur Sesselja, Kristbjörg og Anna Sif í 5. bekk Ártúnsskóla á myndinni vinstra megin sýndu fagleg vinnubrögð við að
gróðursetja páskaliljur í einu beði skólans. Áhuginn leynir sér ekki í svip Davíðs Teitssonar og Birkis Bjömssonar á myndinni til
hægri þegar starfsmaður Vinnuskólans sýnir þeim aðferðina við að setja niður lauka í grassvörðinn. Bekkjarfélagi þeirra lylgist
vel með hvemig til tekst. Davíð og Birkir vom að sögn að setja niður lauka og sögðust vissir um að í vor spryttu þarna 30-50 cm
há blóm. Þeim leist vel á gróðursetninguna og vom því sammála að tré og gróður settu skemmtilegan svip á skólalóðina. Þar að
auki fannst þeim gaman að fá að komast úr kennslustofunni út í haustbliðuna og kynnast því hvemig komandi vor er undirbúið.
N emendur
setja niður
haustlauka
NEMENDUR í Ártúnsskóla
gerðu hlé á kennslunni í
gærmorgun og fóm út í blíð-
una til að setja niður haust-
lauka í skólalóðina. Gróður-
setningin er liður í þriggja
vikna verkefni gmnnskól-
anna í Reykjavík og Vinnu-
skólans. Verkefhið hófst 20.
september og stendur yfir til
8. október. Það em nemend-
ur í 1. og 5. bekk grunnskól-
anna sem sjá um að setja
niður haustlaukana, sem em
páskaliljur og krókusar. Til-
gangurinn er auðvitað sá að
sjá afrakstur vinnunnar
næsta vor, þegar blómin
gægjast upp úr moldinni og
setja skemmtilegan svip á
umhverfi skólanna.
Verkefni skólabarnanna
tengist því að árið 2000
verður Reykjavík ein af
menningarborgum Evrópu.
Átakið „Reykjavík í sparifot-
in“ greiðir innkaupsverð
laukanna, en það hófst í
sumar og stendur fram á
næsta ár. Vinnuskóli Reykja-
víkur stjómar verkinu og
lánar börnunum verkfæri.
Víða var kominn haust-
svipur á beð skólans og
því þurfti að reyta svolít-
inn arfa til að auðvelda
gróðursetninguna.
Kennarar hafa verið hvattir
til að nota tækifærið og
ræða við nemendur um kosti
þess að fegra umhverfið,
klæða Reykjavík i sparifötin
og þýðingu þess að Reykja-
vík skuli hafa verið valin
sem ein af menningarborg-
um Evrópu árið 2000.
Bæjarstjórn mót-
mælir skertri
löggæslu
Mosfellsbær
BÆJARSTJÓRN Mos-
fellsbæjar hefur gert bókun
þar sem mótmælt er skerð-
ingu á löggæslu í bæjarfé-
laginu og þeim tilmælum
beint til lögreglustjóra að
varðstofa í bænum verði
mönnuð allan sólarhringinn,
alla daga vikunnar. Jóhann
Sigurjónsson, bæjarstjóri,
segir að sex lögreglumönn-
um sé ætlað að starfa í Mos-
fellsbæ, sem er með 5.700
íbúa, en í sveitarfélögum úti
á landi með 5.000 íbúa starfí
ellefu lögregluþjónar. Bæj-
arstjómin hefur óskað eftir
fundum með lögreglustjóra
og dómsmálaráðherra
vegna málsins.
Til skamms tíma störf-
uðu átta lögreglumenn á
varðstofunni í Mosfellsbæ
en Jóhann Sigurjónsson
segir að dregið hafi verið
úr viðvera þeirra og eftir-
liti í bænum sé nú meira
sinnt úr bílum, sem gerðir
era út frá Reykjavík. „Við
eram að mótmæla því en
fyrirkomulagið er nú orðið
svipað og það var fyrir
1994 en frá þeim tíma hef-
ur íbúum fjölgað um 20%,
eða 1.000 manns, en lög-
regluþjónum fækkað úr 8 í
6.“
Jóhann sagði að sérstak-
lega hefði verið dregið úr
viðveru lögreglu í bænum
um helgar.
Forvarnar fulltrúa
vantar
Hann sagði einnig gerð-
ar athugasemdir við að á
vegum lögreglunnar er
ekki starfandi forvarnar-
fulltrúi í Mosfellsbæ eins
og í flestum öðrum hverf-
um í lögregluumdæminu.
„Bæjarstjórn telur það
með öllu óviðunandi, ekki
síst með tilliti til hversu
hátt hlutfall af íbúum bæj-
arins era börn og ungling-
ar,“ segir í bókun bæjar-
stjórnar. Jóhann sagði að
þetta væri afturhvarf frá
þeirri stefnu að hafa lög-
regluna sýnilegri meðal
borgaranna.
Hann sagði að undanfar-
ið hefðu verið brögð að því
að útkallstími lögreglu hef-
ur lengst frá því sem var
þegar lögreglustöð bæjar-
ins var betur mönnuð.
Hann sagðist eiga von á að
haldinn verði fundur með
lögreglustjóra í næstu viku
vegna m'álsins.