Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HEYRIRDU NOKKURNTÍMA RADD- IR INNRA MED ÞÉR, SRETTIR ? RADDIR SEM SESJA ÞER A£> ÞÚ HAFIR SERT EITTHVAÐ HANN HLYDIR SÍNUMINNRI FÁVITA Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk f ISTHIS A FOXTROT CHARLES, OR A WALTZ? «o Ql o* 1 I U5UALLV JU5T UIAIT ANO 5EE HOW IT TURNS OUT.. oi Ace Vdhce St“dio 8-/o Er þetta foxtrot eða vals, Kalli? Ég er ekki viss. Ég bíð venjulega og sé Ace hvernig það kemur út.. Dansskúli. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bréf frá manneskju í Júgóslavíu Frá Ragnarí Stefánssyni: ÉG VAR að fá bréf frá manni sem heitir Miroljub í Lazarevac í Jú- góslavíu. Fram kemur í bréfmu að Mirjoljub hafi búið og starfað hér á landi fyrir mörgum árum. Af því ís- lenskir fjölmiðlar hafa nú ekki verið svo duglegir að birta hlið þeirra sem urðu fyrir loftárásunum í stríði NATO-ríkjanna gegn Júgóslavíu, langar mig að birta ykkur þetta bréf, þýtt úr ensku, í örlítið styttri endursögn. Bréfið „Kæri Ragnar. Þakka þér kærlega fyrir frábæra grein þína í Morgunblaðinu 8/9 1999. Bróðir minn, Predrak Dockic, þýddi hana fyrir mig á Serbókróat- ísku og sendi mér hana. Kærar þakkir. Grein þín er sönnun þess, guði sé lof, að til er fólk með heil- brigðar hugsanir, líka í NATO-lönd- unum. Aðferð hugsunarinnar má aldrei vera valdbeiting, valdbeiting má ekki verða leið til að leysa vanda- málin. Sært land mitt og fólkið, sem hefur verið drepið, Serbar og Al- banar, eru í lok 20. aldarinnar krafa um að heimurinn, sérstaklega Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóð- verjar, lúti höfði og hugsi alvarlega um stöðu sína í heiminum. A marg- an hátt og um langt skeið mun Jú- góslavía minna á og vera viðvörun um hvernig ekki á að hugsa, um hvað ekki má gera. Eftir að fjölmiðlar heimsins hafa verið lokaðir um langa hríð, eru þeir nú hægt og bítandi að opna sann- leikanum leið, sannleikanum um Jú- góslavíu og árásarstríð NATO, hægt og bítandi. Einhvem tíma munum við sjá allt í réttu ljósi, í dagsljósinu, ekki í ljósi valdbeiting- arinnar. Að lokum mun öll sagan um Júgóslavíu og NATO liggja ljós fyrir, laus undan áhrifum og „út- skýringum" Bandaríkjanna, Eng- lands, Þýskalands og Frakklands. Það er löng leið þangað, en það er eina leiðin, leið sannleikans. Til þín vinur í fjarlægð. I nafni ástkærrar, blóðgaðrar fósturmoldar minnar, í nafni fólksins sem var drepið, þakka þér fyrir manneskju- legt hjartalagið bak við útskýringar þínar. Þakka þér fyrir hugrekki þitt að segja að rangindum var beitt, fyrir að segja að sannleikurinn er allt annað en það sem NATO segir. Meira en hálfa ævi mína hefur ís- land átt stað í hjarta mínu, stað eins og Júgóslavía. En þessi hjartastað- ur minn er núna miklu ríkari, vegna Ragnars Stefánssonar, svo nærri en samt 5.500 km í burtu. Takk fyrir þessa trú sem ég hef öðlast innra með mér, takk fyrir rödd þína í hafi þagnarinnar." Víst þykir mér hólið gott Þið haldið auðvitað að ég birti þetta til að koma á framfæri hóli um sjálfan mig. Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan verið eins stoltur af nokkurri viðurkenningu sem ég hef hlotið. Það er einmitt þessa vegna sem ég birti þetta. Eg vil segja við fréttamenn, að það er til umbun fyrir starf, sem er miklu verðmætari en laun fyrir að skrifa hinn „viðurkennda sannleika" vald- hafanna. Ég man hvað ég var stoltur yfir íslenskum blaðamanni, Asmundi Sigurjónssyni á Þjóðviljanum, þeg- ar ég kom heim til íslands í náms- hlé 1962-1963. Ásmundur skrifaði fréttaskýringu eftir fréttaskýringu, þar sem hann útskýrði baráttu Víetnama gegn ofurvaldi hinna sterku í heiminum. Ég var við nám í Svíþjóð og þá skrifuðu sænsku blöð- in enn þá um árás hinna „vondu“ Norður-Víetnama og Víetkonga á hið „frjálsa" Suður-Víetnam, líka málgögn sænsku kratanna. Það tók sænska fjölmiðla 3^4 ár í viðbót að snúa við blaðinu og kunna við að segja sannleikann. Það tók flesta ís- lenska fjölmiðla enn þá lengri tíma að þora að birta sannleikann um Víetnamstríðið. Auðvitað þarf ekkert hugrekki til að skrifa grein eins og þá sem ég skrifaði í Morgunblaðið 8. septem- ber sl. Það þarf hins vegar ákveðna trú á því að það sé hægt með þolin- mæði að koma einhverjum öðrum sannleika á framfæri en sannleika hinna auðugu og voldugu. Frétta- maður sem gerir slíkt að staðaldri mun ekki fá hól sumra yfirboðara sinna framan af. En hann mun smám saman öðlast þá viðurkenn- ingu sem er miklu mikilvægari. Um mikilvægi þess að greina rétt frá ástandinu í heiminum í heimi þar sem manneskjur heimsins eru stöðugt að færast nær hver annarri verður sífellt mikil- vægara að gætt sé sannleiksástar og hlutlægni í umfjöllun um átök meðal manna. Þetta er nauðsynlegt til að við fáum rétta mynd af heim- inum. Þetta er nauðsynlegt til að ekki sé hægt að plata okkur út í annað eins óhæfuverk og loftárás- irnar á Júgóslavíu voru. Þetta er nauðsynlegt til að manneskjumar í heiminum vilji hafa við okkur góð samskipti. Því eigum við að gera kröfu um sanna fréttamennsku í stað þess sem best virðist seljast í augnablik- inu, í stað frétta og útskýringa hinna auðugu og voldugu, hinna sig- ursælu stríðsherra. RAGNAR STEFÁNSSON, Tryggvagötu 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.