Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjögur börn björguðust úr brenn- andi húsi Hveragerði. LITLU mátti muna að ekki fór verr þegar kviknaði í feiti á eldavél í einbýlishúsi við Dyn- skóga í Hveragerði í gær. Allt tiltækt lið Slökkviliðs Hveragerðis var kallað út um kl. 17 en þegar það kom á vett- vang var mikill eldur í eldhúsi og þéttur reykur um allt hús. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn en ljóst er að skemmdir af hans völdum eru miklar sem og vegna reyks og sóts. I húsinu voru stödd íjögur börn, tvær þrettán ára stúlkur og tvö börn húsráðenda, tveggja og sjö ára. Voru þau komin út þegar slökkviliðið kom á staðinn. Mik- il mildi er að ekki fór verr því litlu munaði að eldurinn breidd- ist út en loftið í húsinu er ein- angrað með spónum. Að sögn slökkviliðsstjóra, Snorra Bald- urssonar, brugðust stúlkurnar rétt við, komu börnunum út og hringdu síðan strax í Neyðar- línuna. Að sögn húsráðenda voru þau tryggð lögbundinni brunatryggingu en innbú ótryggt. Ljóst er því að tjón þeirra er verulegt. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Snorri Baldursson skoðar skemmdir í eldhúsi. A. f/. MfflB' 1 ssffi » • i Aij- "P jr- j; Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir kæru á hendur ríkinu Tekist á um Félagsdóm MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu hefur ákveðið að taka til efn- islegrar úrlausnar og kveða upp dóm um það hvort íslenska ríkið hafi, með því að kveða á um það í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að refsi- dómum Félagsdóms verði ekki áfrýj- að til Hæstaréttar, brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Verði niðurstaða dómstóls- ins á þá leið að íslenska ríkið hafi með banni við áfrýjun á refsidómum Félagsdóms brotið gegn Mannrétt- indasáttmála Evrópu yrði það í ann- að skipti á fáum árum sem breyta þyrfti málsmeðferðarreglum fyrir ís- lenskum dómstólum vegna brota á Mannréttindasáttmála Evrópu. Forsaga málsins er sú að 10. júní 1996 dæmdi Félagsdómur Siglfirð- ing ehf. til að greiða 500.000 kr. í sekt vegna uppsagnar fjögurra starfsmanna félagsins, en hin um- deilda uppsögn var talin brjóta gegn ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Siglfirðingur ehf. taldi niðurstöðu Félagsdóms umdeilan- lega en félagið átti ekki kost á áfrýj- un málsins til Hæstaréttar þar sem lög um stéttarfélög og vinnudeilur banna áfrýjun dóma Félagsdóms til Hæstaréttar. Siglfirðingur sendi 3. desember 1996 umsókn til Mannréttindadóm- stóls Evrópu þar sem þess var farið á leit við dóminn að hann tæki til úr- lausnar hvort ákvæði laga um stétt- arfélög og vinnudeilur um bann við áfrýjun á refsidómum Félagsdóms standist ákvæði Mannréttindasátt- mála Evrópu. Þá óskaði Siglfirðing- ur ehf. einnig eftir því að dómurinn tæki til skoðunar hvort Félagsdómur gæti talist hlutlaus og óvilhallur dómstóll í skilningi 6. greinar Mann- réttindasáttmála Evrópu þar sem tveir af fimm dómurum Félagsdóms eru skipaðir af aðilum málsins. Dóm- urinn taldi hins vegar ekki ástæðu til þess að skoða nánar skipun dómara í Félagsdóm. Byggði niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu á því að vegna sérstöðu Félagsdóms og vegna þess að jafnræði virðist hafa verið með aðilum við skipun dómara í dóminn sé ekki ástæða til þess að telja að skipun dómsins í máli Sigl- firðings ehf. hafi brotið gegn skilyrð- um 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Bæjarstjórn Akureyrar minnir á skyldur Reykjavíkur Evrópuráðið styðji Kosovo í ÁVARPI Halldórs Asgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns ráð- herranefndar Evrópuráðsins, á þingmannasamkomu Evrópuráðsins í Strassborg í gær, fjallaði hann um hlutverk Evrópuráðsins í uppbygg- ingarstarfinu í Kosovo. Hann sagði að Evrópuráðið hefði mikilvægu hlutverki að gegna við að koma á mannréttindum og lýðræðislegum stjómarháttum í kjölfar átakanna á svæðinu vegna einstakrar reynslu þess af sambærilegu uppbyggingar- starfi í ríkjum Mið- og Austur-Evr- ópu á síðasta áratug. Utanríkisráð- herra fagnaði jafnframt fjölgun að- ildarríkjanna og lýsti stuðningi sín- um við umsóknir Armeníu, Aserbajdsjan, Bosníu-Hersegóvínu og Mónakó um aðild að ráðinu. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að umsóknarríkin uppfylltu skilyrði Evrópuráðsins um aðild og virtu grundvallarreglur þess um mann- réttindi, lýðræði og reglur réttar- ríkisins. Utanríkisráðherra lýsti yfir ánægju sinni með þátttöku Evrópu- ráðsins í stöðugleikasáttmála fyrir Suðaustur-Evrópu. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að efla yrði samvinnu og samráð Evrópuráðsins við aðrar alþjóða- stofnanir, sérstaklega Evrópusam- bandið og Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE). Mikilvægt væri að efla og samhæfa samstarf þessara stofnana, auka skilvirkni og koma í veg fyrir tvíverknað. Fram kom í máli utanríkisráðherra að hann myndi ásamt fram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins eiga samráðsfundi með forsæti ESB hinn 6. október og forsæti ÖSE 20. október nk. Varað við flutnmgi flugs til Keflavíkur BÆJARSTJÓRN Akiu’eyrar sam- þykkti á fundi í gær bókun sem Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri lagði fram vegna umræðna í borgarstjóm Rafmagn fór af öllum Kópavogi RAFMAGNSLAUST varð í öllum Kópavogi rétt fyrir klukkan hálfátta í gærkvöldi. 11 idlóvatta jarðstrengur við Dalveg var grafinn í sundur og í kjölfarið sló allt rafinagn í bænum út. Rafrnagn var komið á aftur í meiri- hluta bæjarins eftir hálftíma, en þó varði það í klukkustund á einhverju svæði. Lögreglan í Kópavogi segir fólk hafa komist í nokkurt uppnám vegna rafmagnsleysisins og að símalínur þeirra hafi verið rauðglóandi á meðan á því stóð. Lögreglan vill af því tilefni benda fólki á að hringja ekki í neyðar- númer við slíkar aðstæður nema brýna nauðsyn beri til, því þegar álag er jafnmikið og það var í gær geti þeir sem eru virkilega í vanda staddir ekki náð sambandi við lögreglu. Reykjavíkur um Reykjavíkurflugvöll. Minnir bæjarstjóm Akureyrar þar á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. I höfuðborginni sé miðja stjómsýslu íslands, mennta-, menn- ingar- og viðskiptalíf landsins eigi þar einnig sínar höfiiðstöðvar. ,Að mati bæjarstjórnar Akureyrar em greiðar samgöngur allra lands- manna, að og frá Reykjavík, forsenda þess að höfuðborgin geti rækt hlut- verk sitt sem skyldi. Við umræður um mögulegar breytingar á einu af lykil- atriðum þess sem gerir Reykjavík að höfuðborg allra landsmanna verður jafnframt að taka til umræðu önnur verkefni sem hafa verið fóstruð innan borgarmúranna," segir í bókuninni og er borgarstjóm jafnframt hvött til að hafa þessi atriði í huga við umijöllun sína um framtíðarstaðsetningu innan- landsflugsins. Flutningur myndi torvelda aðgang og auka kostnað Kristján Þór sagði að ekki fælist í þessari bókun að Akureyrarbær ætl- aði að hlutast til um borgarmálefni, en þegar um væri að ræða verkefni sem beinlínis lyti að hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins ættu allir rétt á að taka þátt í umræðunni. Jakob Bjömsson, Framsóknar- flokki, benti á að umsvif innanlands- flugs til Óslóar, höfuðborgar Noregs, hefðu minnkað umtalsvert í kjölfar þess að flugvöllurinn var fluttur nokk- uð út fyrir borgina. Yrði slíkt gert hér myndi það torvelda mörgum aðgang að höfuðborginni og kostnaður ferða- langa ykist. Asgeir Magnússon, formaður bæj- arráðs, sagði málið ekki bara snúast um að þægilegt væri að sækja höfuð- borgina heim af því flugvélar lentu nánast í miðbæ hennar. Yrði innan- landsflugið flutt til Keflavíkur, svo sem um hefði verið rætt, jafngilti það nánast því að innanlandsflug yrði lagt niður á Islandi. Flugferð milli Akur- eyrar og Keflavíkur, með bið og akstri, myndi taka allt að 5 klukku- stundum og því ljóst að langflestir tækju þann kostinn að ferðast akandi. Flugleiðin milli Reykjavíkur og Akur- eyrar héldi innanlandsfluginu í land- inu uppi og ef hún dytti niður sæju flugfélögin sér vaila fært að halda uppi flugi til annarra landshluta. I dlDUíi ► í VERINU í dag er m.a. greint frá aflabrögðum sókn- ardagabáta í sumar, stöðu íslenskra sjávarafurða og eldi á sandhverfu í Grindavík. Sagt er frá erindum um áhrif umhverfissamtaka á sjávarútveginn, heimsaflan- um og breyttu magni rauðátu í sjónum. Á MIÐVIKUDÖGUM íslenska liðið hvergi bangið við það ítalska / C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.