Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fjölbreytt vetrardagskrá hjá Islenska dansflokknum
Ungir íslenskir danshöfund-
ar og frumsamin tónlist
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Félagar í Islenska dansflokknum í miklum ham.
MIKIL fjölbreytni einkennir vetr-
ardagskrá íslenska dansflokksins
að þessu sinni, að sögn Katrínar
Hall, listdansstjóra. Þátttaka í
verkefnum tengdum menningar-
borgum Evrópu árið 2000 setur
einnig svip sinn á vetrarstarfið.
Fyrsta sýning vetrarins verður
frumsýnd 14. október í Borgarleik-
húsinu en þar verða þrír ungir ís-
lenskir danshöfundar í forgrunni.
Tónlistin við verkin er líka íslensk
og öll frumsamin og verður hún
einnig gefin út á geisladiski á næst-
unni. NPK eftir Katrínu Hali er
fyrsta verk hennar frá því að hún
tók við listrænni stjórn Islenska
dansflokksins. Tónlistin er eftir
hljómsveitina Skárr’en ekkert, sem
jafnframt sér um lifandi tónlistar-
flutning á sýningunum. Eftir Ólöfu
Ingólfsdóttur verður sýnt verkið
Maðurinn er alltaf einn, við tónlist
eftir Hall Ingólfsson. Þriðja verkið,
sem er jafnframt hið lengsta, heitir
Æsa og er samstarfsverkefni ís-
lenska dansflokksins og hópsins
Pars pro toto en í honum eru þau
Lára Stefánsdóttir, sem semur
dansinn, Guðni Franzson, sem sem-
ur tónlistina, og Þór Tulinius leik-
stjóri.
Samstarf menningar-
borga Evrópu
Næsta frumsýning starfsársins
verður svo 11. febrúar á Stóra sviði
Borgarleikhússins. „Þetta verður
heils kvölds verk, hálfgerður sögu-
ballett, eftir Jochen Ulrich. Þetta
er þriðji hluti af trílógíu um Diag-
hilev. Fyrsta hlutann samdi hann
fyrir ballettinn í Innsbruck og ann-
an fyrir Euregio-ballettinn," segir
Katrín.
A Listahátíð barna í lok maí
flytur Islenski dansflokkurinn
nýtt dansverk fyrir börn, sem
Nanna Ólafsdóttir skrifaði að
beiðni Listahátíðar í Reykjavík.
Á næsta ári tekur íslenski dans-
flokkurinn ásamt Finnska þjóðar-
ballettinum, Sinfóníuhljómsveit ís-
lands o.fl. þátt í flutningi á verkinu
Baldr eftir Jón Leifs, en danshluta
uppfærslunnar semur Jorma
Uotinen, listrænn stjórnandi
Finnska þjóðarballettsins. Verkefn-
ið er samstarf Reykjavíkur, menn-
ingarborgar Evrópu árið 2000, og
hinna norrænu menningarborg-
anna, Helsinki og Bergen. Heims-
frumsýningin verður í Laugardals-
höll 18. ágúst 2000, 31. ágúst verður
verkið sýnt í Bergen og 7. og 8.
september í Helsinki.
Að stækka markaðinn
„Svo eram við líka þátttakendur í
verkefni sem kallast TransDance
Europe 2000, það er samstarfs-
verkefni sjö menningarborga Evr-
ópu á næsta ári. I tengslum við það
förum við til Avignon í lok febrúar,
Prag í júní og Bologna í júlí, þannig
að það verða heilmikil ferðalög á
okkur. I nóvember á næsta ári
koma svo dansarar frá þessum
borgum hingað og sýna,“ segir
Katrín. Auk þess sem þegar er talið
af komandi verkefnum dansflokks-
ins standa nú yfir samningaviðræð-
ur við Leikfélag Reykjavíkur um
þátttöku íslenska dansflokksins í
söngleiknum Kysstu mig Kata í
Borgarleikhúsinu næsta vor.
„Þetta verður mjög fjölbreyttur
og skemmtilegur vetur. Það er
mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa
nóg að gera og einnig að koma okk-
ur meira á framfæri erlendis,
stækka svolítið okkar markað, sem
hefur kannski ekki verið alveg nógu
stór hér á landi hingað til.“
Ein vatnslitamynda Gísla Stein-
dórs Þórðarsonar sem sýnd er á
Mokkakaffi.
Einhverfir
sýna á
Mokka
Á MOKKAKAFFI, Skólavörðu-
stíg, stendur yfir sýning á pastel-
og vatnslitamyndum Sigurðar
Þórs Elíassonar og Gísla Steindórs
Þórðarsonar, en þeir eru báðir ein-
hverfir, heymarlausir og þroska-
heftir. Þeir hafa báðir sótt nám-
skeið hjá Öldu Sveinsdóttur.
Sigurður Þór er fæddur árið
1964 á Neskaupstað. Hann bjó um
tíma á Sólheimum og fékk nokkra
þjálfun í notkun pastellita hjá
frönskum starfsmanni þar. I
fréttatilkynningu segir að Sigurð-
ur Þór nýti sér pastellitina á afar
persónulegan og einstakan hátt
með því að strjúka þá út með
fingrunum.
Persónuleg verk
Gísli Steindór er fæddur í Gaul-
verjabæ í Árnessýslu 1. maí 1954.
Hann sótti myndlistarnámskeið
hjá fullorðinsft-æðslu þjálfunar-
skóla Heyrnleysingajaskólans fyr-
ir nokkrum misserum. Gísli vinnur
eftir fyrirmynd í vatnslit. Hann
nýtir vel tilsögn í því hvernig hann
getur farið inn í teikninguna og er
mjög natinn við að leita eftir lit-
blæ. Hann gerir þetta á mjög per-
sónulegan hátt og afmarkar
myndefnið strax í upphafi.
Sýningunni lýkur 5. nóvember.
Spring,
\Air/
Bylting!
Fjölnota byggingaplatan
sem allir hafa beðið eftir!
VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf,
VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin,
höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi.
VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn.
VIR0C byggingaplatan er platan sem
verkfræöingurinn getur fyrirskrifaö nánast blint.
Staðalstærö: 1200x3000x12 mm.
Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25,32 & 37 mm.
Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm
Vlroc utanhússklaoðning
PP
&co
Leitift upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 86401 568 6100
Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000
Veggmynd helguð menningar-
borginni afhjúpuð í Leifsstöð
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra aflyúpaði í
gær veggmynd helgaða Reykjavík menningarborg
Evrópu árið 2000 í landgangi Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar. Veggmyndin er nýtt tilbrigði við mynd-
verk Menningarborgarinnar, grænt. tré með níu skál-
um, eftir Sigurð Árna Sigurðsson myndlistarmann.
í veggmyndinni er lagt út af yfirskrift menning-
arársins, Menning og náttúra, og höfuðskepnurnar
Qórar, sem einkenna dagskrána, eru sömuleiðis
tengdar fjórum skálum sem „spretta" út úr vegg í
landganginum, ef svo má að orði komast. Fullyrða
forsvarsmenn Menningarborgarinnar að verkið sé
með því óvenjulegasta sem sett hefur verið upp í
flugstöðinni.