Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TÍU íbúðir í Súðavík voru leigðar út
gestum og gangandi í sumar en í
fyrra var stofnað fyrirtækið Sumar-
byggð hf. um rekstur íbúðanna.
Súðavíkurhreppur lagði fram
nokkrar íbúðir sem hlutafé og 28
einstaklingar lögðu fram hlutafé á
móti. Dagbjört Hjaltadóttir annast
rekstur félagsins og segir hún nýt-
ingu hafa verið góða í sumar og
ljóst að starfseminni verði haldið
áfram á sömu braut.
„Hreppurinn lét í fyrra kanna
arðsemi rekstrar sem þessa og eftir
þá könnun höfðu menn trú á því að
nýta mætti íbúðir á snjóflóðahættu-
svæðinu þann tíma sem heimilt er,“
segir Dagbjört í samtali við Morg-
unblaðið. Þessi tími er frá 1. maí og
til októberloka eða hálft árið. íbúð-
imar á hættusvæðinu, nokkrar í
fjölbýlishúsi, parhús og einbýlishús,
hafa nú allar verið seldar nema ein
og segir Dagbjört kaupendur brott-
flutta Súðvíkinga, aðra einstaklinga
og eitt stéttarfélag, Félag íslenskra
hljómlistarmanna. Sumarbyggð
hefur yfir að ráða 10 íbúðum, fjór-
um í fjölbýlishúsinu, fjómm í tveim-
ur parhúsum og síðan tveimur ein-
býlishúsum.
„Við höfum allan búnað í íbúðun-
um, svo sem sængur og kodda,
borðbúnað og eldhúsáhöld, grill, út-
varp og sjónvarp. Ibúðimar em
misstórar og geta gist í þeim fjórir
til 12. Verðið fer eftir stærð íbúð-
anna en ég hef miðað við að það sé
kringum 800 til 1.000 krónur fyrir
nóttina á mann og er þá miðað við
uppbúið rúm ásamt allri þeirri að-
stöðu sem húsunum fylgir. Verðið
er þó heldur lægra bæði fyrst á vor-
in og í september og október.“
Hvernig hefur nýting verið?
„Hún hefur verið sæmileg og það
er ætlunin að halda áfram. Við ger-
um okkur grein fyrir því að það tek-
ur kannski tvö til þrjú ár að kynna
þennan möguleika en þetta virðist
hafa fallið í góðan jarðveg," segir
Dagbjört. „Mikið er um að einstak-
lingar hafi samband og taki hús á
leigu í einn eða tvo daga eða lengur
en síðan leigðu nokkur stéttarfélög
af okkur hús í nokkrar vikur sam-
fellt í sumar og endurleigðu félags-
mönnum sínum. Við megum ekki
nýta húsin frá 1. nóvember og út
apríl og ég sé íyrir mér að næsta
vor, þegar páskamir eru mjög seint
í apríl, er hálf grátlegt að geta ekki
leigt íbúðimar út þá - ef veðurfar er
þannig að snjóflóðahætta sé ekki
fyrir hendi. Það þyrfti að vera ein-
hver sveigjanleiki eftir aðstæðum
og árferði hvað þetta varðar bæði
vor og haust.“
Mikil veðursæld
Dagbjört segir það þó ekki stór-
mál, vitanlega verði að hlíta reglun-
um, en brýnt sé að auka nýtinguna
fram á haustið. „Hún dettur niður í
lok ágúst en hér er oft mikil veður-
sæld á haustin eins og verið hefur
núna í september og margir hafa
furðað sig á logni og kyrrviðrinu
sem hér er iðulega því hér er nefni-
lega mikil veðursæld. Hér er upp-
lagt að fara til berja og síðan geta
rjúpnaskyttur fengið hér inni þegar
veiðitíminn byrjar og þannig má
ímynda sér ýmsa notkun fram eftir
haustinu. Ég hef orðið vör við að
Vestfirðir koma mönnum á óvart og
þannig nefndu ein hjón sem hér
vora í sumar að þau hefðu farið
hringveginn tíu sinnum en alltaf
skilið Vestfirðina eftir. Þau sögðust
ekki vita að það væri svona grænt á
Vestfjörðum, að það væri víða svo
mikið undirlendi og þau rómuðu
einnig veðursældina. Þetta fá menn
að reyna þegar þeir koma hingað.“
íbúar Súðavíkur eru nú um 230
og segir Dagbjört íbúatöluna snar-
hækka þegar margir séu í húsunum
í gamla hverfinu. „Þá era hér
kannski 60 aðkomumenn og það
munar um það og getur gefið okkur
möguleika á að auka hér þjónustu
Vilja kanna verð-
lag á grænmeti
SAMFYLKINGIN hyggst á næstu
dögum leggja fram á Alþingi beiðni
til landbúnaðarráðherra um skýrslu
um grænmetismarkaðinn á íslandi.
Að sögn Jóhönnu Sigurðai'dóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar, er
tilgangur beiðnarinnar sá að ná fram
hvernig verð og neysia á grænmeti
hefur þróast hér á landi á undan-
fömum árum, m.a. vegna GATT-
samningsins, og ekki síst með tilliti
til manneldis- og neyslustefnu
stjórnvalda frá 1989.
I greinargerð sem fylgir skýrslu-
beiðni Samíylkingarinnar kemur
fram að skv. upplýsingum manneld-
isráðs hefði neysla fersks grænmetis
á hvern Islending aukist um 12% á
fyrstu fimm árum þessa áratugar en
síðan staðið í stað. Sagði Jóhanna í
samtali við Morgunblaðið að kannan-
ir bentu til að neysla grænmetis væri
mun minni á Islandi en í öðrum lönd-
um Evrópu, m.a. vegna vegna hárra
innflutnings- og magntolla, og þetta
gengi gegn þeirri manneldisstefnu
sem stjórnvöld hefðu boðað.
Jóhanna sagði hins vegar að til-
gangur beiðnarinnar væri ekki síður
sá að fá upplýsingar um hvernig
grænmetismarkaðurinn hefur þróast,
þ.e. í átt að þeirri miklu einokun og
fákeppni sem ríkt hefði. „Það virðist
vera alger fákeppni og einokun á
heildsölu- og dreifingarmarkaði og
það sem þarf að gera er að koma á
samkeppni milli innlendra framleið-
-
enda og sölu- og dreifingaraðila en
ekki bara samkeppni við ofurtollað,
innflutt grænmeti," sagði Jóhanna.
„Einnig vil ég fá fram hvað ríkið
fær í sinn hlut, en mér sýnist að
meira en helmingur af útsöluverði á
grænmeti sé í formi tolla og virðis-
auka sem ríkið tekur til sín. Ég held
að við séum oft að sjá tíföldun á út-
söluverði frá innkaupsverðinu, að
verðið á grænmeti tífaldist frá inn-
flutningi þar til grænmetið er komið
á boðstóla í verslunum,“ sagði Jó-
hanna.
----------------
Kjaramálaráð-
stefna Rafíðnaðar-
sambandsins
Vilja samn-
inga til
langs tíma
RAFIÐNAÐARSAMBAND ís-
lands ályktaði á kjaramálaráðstefnu
sambandsins sl. helgi að kjarasamn-
ingai' tO lengri tíma væru frekar til
þess fallnir að stuðla að stöðugleika
og stígandi kaupmætti en stuttir
samningar.
Ráðstefna RSI telur að með sam-
eiginlegu átaki eigi að vera hægt að
jafna efnahagssveiflur. Mörg teikn
séu á lofti um að ekki verði hægt að
ná jafn mikilli kaupmáttaraukningu
næstu ár, eins og tókst á yfírstand-
andi samningstímabili. Ráðstefnan
vill að RSI taki þátt í að verja þann
árangur sem náðst hefur og telur að
með réttum aðgerðum sé hægt að
halda áfram að auka kaupmáttinn í
stað þess að yfirkeyra efnahags-
kerfið, sem leiði til þess að kaup-
máttur minnki.
Markmiðið að verja
kaupmáttinn
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur RSI, sagði í ræðu á ráðstefnunni
að sambandið væri með marga
kjarasamninga og sem væru að
renna út allt næsta ár. Fyrstu
samningar sambandsins verði vitan-
lega stefnumarkandi fyrir hina
þannig að eðlilegt sé að samninga-
nefndir sambandsins hafi samráð.
Sambandið yrði að setja sér helstu
markmið, hvort það ætlaði að semja
til tveggja til þriggja ára eða eins
árs eða minna. Ótryggt ástand eins
og nú væri styddi það óneitanlega
að erfitt væri að gera langan samn-
ing, en meiri líkur væru á að hægt
væri að ná meiru fram með lang-
tímasamning.
I ályktun ráðstefnu RSÍ segir að
ráðstefnan fordæmi vinnubrögð
Kjaradóms og hvetji til þess að
hann taki sér leyfi frá störfum a.m.k
fram eftir næstu öld.
------♦-♦-♦-----
Þrír menn
yfírheyrðir
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
tvo menn á fimmtugsaldri í fyrra-
kvöld í tengslum við rannsókn Hafn-
arfjarðarlögreglunnar á innbroti í
flutningaskip í Hafnarfjarðarhöfn á
sunnudagskvöld. Lögreglan í Hafn-
arfirði hafði gefið út handtökuskipun
á mennina. Einn maður til viðbótar á
fimmtugsaldri, sem ekki var í hópi
hinna grunuðu, var yfirheyi'ður af
lögreglu en öllum mönnunum hefur
verið sleppt.
Kominn er í leitirnar jeppi sem
stolið var af hafnarbakkanum um
leið og innbrotið átti sér stað. Þýfið,
sem tekið var úr innsigluðum
geymslum skipsins, er enn ófundið.
Stolið var talsverðu áfengi og raf-
magnstækjum.
Islenskur
barna-
vefur
opnaður
ELLEFU ára nemendur í Austur-
bæjarskóla opnuðu á mánudag Vit-
ann, Barnavef Ríkisútvarpsins,
sem er tilraunaverkefni styrkt af
Menningarsjóði útvarpsstöðva.
Með Vitanum fer af stað tilraun til
að bjóða íslenskt efni fyrir börn á
Netinu.
Auk þess verður útvarpsþáttur í
tengslum við barnavefinn á dag-
skrá Rásar eitt alla virka daga
klukkan 19. Ber þátturinn einnig
nafnið Vitinn og eru Felix Bergs-
son og Sigríður Pétursdóttir um-
sjónarmenn hans. Börn um allt
land og íslensk börn búsett erlend-
is verða sérstakir fréttaritarar út-
varpsþáttarins og fréttavefstjórar
Barnavefsins.
Verkefnið er unnið í samvinnu
við nemendur í tölvuvinnu og gefst
þeim tækifæri til að hafa áhrif á
Bamavefinn með aðstoð Netsins. í
hverri viku verður valinn bekkur
vikunnar og verður efni frá nem-
endum bekkjarins flutt í útvarps-
þættinum. Einnig verður mynd af
bekknum á Barnavefnum og hægt
að fara inn á sérstaka síðu bekkj-
arins og kynnast honum nánar.
Morgunblaðið/Kristinn
Ellefu ára nemendur í Austurbæjarskóla opnuðu Barnavef Ríkisút-
varpsins, Vitann, á bókasafni skólans á mánudag.
Þokkaleg nýt-
ing hjá Sumar-
byggð hf.
Morgunblaðið/jt
Hér er Dagbjört Hjaltadóttir í einni stóra fbúðanna í fjölbýlishúsinu.
Lagfæra þurfti flestar íbúðirnar áður en farið var að leigja þær út,
skipta um gólfefni, mála og fleira.
Nokkrar íbúðir Sumarbyggðar hf. eru í parhúsum
og þar er góð aðkoma fyrir fatlaða.
til dæmis í verslun. Ég er ekki frá
því að sumargestimir geri það að
verkum að hægt sé að reka kaupfé-
lagið okkar á ársgrundvelli. Síðan
eru margs konar ferðamöguleikar
héðan, hægt að sigla inn í Vigur,
fara í gönguferðir yfir í Önundar-
fjörð eða Dýrafjörð og síðan er stutt
til Isafjarðar ef menn vilja sækja
þangað einhverja ákveðna dægra-
styttingu. Hér er því kjörið að
dvelja fyrir einstaklinga sem hópa
og engin hætta á öðru en að menn
finni sér eitthvað að gera eða bara
að njóta þess að vera í fríi og gera
ekki neitt!“
Dagbjört segir skemmtilegt að
sjá hvernig líf hafi færst í eldri bæj-
arhlutann á ný eftir að húsin
komust aftur í notkun. A góðum
degi sé grillað við annað hvert hús,
menn á rölti milli húsa og á spjalli
við nágrannana. Þannig hafi tekist
að færa líf í hverfið á ný. „Við sáum
fyrir okkur að hér yrði hálfgerður
draugabær ef ekki yrði gert eitt-
hvað og því ákvað sveitarfélagið að
ýta undir að húsin yrðu nýtt. Þetta
hefur tekist mjög vel og næsta mál
hjá mér er að breyta húsinu við
Nesveg 3 þar sem Sumarbyggð hef-
ur skrifstofuherbergi í farfugla-
heimili. Þar væri með litlum til-
kostnaði hægt að koma upp svefn-
pokagistingu og ég er sannfærð um
að það á eftir að vera vinsælt."