Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Byrjunar- örðugleik- ar hjá Net- bankanum NOKKRIR byrjunarörðugleik- ar áttu sér stað á fyrsta starfs- degi nýja Netbankans í gær. Einn viðmælandi Morgun- blaðsins sem hugðist notfæra sér þjónustuna, sótti um að opna reikning og notaði til þess tölvu kunningja síns. Auk þeirra almennu upplýsinga sem krafíst er af væntanlegum viðskiptavinum, s.s. heimilis- fang, póstfang o.s.frv., þá ber þeim jafnframt að sækja um öryggisnúmer á reikningnum. Umræddum aðila brá nokkuð í brún þegar bankinn staðfesti umsókn hans í sömu tölvu og birti aukinheldur umrætt ör- yggisnúmer á ný. Er málið var borið undir Kristin Tryggva Gunnarsson, verkefnisstjóra Netbankans, kvaðst hann undrandi enda ekki ætlunin að endursenda ör- yggisnúmer með staðfestingu á reikningsumsóknum. Við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að einföld mistök höfðu átt sér stað við staðfestingu nokkurra umsókna. Hann sagði vanda- málið vera úr sögunni og að umrædd númer yrðu að sjálf- sögðu ekki notuð. Hann lagði jafnframt áherslu á að öryggis- númerin væru á engan hátt tengd PIN-númerum þeim sem veita aðgang að reikningum heldur væri hér um að ræða auðkennisnúmer sem gefið er upp þegar hringt er í Netbank- ann úr síma og veitir viðkom- andi eingöngu upplýsingar um reikningsstöðu og færi á að millifæra á milli eigin reikn- inga. „Debetkortin, aðgangs- orð og lykilnúmer að Netbank- anum og PIN-númerin sjálf sem veita heimild til úttekta, eru eingöngu borin út í ábyrgð- arpósti til viðtakenda og afhent gegn framvísun persónuskil- ríkja. Við tökum málið engu síður mjög alvarlega og mun- um tryggja að slíkt hendi ekki aftur,“ segir Kristinn Tryggvi Gunnarsson. Netbanki SPRON vekur viðbrögð viðskiptabankanna Einhvers konar netþjón- usta hjá öllum bönkunum Netbankinn er nýstofnaður á vegum SPRON en fyrir hafa allir viðskiptabank- arnir rekið einhvers konar bankaþjónustu á Netinu. Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum talsmanna Islandsbanka, Landsbanka og Búnaðarbanka. JÓN Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs Islandsbanka, segir þeirri stefnu fylgt hjá bankanum að nota Netið sem viðbótardreifileið. „Við höfðum strax þá skoðun að Netið væri ekki sjálfstæð dreifileið og lítum á netþjónustu sem aukna þjónustu við viðskiptavmi bankans. Viðskiptavinimir geta sjálfir ráðið því hvort þeir noti Netið, hringi, komi og fái sérhæfða ráðgjöf og þjónustu eða noti hraðbanka. Við sjáum að flestir bankar sem við horfum til erlendis nota Netið sem viðbótardreifileið," segir Jón. Vaxtakjör ekki frábrugðin Hann segir vaxtakjör netbanka Islandsbanka ekki frábrugðin vaxtakjörum bankans almennt. „í einhverjum tilfeOum eru vaxtakjör netbanka SPRON hagstæðari og í öðrum tdfeUum eru okkar kjör hag- stæðari, það er eins og gengur og gerist á samkeppnismarkaði." Jón segir Islandsbanka ekki bjóða stig- hækkandi vexti heldur miðist vaxta- kjör við umfang viðskipta. Varðandi lántökur segir Jón að allur almennur yfirdráttur á launa- reikningum sé veittur án ábyrgðar- manna en stærri lán krefjist fast- eignaveðs. „Við fórum með Heimabankann á Netið árið 1996 og þá áttuðum við okkur á að Netið mundi leika stórt hlutverk í fjármálum einstaklinga og íyrirtækja. Heimabankinn á Netinu hefur svo smám saman fengið nafnið Netbanki í okkar með- förum og nú höfum við kynnt nafnið tU sögunnar. Það eru mörg misseri síðan við tryggðum okkur nafnið,“ segir Jón. Bjöm Líndal, framkvæmdastjóri markaðssviðs Landsbankans, segir Landsbankann nú þegar bjóða við- skiptavinum þjónustu á Netinu í einkabankanum. „Nú þegar eru við- skiptavinir einkabankans á annan tug þúsunda, en þessi þjónusta er viðskiptavinum að kostnaðarlausu," segir Bjöm. Símabankinn sérstök eining „Símabankinn er einnig sérstök eining sem oft er notuð með einka- bankanum. Þar fer öll þjónusta fram í gegnum síma og tölvupóst og kostir Netsins og símans settir saman við persónulega þjónustu og ráðgjöf. Símabankinn var stofnað- ur fyrir tveimur árum og nýtur mikillar hylli meðal sinna við- skiptavina,“ segir Björn. „Flestir viðskiptavinir Símabankans tvinna saman þjónustu einkabankans og símabankans og spara sér þannig þjónustugjöld.“ Bjöm segir þann möguleika fyrir hendi hjá Landsbankanum að viss- um skUyrðum uppfylltum að lántak- endur fái lán án ábyrgðarmanna eða fasteignaveðs. Þama er t.d. um fé- laga í Vörðuklúbbi Landsbankans að ræða. Varðandi vaxtakjör segir Bjöm þau hagstæð hjá Símabank- anum en þegar um háar upphæðir sé að ræða bendi ráðgjafar eigend- Islandsbanki og SPRON hækka vexti ISLANDSBANKI og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafa tU- kynnt um vaxtahækkanir á óverð- tryggðum inn- og útlánum í sam- ræmi við aðgerðir Seðlabankans í síðustu viku. Vextir Islandsbanka hækka um 0,6%, eða til jafns við hækkun Seðlabanka íslands, en hækkun SPRON er á bilinu 0,5- 0,6% á öllum helstu flokkum inn- og útlána í óverðtryggðum flokkum. Eins og fram hefur komið hækk- aði Seðlabankinn vexti í viðskiptum við lánastofnanir um 60 punkta eða um 0,6% á föstudag. Talsmenn bankans segja aðgerðimar miða að því að draga úr þensluvekjandi áhrifum aukinna útlána. 20 stærstu hluthafar í Búnaðarbankanum \5 V 1. sept. 1999 Hlutafjáreign, nafnverð, kr. Eignarhluti 1 Ríkisfjárhirsla 3.500.000.000 85,37% 1 2 Eftirlaunasj. Starfsm. B.Í.SBBHB IBBi 142.296.990 3,47% 3 íslandsbanki 100.778.380 2,46% 4 WÍB, sjóður 6 39.687.391 0,97% 5 Vátryggingafélag íslandsl 9.411.280 0,23% 6 Lífeyrissjóðurinn Lífiðn I 7.898.560 0,19% 7 Lífeyrissjóður sjómanna I 7.845.360 0,19% 8 Árni Oddur Þórðarson | 5.458.237 0,13% 9 Fjárfestingarb. Atvinnul. I 2.560.080 0,06% 10 L. verkalýðsf. Norðul. | 2.462.325 0,06% 11 Landsbanki íslands 2.058.261 0,05% 12 Einar Sverrisson 2.003.760 0,05% 13 Kvos 1.600.000 0,04% 14 Ljfeyrissj. Vestfirðinga j 1.503.760 0,04% 15 Arnól ehf. 1.265.375 0,03% 16 Þorgeir Baldursson 1.030.000 0,03% 17 Hafgæði sf. 1.003.760 0,02% 18 Sigurjón Sighvatsson l 1.000.000 0,02% 19 STO Verðbréfastofan j 977.903 0,02% 20 Banque Carnegie, Lúx. | 957.000 0,02% Aðrir hluthafar 6,55% SAMTALS 4.100.000.000 100,00% Næststærsta erlenda lántaka Landsbankans LANDSBANKI íslands hf. hefur tekið lán á alþjóðlegum markaði að fjárhæð um 11,36 milljarðar króna eða 150 milljónir evra. Upphaflega var gert ráð fyrir að taka 100 millj- ónir evra að láni en vegna mikillar eftirspumar var lánsfjárhæðin hækkuð í 150 milljónir evra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. Er þetta næststærsta einstaka lántaka Landsbankans á al- þjóðamarkaði frá upphafi. Lánið er tU þriggja ára og era kjör þess svipuð og bankinn hefur notið í síðustu lántökum sínum erlendis. Lántakan fór fram fyrir milli- göngu þýska bankans Bankges- ellschaft Berlin og ítalska bankans Banca IMI Banca d’Intermediazione Mobiliare IMI S.p.A. AUs tóku tíu aðrir erlendir bankar þátt í lánveit- ingunni en meðal þeirra eru bankar í Suður-Evrópu sem ekki hafa áður veitt lán til Landsbankans. Um er að ræða bankana Banco Sicilia, CDC Marchés, J.P. Morgan Securites Ltd., Société Génerale, Caja de Ahorros de Valancia, Castellón y Alicante, GZB-Bank Genossenschaftliche Zentralbank AG Stuttgart, RZB-Austria Raiffeisen Zentralbank Östemeich AG, og WGZ-Bank Westdeutsche Genossenschaft-Zentralbank. I fréttatilkynningu kemur fram að lántakan hafí vakið athygli á alþjóða- fjármagnsmarkaði og fjallað hafi verið um hana í blöðum og fagritum. um á aðra innlánskosti, s.s. Verð- bréfaveltu sem ber 8% vexti. Gagnvirk viðskipti þróunin Sigurjón Amason, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Búnaðarbank- ans, segir heimUisbanka Búnaðar- bankans í stöðugri þróun. „Nú er t.d. hægt að kaupa og selja verðbréf hjá heimUisbankanum," segir Sigur- jón. „Þróunin er að auka gagnvirkni á vefnum og það er það sem koma skal,“ segir Sigurjón. „Að mörgu leyti eru vaxtakjör svipuð en munurinn liggur aðallega í að í Netbankanum virðist blandað saman vaxtakjöram tékkareiknings og þess sem kallað er markaðs- reikningur hjá Búnaðarbankanum, en þar þarf innistæðan að vera bundin í tíu daga,“ segir Sigurjón. „Það era alltaf ákveðin atriði sem menn vilja fá ráðgjöf um og önnur atriði sem menn geta gert sjálfir. Við ætlum að þróa heimabanka okk- ar í átt að frekari gagnvirkni, en það er einmitt að gerast erlendis," segir Siguijón. Netbanki SPRON veitir ekki lán gegn sjálfskuldarábyrgð heldur er fasteignaveð notað. Sigurjón segir slíka þjónustu almennt veitta hjá bönkunum þegar fasteignatrygging hefur verið lögð inn en þá er hægt að fá lán með símtali.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.