Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 51 ! ( BRÉF TIL BLAÐSINS Fram fögnuðu eftir leikinn, var Marcel Oerlemans niðurbrotinn maður. Hann hafði verið lítillækk- aður og litlu munaði að óafsakanleg framkoma hans hefði kostað Fram sæti í úrvalsdeild. Að leysa málið í leyni milli félaganna hefði verið lít- ilsvirðing við hinn erlenda leikmann og ekki tU þess fallið að koma í veg fyrir slíka atburði. Það vakti fyrir Fram, með erindinu tU KSÍ, að fá fram umræðu í knattspymuhreyf- ingunni um þessi mál, þannig að ekki þurfi fleiri hörundsdökkir leik- menn að ganga í gegnum það sama og Marcel Fram og Víkingur hafa átt góð samskipti, innan vallar sem utan, þau rúmlega 90 ár sem þau hafa starfað, enda til þeirra stofnað af sömu einstaklingum. Sh"kt á ekki að breytast þótt Fram taki hart á mis- gjörðum við leikmann félagsins. Umfjöllun um atvik þessi á ekki að skaða félögin né knattspyrnuhreyf- inguna; vonandi verður þetta þvert á móti til þess að hreyfingin taki á þessum málum. SVEINN ANDRI SVEINSSON, formaður Fram. Athugasemd frá formanni Fram Frá Sveini Andrn Sveinssyni: ÞAÐ hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum við erindi undirritaðs til Knattspymusam- bands Islands vegna kynþátta- áreitni sem leikmaður Víkings sýndi leikmanni Fram í leik liðanna þann lS.september sl. í umræðu um málið er hugtökum skolað til. Einstaklingur getur verið uppfullur af kynþáttafordómum, án þess að nokkuð sé hægt að gera við, nema þá reyna að leiða hann inn á réttar brautir með uppeldi. Kyn- þáttahatur er öfgakennd mynd af þessari persónulegu afstöðu og í raun geðrænt vandamál. Kynþátta- ofsóknir eru skipulagðar aðgerðir stjórnvalda eða hóps manna, sem beinast gegn hópi manna af tiltekn- um kynþætti eða hörundslit. Kyn- þáttaáreitni er það hins vegar þegar aðilar áreita einstaklinga persónu- lega á grundvelli litarháttar eða þjóðernis. Sú háttsemi leikmanns Víkings sem varð til þess að Fram kvartaði til KSÍ, fólst í því að hann hafði áreitt hörundsdökkan leikmann Fram allan leikinn, með vísan til hörundslitar hans og að því er virt- ist í því skyni að æsa leikmann Fram til harkalegra viðbragða. Sem og gerðist. í hita leiks eiga pústrar sér oft stað og oft sem ljót orð falla. I þetta sinn var hins vegar farið út yfir öll mörk, annars vegar þar sem ekki var um eitt atvik að ræða, held- ur stöðugt áreiti og hins vegar vegna þess hvers efnis orðaskiptin voru. Fjöldi vitna var að framkomu leikmanns Víkings og því tilgangs- laust að þræta fyrir hana. Nokkrh' leikmenn Víkings hafa í persónuleg- um samtölum við Framara lýst yfir andúð sinni á framkomu leikmanns- ins og beðist afsökunar. Eru það vonbrigði að forysta Víkings hafi ekki einfaldlega beðið leikmann Fram afsökunar og lýst vilja Vík- ings til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Fundið hefur verið að því að Framarar hafi borið sakir á tiltek- inn leikmann Víkings, án þess að málið væri rannsakað. Hvorki und- irritaður né aðrir fyrirsvarsmenn Fram hafa nafngreint þann leik- mann Víkings sem sýndi af sér þá háttsemi sem kvartað var yfir og enn síður hefur ávirðingum verið beint að Knattspymufélaginu Vík- ingi sem slíku. Víkingar sjálfir hafa dregið nafn viðkomandi leikmanns inn í umræðuna og hann sjálfur með eigin ski'ifum. Gagnrýnt hefur verið að Fram skyldi hafa snúið sér til KSÍ með málið, í stað þess að ræða við Vík- inga í því skyni að upplýsa það og sætta. Það var mat undirritaðs að um væri að ræða það alvarlegt mál, að nauðsynlegt væri að tilkynna það til KSÍ. Þeir sem þetta gagmýna, virðast ekki átta sig á alvöru máls- ins. Á sama tíma og aðrir leikmenn Frá Margréti Guðmundsdóttur: ÞAÐ er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvort, hvenær og þá hvern- ig eigi að skoða mál þeirra öryrkja sem rétt hafa átt á greiðslu heimilis- uppbótar og sérstakrar heimilisupp- bótar en ekki fengið þær greiðslur, eða misst þær niður við barneignir. Það þurfa allir að fara að lögum Nýlegur úrskurður Tryggingaráðs vegna greiðslu heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar til ein- hleypra öryrkja sem búa með börn- um sínum, staðfestir svo ekki verður um villst að ekki hefur verið farið að lögum um greiðslur þessara bóta- flokka í mörg ár. Ég vil nefna tvö dæmi máli minu til útskýringar Kona er úrskurðuð 75% öryrki ár- ið 1990. Hún er einhleyp, býr í leigu- húsnæði og hefur ekki aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun ríkisins. Hún fær örorkulífeyri, tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót, sérstaka heim- ilisuppbót, svo fær hún einnig upp- bót vegna lyfjakostnaðar. Árið 1994 eignast hún bai'n og vegna vinnutilhögunar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins missir hún niður heimilisuppbótina og sérstöku heim- ilisuppbótina á þeim forsendum að hún búi ekki lengur ein. En skilyrði fyrir greiðslu þessara bótaflokka er að viðkomandi öryrki sé einhleypur og einn um rekstur heimilisins og Enn og aftur um heimilis- uppbótina hafi ekki fjárhagslegt hagræði af þeim sem hann býr með. Þannig að við barnseignina lækkuðu bætur konunar um þriðjung. Annað dæmi Ung kona er þegar orðin móðir þegar hún er úrskurðuð 75% öryrki árið 1988. Hún býr með börnum sín- um í félagslegri íbúð sem hún á. Á þeim tíma sem hún er úrskurðuð ör- yi'ki sækir hún um alla þá bótaflokka sem hún telur sig eiga rétt á. Þar á meðal heimilisuppbótina og sérstöku heimilisuppbótina sem henni er jafn- harðan neitað um á þeim forsendum að hún búi ekki ein. Kært til tryggingaráðs Síðastliðið vor var kærð til trygg- ingaráðs synjun af þessu tagi. Og eft> ir bréfaskriftir milli tryggingaráðs og lögfræðings skjólstæðings Trygg- ingastofnunar var úrskurður trygg- ingaráðs á þá vegu að ekki væri fjár- hagslegt hagræði í því fyrir einhleyp- an öryrkja að búa með barni sínu eða börnum. Þannig að, vegna breyttrar vinnutilhögunar innan Trygginga- stofnunar, gætu einhleypir öryrkjai' með börn á framfæri nú sótt um þennan bótaflokk. Hvorki þurfti að breyta lögum né reglugerðum til að greiðslur þessar gætu hafist. Það er ekki hægt að láta hér við sitja Snúum okkur aftur að konunum sem dæmin eru tekin af. Allir geta séð að þær hafa orðið fyrir gifurleg- um tekjumissi vegna rangtúlkunar á lögum hjá Tryggingastofnun. Þær eru ekki einu öryrkjarnir í þessari stöðu. Og allir sem vilja geta séð nið- ur á hverjum þetta kemur harðast. Það er ekki hægt að afgreiða mál svona. Það er ekki hægt að klappa á kollinn á fólki og segja „okkur finnst þetta leiðinlegt“. Það er ekki hægt að segja ,já, en við erum búin að leiðrétta svo mikið“. Það er einfald- lega rangt að gera svona. Það er heldur leiðinlegt til afspurnar fyrir Tryggingastofnun ríkisins ef skjól- stæðingar hennar þurfa oft að leita lögfræðiaðstoðar til að sækja fram réttindi sín. Ég skora á Tryggingastofnun að láta ekki hér við sitja. Heldur að leit- ast við að fara að lögum. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, skrifstofumaður hjá Háskóla íslands, öryrki og með börn á framfæri. Þakrennur Þakrennur og rör ^ frá... VTI BUKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi A SiBA Ein af auglýsingum Morgunblaðsins frá öldinni sem er að líða. Vilt þú ná árangri á nýrri öld? AUGLÝSINGADEILD MORGUNBLAÐSINS | sími 569 1111, augl@mbl.is, bréfasími 569 1110 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.