Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Snjó- laug Reynis- dóttir var fædd í Reykjavík 13. janú- ar 1929. Hún lést í Landspítalanum hinn 14. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Reynir Snjólfsson, verka- maður og verkstjóri í Reykjavík, f. á Strýtu í Ölfusi 11.2. 1903, d. í Reykjavík 17.2. 1981, og Jónína Guðjónsdótt- ir, húsfreyja, fædd 30.8. 1900 í Unnarholti í Hrunamanna- hreppi, d. 22.4. 1983 í Reykja- vík. Jónína og Reynir bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Njarðargötu 37 og þar ólst Guðrún Snjólaug upp í hópi fjögurra systkina sem eru: Elínborg, húsfreyja í Ósló, f. 1925; Guðjón, fyrrv. kerfis- fræðingur hjá Iðnaðarbankan- um, f. 1927 og Sigurður, f. 1933, bankastarfsmaður í Reykjavík. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskólanum í Reykja- vík og starfaði eftir það um tíma á borgarskrifstofunum í Reykjavík Hinn 22. júlí 1948 giftist hún eftirlifandi eignmanni sinum, Ragnari Þorsteinssyni frá Þverhamri Breiðdal, f. 6.2. 1923. Ragnar og Guðrún eign- uðust sjö börn, 15 barnabörn og 2 barnabarnabörn. Börn þeirra eru :1) Reynir, f. 1947, lögiltur Það var á blýjum og regnvotum haustmorgni, 14. september sl., sem tengdamóðir mín kvaddi þennan heim. Baráttu hennar við illvígan sjúkdóm var lokið. Þrátt fyi-ir lífsþrótt hennar, þrek og hörku, og ekki síst sannfæringu fyrir því að hún næði bata innan tíðar, beið hún lægri hlut. Rúm 27 ár eru nú liðin frá því ég kynntist tendamóður minni, Guðrúnu Snjólaugu Reynisdóttur, og eiginmanni hennar, Ragnari Þor- steinssyni. Eg kom þá á heimili þeirra, ástfanginn af einni dóttur- inni, og var kynntur fyrir allri fjöl- , skyldunni, sem þá bjó á Hrísateigi 8 "^ hér í borg. Sú stund er mér eftir- minnileg, ekki aðeins fyrir hlýtt og óþvingað viðmót þeirra hjóna, held- ur einnig hve stór fjölskyldan var í þessu húsi og fjölskylduböndin sterk. Þau hjónin bjuggu þá á miðhæð hússins, með fimm af sjö bömum sínum. A efri hæðinni bjó Rósa, systir Ragnars, með eigin- manni sínum, en á jarðhæðinni bjó önnur systir Ragnars, Margrét, með háöldruðum föður þeirra systk- ina og 2 dætrum sínum. Ég skynjaði það strax að ég var boðinn velkominn í þessa stóru fjölskyldu. Eðlilega mæddi mikið á tendamóð- ur minni á þessum árum, en aldrei heyrði ég hana kvarta eða skipta 'skapi. Hún annaðist stórt heimili í litlu húsnæði og þurfti að skipu- leggja daginn til hins ítrasta, sem oft varð þá æði langur. Engu að síð- ur gaf hún sér góðan tíma til þess að setjast niður með gestum, sem oft bar að garði, bera á borð kaffi og meðlæti og spjalla um mál líðandi stundar. Það var stundum þröngt í litla eldhúsinu á Hrísateigi 8, en notalegt andrúmsloftið samt engu líkt; kliður, hlátur og frammíköll, í bland við matar- eða kaffílyktina. A kvöldin, þegár ró tók að færast yfir Nieimilið, tók Guðrún fram prjónana og galdraði íram flíkur á bama- börnin, ýmist heima eða hjá vinkon- um sínum í saumaklúbbi, eða settist við spil með þeim sem enn voru á fótum. Henni virtist aldrei falla verk úr hendi, enda mótuð af þeirri kynslóð sem leit ekki á lífsgæðin ^em sjálfsögð, en þurfti að vinna fnyrkranna á milli til þess að sjá sér og sínum sæmilega farborða. endurskoðandi, kvæntur Halldóru Gísladóttur, grunn- skólakennara. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Anna Nína, f. 1950, leikskólakennari, gift Þorsteini Hreggviðssyni, öryggisinálastjóra og eiga þau tvö börn og eitt barna- barn. 3) Þorsteinn, f. 1951, skrifstofu- maður, kvæntur Svövu Sigurðar- dóttur, meinatækni, og eiga þau þrjár dætur. 4) Guðrún Hildur, f. 1953, hjúkrunar- fræðingur, gift Ingimundi Ein- arssyni, hæstaréttarlögmanni, og eiga þau þrjú börn. 5) Snorri, f. 1955 rafvirki, ókvæntur og barnlaus. 6) Elín- borg, f. 1959, framhaldsskóla- kennari, gift Michael Clausen, barnalækni, og eiga þau þrjú börn 7) Ingibjörg, f. 1961, grunnskólakennari, gift Valdi- mari Jóhannessyni, vélfræðingi og eiga þau þrjú börn. Þegar börnin stálpuðust hóf Guðrún Snjólaug að vinna utan heimilis m.a. í bókaverslun og við umönnunarstörf, en sfðustu tuttugu árin var hún fulltrúi á skrifstofu Srætisvagna Reykja- víkur. Utför Guðrúnar Snjólaugar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Guðrún sýndi fjölskyldu sinni mikla ræktarsemi og vildi hlut hennar sem bestan. Hún fylgdist vel með bamabömum sínum og sýndi þeim einstaka hlýju, enda var þeim ætíð tilhlökkun að hitta ömmu sína. Þar áttu þau öruggt athvarf til lengri eða skemmri tíma, amma þeirra var alltaf tilbúin til að hlusta, kenna þeim nýtt spil, raða saman kubbum, lesa eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Hún virtist hafa yndi af því að vera meðal fólks og hafa nóg fyrir stafni. Henni var því illa bragðið fyrir nálægt fjóram áram þegar Ragnar, tengdafaðir minn, fékk blóðtappa í heila og hún í einu vetfangi orðin ein í íbúð þeirra við Engjasel. Þá kom enn betur í ljós hve fjölskyldan var henni mikils virði. Ragnar dvelur nú á Hrafnistu og þangað heimsótti hún hann nær daglega, meðan heilsa hennar og kraftar leyfðu. Fyrir rúmi ári greindist Guðrún með þann sjúkdóm sem að lokum yf- irbugaði hana. Hún lét þó ekki hug- fallast, ræddi lítið um sjúkdóminn, enda var það ekki hennar stíll að flíka tilfinningum sínum eða kvarta. Þegar hún var spurð um líðan sína sagði hún aðeins að hún væri ágæt eða betri. Og ekki var meira um það rætt. Hún var greinilega staðráðin í því að lifa lífinu til hinstu stundar, hélt upp á fjölmennt sjötugsafmæli sitt í janúarmánuði sl., lagði á sig ferðalag til Bandaríkjanna, tók þátt í ferðalagi fjölskyldunnar í Fljóts- hlíðina og heimsótti okkur oft í sum- arbústaðinn. Alltaf lék hún á als oddi. Fyrir vikið gaf hún okkur von- ir, ekki síst yngstu fjölskyldu- meðlimunum, sem gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir því hvert stefndi. Ég heimsótti Guðrúnu nokkram dögum fyrir andlátið. Það fór ekki milli mála að mjög var af henni dreg- ið, en samt reyndi hún að bera sig vel. Síðustu dægrin vöktu bömin hennar við rúm hennar. Hún hlaut hægt andlát í návist dóttur sinnar, Önnu Nínu. Ég minnist Guðrúnar, tendamóð- ur minnar, sem góðrar konu og þakka það örlögunum að hafa kynnst henni. Hennar er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Guð blessi minningu hennar. Ingimundur Einarsson. Eins og laufin sem falla af trján- um nú þegar haustar er fallin frá tengdamóðir mín og vinkona Guðrún Reynisdóttir eftir stutt en ströng veikindi. Þegar ég var 18 ára gömul og fór að venja komur mínar á Hrísateig- inn til þín og Ragnars vora þið með sjö börn. Þú ekki fertug, kát, skiln- ingsrík og hlý, mikil dugnaðarkona sem stjómaðir stóra heimili og vannst fulla vinnu við rekstur eigin bókabúðar. A veturna vannst þú við bóka- búðina en þegar tók að vora flutti fjölskyldan upp að Hafravatni og dvaldi þar frá því í maí og fram í september ásamt foreldram þínum, bróður þínum og hans fjölskyldu. Þarna í þessum litla bústað voru samankomnar tvær fjölskyldur með sjö til tíu böm ásamt afa og ömmu. Fyrstu kynni mín af ykkur era einmitt tengd Hafravatni. Við Reynir komum þangað á kvöldin og um helgar með vini okkar og lékum okkur á vatninu. Aldrei man ég eftir að amast væri yfir okkur, alveg sama hvað við vorum mörg. Alltaf var boðið upp á kaffi og meðlæti og oft kom það fyrir að allur hópurinn væri líka í kvöldmat. Eftir að við Reynir eignuðumst okkar fyrsta barn voram við svo lánsöm að búa á Hafravatni í tvö sumur með þér, Ragnari og foreldram þínum og þið Ragnar kennduð mér að spila brids. Hluta úr vetri bjuggum við á Hrísa- teignum hjá ykkur og var það lítið mál að taka tengdadóttur og bama- barn inn á heimilið. Er ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt hvemig þetta gekk en því er sennilega að þakka hógværð þinni og lítillæti. Það var ekki aðeins að þú værir mikil húsmóðir, góð móðir og amma þú varst einnig mikil hannyi'ðakona og eftir þig liggja fjölmargar gull- fallegar flíkur sem þú prjónaðir á bömin þín, bamabömin og bama- barnabömin. Þú hafðir næmt auga fyrir falleg- um hlutum, yndi af því að lesa bæk- ur og að fara í leikhús og mundir svo vel eftir öllum sýningum sem þú sást. Þegar við dvöldum í sumar í Ameríku hjá Guðrúnu langaði þig mikið í leikhús. Við voram heppnar að geta látið verða af því og áttum ógleymanlega kvöldstund saman þó þú hafir eflaust verið sárþjáð á þeim tíma. Það vora forréttindi fyrir mig og Guðrúnu að vera með þér í sumar í Ameríku. Þú varst ótrúlega hress, jákvæð og skemmtileg og alltaf til- búin í hvað sem var. Við fóram sam- an í daglegar gönguferðum með litlu Sóleyju Dóra og í búðarráp sem þér þótti svo skemmtilegt. Þú naust þín vel í samskiptum við ást- vini þína og afkomendur, gæfa þeirra og gleði vora þín áhugamál seint og snemma. En nú er tjaldið fallið í einum þætti lífssögunnar. Þú elskuleg tengdamóðir mín ert horfin yfir móðuna miklu en eftir stendur hníp- inn hópur vina, ættingja og afkom- enda. Ég kveð þig kæra tengdamóðir hinstu kveðju með djúpri virðingu og þökk fyrir liðna tíð. Halldóra Gísladóttir. Elsku amma. Það er svo ótal margt sem ég hefði viljað segja þér en úr því verð- ur ekki í þessari undarlegu jarðvist okkar..mér dýrmætar og þeim mun ég deila með fjölskyldu minni og vinum, því mér þótti og þykir svo afskaplega vænt um þig, elsku amma mín. Amma á Hrísó. Ég kann margar sögur að segja af þér. Góðar sögur um hjartahlýju þína og góð- mennsku. En amma mín, efst er mér í huga þó þegar þú öllum stundum tókst á móti mér á Hrísat- eignum hvort sem það var tö að styðja mig og hlúa að mér í gegnum erfiða tíma unglingsáranna eða til þess að deöa með mér hamingju minni þegar lífið fór að brosa við mér á ný. Mér fannst ég tengjast þér á al- veg sérstakan hátt þann tíma sem ég bjó á Hrísó hjá þér og afa. Þó að sá tími hafi ekki allaf verið auðveld- ur vegna erfiðleika minna, þá er ég svo þakklát fyrir það að hafa fengið að vera svona nálægt þér, inn- pökkuð í allri þinni hlýju og uppörv- un. Hlýja og jákvæðni eru dýrmætir eiginleikar sem allir ættu að kepp- ast um að töeinka sér. Þegar ég er orðin gömul frú ætla ég að verða búin að ná því að standa með opinn faðminn og deila uppörvunarorðum til allra þeirra sem vUja taka á móti. Amma, svona man ég þig og svona vil ég muna þig. Ég kveð þig að nú með söknuð í hjarta og sinni en jafnframt með þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið mér sem vega- nesti í gegnum lífið. Guð geymi þig. Þín Anna Kristín. Hinn 14. september lést amma mín eftir erfiða baráttu við krabba- mein. Amma mín var góð og það var gaman að heimsækja hana og afa í Engjaselið en við gistum oft hjá þeim þegar við bjuggum í Svíþjóð og á Akureyri. Amma var mikil spUakona og hún spilaði mikið við okkur barnabömin. Hún kenndi mér að spila næstum öll spil sem ég kann. Ég pantaði alltaf kjötsúpu hjá ömmu þegar ég kom í heimsókn því hún gerði bestu kjötsúpu í heimi. Þegar amma fór á spítalann 29. ágúst sl. granaði mig ekki að hún myndi deyja. Allt gerðist svo hratt, of hratt. Ég áttaði mig varla á því hvað væri að gerast. En sjúkdómur- inn yfirbugaði hana og nú er hún dáin, alltof fljótt. Samt barðist hún amma mín hetjulega og var alltaf glöð. Ég samdi þetta ljóð þegar mamma sagði mér að amma væri dáin: Hvíti riddarinn þeysti hraðar. Hann varð að vera á undan svarta riddaranum. Svarti riddarinn var að ná honum. En hvíti riddarinn náði góðu forskoti, hann hægði á ferðinni og dró andann. En þegar hann hélt sig vera kominn nógu langt frá svarta riddaranum skaut svarta riddaranum aftur upp á yfirborðið og núna var hann enn nær. Nú byrjaði kappreiðin mikla, upp á líf og dauða. Svarti riddarinn var svo nálægt að um hvíta riddarann fór hrollur. Svarti riddarinn var nú skrefi á undan. Svo fór hann lengra og lengra, og að lokum hvarf hann. Baráttunni var lokið. Hvíti riddarinn lokaði augunum og dró andann í síðasta sinn. Guð geymi ömmu mína. Birna Helena Clausen. Það var þriðjudaginn 14. septem- ber, þegar ég kom heim úr skólan- um, að ég sá fánann í garðinum blakta í hálfa stöng. Þá vissi ég að þú værir farin upp til Guðs, elsku amma mín. Rúmlega árslöngu stríði þínu við krabbamein var lokið. Elsku amma, ég man svo vel hvað þú tókst alltaf vel á móti mér með djúsi og fíneríi, þegar ég kom í heimsókn. Svo voru líka alltaf til litabækur og litir hjá þér sem ég gat dundað mér við tímum saman. Alltaf var jafn gaman í jólaboðunum hjá ykkur afa. Þá spiluðum við Nína ýmis spil, sem þú hafðir kennt okk- ur eða lituðum í litabækurnar, sem þú hafðir keypt handa okkur krökk- unum. Fyrir aðeins tæpum tveimur vik- um, þegar við mamma heimsóttum þig á spítalann, áður en við fóram í leikhús, þá varstu svo hress og ánægð og skoðaðir myndir úr sjötugsafmælinu þínu af mikUli gleði. Þá hefði mér ekki dottið í hug að þú ættir eftir svo stutt ólifað. Ég bað í bænum mínum á hverju kvöldi, að kraftaverk gerðist og þú myndir læknast. Nú veit ég að þér líður vel hjá Guði og þú vakir yfir okkur. Ég mun alltaf sakna þín amma mín. Þín Erla Guðrún. GUÐRÚN SNJÓLAUG * REYNISDÓTTIR Hún elsku amma mín er dáin. Ég minnist margra góðra stunda sem ég átti með henni. Þegar ég var lítil fór hún oft í dúkkuleik með mér. Hún saumaði líka og prjónaði dúkkuföt handa mér. Uppáhalds- dúkkuna sem ég átti gaf amma mér og ég skírði hana Guðrúnu í höfuðið á henni. Alltaf þegar ég kom tU ömmu var alltaf eitthvað gott tU því hún var svo dugleg að baka. Amma og afi voru alltaf að spila, annaðhvort að leggja kapal eða spila brids. Ég lærði marga kapla af henni ömmu og hún var alltaf til- búin að spUa við mig þegar ég kom í heimsókn. Oft fengum við systkinin að gista hjá ömmu og var þá mikið sport að sofa í svefnsófanum og amma gerði allt fyrir okkur. Amma var mikil handavinnukona og í sum- ar sátum við saman, hún prjónaði dúkkuföt handa litlu stelpunum og ég var að sauma ki-osssaum. Þá spjölluðum við mikið saman. Nú þegar ég kveð ömmu mína vU ég þakka henni fyrir allar góðu stundimar og minningin um hana mun vera mér ofarlega í huga alla ævi. Þín Nína Björk. Allt frá því að ég fór að muna eft- ir mér var amma alltaf tU staðar. Hún var alltaf tU í að passa mig og gera hvað sem er fyrir mig. Ég man þegar ég var lítill og kom með mömmu niður á strætó að heimsækja ömmu í vinnuna. Þá fór hún í skápinn og náði í Prins póló. Fyrir tveimur árum þegar mamma og systur mínar fóra með pabba á sjóinn fékk ég að vera hjá ömmu á meðan. Hún sagði þá að ég væri ótrúlegur krakki, gæti líklega dobblað hana tU að gera hvað sem er. Við fóram í bíltúr og fengum okkur ís og skemmtum okkur ágæt- lega saman. Hefði ég alveg vUjað að þessar tvær vikur hefðu verið lengri. Núna í sumar fékk ég aftur tækifæri tU að vera hjá ömmu þegar öll börnin hennar vora í ferðalagi og hún gat ekki verið ein. Þá sátum við oft saman og ræddum málin. Þessir dagar geyma nú góðar minningar. Ég veit að núna er amma komin á betri stað og vona ég að henni líði vel. Ég mun alltaf sakna ömmu og minnast hennar eins og hún var, góðrar og hjartahlýrrar konu. Jóhann. Elsku amma. Ég sakna þín svo mikið. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért far- in frá okkur svona fljótt. Þú ert nýbúin að vera í heimsókn hjá okk- ur í Minnesota. Það var yndislegt að þú gast komið og verið hjá okkur í heUan mánuð. Það er ótrúlegt að hugsa tU þess að fyrir þremur mán- uðum fóram við í Mall of America. Við versluðum allan daginn og fór- um síðan út að borða. Þú áttir ekki tU orð hvað skammtamir vora stór- ir á matsölustöðunum. Þú keyptir þér mikið af fallegum fötum og gjaf- ir handa öllum barnabömunum þín- um. Ég, þú og mamma höfðum það svo gott, við fóram út að labba, á ströndina, horfðum á sjónvarpið og spjölluðum um lífið og tUverana. Þú og mamma sátuð síðan á kvöldin og spiluðuð. Amma, þú varst einstök mann- eskja og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Ég man þegar þú saumaðir og prjónaðir öll dúkku- fötin handa mér. Þú varst listakona í höndunum og peysurnar sem þú komst með tU Minnsota handa Sól- eyju Dóra era svo fallegar. Ég á lengi eftir að minnast góðu tímanna á Hrísateignum og sumranna á Hafravatni þegar ég var krakki. Þegar ég var unglingur varstu alltaf tilbúin að hlusta, þú varst svo skUn- ingsrík og laus við alla fordóma. Það var alltaf svo gaman að sjá þig þeg- ar ég kom til Islands og gaman að tala um framtíðina. Amma ég veit að þú ert núna á góðum stað en við eigum öll eftir að sakna þín. Megi guð styrkja og blessa fjölskylduna á þessum erfiða tima. Guðrún Reynisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.