Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 6

Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Nemendur Menntaskólans við Sund fluttu tónlist á 30 ára afmælishátíð skólans. Menntaskólinn við Sund 30 ára MENNTASKÓLINN við Sund á 30 ára afmæli nú í haust. Af því tilefni var haldin afmælishátíð í skól- anum um helgina og söfnuðust þar saman bæði nú- verandi og fyrrverandi nemendur og kennarar. Haldnar voru sýningar á myndum og munum frá fyrri árum skólans og við opnun hátíðarinnar fluttu Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Kristinn Már Ársælsson, ármaður skólafélagsins, og Halla Kjartansdóttir kennari ávörp. Dagskrá stóð yfir allan daginn og fluttu nemend- ur leikþætti og tónlist. Leiklistarfélagið Thalía flutti einþáttunginn Kirsubeijasystur eftir Tsjekov og skólakórinn söng undir stjórn Áslaugar Berg- steinsdóttur. Evrópsk átaksvika gegn tóbaki Lögleg en banvæn neysluvara Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur spáð því að af þeim sem búa nú í Evrópu muni að minnsta kosti 100 milljónir deyja af völdum tóbaks ef ekki dregur úr neyslu þess. Þá er sýnt að u.þ.b. þrjár milljónir manna deyi árlega í heiminum vegna afleiðinga af notkun tóbaks, að tóbak valdi 20% allra dauðs- falla í Evrópu, 40% allra ótíma- bærra dauðsfalla á Vesturlöndum og að 350-400 Islendingar deyja árlega af völdum beinna og óbeinna reykinga. Ofangi-eindar upplýsingar koma fram í bæklingnum Tóbak: Heimildasafn um tóbak sem er notaður meðal annars til að upp- lýsa um skaðsemi tóbaks í yfir- standandi átaksviku gegn tóbaki. Átján lönd innan Evrópusam- bandsins og á evrópska efnahags- svæðinu standa fyrir herferðinni sem ber heitið „Evrópa gegn reykingum“. Meginmarkmið átaksins, er að hvetja ungt fólk til að hætta að reykja og koma á framfæri upplýsingum um hvert fólk, sem ákveðið hefur að hætta, getur leitað eftir ráðleggingum og stuðningi. Hérlendis standa sameiginlega að verkefninu heilbrigðisráðu- neytið, Krabbameinsfélagið og Tóbaksvarnarnefnd en Samfés (Samtök félagsmiðstöðva) hafa aðstoðað við dreifingu gagna til félagsmiðstöðva landsins. Átakið felst einkum í dreifingu upplýsinga eftir ýmsum leiðum. Þar á meðal er hægt að nálgast upplýsingar og margs konar fróð- leik á Netinu, m.a. á heimasíðu Tóbaksvarnarnefndar (www.reyk- laus.is) og Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Samfylk- ingin verð- ur í Þórs- hamri RANNVEIG Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Samfylk- ingarinnar, kveðst í samtali við Morgunblaðið hafa orðið íyrii- vonbrigðum með þá ákvörðun forseta Alþingis, Halldórs Blöndals, að verða ekki við þeirri ósk þingflokks Samfylk- ingaiinnar um að fá starfsað- stöðu í Alþingishúsinu. Þess í stað er útlit fyrir að Samfylk- ingin verði með aðstöðu í Þórs- hamarshúsi við Templarasund vegna þess að þingflokksher- bergi það sem Álþýðuflokkur- inn hafði áður til umráða er ekki nægjanlega stórt fyrir Samfylkinguna. „Ég verð að viðurkenna að ég átti svo sem ekki von á neinu en samt finn ég til von- brigða því það hefði verið svo glæsilegt hjá nýjum forseta Alþingis að taka á þessum mál- um af reisn. Það var ekki gert.“ Rannveig segir að í ná- grannalöndunum sé sá háttur hafður á að stjórn þingsins vísi þingflokkum til vinnuaðstöðu miðað við stærð þeirra. Þingflokkar flytja sig um set „Ef breytingar verða á stærð þingflokka verða þeir að flytja sig um set yfír í önnur húsa- kynni sem betur falla að stærð þeirra," segir hún og bendir á að í Alþingishúsinu séu tvö stór og um það bil jafnstór vinnu- herbergi sem ætluð séu þing- flokkum. í öðru þeirra sé tutt- ugu og sex manna þingflokkur sjálfstæðismanna en í hinu tólf manna þingflokkur framsókn- armanna. „Síðan eru önnur minni en jafnstór herbergi og í þeim hafa nú aðsetur sautján manna þingflokkur Samfylk- ingarinnar og sex manna þing- flokkur vinstri grænna. Það sjá það allir að þetta er ekki mjög góð skipting." Samningur um fjárveitingar til kennslu í Háskóla Islands Framlög’ til kennslu auk- in um nær 250 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir Haarde (jármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason, rekt- or Háskóla íslands, undirrituðu í gær samning milli menntamálaráðuneytisins og Háskóla Is- lands um fjárveitingar til kennslu. ÁRLEG fjárframlög ríkisins til kennslu í Há- skóla Islands verða aukin um 246 milljónir og verða samskipti ríkisstjórnarinnar og Háskól- ans nú í fastari skorðum. Þetta tryggir samn- ingur milli menntamálaráðuneytisins og Há- skóla Islands um kennslu og fjárhagsleg sam- skipti sem Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, og Geir Haarde fjármálaráðherra undirrituðu í gær. Unnið hefur verið að samningi þessum í rúm fjögur ár og tekur hann til fjárveitinga til reksturs Háskóla Islands vegna kennslu. Er tilgangur hans að tryggja rekstrargrundvöll Háskólans þannig að hann sé svipaður og hjá sænskum og dönskum háskólum með sam- bærileg hlutverk, enda eigi skólinn að full- nægja sömu kröfum og þeir viðmiðunarskólar. Aukin framlög til kennslu í Háskóla Islands Með samningnum gefur menntamálaráð- herra út reglur um fjárveitingar til háskóla sem byggjast á því að ríkissjóður greiðir há- skólanum ákveðna upphæð, svokallað nem- endaframlag, með hverjum nemanda sem stundar nám til viðurkenndra námsloka. Nem- endaframlögum er skipt í sjö flokka eftir námsgreinum með tilliti til kostnaðar við kennslu hverrar greinar og eru þau á bilinu 267.000 til 1.477.000 krónur á ári fyrir hvern nemanda. Menntamálaráðuneytið gengur á næstu vikum til samninga við aðra skóla á há- skólastigi um fjárveitingar á grundvelli þess- ara reglna. Áætlað er að framlög vegna kennslu í Há- skóla íslands hækki um 246 milljónir á verð- lagi fjárlaga 1999. Skólinn mun annast kennslu að hámarki 4.300 nemendaígilda, en eitt nem- endaígildi samanber einn nemanda í fullu námi, sem eru 30 einingar á ári. Til saman- burðar voru 3.880 nemendaígildi við nám í Há- skólanum skólaárið 1997 til 1998. Mikilvægt að fjárhagsleg samskipti séu samningsbundin Páll Skúlason sagði við undirritun samn- ingsins að með honum væri kominn nýr grunn- ur að fjárveitingum til Háskóla íslands. Nú væru þær innan ákveðins ramma sem væri mikilvægt því þá væri hægt að tryggja og skipuleggja starf skólans til nokkurra ára í senn. Geir Haarde sagði að aukin framlög til kennslu í háskólanum væru í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að leggja áherslu á skóla og menntamál. Einnig væri samning- urinn í samræmi við stefnu hennar um að koma fjárveitingum af þessu tagi í fastar skorður með því að samningsbinda þær, svo hægt væri að skipuleggja starf fram í tímann. Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók einnig fram að mikilvægt væri að búið væri að samningsbinda fjárveitingar til háskólans. Hann nefndi líka að þetta væri ekki samningur um einhliða viðbótarútgjöld ríkisins, því há- skólinn kæmi til móts við aukna fjárveitingu með ýmsum leiðum til að bæta skólastarfið. Viðræður um samning vegna fjárveitinga til rannsókna Samhliða undirritun þessa samnings um fjárveitingar til kennslu, undirrituðu mennta- málaráðherra og háskólarektor yfirlýsingu þess efnis að viðræður væru hafnar um fjár- veitingu til rannsóknarþáttarins í starfi há- skólans. í yfirlýsingunni kemur fram að aðilar hennar séu sammála um að í faglegu starfi há- skólans séu rannsóknir ekki síður mikilvægur þáttur en kennsla. Á þeirri forsendu muni þeir beita sér fyrir gerð sérstaks samnings um rannsóknir við háskólann, í tengslum við und- irbúning fjárlaga fyrir árið 2001.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.