Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 33
32 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
4-
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 33
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VERÐSAMANBURÐ-
UR MILLI LANDA
VAXANDI óánægju gætir víða með mismunandi vöru-
verð eftir löndum. I smækkandi heimi er óviðunandi
fyrir neytendur, að mikill verðmunur sé milli ríkja og taka
verður tillit til þess, að almenningur hefur í dag mun betri
aðstöðu til þess að fylgjast með verðlagi. í framtíðinni má
því búast við, að fólk sætti sig ekki við það, sem einu sinni
þótti sjálfsagt, að það væri „dýrt að vera Islendingur“.
I Morgunblaðinu í gær er skýrt frá mikilli óánægju
brezkra neytenda með verðlagsmál þar í landi og kemur óá-
nægjan upp vegna samanburðar á verðlagi við önnur Vest-
ur-Evrópuríki svo og við Bandaríkin. Niðurstaðan er, að
verðlag er allmiklu hærra í Bretlandi en annars staðar, þótt
samanburður Morgunblaðsins á nokkrum vörutegundum
sýni þó, að Bretar megi vel við una í samanburði við það
sem íslenzkir neytendur mega þola.
Að sögn brezku neytendasamtakanna eru Bretar æv-
areiðir og forsætisráðherrann, Tony Blair, er farinn að
ræða um það opinberlega að verið sé að féfletta brezkan al-
menning.
Hér á landi er verðlag á öllum helztu nauðsynjum yfir-
leitt hærra en í nágrannaríkjunum. Fákeppni er ríkjandi á
ýmsum sviðum hér og á öðrum er alls engin samkeppni.
Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur síðustu mánuði ít-
rekað haldið uppi gagnrýni bæði á matvöruverzlanir og
tryggingarfélög vegna verðlagsmála. Það segir mikla sögu,
að forsætisráðherrar þessara tveggja ríkja skuli sjá sig
knúna til að ganga fram fyrir skjöldu og taka upp málstað
neytenda með þessum hætti.
Með auknum samgöngum og greiðari og opnari viðskipt-
um munu Islendingar eiga aukinn og betri aðgang að verzl-
un um allan heim. íslendingar munu í æ ríkari mæli leita
hagstæðara verðs á veraldarvefnum. Samkeppni mun því
aukast erlendis frá og íslenzkir kaupmenn verða í framtíð-
inni að keppa um viðskipti við nýjar aðstæður. Landsmenn
sætta sig ekki öllu lengur við mun hærra verð hér en ann-
ars staðar fyrir sömu vöru.
KOSNINGAÚRSLIT í
AUSTURRÍKI
ÞRÁTT fyrir að endanleg úrslit liggi ekki fyrir í þing-
kosningunum í Austurríki fyrr en um helgina er ljóst að
Frelsisflokkur Jörgs Haiders er sigurvegari kosninganna.
Frelsisflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi og bendir flest
til að hann verði næststærsti flokkur landsins, þó svo að ut-
ankjörstaðaatkvæði hafi ekki enn verið talin.
Stjórnarflokkarnir tveir, flokkur jafnaðarmanna (SPÖ) og
kristilegra demókrata (ÖVP), missa þó nokkuð fylgi og þá
ekki síst SPÖ, flokkur Viktors Klimas kanslara. Hefur fylgi
við flokk jafnaðarmanna ekki verið minna frá stríðslokum.
Urslit kosninganna eru fyrst og fremst til marks um
þreytu og óánægju meðal kjósenda með samstarf þessara
flokka. SPÖ og ÖVP hafa verið meginpólar austurrískra
stjórnmála til hægri og vinstri en jafnframt setið saman í
stjórn í þrettán ár. Slíkt samstarf meginflokka getur verið
nauðsynlegt til að taka á erfiðum málum. Sú hætta er þá
hins vegar jafnframt fyrir hendi að fylgi jaðarflokka aukist,
þegar meginlínur stjórnmálaátaka riðlast með þessum
hætti. Kannanir í Austurríki benda til að það hafí ekki síst
verið helmingaskiptakerfí stóru flokkanna tveggja er kynt
hefur undir óánægju kjósenda.
Flokkur Haiders hefur að flestu leyti yfír sér ógeðfellt yf-
irbragð, þó svo að hann hafi reynt að milda ásjónu sína á
síðustu árum. Líkt og flokkar yst til hægri í Frakklandi,
Ítalíu og Þýskalandi hefur Frelsisflokkurinn sett baráttuna
gegn innflytjendum á oddinn. Að auki hefur Jörg Haider
látið ýmis ummæli falla á síðustu árum sem túlkuð hafa ver-
ið sem svo að hann sjái fátt athugavert við hlutverk Austur-
ríkis á tímum Þriðja ríkisins.
Hver svo sem endanleg úrslit kosninganna verða er Ijóst
að óvissa mun einkenna austurrísk stjórnmál næstu árin.
Fyrir kosningar höfðu leiðtogar ÖVP lýst því yfír að flokk-
urinn myndi ekki eiga aðild að ríkisstjórn héldi hann ekki
stöðu sinni sem næststærsti flokkur landsins. Óháð yfirlýs-
ingum af þessu tagi verður erfítt fyrir núverandi stjórnar-
flokka að halda áfram samstarfi í ljósi úrslitanna. Vilji menn
útiloka Frelsisflokkinn frá stjórnarþátttöku eru aðrir kostir
hins vegar vandfundnir.
Framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins segir afkomu sauðfjárræktar slaka víða um lönd
ISLENDINGAR neyta kindakjöts
í minna mæli en áður á meðan
neysla þeirra á öðrum kjötteg-
undum hefur farið vaxandi.
Kindakjötið er nú í auknum mæli selt
á eriendum mörkuðum á lægra verði
en fæst hér heima. Þá hafa aðrar af-
urðir eins og ull og gærur lækkað í
verði. Greiðslumai'k sauðfjárbúa getur
ekki heldur gengið kaupum og sölum
líkt og greiðslumark mjólkm’búa, en er
þess í stað fast á ákveðnum bújörðum.
Hagur sauðfjárbænda hefur því farið
versnandi á undanförnum árum.
Víkjandi innanlandsmarkaður
Framleiðsla á kindakjöti á íslandi
hefur verið að dragast saman síðan í
byrjun níunda áratugarins. Árið 1985
var framleiðslan 12.215 tonn en 8.176
tonn í íyrra, eða um þriðjungi minni.
I ár er hins vegar gert ráð fyrir um
200-300 tonna framleiðsluaukningu
frá fyrra ári. Ekki er þó gert ráð fyrir
að neysla aukist í kjölfarið, en frá sept-
ember 1998 til ágústloka 1999 neyttu
Islendingar um 6.800 tonna af kinda-
kjöti. Bændum er því gert að selja um
25% af framleiðslu þessa árs á erlend-
um mörkuðum.
Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs landbúnaðarins, segir
að um 2% samdráttur sé á kindakjöts-
neyslu landsmanna milli ára. „Innan-
landsmarkaðurinn er víkjandi," segir
Gísli og bætir við að salan ýmist
minnki eða standi í stað. Meðalneysla
á kindakjöti var 43,4 kg á mann 1985
en í fyrra var hún 25,7 kg. Framleiðsla
á öðrum kjöttegundum og sala hefur
hins vegar aukist á þessum tíma.
„Við erum sannarlega með bestu
kjötafurðina sem er til í landinu því
hún liíir á villtum fjallagróðri og geng-
ur frjáls í náttúrunni. En samt vorum
við síðastliðið ár að tapa markaðshlut-
deild upp á 1,4% á innanlandsmark-
aði,“ segii’ Aðalsteinn Jónsson, formað-
ur Landssamtaka sauðfjárbænda, og
bætir við að þetta gerist á sama tíma
og kjötneysla í landinu sé að aukast.
Hrein náttúruafurð
Fjórðungur kindakjötsframleiðslu
þessa árs verður seldur á erlendum
mörkuðum. I íyira voru um 15%, eða
900 tonn ætluð til útflutnings og er því
um að ræða 10% aukningu miili ára.
Bændur bera sjáifir ábyrgð á allri
dilkakjötsframieiðslu og ber þeim
skylda til að fylgja reglugerðum land-
búnaðarráðherra um útflutning. En
ætlast er til að bændur flytji út um-
framkjöt svo ekki safnist upp birgðir.
Mun lægra verð fæst fyrir kindakjöt
á erlendum mörkuðum en hér heima
þar sem bændur fá um 250 kr. fyrir
kílóið. Fyrir útflutningskjötið fást hins
vegar um 160-185 kr. á kíló og er mis-
munandi hvað sláturleyfishafar greiða
fyrir útflutning. „Verð á erlendum
mörkuðum er ekki það hátt að það
borgi sig að framleiða sérstaklega fyr-
ir þá,“ segir Gísli.
Samningar við Evrópusambandið
kveða á um að Islendingar megi flytja
1.350 tonn af kindakjöti tollfrjálst til
ESB-ríkja á ári hverju. Þessi kvóti hef-
ur ekki verið fullnýttur, en kjötið er
markaðssett sem hrein náttúruafurð,
laus við alla hormóna og fúkkalyf.
Stærstu útflytjendur kindakjöts eru
Kjötumboðið og SS og aðal-
útflutningsmarkaðir hafa
verið Bandaríkin, Danmörk,
England, Svíþjóð, Belgía,
Japan og Færeyjar sem
hafa verið tryggur markað-
ur því um 400 tonn hafa ver- _______
ið seld þangað ár hvert.
Fjölbreyttir markaðir tryggja hins
vegar ekki hátt verð því heimsmark-
aðsverð á lambakjöti er lágt um þessar
mundir. Þetta má m.a. rekja til mikils
framboðs af nýsjálensku kindakjöti.
En breytingar á tollalögum í Austur-
Asíu og Bandaríkjunum hafa haft það í
fór með sér að Nýsjálendingar hafa
leitað í auknum mæli á Evrópumarkað.
„Afkoma sauðfjárræktar, þrátt fyrir
styrki á jaðarsvæðum Evrópubanda-
lagsins, er slök og hún er afleit í
Bandaríkjunum," segir Gísli. „Þetta er
lélegt afkomuár fyrir sauðfjárbændur
alls staðar og enn er að aukast það
magn sem fer á markað í viðskipta-
löndum okkar.“
Markaðsvon í Bandaríkjunum?
Kjötumboðið hefur lagt töluverða
áherslu á Bandaríkjamarkað sl. þrjú ár.
Líkt og á öðrum erlendum mörkuðum
Lausn í breyttum
reglum um líf-
ræna ræktun?
Hlutverk sauðkindar-
innar og mikilvægi
hennar fyrir þjóðina
hefur breyst frá fyrri
tíð og lægra verð fæst
fyrir afurðirnar en áð-
ur. Anna Sigríður Ein-
arsdóttir kynnti sér
stöðu sauðfjárræktar
og þann vanda sem við
sauðf]árbændum blasir.
43,4
KjÖtSðlð, kíló á íbúa
33,8
10,7
6,6 6,3
Kindakjöt
Nautgripakjöt
Svínakjöt
Alifuglakjöt
26,7
11,2
I 9,9
5,5
□
25,7
12,2
11,8 |
6,4
14,2
12,8
9,2
1985
1990
1995
1998
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Þessi lönib virðast hafa litlar áhyggjur af stöðu sauðfjárræktarinnar.
Sjóflutningar
á fersku kjöti
frá íslandi
kannaðir
hefur kjötið verið kynnt sem hrein nátt>
úruafurð og það selt ferskt í heilsu-
verslunum, þá hefur það verið selt bæði
ferskt og frosið til hótela og veitinga-
staða. Um 30 tonn af íslensku kinda-
kjöti voru þannig seld í Bandai’íkjunum
í fyrra og var markaðurinn vaxandi.
Bryndís Hákonardóttir, útflutnings-
stjóri Kjötumboðsins, segir markaðs-
setninguna hafa tekist vel og að ís-
lenska lambakjötið hafi unnið sér fastan
sess í þeim verslunum sem það seldu.
Ný tollalöggjöf tók hins vegar gildi í
Bandaríkjunum nú í september og vai’
þar með lagður 9% tollur á innflutt
lambakjöt til að vernda
bandaríska sauðfjárbændur
fyrir lágu verðlagi nýsjá-
lensks lambakjöts. Vemdar-
tollurinn gildir næstu þrjú
árin, en fer stiglækkandi ár
frá ári. Tollurinn verður því
6% á öðru ári og 3% síðasta
árið.
Nokkur lönd eru þó undanskilin þess-
ari löggjöf, m.a. þróunarlönd og hefur
Kjötumboðið leitað aðstoðar sendiráðs
Islands í Washington til að sækja um
undanþágu frá tollalögunum. Þetta er
gert á þeirri forsendu að kjöt sem sé
jafn hreint og það íslenska sé töluvert
dýrara en bandarískt kindakjöt og ógni
þar af leiðandi ekki innlendum mai’kaði.
Bryndís segir toilalögin þó ekki hafa
haft jafn mikil áhrif og búist var við.
Kjötumboðið hafi haldið mai’kaðshlut-
deild sinni óskertri, en hún hafi hins
vegar ekki aukist líkt og hafi verið gert
ráð fyrir.
Hærra verð fæst á erlendum mörkuð-
um fyrir ferskt lambakjöt en frosið.
Þessu hafa þó fylgt þau vandkvæði að
flytja hefur þurft kjötið með flugi, sem
er dýrari flutningsmáti en skipaflutn-
ingar.
Kjötumboðið vinnur að sögn Bryn-
dísar að lækkun þessa kostnaðar, en
verið er að kanna möguleika á að
flytja ferskt kjöt sjóleiðis í loftæmd-
um umbúðum og gaspakkningum.
Bryndís segir lofttæmdu umbúðirnar
henta vel á nálægar hafnir, en gas-
pakkningar á fjarlægari staði þar
sem þær geri unnt að geyma kjötið
mun lengur. Þessa aðferð hafi Ný-
Sjálendingar notað lengi til að við-
halda ferskleika kjötsins.
Verðhrun á gæruni
Þótt fjórðungur kindakjöts sé í ár
seldur á erlendum mörkuðum fyrir
lægra verð en fæst fyrir það heima,
segir Aðalsteinn sauðfjárbændur
samt hafa öllu meiri áhyggjur af
verðhruni á gærum og verðlækkun á
ull. Verð á gærum lækkaði um
75-80% milli áranna 1997 og 1998.
Sláturhús KHB greiddi t.d. bænd-
um 208,50 kr. fyrir kílóið af gærum
1997 en um 50 kr. ári síðar. „Samt var
verðfallið á heimsmarkaði meira en
þetta, sláturleyfishafar tóku það bara
líka á sig,“ segir Ingi Már Aðalsteins-
son, formaður Landsambands slátur-
leyfishafa og kaupfélagsstjóri í Kaup-
félagi Héraðsbúa. Hann bætir við að
þetta sé þó engu að síður algjört
verðhrun gagnvart bændum.
Framkvæmdanefnd búvörusamn-
inga bætti bændum þó í nokkru upp
gæruna í fyrra með því að greiða 100
kr. með hverri gæru og er skv. upp-
lýsingum frá Markaðsráði kindakjöts
útlit fyi’ir að haldið verði uppteknum
hætti í haust.
Verðhrun á gærum má rekja til
lækkaðs skinnaverðs á heimsmarkaði.
Að sögn Bjarna Jónassonar, fram-
kvæmdastjóra Skinnaiðnaðarins,
stafar þetta að nokkru leyti af breytt-
um efnahagsaðstæðum í Sovétríkjun-
um fyrrverandi, en þar var jafnan
góður markaður fyrir fullunnin skinn.
í fyrra keypti Skinnaiðnaðurinn
gærar af öllu slátraðu fé. Ekki hefur
þó verið lokið við að vinna úr þeim
gærum og á fyrirtækið því lager af
gærum frá fyrra ári. Hve mikið magn
af gæram Skinnaiðnaðurinn mun
kaupa úr slátrun þessa árs er því enn
óvíst.
Saltaðar gærur voru fluttar út á
áttunda áratugnum, en sá útflutning-
ur lagðist af áratuginn á eftir. í ár er
hins vegar útlit fyrir að breyting
verði á, en Kjötumboðið
sendi nýverið gám af sölt-
uðum gærum til Spánar og
segir Bryndís fyrirtækið
hafa kaupendur að söltuð-
um gærum í umtalsverðu ............
magni.
Verð á söltuðum gærum er hins
vegar töluvert lægra en verð á unnum
gærum. Kjötumboðið greiðir t.d. 120
kr. fyrir gæruna og hver gæra vegur
um 3,1 kg. Af þessum 120 kr. á hins
vegar eftir að draga söltunar- og
vinnslukostnað sem er að sögn Aðal-
steins um þriðjungur þessa og því
ljóst að kíióverðið sem skilar sér tii
bænda er innan við 30 kr.,
„Menn voru að fá upp undir 650 kr.
fyrir gæruna 1997, en þetta fer niður
í 250 kr. á síðasta hausti. Horfurnar í
haust eru síðan þannig að markaður-
inn verði að greiða einhvers staðar á
bilinu 40-100 kr.,“ segir Aðalsteinn.
Hann bætir við að hann sé engu að
síður vongóður um að gærur muni
hækka í verði á ný. En á loðskinna-
uppboði sem haldið var í Kaupmanna-
höfn í byrjun september hækkaði
skinnaverð um allt að 60%.
í fyrra lækkaði ull einnig í verði,
Nýsjálendingar
sækja stífar á
Evrópumarkað
þótt ekki hafi verið um verðhrun að
ræða h'kt því sem varð á gærum. Um
15% lækkun varð þó á ullarverði til
bænda og hefur sú lækkun haldist að
mestu óbreytt síðan.
Ástæðu þessarar verðlækkunar
segir Guðjón Ki’istinsson, fram-
kvæmdastjóri Istex, vera lægð í ull-
arverði alls staðar í heiminum. Mark-
aðir hafi lokast með kreppunni í Asíu
og áhrifa þess hafi síðan gætt annars
staðar í kjölfarið. Guðjón segir t.d.
vera mikinn samdrátt í ullariðnaði í
Evrópu, sérstaklega í Bretlandi sem
sé ásamt Bandaríkjunum og Kanada
eitt stærsta útflutningssvæði ístex.
„Ætli það megi ekki segja að þegar
kreppir að þá er fatnaður það fyrsta
sem fólk sparar við sig,“ segir Guðjón
og bætir við að þá hafi flísfatnaður
tekið hluta af markaði ullarinnar á
síðustu árum. Ullarframleiðsla hér á
landi er um 700 tonn á ári og fara um
70% hennar á erlenda markaði.
Lífræn framtíð?
Það er þó ekki bara ferska kjötið
sem selst á hærra verði á erlendum
mörkuðum, heldur líka kjöt sem er
lífrænt vottað. Ekki er þó mikið um
lífrænt vottaða sauðfjárrækt á Is-
landi því fylgja þarf ströngum reglu-
gerðum. En Bryndís segir nokkra ís-
lenska bændur munu mæta skilyrð-
um um lífræna ræktun á næstunni,
en um sjö tonn af Iífrænu kjöti eru
flutt úr landi árlega og selst það á um
um 15% hærra verði en venjulegt
lambakjöt.
Að sögn Aðalsteins er þó verið að
skoða hvort hægt sé að fá einhverja
rýrnkun á reglum um lífræna vottun
vegna legu landsins. Aðalsteinn segir
ákveðna heimild verá til þessa í lög-
um, en þetta hafi þó ekki tekist enn-
þá og það sé bannið við notkun tilbú-
ins áburðar sem þetta fyrst og fremst
strandi á. „Þetta heftir nefnilega
menn á svo stórum hluta landsins að
ná að afla fóðurs ef ekki er heimilt að
nota einhvern tilbúinn áburð við líf-
ræna ræktun.“
Hreinum sauðfjárbúum hefur
fækkað um tæp 300 síðan 1995 og
töldust þau í fyrra vera 1.606.
Greiðslumark sauðfjárbúa er bundið
ákveðnum jörðum og geta bændur
því ekki selt það frá jörðinni og snúið
sér að öðrum búskap. Greiðslumarkið
tryggir sauðfjárbónda ákveðið að-
gengi að markaðnum sem og ákveðna
greiðslu, sé hann á annað borð með
sauðfé.
Greiðslumark er þó ekki alltaf fast
á ákveðnum jörðum. Sala þess var
t.d. bönnuð á tímabilinu 1989-1991,
en þá var hún leyfð til 1996 þegar
hún var aftur bönnuð. Þeir samning-
ar eru hins vegar lausir 2001 og segir
Aðalsteinn marga bændur bíða
þeirra.
Að mati Gísla er ekki ólíklegt að
sauðfjárbændur séu orðnir langeygir
eftir tekjuauka í sauðfjárræktinni.
„Ef það er nóg að gera annars staðar
í þjóðfélaginu þá fara menn að horfa
þangað,“ segir Gísli. En ríkið hefur
leyst til sín að undanförnu greiðslu-
mark þeirra sem hafa hætt, sem að
sögn Gísla hefur ekki vera mikið
magn. „Mér finnst stundum eins og
bændur séu tregir til að eiga við-
__________ skipti við ríkið og séu jafn-
vel þeirrar skoðunar að
það sé betra að bíða og sjá
til, því þetta geti ekki orð-
ið verra en það er.“ Marg-
——— ir sauðfjárbændur reyni
því t.d. að vera með ein-
hverja aðra starfsemi meðfram sauð-
fjárræktinni s.s. ferðaþjónustu og
handverk, á meðan aðrir sæki vinnu
til aðliggjandi þéttbýlis.
„Töluvert af bændum bíður eftir
nýjum sauðasamningi og hvað hann
beri í skauti sér,“ segir Aðalsteinn.
„Það verður vonandi settur aukinn
kraftur í að ganga frá nýjum samn-
ingi og fá úr því skorið hvaða fjár-
magn stendur til boða, því það er
náttúrlega staðreynd að sauðfjár-
ræktin stendur undir stórum hluta
þessara dreifðu byggða.
Þeir sem vilja hætta verða með
einhverjum hætti að komast út úr
greininni líka og nýr samningur hlýt-
ur að ganga þannig frá þeim málum
að þeir fari ekki eignalausir þaðan.
En fyrst og fremst þurfum við þó að
semja með það að leiðarljósi að sauð-
fjárræktin geti lifað sem atvinnu-
grein áfram.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samtökum iðnaðarins og ASÍ hefur verið boðið að taka yfir rekstur Tækniháskóla Islands.
TÆKNIHÁSKÓL-
INN VERÐI SJÁLF-
STÆÐ STOFNUN
SAMTÖK iðnaðarins setja þau
skilyrði fyrir samstarfí við Há-
skóla íslands um stofnun og
rekstur tækniháskóla að stofn-
unin verði sjálfstæð og ekki undir
stjórnskipulagi háskólans. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra hefur
lýst því yfir að ekki komi til greina að
kljúfa verkfræðideild frá Háskólanum
en hann kveðst ekki sjá að sú afstaða
geti komið í veg fyrir samstarf þessara
aðila um tækniháskóla. Hann hefur
jafnframt veitt Samtökum iðnaðai-ins
og Alþýðusambandi íslands umboð til
þess að kanna hvort þessir aðilar vilja
taka að sér rekstur Tækniskóla íslands.
Háskólaráð kemur saman á morgun og
þar verður tekin afstaða til þess hvem-
ig staðið verði að viðræðum við Samtök
iðnaðarins um málið.
Menntamálaráðherra segir að í þessu
máli liggi fyrir að skapa víðtæka sam-
vinnu milli sjálfstæðrar stofnunar
tækniháskóla og Háskóla Islands. Mörg
dæmi séu um það að aðilar starfi saman
á þessu sviði eins og öðram. „En það er
algert skilyrði af minni hálfu að menn
kljúfi ekki verkfræðideildina frá Há-
skólanum," segir Björn.
Hann leggur áherslu á að náð verði
niðurstöðu í þessu máli sem fyrst og
ekki síðar en fyrir áramót. „Það er
markmið sem ráðuneytið og verkfræð-
inga- og tæknifræðingafélagið hefur
haft að kraftarnir verði nýttir sem best
til að byggja upp tækni- og verkfræði-
menntun. Það er liður í þessari vinnu að
kanna hvort ekki sé hægt að skapa
betri samvinnu á milli aðila þannig að
kraftarnir nýtist sem best. Það era
mjög fámennir hópai’ sem verið er að
kenna. En hvernig staðinn verði vörður
um sérkenni tækninámsins annars veg-
ar og verkfræðinámsins hins vegar er
úrlausnarefni sem menn standa frammi
fyrir og ég held að hljóti að vera hægt
að leysa," sagði Bjöm.
Samtök iðnaðarins telja að tæknihá-
skóla væri betur borgið sem sjálfstæðri
stofnun en undir stjórnskipulagi háskól-
ans og hafa samtökin lýst áhuga á því
að leggja fram fjármagn í stofnun skól-
ans. Meginmarkmiðið með stofnun
skólans er að efla tækni- og verkfræð-
ingamenntun, útvega atvinnulífinu vel
menntaða starfsmenn í þessum grein-
um og skapa skilyrði til þess að aðlög-
unarhæfni skólans sé sem mest þannig
að skólinn hafi aðgang að nýjustu þekk-
ingu á hverjum tíma.
Háskólann skortir aðlögunarhæfni
Sjónarmið samtakanna er það að að-
lögunarhæfni háskólans er ekki nægi-
leg. Stjórnskipulagið er með þeim hætti
að háskólinn er oft seinn í ákvarðana-
töku. Það taki t.a.m. of langan tíma fyr-
ir stjórnendur háskólans að fella niður
námskeið sem ekki er lengui- þörf fyrir
og sömuleiðis að taka upp nýjungar
sem þörf er fyrir. Hluti vandans felist í
því að oft taki langan tíma að afla heim-
ilda til að ráða nýja kennara til að sinna
þessum nýjungum.
Davið Lúðvíksson, sem hefur ásamt
fleiram unnið að tillögum Samtaka iðn-
aðarins að stofnun tækniháskóla sem
sjálfseignarstofnunar, bendfr á að
stærð Háskólans ráði því að stjórnend-
Menntamálaráðherra
hefur veitt Samtökum
----------------7-----
iðnaðarins og ASI um-
boð til að taka að sér
—— y
rekstur Tækniskóla Is-
lands og viðræður eru að
hefjast milli Háskóla Is-
lands og Samtaka iðnað-
arins um stofnun tækni-
háskóla. Guðjón Guð-
mundsson ræddi við að-
ila sem tengjast málinu.
ur hans geti oft ekki tekið einhliða
ákvörðun um að ráða prófessor í einni
deild Háskólans án þess að upp komi
umræða um að ráða prófessora í öðram
deildum hans. Háskólinn þurfi sömu-
leiðis oft að fara þá leið að fastráða
kennara í stað þess að lausráða þá. Eins
konar kvótakerfi sé við lýði milli deilda
sem leiði til þess að stjórnskipulagið sé
þungt í vöfúm. Háskólinn er ríkisstofn-
un og þar séu ákveðnar launa- og ráðn-
ingarforsendur sem gera henni erfitt
um vik að keppa við markaðslaun og
þar með hæfustu starfsmennina. Þessi
veikleiki í stjórnskipulagi einskorðist
ekki við Háskóla íslands. Davíð bendir
á að Háskólinn eigi aðild að Endur-
menntunarstofnun þar sem ráðningar-
málum er fyrirkomið á allt annan hátt.
Kennarar taka þar að sér námskeið en
era ekki fastráðnir. Sams konar fyrir-
komulag hefur verið hjá Viðskiptahá-
skólanum.
„Við erum opnir fyrir því að ræða
stjórnfyrirkomulag á tækniháskóla. Við
höfum talið að einhvers konar sjálfs-
eignarstofnun eða jafnvel hlutafélag
geti verið fyrirkomulag sem menn ættu
að skoða. Eitt sem hefur breyst í
rekstrarumhverfi skólastofnana á Is-
landi er það að um leið og byrjað er að
gefa upp árlegan kostnað við hvern
nemanda á tiltekinni námsbraut er
hægt að reka skóla eins og hvert annað
fyrirtæki," segir Davið.
Hann segir að forsvarsmenn fyrir-
tækja innan Samtaka iðnaðai’ins, sem
hafa komið að þessu máli, hafi lýst því
yfir mestum áhuga á því að tæknihá-
skólinn verði til í samstarfi við verk-
fræði- og raunvísindadeild Háskóla ís-
lands. Það sem þyrfti að gerast til þess
að koma málinu á hreyfmgu væri opið
viðhorf forsvai’smanna Háskólans til
stjómskipulags tækniháskólans og þar
þyrftu menn að mætast á miðri leið.
Davíð segir að Samtök iðnaðarins
hafi undir höndum bréf frá mennta-
málaráðherra þai’ sem hann fer þess á
leit við samtökin að þau taki yfir rekst-
ur Tækniskólans í samvinnu við Al-
þýðusamband Islands. Þar með sé búið
að leggja þá hugmynd til hliðar að verk-
fræði- og raunvísindadeild taki skólann
yfir. Samtök iðnaðarins hafi átt ágætt
samstarf við ASI í skólanefnd Tækni-
skólans og hugmyndir þefrra síðar-
nefndu um tækniháskóla séu áþekkar
hugmyndum Samtaka iðnaðarins.
Háskólinn komi að málum
Sigurður Brynjólfsson, prófessor í
Háskóla Islands, sat í nefnd sem
menntamálaráðherra skipaði til þess _að
gera tillögur um samstarf Háskóla ís-
lands og Tækniskóla íslands. Fyrstu
tillögur hans vora þær að Tækniskólinn
færðist undir Háskóla íslands og námið
yrði þar sjálfstæðar einingar og skólinn
gæti notað þau námskeið innan Háskól-
ans sem tæknifræðingar teldu við hæfi
fyrir sitt fólk og jafnvel einnig aðstöðu
fyrir verklega kennslu. Síðan hefur .
málið þróast jdfr’ í það að Samtökum
iðnaðarins hefur verið boðið að koma
með sjálfstæðan skóla, Tækniháskóla
atvinnulífsins, inn á háskólalóðina,
þannig að hægt væri að samnýta eða
leigja af Háskólanum aðstöðu. Skólinn
yrði sjálfstæður og ekki sjálfgefið að
hann yrði undir stjórnskipulagi Háskól-
ans. „Núna eru að fara í gang viðræður
milli Samtaka iðnaðarins og Háskólans
um formið á þessu samstarfi, þ.e. hvort
skólinn yrði alfarið undir verkfræði-
deild, alfarið óháður eða einhver blanda
þarna á milli þó þannig að Háskólinn
kæmi að þessari sjálfseignarstofnun á
einhvern hátt,“ sagði Sigurður.
Sigurður segir að í nefndinni hafi
m.a. verið rætt um hvort halda beri
námi tæknifræðinga og verkfræðinga '
algjörlega aðskildu. Hann segir að sam-
kvæmt sínum tillögum eigi ekki að setja
þessa tvo hópa i sömu námskeið en á
hitt beri að líta að í Háskólanum sé
kennd t.a.m. stærðfræði á mörgum stig-
um fyrir mismunandi hópa. Tæknifræð-
ingar hljóti að fmna stærðfræðinám-
skeið innan Háskólans sem þeir telja
við hæfi. Samkeyrslan yrði því meiri á
raungreinagranni en á faglegum
granni. „Það er viðtekin samstaða um
það að þörf er fyrir bæði tæknifræðinga
og verkfræðinga og við verðum að ein-
beita okkur að því að halda þessu námi
aðskildu svo ekki verði úr eitthvert
miðjumoð,“ segir Sigurður.
Erum lítil þjóð
Valdimar K. Jónsson, deildarforseti
verkfræðideildar, hefúr verið skipaður
sem fulltrúi Háskólans í viðræðum við
Samtök iðnaðarins um framtíð Tækni-
skóla Islands. Hann segir að sín hug-
mynd hafi alltaf verið skýr í þessu máli.
„Eg hef alltaf sagt að við hefðum ekki
efni á því að reka tvo tækni- og verk-
fræðiskóla því þetta er tiltölulega dýrt
nám. Heldur ættum við, þótt þetta séu
tvær sjálfstæðar einingar, að reyna að
samkeyra námið með vissum hætti.
Sum námskeið væri hægt að kenna
sameiginlega og hægt væri að nýta bet-
ur verklega kennslu. Við eram lítil þjóð '
en hugsum eins og fimm milljóna
manna þjóð og við höfum ekki efni á því
að hugsa svona. Ég get verið sammála
því að halda beri náminu aðskildu því
tæknifræðinganámið er háskólastig
verkmenntunai’ og mér finnst ekki
hægt að loka fyrir það að iðnaðarmenn
komist í framhaldsnám. En það er hægt -
að keyra nokkur hagnýt námskeið sam-
an,“ segir Valdimar.