Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 25

Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 25 ERLENT Meira en 60 manns týndu lífí af völdum fellibylsins Floyds Neyðarástand ríkir enn í Norður-Karólínu Miami, Tarboro. AP. HITABELTISSTORMURINN Harvey fór inn yfir Suður-Florida í gær með miklu veðri og úrhellis- rigningu og á sama tíma var felli- bylurinn Gert farinn að valda skaða á Bermúdaeyjum. Enn rignir í Norður-Karólínu þar sem flóðin hafa skemmt a.m.k. 30.000 íbúðarhús og eru mörg talin ónýt. Hefur landbúnaðurinn í ríkinu orðið fyrir miklum hnekki. Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórida, lýsti yfír neyðarástandi í gær í 56 af 67 sýslum í ríkinu en þótt Har- vey sé aðeins hitabeltisstormur þá fylgir honum mikið hvassviðri og úrkoma. Þá getur hann valdið al- varlegum sjávarflóðum, hækkað sjávarborðið um allt að tvo metra. Nokkuð dró að vísu úr vind- styrknum í gær en búist var við, að Harvey færi yfir suðurhluta Flóridaskagans og síðan norður með austurströndinni. Láglendar eyjar í hættu Stjórnvöld á Bermúdaeyjum gáfu í fyrradag út viðvörun vegna fellibylsins Gerts og reyndu eyja- skeggjar að búa sig undir komu hans með að sanka að sér matvæl- um og búa húsin undir væntanleg átök. I gær var veðrið farið að valda skemmdum á húsum í Ha- milton, höfuðstað eyjanna, og sjór farinn að ganga næstum yfir sum- ar lágar eyjar. Snemma í gær var lægðarmiðjan 215 km austsuð- AP Himinninn yfír N-Karólínu er enn þrútinn af regnskýjum og stór svæði í ríkinu eru umflotin vatni. Er eignatjónið gífurlegt og mikil hætta stafar af rotn- andi búfénaði og skolpi, sem hefur dreifst um allt. austur af Bermúda en búist var við, að versta veðrið yrði síðar um daginn þegar lægðarmiðjan kæm- ist næst eyjunum eða í 184 km fjarlægð. Dauðsföll af völdum fellibylsins Floyds, sem fór yfír Bahamaeyjar og austurströnd Bandaríkjanna í síðustu viku, voru í gær komin yf- ir 60, þar af 41 í Bandaríkjunum. Urðu mestu hamfarirnar í Norð- ur-Karólínu, aðallega vegna gífur- legra flóða, og þar létust flestir eða 35. Enn eru mikil flóð í ríkinu og úrkoman heldur áfram. Áætlað er, að um 1.600 hús séu alveg ónýt, um 1.500 manns hafast enn við í umflotnum húsum og um 10.000 manns eru í neyðarskýlum. Hræin brennd Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, fór um hamfarasvæðin í N- Karólínu í gær og hét fólki stuðn- ingi alríkisins við að byggja upp á ný. Jim Hunt ríkisstjóri skoraði einnig á landa sína um öll Banda- ríkin að leggja sitt af mörkum til hjálpar en mestu áhyggjurnar í svipinn eru af þeirri hættu, sem stafar af rotnandi búfénaði og skolpinu, sem flóðin hafa dreift um allt. Hefur ríkið verið að viða að sér ofnum til að brenna hræin af 100.000 svínum, 2,4 milljónum kjúklinga og 500.000 kalkúna, sem safnað hefur verið saman. Þá er búist við mestu flóðum í 70 ár í Conway í norðausturhluta Suður- Karólínu en þar hefur vatnsborð Waccamaw-árinnar verið að hækka og talið, að það nái há- marki í næstu viku. Nýiar haust- vorur Engjatcigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-15. Veður og færð á Netinu ^mb l.i is ALL7~Af= GiTTHVZ*Ð /VP7t| Reuters Gorbatsjov bugaður af harmi MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrr- verandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagðist í gær vera bugaður af harmi vegna fráfalls eiginkonu sinnar, Raísu Gorbatsjovu, eftir langa og stranga baráttu henn- ar við hvítblæði. „Fyrstu tilfinn- ingarnar eru sorg. Mikil og óbætanleg," sagði Gorbatsjov þar sem hann var ásamt, fjöl- skyldu sinni í þýsku borginni Miinster í gær. „En ég mun verða að öðlast mátt á ný. Ég bý enn yfir styrk. Ég á dóttur og barnabörn og við munum lifa þetta af.“ Lík Raísu Gorbat- sjovu var í gær flutt frá Þýska- landi til Moskvu þar sem ætt- ingjar og vinir Gorbatsjov-hjón- anna tóku á móti Míkhaíl. Verð- ur Raisa jarðsett í Novodevichy-grafreitnum í miðborg Moskvu á morgun. ^ísland-ítaliah 3X2 SHCURITAS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.