Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 11

Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 11 FRÉTTIR Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kynna þingmál sín Leggja fram frumvarp um dreifða eignaraðild að bönkum Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Frá blaðamannafundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Alþingi í gær. UMHVERFISMÁL, byggðamál og opinber þjónusta og einkarekstur eru meðal þeirra mála sem þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur mikilvægt að komi sem fyrst til umræðu á yfirstandandi löggjafarþingi. Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi þingflokksins sem haldinn var í gær en þá voru kynnt þau þing- mál sem þingmenn flokksins hafa lagt fram á Al- þingi í þessari viku. „Við lítum á byggðavandann og byggðaröskun- ina [...] eitt alvarlegasta vandamál sem steðjar að íslensku samfélagi um þessar mundir,“ sagði Ög- mundur Jónasson, formaður þingflokksins, á fundinum í gær og kynnti um leið þingsályktun- artillögu þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um sérstakar aðgerðir í byggða- málum. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjóminni að verja um fjórum til fimm milljörðum króna til sérstakra aðgerða í byggðamálum á næstu fjórum árum. Er í tillög- unni m.a. gert ráð fyrir því að ríkisstjórnin verji árlega, á næstu fjórum árum, þúsund milljónum króna til jarðgangagerðar, fyrst á Austurlandi og síðan á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þingmenn flokksins skýrðu auk þess frá því að þeir hefðu lagt fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Er það í fjórða sinn sem til- lagan er lögð fram á Alþingi, en hún var fyrst flutt þar vorið 1998. Þá kynnti Þuríður Backman, varaformaður þingflokksins, tillögu til þingsá- lyktunar um stofnun Snæfellsþjóðgarðs, en með henni er lagt til að Alþingi álykti að fela um- hverfisráðherra að beita sér fyrir stofnun Snæ- fellsþjóðgarðs, sem taki til Snæfells og öræfanna umhverfis að meðtöldum Eyjabökkum og Jök- ulsá í Fljótsdal að mörkum heimalanda jarða í Norðurdal. „Það sem brennur mest á okkur nú þessa dagana og vikurnai- eru umhverfis- og virkjanamálin og við teljum brýnt að fá þá um- ræðu inn á þingið á næstu dögum,“ sagði Ög- mundur m.a. við þetta tækifæri. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, kynnti frumvarp sitt og Ögmundar Jónas- sonar um dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum og lánastofnunum en í því er m.a. lögð til sú breyting á lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði að einstökum aðOum, öðrum en ríkissjóði, og skyldum og/eða fjárhagslega tengdum aðUum verði óheimUt að eiga meira en 8% hlutafjár í við- skiptabanka. „Við teljum að með því að setja inn slíkt hámark megi tryggja það að eignaraðUdin verði sæmUega dreifð. Ög við viljum að sjálf- sögðu að þetta mál verði tekið tU umfjöUunar á Alþingi með hraði. Tæpast standast rök tU ann- ars vegna þess að þessi mál eru á fullri ferð af hálfu ríkisstjórnarinnar," sagði Steingrímur. Getíð verði um vísindasiðanefnd í lögum Fleiri þingmál Vinstrihreyfingarinnar voru kynnt á blaðamannafundinum í gær, svo sem frumvarp tU laga um breytingu á lögum um rétt- indi sjúklinga. Er með frumvarpinu lagt til að sett verði í lög um réttindi sjúklinga að vísinda- siðanefnd skuli skipuð samkvæmt tUnefningu læknadeUdar, lagadeUdar, líffræðistofnunar og siðfræðistofnunar Háskóla íslands, Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðmga og Læknafélags ís- lands. Ennfremur að heUbrigðisráðherra skipi formann án tilnefningar. I þessu sambandi sagði Þuríður að þingflokkurinn liti svo á að sú vísinda- siðanefnd sem nú væri starfandi, samkvæmt reglugerð, og skipuð væri af mismunandi ráð- herrum gæti aldrei verið hlutlaus vísindasiða- nefnd. Þá má geta þess að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur lagt fram tillögu tU þingsá- lyktunar um aðgerðir vegna stríðsátakanna í Kosovo og tiUögu tU þingsályktunar um sjálf- bæra orkustefnu auk fjölda fyrirspuma tU ráð- herra. Fagna landafund- inum LÚTERSKUR söfnuður í Nor- egi hefur ákveðið að hefja á laugardaginn hátíðarhöld vegna Vínlandsferðar Leifs Ei- ríkssonar. A laugardag og næstu níu daga mun söfnuðurinn fagna því með söng, messuhaldi og fyrirlestrum að eitt þúsund ár eru liðin frá því að Leifur Ei- ríksson kom til N-Ameríku. í frétt AP-fréttastofunnar segir að samkvæmt Islendinga- sögunum hafi Leifur komið til Norður-AmerUcu fyrir eitt þús- und árum. Þá hafi fornleifa- fundur í Nýfundnalandi í Kanada árið 1968 leitt í ljós að víkingar hafi sest þar að í kringum árið 1000 en það er um fimm öldum áður en Kristófer Kólumbus kom þangað árið 1492. Bannað að reykja í Al- þingishúsinu HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, hefur falið skrifstofu Al- þingis að senda tölvupóst til allra alþingismanna og starfs- manna Alþingis þess efnis að frá og með fimmtudagsmorgni verði hvorki heimilt að reykja í Alþingishúsinu né í öðrum húsakynnum Alþingis sem opin séu almenningi. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði kynnt forsætisnefnd og þing- flokksformönnum þessa ákvörðun og óskað eftir því að hún yrði kynnt starfsmönnum og að einu viðbrögðin hingað til hefðu verið jákvæð og góð. Amerísku undrakremin frá Institute • For • Skin • Therapy ÞAU VIRKA HVAB SEGJA ÞÆR SEM REYNT HAFA? ANNA KARLSDÓTTIR 49 ára. Amerisku undrakremin virka svo sannarlega og eru satt að segja miklu betri en ég þorði að vona eftir að hafa prófað hinar og þessartegundir í gegnum árin og ekki þæródýrustu, án sýnilegs árangurs. Kremin eru létt, smjúga inn f húðina.gefa einhvernveginn hreina tilfinningu og eru ótrúlega drjúg. Maður verður virkilega sléttur og fínn f framan af þessum snyrtivörum. GUÐRÚN ANTONSDÓTTIR 24 ára. Ég var satt aðsegja ansi illa haldin af þólóttri húðum tíma, Vandamálið var það mikiðað ég þurfti aðlelta læknis og fara sérstaka meðferð En eftir meðferðina hef ég getac haldið bólunum algjörlega niðr með því aðnota bólumeðferðint sem Amerisku undrakremir bjóða upp á Ég er rosalega ánægð með þessarsnyrtivörur. Var meðansi slæma þurrkbletti í andlitinu, þeir eru nú alveg horfnir. Þetta eru einu snyrtivörurnar sem hafa lag- að þá og hef ég þó reynt ýmislegt í þessum málum um dagana. Nú líður mér vel í húðinni.get notað andlitsmálningu án þess að hún hlaupi ( kekki og sjálfsálitið hefur aukist til munal ÞURlÐUR HALLGRfMSDÓTTIR 44 ára. Áður fyrr átti ég við þó nokkur húðvandamál að stríða og prófaði ótal snyrtivörutegundir til að reyna að ráða bót á afar óþægilegum húðþurrki í andliti. Eftir að óg fór að nota Amerísku undrakremin, heyra þessi vandamál sögunni tll. Húðin hefur gjörbreyst, húðþurrkurer horfinn, andlitið hefur sléttst. Árangur er tvímælalaus, get ekki annað sagt. SIGURLAUG LÁRUSDÓTTIR 70 ára. KYN NIN G AR AFS LÁTTU R af CLEAR-UP STARTER KIT - Sér meðferð fyrir bóluhúð. Fimm tegundir snyrtivara vinna saman og ná hámarksárangri í baráttunni við bólurnar! Nákvæmar leiðbeiningar á íslensku. Aðstæður hjá mér eru þannig að ég get ekki eytt miklum tlma í andlitssnyrtingu, verð að vera snöggaðhlutunum, 4 lítil börn og nokkrir hundar sjá til þess. Amer- Isku undrakremin hafa marga kosti fyrir mig og mína viðkvæmu húð.Maðurerfljótur aðskella þeimá sig, þau liggjaekki utan á, fara beint inn I húðina, þaðfinnst greinilega og sést að þau gera húðinni gott, þurrkblettir hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, 31 árs. % KYN NIN GARAFS LÁTTU R af hinum einstöku VITAMINIC COMPLEX vítamíndropum sem innihalda m.a. A-B- C-D-E vítamín auk collagens sem eykur teygjanleika húðarinnar Imynda má sér hina áhrifamiklu VITAMINIC COMPLEX vítamíndropa sem risaskammt af víta- mínum og næringarefnum, sem smjúga djúpt inn í húðina og hreinlega baða frumurnar næringu. Vítamíndroparnir eru frábærir fyrir þurra og við- kvæma húð. Má nota kvölds og morgna. Snyrtivörur fyrir allar húðgerðir, ilmefnalausar, nátt- úrulegar, ofnæmisprófaðar, meðog án ávaxtasýru. Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu. Sölustaðir hér á landi eru: Snyrtistofan MAJA, Bankastræti 14, Reykjavík, S. 551-7762 Snyrtistofan EVA, Ráðhústorgil, Akureyri, s. 462 5544 Snyrtistofan DANA, Hafnargötu 41, Keflavík, s. 421 -3617 BETRI LÍNUR, Bröttugötu 21, Vestmannaeyjum, s. 481 -2387 Heilsustúdíó VÖXTUR, Túnbrekku 2, Ólafsvík, s. 436-1335 og KOSMETA ehf Síðumúla17, Reykjavík, s. 588-3630 Sendum vandaðan upplýsinga bækling ásamt verðlista ef óskaðer! ehf Síðumúla 17 • 108 R • Simi: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið frá kl. 14:00-18:00 Netfang: kosmeta@islandia.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.