Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 1 Neistaflug og glerbrot „Eg er hissa á því að vera á lífí, það er kraftaverk,“ sagði 21 árs gömul kona er slapp óhult úr slys- inu. Sagði hún tárvotum augum við blaðamenn að lestin hefði stoppað skyndilega og oltið á hliðina. Neistaflug og glerbrot hefði borið fyrir augu og farþegarnir hefðu æpt af skelfíngu. Annar farþegi, Patrick Welcome, kvaðst hafa lent í öðru slysi fyrir tveimur vikum, er þota sem hann var farþegi í rann út af flugbraut í Bangkok í Taflandi og rakst á tré. „Vemdarenglarnir mínir hafa verið að vinna yfir- vinnu,“ sagði Welcome við frétta- menn. Elísabet Bretadrottning tjáði að- standendum hinna látnu samúð sína í gær og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að slysið væri „hræðilegur harmleikur". John Prescott aðstoðarforsætis- ráðherra skoðaði slysstaðinn og Flak lestanna á slysstað í miðborg London í gær. Reuters lýsti því yfír að opinber rannsókn yrði gerð á tildrögum slyssins. Óánægja með breska lestarkerfíð Railtrack, fyrirtækið sem rekur lestarteina og -stöðvar í Bretlandi, tók í gær fulla ábyrgð á slysinu. Sögðu fulltrúar fyrirtækisins að þegar ljóst yrði hvað hefði orsakað slysið, yrði strax gripið til viðeig- andi ráðstafana til að það henti ekki aftur. Fyrirkomulag breska lestarkerfisins hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið, en það var einkavætt fyrir tveimur árum. Samtök neytenda og opinberir eft- irlitsaðilar hafa fullyrt að kerfið anni ekki öllum þeim farþega- fjölda sem það þarf að þjóna, en farþegum hefur fjölgað umfram áætlanir. Þess er krafíst að meira fé verði varið til viðhalds og ör- yggisráðstafana. Búast má við að gagnrýnin harðni enn í kjölfar slyssins. Er þetta versta lestarslys á Englandi síðan 35 létust er þrjár lestir rákust saman við Clapham Junction í London árið 1988. Fyrir tveimur ámm dóu 7 manns í slysi á sömu lestarteinum og slysið varð á nú. Flokksþing breska Ihaldsflokksins Deilt um Evrópu- málin Blackpool. AFP, Reuters. HART var deilt um Evrópumál á öðrum degi flokksþings breska Ihaldsflokksins í Blackpool í gær. Kunnir stuðningsmenn Evrópu- sammna gagnrýndu íhaldssamari flokkssystkini sín harðlega, en Margrét Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, svaraði þeim fullum hálsi. Er þetta fyrsta flokksþingið sem Thatcher sækir síðan hún hraktist frá völdum árið 1990, og við kom- una brást hún til varnar fyrir breska pundið. „Við munum vinna með Evrópu, en við munum halda sjálfræði okkar ... og pundinu,“ sagði hún við fréttamenn. Fyrr um daginn hafði Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra fyrir Ihaldsflokkinn, hins vegar haldið afar ákveðna ræðu til stuðnings sameiginlegum gjald- miðli Evrópuríkja. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að ríkisstjórn sem væri tortryggin í garð Evr- ópusamvinnu myndi ekki einungis fara halloka á vettvangi álfunnar, heldur einnig í alþjóðlega efna- hagskerfinu. Sjónarmið Clarkes eru í beinni andstöðu við skoðanir Williams Hagues, formanns ílokksins; sem hefur heitið því að komist Ihaldsflokkurinn í ríkis- stjórn eftir næstu þingkosningar verði evran ekki tekin upp á því kjörtímabili. Tebbit lávarður, fyrrverandi for- maður flokksins, hvatti til þess í grein í The Times í gær að Rómar- sáttmálinn yrði endurskoðaður, í þá veru að aðildarríki Evrópusam- bandsins fengju ríkara sjálfræði. Sagði hann það óhjákvæmilegt, ætti að vera unnt að framfylgja stefnu Hagues. Alvarlegasta lestarslys Englandi í áratug London. AFP, AP, Reuters. ÁÞRIÐJA tug manna létust er tvær fullar farþegalestir rákust saman í miðborg London í gær- morgun. Um 160 manns slösuðust, þar af um 30 alvarlega. Mun þetta vera alvarlegasta lestarslysið í Englandi í áratug, en ekki var ljóst í gær hvað olli því. Slysið átti sér stað á háannatíma laust eftir klukkan átta, nálægt Paddington-brautarstöðinni. Tvær lestar frá Great Western og Thames Trains rákust saman með þeim afleiðingum að nokkrir lest- arvagnar þeyttust af teinunum og eldur blossaði upp. Margir farþeg- ar voru fastir í löskuðum lestar- vögnum og tók það lögreglu fimm klukkustundir að ná öllum farþeg- unum sem komust lífs af út. Síð- degis í gær var talið að lík fleiri farþega væru enn föst í flaki lest- anna. Árangursrík tilraun Bandaríkjamanna með eldflaugavarnakerfí „Kjarnaoddi“ eytt í háloftunum Washington. Reuters. TALSMAÐUR Bandaríkjahers skýrði frá því á sunnudag, að til- raun með nýtt vopn til að verjast eldflaugum hefði tekist mjög vel. Sagði hann, að nýja vopnið yrði hugsanlega uppistaðan í banda- rísku eldflaugavarnakerfi en Willi- am Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði, að ákvarðan- ir um það yrðu ekki teknar fyrr en einhvem tíma á næsta ári. Tilraunin fór þannig fram, að langdrægri en vopnlausri Minu- teman-eldflaug var skotið upp frá Kaliforníu og nokkru síðar var „drápsvélinni“, sem svo er kölluð", skotið upp frá Marshall-eyjum í 6.880 km fjarlægð. Tortímdi hún síðan „kjamoddinum" eftir að hon- um hafði verið sleppt hátt yfir Kyrrahafi. Var það ekki gert með sprengiefni, heldur með því að fljúga á eða hitta skotmarkið í lofti. „Drápsvélinni", sem bandaríska fyrirtækið Raytheon hefur hann- að, er skotið á loft með eldflaug en lögunin minnir nokkuð á sjón- varpsmyndavél. Er hún 140 sm löng og vegur 55 kg. Er hún búin tölvu, sem reiknar út staðsetningu með tilliti til ákveðinna stjarna og velur síðan skotmarkið og ræðst á það. Tilraunin um helgina kostaði rúmlega sjö milljarða ísl. kr. og var sú fyrsta af um 20, sem ráðgerðar eru á næstu sex árum. William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í Manila á Filippseyjum á sunnudag, að til- raunin væri merkilegur áfangi en Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði gefið í skyn, að ákvörðun um að koma upp eldflaugavarnakerfi yrði ekki tekin fyrr en um mitt næsta ár. Nýtt vopn til að verjast eldflaugum Bandaríkjaher skaut á loft nýju vopni til að verjast eldflaugum I tilraunaskyni um helgina. Tilraunin hófst með því að langdrægri eldflaug var skotið á loft frá bandarískri herstöð og nýja vopnið, svokölluð "drápssvél", var notað til að splundra henni I háloftunum. Vopnið verður hugsanlega uppistaðan í bandarísku eldflaugavarnakerfi sem ráðgert er að koma upp. Hér er sýnt hvernig tilraunin fór fram. Rússar mótmæla Rússnesk stjómvöld hafa lýst yf- ir, að hugsanlegt varnakerfi sé brot á gagneldflaugasamningi ríkjanna frá 1972 og honum vilja þau ekki breyta. Bandaríkjastjórn vill aftur á móti breyta honum og viðurkenn- ir um leið, að það sé nauðsynlegt til að unnt sé að koma upp varnakerfi af þessu tagi. Bandaríkjamenn telja, að sér stafi vaxandi ógn af kjarnorku- vopnaeign annarra ríkja og í ný- legri skýrslu, sem bandaríska leyniþjónustan hefur tekið saman, segir, að á næstu 15 árum muni Bandaríkjunum „mjög líklega“ stafa hætta af eldflaugum frá Rússlandi, Kína og Norður-Kóreu, „trúlega" frá íran og „hugsan- lega“ frá Irak.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.