Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 21

Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 21 VIÐSKIPTI Morgunverðarfundur íslenska útvarpsfélagsins, SÍA og ÍMARK Fjölmiðlanotkun Islend- inga frábrugðin notk- uninni í Bandaríkjunum Morgunblaðiö/Þorkell AVE Butensky hefur langa reynslu af markaðs- og auglýs- ingamálum og er nú forstjóri The Television Bureau of Advertising, hagsmunasamtaka bandaríska sjónvarpsiðnaðarins. Butensky hélt nýverið fyrirlestur á morgun- verðarfundi sem haldinn var á vegum íslenska útvarpsfélagsins í samvinnu við SÍA og ÍMARK. í fyrirlestrinum kom m.a. fram að sjónvarpsauglýsingar henta best fyrir uppbyggingu ímyndar eða það sem á ensku nefnist „brand- ing“. Butensky sagði sjónvarpsaug- lýsingar lyfjafyrirtækja í Banda- ríkjunum m.a. hafa aukist af þeim sökum að slík fyrirtæki gætu nú byggt upp ímynd með aðstoð aug- lýsinga í sjónvarpi. „Eftir að slak- að var á reglum lyfjaeftirlitsins í Bandaríkjunum, áttu lyfjafyrir- tæki meiri möguleika á að gera sjónvarpsauglýsingar í hæfilegri lengd. Sjónvarpið er besti miðill- inn hvað varðar uppbyggingu ímyndar, en það er það sem þetta snýst allt um. Fyrir tveimur árum var auglýsingafjármagn lyfjafyrir- tækja 200 milljónir dollara á ári en er nú um einn milljarður dollara." Butensky tók auglýsingar stjórnmálaflokka sem dæmi um auglýsingar þar sem bakgrunnur viðtakandans skiptir máli sem breyta. „Auglýsendur verða að gera sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli að velja réttan tíma til að auglýsa. Sá sem horfir á fréttir að staðaldri er líklegri til að hafa myndað sér skoðun og ákveðið hvað hann ætlar að kjósa. Sá sem horfir á gamanmynd er aftur á móti líklegri til að verða fyrir áhrifum af auglýsingu stjórn- málaflokks, eftir því sem skoðanakannanir gefa til kynna.“ Fjölmiðlanotkun íslendinga og Bandaríkjamanna ólík I erindi sínu kom Butensky inn á ýmsar tölulegar staðreyndir um sjónvarp og auglýsingar í Banda- ríkjunum og lagði jafnframt áherslu á að ekki ætti að heim- færa slíkar staðreyndir upp á ís- lenskar aðstæður. „Bandaríkja- menn nota sjónvarp mun meira en dagblöð og að meðaltali horfir hver einstaklingur á sjónvarp í 217 mínútur á dag en les dagblöð í Slegizt um 38% hlut í pólska flug- félaginu LOT London. Reuters. ÞRJÚ stór flugfélög í Evrópu slást um 38% hlut í pólska flugfélaginu LOT, stærsta og eina arðbæra flugfélaginu í Austur-Evrópu. Flugfélögin þrjú - British Air- ways, Lufthansa og Swissair - hafa öll afhent pólsku stjórninni innsigluð tilboð. Búizt er við að pólska stjórnin taki ákvörðum inn- an eins mánaðar. Lokaslagur þeirra tveggja bjóðenda, sem bjóða hæst, kemur líka til greina. Rætt hefur verið um að selja öðru flugfélagi og samstarfsaðila hlut í LOT allan þennan átatug. Starfsmenn LOT fá 10% hlut í fé- laginu á næsta ári, áður en bréf í því verða boðin út á verðbi’éfa- markaði 2001. Öll flugfélögin, sem bjóða í Lot, eiga nú þegar samstai'f við félagið á tilteknum leiðum, og öll virðast standa jafnvel að vígi í tilboðs- slagnum. Ekki er aðeins spurt um peninga, því að félögin verða einnig innt eftir því hvernig þau geti orðið pólska félaginu að liði. Framsæknastir LOT er metið á 200-300 milljón- ir dollara og er talið framsæknasta flugfélag Austur-Evrópu. Það varð fyrst allra til að losa sig við vélar frá sovéttímanum og kaupa vest- rænar flugvélar eingöngu - aðal- lega Boeing 737 og fransk-ítalskar ATR ski-úfuþotur. Hagnaður LOT í fyrra nam 500.000 dollara. Einkavæðing LOT er liður í víðtækari sölu ríkiseigna. I ágúst buðu tveir í hlut í ríkis- rekna pólska fjarskiptafyrirtækinu TPSA, sem er metið á 3,5 milljarða dollara. um 29 mínútur. Rannsóknir sýna að almenningur í Bandan'kjunum leitar frétta og ýmiskonar þekk- ingar fyrst og fremst úr sjón- varpi,“ sagði Butensky. I pallborðsumræðum eftir er- indi Butenskys voru þessar stað- reyndir gagnrýndar. Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri Dags og fulltrúi dagblaða á pall- borði, tæpti á niðurstöðum könn- unar er sýndi að um þrír fjórðu hlutar íslendinga læsu dagblað fyrir hádegi og fjölmiðlanotkun Islendinga væri frábrugðin fjöl- miðlanotkun í Bandaiikjunum. I svari Butenskys kom fram að þró- unin væri skemmra á veg komin á Islandi en í Bandaríkjunum en vissulega væri fjölmiðlanotkunin öðruvísi á Islandi, samt á þann veg að Islendingar nota meiri tíma í að horfa á sjónvarp en að lesa dagblöð. Aðgangurað 57 sjónvarpsstöðvum Nú eru að meðaltali um 2,8 sjónvarpstæki á meðalheimili í Bandaríkjunum og aðgangur á hverju heimili að um 57 sjónvarps- stöðvum að meðaltali, að því er fram kom í máli Butenskys. í Bandaríkjunum fer nú stærstur hluti auglýsingafjármagns fyrir- tækja í sjónvarpsauglýsingar. Bu- tensky segir þá þróun hafa tekið um 50 ár. „Sjónvarp í Bandaríkjunum er um 53 ára gamalt og það er ekki fyrr en þrjú síðustu ár að fjár- magn sem fyrirtæki nota til að auglýsa í sjónvarpi er orðið meira en það sem fer í auglýsingar í dag- blöðum. Nú er auglýsingafjár- magn fyrirtækja í Bandaríkjunum um 49 milljarðar dollara til sjón- AMERICAN POWER CONVERSION Ave Butensky hélt fyrirlestur á morgunverðarfundi nýverið. „Sjónvarp er frekar nýr miðill á Islandi, að ekki sé talað um samkeppni á þeim vettvangi." varps og um 47 milljarðar dollara í dagblöð á ári.“ 1.200 starfsmenn í auglýs- ingageiranum á íslandi I máli dr. Guðfinnu Bjarnadótt- ur fundarstjóra, kom fram að á Is- landi væi-u starfsmenn 1 auglýs- ingageiranum um 1.200 talsins. Árið 1996 hefðu fyrirtæki notað um 7,5 milljarða íslenskra króna til auglýsinga en á tveimur árum hefði aukning orðið 30% og árið 1998 var upphæðin orðin 9,7 millj- arðar. Butensky gerði að umtalsefni að morgunsjónvai’p hefði mikið aug- lýsingagildi í Bandaríkjunum og þróunin hlyti að verða sú að á ís- landi yrði til morgunsjónvarp. „Staða íslands er sérstök, með stórt morgunblað sem nær til yfir 60% heimila á hverjum degi. Sjón- varp er aftur á móti frekar nýr miðill á Islandi, að ekki sé talað um samkeppni á þeim vettvangi," segir Butensky. Mögulegur samruni í iðnaði CORUS fliugar að bjóða í Viag London. Reuters. CORUS, nýtt enskt-hollenzkt málmfyrirtæki sem varð til við samruna British Steel og Hoogovens, íhugar að bjóða í álarm þýzku almenningsveit- unnar Viag, sem kann að vera metinn á tvo milljarða punda. Viag er í þann veginn að sameinast stærri keppinaut, Veba, með samningi upp á rúmlega 14 milljarða dollara. Sala áldeildarinnar, VAW, er talin liður í víðtækari áætlun, sem miði að því að losa fyrir- tækið við eignir sem standa ut- an við kjama starfseminnar. Að sögn Sunday Times í London munu kaupin á VAW afla Hoogovens fjölbreyttari hóps viðskiptavina. I fyrra framleiddi Hoogovens 429.000 tonn af áli, aðallega fyrir bíla- iðnaðinn. Sameiginlegt tilboð með norður-amerísku fyrirtæki Blaðið segir að Corus kunni að fá norður-amerískt fyrir- tæki í lið með sér, til dæmis Alcoa-Reynolds eða verðbréfa- fyrirtæki, til að gera sameigin- legt tilboð. Hoogovens og British Steel stefna að því að ganga endan- lega frá samruna sínum í næsta mánuði og þá verður til stærsta stálfyrirtæki Evrópu og hið þriðja stærsta í heimin- um. Talsmaður Hoogovens sagði að VAW væri eitt af nokkrum fyrirtækjum, sem Hoogovens hefði augastað á til að færa út álstarfsemi sína. Fór rafmagnid? Treystir þú á tölvukerfið? Ef starfsemin í þínu fyrirtæki reiðir sig á tölvukerfið er eins gott að rafmagnið sé alltaf til staðar. Eina vörnin við straumrofi eða truflunum er varaaflgjafi. Við bjóðum mjög gott Hefuröu hugleitt að... • Þremur mánuðum eftir að tölvan þín var tekin í notkun eru gögnin sem hún hefur að geyma verðmætari en tölvan sjálf? • 70% allra bilana í tölvubúnaði eru vegna rafmagnstruflana? • Varaaflgjafi er eina lausnin sem þú hefur til að vernda bæði tölvuna og þau gögn sem í henni eru fyrir rafmagnstruflunum? úrval varaaflgjafa frá stærsta framleiðanda heims, APC, sem henta m.a. fyrir netþjóna, einmenningstölvur, búðarkassa, símstöðvar ogfaxtæki. Frábært verð! NYHERJI Skaftahltð 24 • S:569 7700 http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.