Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 51

Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 51 _________AFMÆLI BJÖRGVIN FREDERIKSEN Björgvin Frederik- sen, vélvirkjameistari og fyrrverandi forseti Landssambands iðnað- armanna, er 85 ára í dag. Saga iðnaðarins á Islandi á þessari öld verður ekki skráð án þess að naín Björgvins Frederiksens verði þar fyrirferðamikið. Framlag hans til fram- faramála iðnaðarins er enda meira en svo að unnt sé að gera skil í stuttri afmælisgrein. Neftia skal þó nokkur atriði. Halldór Björgvin Frederiksen fæddist í Reykjavík 22. september 1914. Foreldrar hans voru Aage Martin Christian Frederiksen og Margrét Halldórsdóttir. Björgvin nam við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í vél- virkjun 1935. Fór síðan utan til Danmerkur og nam í vélfræðiskóla 1935-36. Björgvin kynnti sér smíði og uppsetningu frystivéla hjá Th. Sabroe & Co. í Arósum og hlaut þar meðmæli og réttindi til að setja upp vélar þeirra. Hann hlaut meistararéttindi í vélvirkjun 1938 og stofnaði um sama leyti eigið fyr- irtæki í Reykjavík, vélsmiðju og vélasölu sem hann rak til 1962. Ar- ið 1939 fór hann aftur til Danmerk- ur til að kynna sér byggingu og rekstur dísilvéla. Meðan hann dvaldist þar skall heimsstyrjöldin á, sem gerði allar ferðir milli land- anna nær óhugsandi. Björgvin var þó ráðinn í að komast sem fyrst heim og tókst með ótrúlegum dugnaði og seiglu, ásapt nokkrum öðrum valinkunnum Islendingum, að brjótast gegnum allar hindranir sem stríðsástandið skapaði, yfir hafið og heim á htlum bát, „Frekj- unni“, sem frægt er orðið og lengi mun í minnum haft. Þrátt fyrir þær hindranir sem styrjöldin skap- aði fór Björgvin enn til útlanda á stríðsárunum og nú til Bandaríkj- anna til að kynna sér kæhtækni og hraðfrystingu matvæla hjá York Ice Machinery Corporation. Sú ferð varð raunar upphafið að þeirri byltingu sem varð hér á landi í frystiiðnaði, en fyrirtæki Björgvins sérhæfði sig í smíði og uppsetningu frystivéla og setti upp fjölda slíkra véla um allt land, auk algengrar vélsmíði og smíði margskonar tækja og varahluta. Framlag Björgvins til framþró- unar í kælitækni hér á landi verður seint ofmetin. Hann kemur ungur maður að utan með dýrmæta þekk- ingu í þessum iðnaði sem gjör- breytti allri aðstöðu okkar íslend- inga til að meðhöndla útflutnings- verðmæti okkar á þann hátt sem nútíminn krafðist. Kynni okkar Björgvins hófust ekki að marki fyrr en um það bil sem hann var farinn að draga sig út úr hringiðu vinnu og félags- starfs, en hann hafði þá lengi verið í fylkingarbrjósti íslensks iðnaðar. Mér býður í grun að ósérhhfni Björgvins hafi oft leitt hann til þess að vinna lengri vinnudag í þágu iðnaðarins en í sínu eigin fyrirtæki. Per- sónuleiki hans er ein- faldlega þannig. En maðurinn er ekki ein- hamur. Það er ekki eingöngu dugnaður hans og elja við rekst- ur fyrirtækisins og öll þau margvíslegu fé- lagsstörf sem lengi munu halda nafni hans á lofti. Hann er einnig ósvikinn hstamaður og hefur hannað og smíðað ódauðleg listaverk. Mér eru til dæmis minn- isstæðir gripir sem hann smíðaði og gaf í tilefni af því að Eystra- saltsþjóðimar lyftu af sér oki Sov- étvaldsins. Þeir einkennast af natni, formfegurð og yfirlegu hins sanna hstamanns. Slíkir hlutir eru fögur útkoma úr samspili hugar og handa. Þótt umsvif Björgvins Frederiksens væru ærin við upp- byggingu og rekstur fyrirtækis nægði það honum ekki eitt og sér. Björgvin áttaði sig snemma á því að hann og fyrirtæki hans voru hluti af heild sem verðugt var að berjast fyrir. Ljóst er að Björgvin hefur hlotið í vöggugjöf sérstaka leiðtogahæfíleika og það sem meira er, löng og farsæl ævi hefur tryggt að þessir hæfileikar hafa fengið að njóta sín. Björgvin var kosinn til margháttaðra trúnaðarstarfa iyrir iðnaðinn. Listinn er langur en það nægir að nefna eftirtalið: Formað- ur Meistarafélags jámiðnaðar- manna, fulltrúi í Iðnráði og á Iðn- þingum, forseti Landssambands iðnaðarmanna 1952-1960, í skóla- nefnd Iðnskólans í Reykjavík 1954-1974, í stjóm Iðnaðarmála- stofnunar íslands og þar formaður 1967-1971. Auk þess sat hann í borgarstjóm Reykjavíkur 1954-’62. Fyrir störf sín í þágu iðn- aðarins hefur Björgvin hlotið margar viðurkenningar. Hann var kosinn heiðursfélagi Landssam- bands iðnaðarmanna 1960 og hlaut m.a. heiðursmerki Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík og gullmerki Félags málmiðnaðarfyrirtækja. Björgvin var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1989. Þegar ég lít yfir þau margvís- legu og ánægjulegu samskipti sem við Björgvin höfum átt kemur margt í hugann. Það vom sannköll- uð forréttindi fyrir ungan mann eins og mig sem var að feta mín fyrstu skref í félagsmálum að kynnast Björgvini Frederiksen. Bjartsýni hans, þekking og áhugi á öllu því sem til framfara horfði á sér fáar hliðstæður. Þegar við bæt- ist afburða ræðumennska og ein- stök, en um leið dálítið sérstök frá- sagnarlist, er ekki að undra að hann hafi víða verið valinn til for- ustu. Islenskt atvinnulíf og þá ekki síst iðnaðurinn stendur í mikiUi þakkarskuld við þennan aldna FRÓÐENGI — 3JA ÁSAMT BÍLSKÚR Glæsileg 100 fm íbúð á 2. hæð ásamt góðum 22 fm bílskúr. Parket, vandaðar innréttingar, útsýni. Ákveðin sala. Verð 10,5 m. ÞANGBAKKI — 3JA Vorum að fá í einkasölu ca 80 fm íbúð á 7. hæð (suðaustur). Stutt í alla þjónustu og samgöngutæki. Góð íbúð á eftirsóttum stað. Laus fljótlega. LINDASMÁRI — RAÐHÚS Glæsilegt nýl. 208 fm raðhús á þessum eftirsótta stað. Húsið skiptist í 126 fm aðalhæð, 26 fm bílskúr og 56 fm óinnréttað risloft með mögul. á 3 herb. o.fl. Stutt í skóla og alla þjónustu. Ákv. sala. Áhv. 6,6 m. Verð 16,5 m. FASTEIGNASALAN KJÖRBÝLI, Nýbýlavegi 14, Kópavogi, sími 564 1400. heiðursmann fyrir þá leiðsögn sem hann veitti um árabil. Persónulega vil ég þakka honum margar ánægjulegar stundir og alla þá vin- semd sem hann hefur sýnt mér í gegnum árin. Þótt árunum fjölgi er hugurinn enn fullur af hugsjónum um málefni sem orðið gætu ís- lenskum iðnaði til framdráttar. Mér verða lengi minnisstæð við- brögð hans þegar til stóð að breyta félagaformi iðnaðarmanna með því að hætta starfsemi Landssam- bands iðnaðarmanna og stofna í þess stað Samtök iðnaðarins með samruna alls iðnaðarins í landinu. Þar fór greinilega maður sem var ekki fastur í gömlum hefðum ef hann sá breytingar geta orðið til framfara. Ég færi heiðursmanninum Björgvini Frederiksen bestu af- mæliskveðjur og óska honum alls góðs. Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins. A ÍÞróttaskóli Breiðabliks BREIÐABLIK Æfingar fyrir alla aldurshópa íþróttaskóli fyrir börn: 3ja - 4 ára og 5-6 ára Laugardaga: kl. 10.00 - 10.50 kl. 11.00 -11.50 Foreldraleikfimi Breiðabliks og Smáraskóla. Mánudaga og miövikudaga frá kl. 16.30 - 17.30 og 17.30-18-30, föstudaga kl. 17.30 -18.30 Leikfimi fyrir 60 ára og eldri._______________________________ Þriðjudaga og föstudaga kl. 9.00 - 10.00 Liðkandi og styrkjandi æfingar. Frábær aðstaða. Leiðbeinendur: Aðalsteinn Jónsson og Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttakennarar. Góð aðstaða, speglasalur, tækjasalur, heitur pottur og gufubað. Boðið er upp á kaffi og spjall í félagsaðstöðu Breiðabliks að loknum tíma. Nánari upplýsingar og skráning í síma 564 1990 S)/\DU '' r j \V^ Laugavegi 40 Sími 561 Q075 nw til utlaada -auðvelt að muria www.simi.is Lagerlausnir Bjóðum allar tegundir lagerlausna. Lagerlausn frá Ofnasmiðjunni er góð fjárfesting til framtíðar. CONSTRUCTOR GROUP GLOBAL STORAGE SOLUTIONS ^ ^Oinasmiðjan Háteigsvegi 7 ♦ 105 Reykjavík ♦ Sími 511 1100 ^y^Cyv Brúðhjón Allur borðbiinaður - Glæsileg gjafavara - Briíðhjönalistar ViáVCXV verslunin Latigavegi 52, s. 562 4244. skóli ólafs gauks Sí>ustu innritunardagar Nú eru súustu forvö> a> láta innrita sig. Nokkur pláss eru ennflá laus í byrjenda- Vi> bjó>um upp á skemmtileg og gagnleg námskei>um. námskei> fyrir alla aldursflokka, bæ>i Innritun stendur til og me> 25. sept., byrjendur og lengra komna. kennsla hefst 27. sept. V/SA HÆGT A< FA LEIG A HEIMAGÍTARA KR. 2000 Á ÖNN 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.