Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 44

Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 44
^4 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ALDARMINNING JÓNÁ. » GISS URARSON + Jón Ástvaldur Gissurarson fæddist í Drangs- hlíð undir A-Eyja- fjöllum í Rangár- vallasýslu hinn 13. febrúar 1906. Hann lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 31. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 9. sept- ember. „Upphaf viskunnar er: afla þér visku ... haf hana í hávegum, þá mun hún hefja þig.“ (Orðskviðirnir 4:7.8.) Við systkinin vorum svo lánsöm að eiga náinn frænda og vin, er ótrauður miðlaði okkur þessari visku. Jón frændi var okkur fróðleiksbrunnur, sem við gátum alltaf gengið að. Hann var okkur óþreytandi hvatning til að láta miklu skipta umhverfi og þjóðmál og ganga veg menntunar. Hann kenndi að allt væri hægt að yfirstíga ef viska og dómgreind væru í íyrirrúmi. Sveitapilt úr stórum systkinahópi fýsti í fróðleik og hann aflaði sér menntunar bæði hér heima og erlendis á sviði kennslumála. Jón gerðist kennari og fljótlega varð hann forsvarsmaður ýmissa skóla, síðast skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hvarvetna ávann + Kveðjuathöfn um ástkæra móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU B. ÞÓRARINSDÓTTUR, er lést á Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 8. september, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði fimmtudaginn 23. september kl. 13.30. Jarðsett verður frá Patreksfjarðarkirkju laugar- daginn 25. september. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Sólvang njóta þess. Þuríður G. Ingimundardóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Hallfríður Ingimundardóttir, Björg R. Ingimundardóttir, Þóra Sigurgeirsdóttir og fjöiskyldur. + Hjartans þakkir til allra þeirra, nær og fjær, sem með vinsemd og virðingu hafa heiðrað minningu JÓNS ÁRNA GUÐMUNDSSONAR vélfræðings. Áki, Fjóla Lind, Alexander Þór, Charlotte Emilie, Anna Andrésdóttir, Þorbergur Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Magnús Guðmundsson og aðrir ástvinir. + Innilega þökkum við öllum þeim sem auð- sýndu okkur samúð, vinarhug og styrk við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR HELGU HELGADÓTTUR frá Núpum, Fljótshverfi, til heimilis í Bogahlíð 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Droplaugar- staða, sem annaðist hana af mikilli nærgætni og hlýju. Einnig þökkum við starfsfólki heimilishjálparinnar í Reykjavík svo og starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Eirar fyrir frábæra ummönnun á umliðnum árum. Guðmundur Hákon Vigfússon, Hörður Birgir Vigfússon, Þórhildur Vigfúsdóttir, Kristján Björnsson, Agnes Helga Vigfúsdóttir, Baldur Jón Vigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför STEFÁNS ÞORMÓÐSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Kristbjörg M. Jónsdóttir. hann sér traust og virðingu bæði kennara og nemenda. Jón eignaðist yndislega fjölskyldu þar sem voru eiginkonan Anna Þórðardóttir og börnin Steingrímur, Olafía og Hall- dóra. Heimilið var ávallt að Sjafnar- götu 9 og var til þess tekið hversu mikil reisn og myndarbragur þar var á hlutum. Þau hjónin voru sam- hent mjög og margir nutu vinsemd- ar þeirra en þar á meðal vorum við systkinin. Jón var fastur fyrir án þess þó nokkurn tíma að beita hörku og drambi. Hæverska hans var ein- stök, öllu náði hann fram með lagni án átaka. I kringum hann ríkti stóísk ró, sem snerti fólk við heim- sóknir á heimilið að Sjafnargötu 9. Við fundum alltaf til djúprar virð- ingar fyrir honum frænda okkar, er ávallt tók á móti okkur með hlýju, leiddi til stofu og sýndi einlægan áhuga. Jón stundaði mikið ritstörf og er t.d. bók hans „Satt best að segja“ stórskemmtileg aflestrar en einnig skrifaði hann oft í dagblöð og tímarit um margs konar málefni líð- andi stundar. Jóni var ljúft að aðstoða og hvetja ungan frænda og síðan veitti hann frænku sinni erlendis hvatningu og stuðning. Bréf hans til frænku á Ital- íu voru gædd bæði fróðleik og þeirri kímni, sem kærkomin var og hreysti hug. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið fýlgd hans úr hlaði og nú er við göngum eigin leiðir mun leiðarijós hans lýsa okkur þær brautir, sem hann hefur bæði beint og óbeint teldð þátt í að marka. Margt fleira mætti segja um Jón A. Gissurarson er lést 31. ágúst sl. en þetta er aðeins örstutt kveðja frá frænda og frænku úr fjar- lægð, er kimna vel að meta hans góða hug og umhyggju. Ollum hans ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa og styrkja. „Eg vísa þér veg spekinnar, leiði þig á braut ráðvendninnar. Gangir þú þær skal leið þín ekki verða þröng og hlaupir þú skalt þú ekki hrasa.“ (Orðskviðirnir 4:11.12.) Takk, elsku frændi. Halla Margrét og Jón Arnar. JÓN VIGFÚS- SON + Jón Vigfússon fæddist í Vestmannaeyjum 22. júlí 1907. Hann lést á dvalarheimili aldraðra í Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum 9. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 18. september. Kveðja frá vinum Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnura það yrði margt ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafhvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Öllum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi og blessi minningu þína, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður og Björgvin. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. ÞÓRUNN JÓHANNESDÓTTIR + Þórunn var fædd 22. september árið 1899 að Lambhaga i Mosfellssveit. For- eldrar hennar voru Jóhannes Þorláksson, f. 1. nóv. 1861 í Varmadal í Kjós, og Ragnhildur Steinunn Þórðardóttir, f. 15. maí 1866 að Skiphyl í Hraunhreppi á Mýr- um. Ung að árum fluttist hún búferlum vestur í Staðarsveit ásamt foreldrum sín- um og einni systur, Guðrúnu, f. 5. mars 1888. Þriðja systirin, Lára, fæddist síðan í Ytri- Tungu í Stað- arsveit 18. sept. 1904 og þar ólust þær systur upp. Arið 1918 giftist hún Bjarna Jó- hanni Bogasyni frá Neðri-Hól. Hann var fæddur 10. júlí árið 1881 í Syðri-Tungu í Staðarsveit. Þau hjón bjuggu í sambýli við móður Bjarna og seinni mann hennar, Jónfríði og Kjartan, fyrstu bú- skaparárin og allt fram yfír 1930. Síðan bjuggu þau með drengjun- um sínum meðan Bjama naut við en hann lést úr lungnabólgu árið 1937 frá konu og þrem ungum drengjum. Þeim hjónum varð fjög- urra barna auðið. Þau eru: Bogi Jóhann, f. 2. júlí 1919, Sveinbjöm, f. 22. des. 1923, Guðrún, f. 10. maí 1927, d. 31. maí 1927, og Páll Steinar, f. 10. júní 1932. Eftir að Bjarni lést bjó Þómnn áfram með sonum sínum í Neðri-Hól. Arið 1947 flutti hún síðan á Akranes. Þar kynntist hún seinni manni sín- um, Jóni Bjarnasyni í Garðbæ, en þau hófu búskap árið 1948 í Garð- bæ og þar átti Þórunn heimili þar til eftir að Jón lést árið 1978. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1979 og bjó hér í skjóli sona sinna með- an henni entist aldur en hún and- aðist á Landspítalanum í Reykja- vík 9. apríl 1986. Það má segja að lífið hafi boðið henni sitt af hverju, hún giftist ung að þeirra tíma venju og þá hófst búskaparbaslið. Það hefur ekki verið neinn leikur að halda heimili með 5 manns við þær aðstæður sem sambýlið á kostarýrri jörð bauð upp á. Það hefur oft verið erfitt að stunda heyskap á engjum og mótekju langt frá bæ og flytja allt heim á hestum og stundum jafnvel á bakinu. En á þessum tíma voru engin auðævi í garði kot- bóndans, það voru aðeins jarðeig- endurnir sem áttu stórjarðirnar sem efnuðust, hinir urðu að vinna hörðum höndum til að hafa í sig og á. Arið 1936 brann íbúðarhúsið í Neðri-Hól og allt þeirra innbú og yngsti sonurinn bjargaðist fyrir kraftaverk. Og skömmu eftir að búið var að byggja upp aftur féll húsbóndinn frá fyrir aldur fram, aðeins 53 ára. En með dugnaði og nægjusemi bjargaðist þetta nú samt. Lífið hélt áfram og hún þraukaði í tíu ár í viðbót í sveit- inni. Á Akranesi hófst svo seinni kafli lífs hennar. Fyrstu árin á Akranesi ráku þau hjón búskap með hesta, kýr og kindur, eins og þá var ekki óalgengt og hún seldi um tíma mjólk í næstu hús. Þá þurfti auð- vitað að heyja handa gripunum og var það gert á túnum sem voru fyrir innan bæ. Þá var nú ekki alltaf bíll við höndina og vafalaust hafa þau átt mörg sporin kringum heyskapinn. Stóran kartöflugarð höfðu þau líka heima við hús og trúi ég að mörg barnabörnin eigi skemmtilegar minningar úr hon- um. Þegar þessum búskap lauk tók Jón að sér Morgunblaðið og hún studdi hann af alúð í því starfi og þar voru oft mörg handtökin unnin. En þar fyrir utan var svo gestkvæmt hjá þeim hjónum að því var líkast að þau rækju greiðasölu en reyndar voru engin laun tekin fyrir heldur gestirnir bornir á höndum sér, eins gest- risin og þau hjón voru. Árin liðu og þar kom að Jón missti heilsuna. Þá brást Þórunn ekki frekar en fyrri daginn heldur hafði hún hann heima í mörg ár og sinnti honum af alúð meðan mögulegt var að hann gæti verið heima veikindanna vegna. Hann andaðist á Akra- nesspítala árið 1978. Eftir að Jón lést flutti hún suður til Reykjavíkur og keypti sér hér íbúð og þjó í skjóli sona sinna með- an mögulegt var að vera heima. Tók þá tengdadóttir hennar, Ás- laug, að sér að sinna hússtörfum fyrir hana og sinnti þeim af mikilli alúð. Að lokum var svo af gömlu konunni dregið í janúar 1986 að hún gat ekki verið lengur heima og fór hún þá á Landspítalann þar sem hún lést um vorið. Eg kynnt; ist Þórunni fyrst sumarið 1953. I 33 ár áttum við samleið og bar aldrei nokkurn skugga á okkar samskipti og okkur varð ekki í eitt skipti sundurorða þó við hefðum mikil samskipti. Þórunn var ákaf- lega frændrækin og vildi hafa mik- il samskipti við barnabörnin sín og fá að njóta þeirra. Við hjónin gerð- um held ég allt sem við gátum til að svo mætti verða, fórum til dæmis öll þessi ár á hverju vori og hausti til að aðstoða við að setja niður í garðinn og taka upp úr hon- um og oft þess á milli. Leyfi ég mér að halda því fram að þörnin hafi eignast ómetanlegar minn- ingaperlur þessi ár sem endast munu þeim og þeirra afkomendum vel og lengi. Þau hjón voru líka mjög dugleg að búa til tækifæri til að hitta hópinn sinn. Má til dæmis nefna hverja veiðiferðina af annarri vestur í Dali sem Jón stóð fyrir þar sem dvalist var að mig minnir þrjá daga í einu og veittu þau hjón þá af miklum glæsibrag svo enginn var svangur eða þyrst- ur þá daga. Á meðan mögulegt var héldu þau jólaboð fyrir hópinn sem kom þá að sunnan að morgni og hélt saddur og sæll heim að kvöldi. Þórunn var allt sitt líf hrókur alls fagnaðar og manna fjörugust og kátust. Þegar hún var ung spil- aði hún á harmóniku á böllum í sveitinni og heyrt hef ég að hún hafi alltaf stutt ungmennafélagið í Staðarsveit með ráðum og dáð og ekki talið eftir sér að vinna á skemmtunum þess þó hún væri með lítinn dreng með sér stund- um. Ég gæti skrifað endalaust ef ég ætlaði að segja frá öllum okkar góðu stundum með Þórunni en einhvern veginn er það svo að ég man ekki eftir öðrum stundum en góðum, en allt verður að hafa sín takmörk og því nem ég hér stað- ar. Ég vil geyma minningu Þórunn- ar Jóhannesdóttur í huga mér í þökk fyrir að fá að eiga hana að fyrir tengdamóður og ömmu og langömmu barnanna minna og barnabarna. Guð varðveiti minn- ingu hennar. Gróa Ormsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS- textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg til- mæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.