Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 1
214. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fellibylurinn Floyd
Á fímmta
tug létust í
Bandaríkj-
unum
Washington. AFP.
ALLS hafa yfir sextíu manns látist
af völdum fellibylsins Floyds sem
geystist yfir Bahama-eyjar og suð-
austurhluta Bandaríkjanna í liðinni
viku og sögðu bandarískir embætt-
ismenn í gær að þúsundir manna
væru heimilislausar víða um landið
vegna úrhellisrigninga í kjölfar
Floyds.
Sara Kempin, talsmaður neyðar-
hjálparstofnunarinnar í Norður-
Karólinu, sagði í gær að 41 hefði lát-
ist í Bandaríkjunum og að flest
dauðsfollin, eða 32, hefðu orðið í N-
Karólínu þar sem fellibylurinn gekk
á land. Níu manns létust í öðrum
ríkjum Bandaríkjanna og sagði
Kempin að flestir hefðu látist eftir
að Floyd hafði gengið yfir. „Flestir
reyndu að keyra um vegi er flætt
hafði yfir og fóru með straumnum."
Þá er talið að af þeim 30.000 hús-
um sem urðu flóðunum að bráð, séu
tæplega tvö þúsund ónýt. Allt að
23.000 heimili voru án rafmagns í
N-Karólínu í gær.
Sagði Kempin að enn væru hund-
ruð manna einangruð vegna flóð-
anna og að flytja þyrfti vistir til
þeirra með þyrlum.
Biil Clinton Bandaríkjaforseti hét
því að gera meira til að hjálpa þeim
er lent hafa í hremmingum vegna
fellibylsins og lýsti því yfir að hann
myndi senda hjálparsveitir á flóða-
svæðin og sérfræðinga tif að meta
tjónið.
■ Neyðarástand/25
----------------
Varað við
auknum
hryðjuverkum
Moskvu. AFP.
ASLAN Maskhadov, forseti Tsjet-
sjníu, varaði við því í gær að fleiri
hryðjuverk kynnu að verða framin í
Rússlandi ef Kremlverjar myndu
ekki láta af harðlínustefnu sinni
gagnvart Kákasus-svæðinu. Sama
dag var tilkynnt að lögregluyfirvöld
í Moskvu hefðu fundið mörg tonn af
sprengiefni í borginni.
„Fullveldi Tsjetsjníu getur ekki
verið tengt við hryðjuverk. Ibúar
landsins hafa aldrei viijað sækja
fullveldi sitt með hryðjuverkum,"
sagði Maskhadov.
Maskhadov hét því að verja land
sitt ef rússnesk yfirvöld gerðu al-
vöru úr hótunum sínum um að ráð-
ast inn í Tsjetsjníu. Þá aftók hann
með öllu að ríkisstjóm Tsjetsjníu
ætti hlut að máli í þeirri hrinu
hryðjuverka er dregið hafa nærri
300 manns til dauða í Rússlandi síð-
ustu daga og leitt til þess að ótta-
slegnir Moskvubúar hafa tekið upp
hverfavaktir.
Lögregluyfirvöld í Moskvu til-
kynntu í gær að þau hefðu gert um
tvö tonn af sprengiefni og 1.032
skotraðir upptækar í umfangsmik-
illi leit sem staðið hefði undanfama
daga og beindist að Tsjetsjenum.
Björgunarstarfsmenn við störf innan um húsarústir og innanstokksmuni nærri Taipei í gær.
1.500 eftir-
skjálftar
Kristín Zoega hefur verið búsett í
Taipei, höfuðborg Taívans, um ára-
bil og var í borginni er jarðskjálft-
inn reið yfir. I viðtali við Morgun-
blaðið í gær sagðist Kristín hafa
verið nýsofnuð er hamfarirnar
hófust. „Þetta var ekki venjulegur
skjálfti. Eg var allt í einu komin á
fætur og húsið gekk í bylgjum. Há-
hýsið þar sem ég bý sveiflaðist
fram og til baka. Eg heyrði ná-
granna úti á gangi kallast á,“ sagði
Kristín. Sagði hún jafnframt að
símasamband hefði rofnað í skjálft-
anum og að fólk hefði í ringulreið-
inni þust út á götur og í almenn-
ingsgarða af ótta við eftirskjálfta.
Kristín sagði að alls um 1.500
eftirskjálftar hefðu orðið í gær-
kvöldi, að íslenskum tíma, og að
fólk sé óttaslegið. Sagði hún að öll
hefðbundin starfsemi á þeim svæð-
um sem urðu verst úti hefði verið
felld niður en að lífið myndi ganga
sinn vanagang í Taipei.
■ Húsið sveiflaðist/4
A.m.k. 1.700 manns létust og yfír 4.000 slösuðust í jarðskjálftanum á Taívan
Bj örgunarsveita bíð-
ur griðarlegt starf
Taipei. AFP, AP, Reuters.
YFIRVOLD á Taívan sögðu í gær
að alls hefðu a.m.k. 1.712 Taívanbú-
ar týnt lífi og yfir fjögur þúsund
slasast í jarðskjálftanum ógurlega
sem skók eyjuna aðfaranótt þriðju-
dags. A þeim svæðum Taívan sem
verst urðu úti var vart nokkur
bygging óskemmd eftir skjálftann
sem talinn er hafa verið a.m.k. 7,6 á
Richter og reið yfir er flestir Taí-
vanbúar voru í fastasvefni. I borg-
inni Puli, sem liggur næst upptök-
um skjálftans á miðri eyjunni, var
talið að 98% bygginga hefðu
skemmst. Yfir eitt þúsund eftir-
skjálftar riðu yfir eyjuna í gær og
voru sumir þeirra allt að 6,8 á
Richter. Gríðarlegt starf bíður nú
þeirra fjölmörgu björgunarmanna
er starfa á skjálftasvæðunum.
Þúsundir hermanna tóku í gær
höndum saman við hjálpar- og
björgunarmenn og læknalið sem
reyna sitt ítrasta til að ná fólki lif-
andi úr rústunum innan þess
skamma tíma sem fólk, sem fast er í
rústunum, er talið geta lifað. Talið
er að um þrjú þúsund manns séu
fastir í rústum húsa, lífs eða liðnir
og enn er ekki vitað um afdrif nokk-
ur hundruð manna.
Þúsundir Taívanbúa
dveljast utan dyra
í gærkvöldi, að taívönskum tíma,
voru þúsundir Taívanbúa utandyra
af ótta við eftirskjálfta eða þá vegna
þess að híbýli þeirra höfðu orðið jarð-
skjálftanum að bráð. Útvarpsstöðvar
báðu fólk um að gefa heimOislausum
mat og klæði eða lána stórvirkar
vinnuvélar svo unnt væri að bjarga
fólki úr rústum húsa. Talsmenn
björgunarsveita sögðu að opnuð
hefðu verið neyðarskýli á þeim svæð-
um er verst hefðu orðið úti og að ver-
ið væri að flytja lækna til þeirra
svæða. Veðurfræðingar spá rigning-
um á næstunni sem taldar eru geta
aukið mjög á neyðarástandið.
Reuters
Björgunarþyrla á flugi fyrir of-
an bráðabirgðasjúkrahús í
borginni Chai-I.
Erlendar björgunarsveitir
streymdu til Taívan síðdegis í gær.
Um áttatíu manna sveit sérfræð-
inga í jarðskjálftabjörgun kom frá
Japan og hóf störf í höfuðborginni
Taipei. Bandarísk yfirvöld til-
kynntu síðdegis að björgunarsveit
sem nýkomin væri frá jarðskjálfta-
svæðunum í Tyrklandi hefði haldið
til Taívan með mikið magn hjálp-
argagna. Stjómvöld á Taívan
sögðu að ríkisstjórnir Tyrklands,
Kína, Filippseyja, Rússlands,
Sviss og Bretlands m.a. hefðu boð-
ið fram aðstoð sína vegna hörm-
unganna.
Ríkisstjóm Taívans hafa borist
samúðarkveðjur víðs vegar að úr
heiminum og lýstu kínversk stjóm-
völd, sem líta á Taívan sem hérað í
landinu, því yfir að þau myndu að-
stoða Taívan á allan þann hátt sem
þau gætu.
Þúsundir taldar/24
Sameinuðu þjdðunum. AFP.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
flutti í gær ávarp á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna og hvatti þjóð-
arleiðtoga til þess að ráðast gegn
sjúkdómum í fátækum ríkjum heims,
binda enda á borgara- og þjóðernis-
stríð og sporna gegn útbreiðslu ger-
eyðingarvopna.
Bandarílgaforseti hvatti til al-
þjóðlegrar samvinnu svo koma mætti
í veg íyrir átök og mannlegar hörm-
ungar líkt og hrjáð hafa íbúa Kosovo-
héraðs og Austur-Tímor að undan-
förnu. Hins vegar lagði hann áherslu
á að getu ríkja líkt og Bandaríkjanna
væru takmörk sett hvað íhlutun í slík
átök varðar. „Það er auðvelt að segja
Clinton vill átak
gegn fátækt og
þj óðernisátökum
aldrei aftur en erfiðara að fylgja því
eftir. Ef of miklu er lofað getur það
verið allt eins grimmilegt og að gera
lítið,“ sagði Clinton. Sagði Clinton
ennfremur að svæðisbundin samtök
yrðu að geta beitt sér í átökum er
upp kunni að koma.
Igor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, flutti einnig ávarp á þing-
inu í gær og lagði á það áherslu, öf-
ugt við Clinton, að aðeins öryggisráð
SÞ gæti heimilað hernaðarlega íhlut-
un er mannleg neyð krefði. Sagði
hann að ríki veraldar yrðu að fara af-
ar varfærnislega í allar hernaðarað-
gerðir og ekki mætti snúa þeim upp í
kúgun á þjóðum eða einstaklingum
sem eru þeim ekki að skapi. Sagði
hann mikla nauðsyn á að koma í veg
fyrir þau tilvik er utanaðkomandi öfl
ýttu undir sundrungu.
I ræðu sinni vék hann einnig að
Eystrasaltsríkjunum og lýsti van-
þóknun sinni á „tilviljankenndri
stefnu stjórnvalda" er sviptir þús-
undir manna borgararéttindum og
réttinum til að nota eigin tungumál.