Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Haustsúpa
„Nú er orðið fínt að vera meiddur á
öxl,“ sagði kona nokkur við Kristínu
Gestsdóttur, þegar hún mætti henni
með hönd 1 fatla um dagínn.
EN það er ekki axlarmein sem
verður hér til umræðu heldur
kjötsúpa, en hún virðist vera
sannkallaður haustmatur, enda
til ófrosið kjöt og mikið úrval af
góðu íslensku grænmeti. Vinir
og fjöldskylda hafa keppst við að
bjóða okkur hjónum í mat eftir
að hægri öxl mín og þar með
höndin „féll úr leik“ - og oft fá-
um við kjötsúpu, ég fékk meira
að segja kjötsúpu á spítalanum
og það mjög góða súpu. Mér
fínnst kjötsúpa góð og hún hefur
þann kost að hægt er að drekka
hana úr bolla. A spítalanum sá
ég sjúklinga berjast við stóra
kjötbita með fitu og beinum, en
ég slapp við þau vandræði þar
sem ég var nýkomin úr aðgerð.
Bein þyrfti helst að taka úr og
skera fitu frá áður en kjötið er
borið fram. Eg veit að mörg
börn vilja ekki kjötsúpu, er
þetta ekki ástæðan? Má ekki
smækka þessa ólystugu súpu-
kjötsbita og skera fituna frá áð-
ur en kjötið er selt neytendum?
Beinin þarf þó að sjóða með súp-
unni til að fá kraft úr þeim en
þau þarf ekki að bera á borð.
Langt er síðan ég hætti að sjóða
súpukjötið eins og það kemur
frá framleiðendum, heldur sker
kjötið í frekar smáa bita og fjar-
lægi bein eftir að búið er að
sjóða kjötið, þá er það auðvelt.
Oftast er kjötið frosið og auðvelt
er að snyrta til hálffrosið kjöt.
Ef við skerum fituna frá flýtur
heldur ekki fítubrák ofan á súp-
unni. Ekki er sama hvernig
grænmetið er soðið auk þess
sem rófu- og hvítkálssoð bætir
ekki súpuna nema í litlu magni
sé, best er að sjóða rófur og hvít-
kál sér og setja í súpuna í lokin.
Hinar ýmsu tegundir græmetis
þurfa mislanga suðu, íslenskt
hvítkál t.d. þarf í mesta lagi 5
mínútur. Kjöt soðið í litlu vatni
verður mun bragðbetra en ef
það er soðið í miklu vatni, vatni
má bæta í súpuna í lokin.
Haustsúpa
1 kg súpukjöf sem búið
er að fituhreinsa
1 '/2-2 I vatn, svo að rétt
fljóti yfir kjötið
1 tsk. salt í hvern lítra vatns
1 lörviðarlauf
6 svört piparkorn (mó sleppa)
6 allrahandakorn (mó sleppo)
1 dl hrísgrjón
1 meðalstór laukur
2 meðalstórar gulrætur
2 stórar kartöflur
3 meðalstórar rófur (soðnar
sér í saltvatni)
smóbiti hvitkól (soðið með
rófunum í lokin)
sjóðandi vatn eftir þörfum í lokin
1. Skerið fitu frá kjötinu og
fleygið. Látið beinin vera í en
skerið eitthvað kjöt frá beinum.
Raðið kjötinu og beinunum þétt
ofan í meðalstóran pott, reynið
að hafa bara eitt lag. Hellið sjóð-
andi vatni svo að rétt fljóti yfir,
setjið síðan salt út í.
2. Setjið piparkom og allra-
handakom í litla grisju eða
stykki og bindið fyrir, setjið út í
soðið. Setjið þá lárviðarlaufið út
í og sjóðið við hægan hita í 60-70
mínútur.
3. Afhýðið og saxið laukinn og
þvoið gulrætur, skafið ekki ís-
lenskar gulrætur, mest vitamín
er við hýðið, skerið þær í sneið-
ar, afhýðið kartöflur og skerið í
þykkar sneiðar. Þvoið hrísgrjón.
Setjið lauk, kartöflur, gulrætur
og hrísgrjón út í súpuna og sjóð-
ið áfram í 15 mínútur.
4. Afhýðið og skerið rófumar
í bita, sjóðið í saltvatni í 15 mín-
útur, sjóðið hvítkálið með síð-
ustu 5 mínúturnar. Erlent hvít-
kál þarf lengri suðu.
5. Fjarægið bein, grisjupoka
og lárviðarlauf úr súpunni.
6. Hellið soðinu af rófunum
og hvítkálinu og setjið hvort
tveggja út í súpuna. Nota má 1
dl af soðinu saman við súpuna.
7. Takið kjötið upp úr súp-
unni og takið kjötið af beinun-
um, setið kjötið aftur í súpuna
en fleygið beinunum.
8. Bætið sjóðandi vatni út í og
athugið saltmagn. Hellið í skál
eða berið fram í pottinum.
Mikið úrval af
nýjurn tískuejhum
VIRKA
Mörkin 3 - Sími 568 7477«
Opið
Mánud,—föstud. kl. 10-18
Laugard. kl. 10—16
til 20/12
í DAG
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Enn um ör-
yggisbelti í
hópferðabflum
VIÐ, bílstjórar hjá Guð-
mundi Tyrfingssyni á Sel-
fossi, lásum í Velvakanda
28. sept. sl. bréf frá bílstjór-
um Hópbfla þar sem þeir
segja fyrirtæki sitt eina fyr-
irtækið sem er með örygg-
isbelti í sínum bflum. Okkur
leiðast svoh'tið svona stað-
hæfingar þegar þær eru
ekki réttar. Við vitum að
mjög margir hópferðabílar
eru komnir með öryggisbelti
og jafnframt allur bílafloti
Hópferðabfla Guðmundar
Tyrfingssonar á Selfossi
sem rekur um 20 bfla.
Slæm simaþjónusta
Eg er ekki ánægð með
símaþjónustu heilsugæsl-
unnar í Kópavogi. Þegar
nýja heilsugæslan í Kópa-
vogi var opnuð í Smáran-
um í vor var símaþjónustan
flutt þangað. Þannig að ef
maður ætlar að ná sam-
bandi við heilsugæsluna í
Fannborg er gefið sam-
band þangað. Ég þurfti að
ná sambandi við heilsu-
gæsluna í Fannborg ný-
lega og var mér gefið sam-
band þangað en ég beið í
15 mín. í símanum áður en
ég gafst upp og gekk þang-
að. Það er ekki nógu gott
ef fullorðið fólk nær ekki
símasambandi þangað.
Guðrún
Guðlaugsdóttir.
Góð dagskrá á Stöð 1
ÉG horfi sjaldan á Stöð 1
en ég settist niður sl.
föstudagskvöld og horfði
þar á frábæra mynd, ,Ást-
in ein“, sem er framhalds-
mynd og var seinni hlutinn
sýndur á laugardagskvöld.
Vil þakka fyrir frábæra
mynd. Einnig var önnur
mjög góð mynd sýnd á eft-
ir henni. Vona að þeir komi
oftar með svona fallegar
myndir.
Áhorfandi.
Enn um
orðið „giska“
KONA hafði samband við
Velvakanda vegna fyrir-
spumar í Velvakanda um
orðið „giska". Sagði hún að
á bls. 284 í íslenskri orða-
bók Menningarsjóðs, væri
þetta orð að finna:
1. giska, -aði s geta á: g. á
e-ð geta sér e-s til, glöggva
sig á e-u; á að g. um það
bil.
2. giska -aði s telja e-ð
stórkostlegt, fjarska e-ð.
3. gisk AO mjög, ákaflega,
fram úr hófi; g. dýr.
Dónaskapur
hjá tollsfjóra
GRÍMUR hafði samband
við Velvakanda og sagðist
hann hafa hringt í toll-
stjóraembættið og ætlað
sér að semja um skattinn
sinn. Sagði hann að sá sem
hann talaði við þar hafi
verið bæði dónalegur og
ósvifinn. Sagði Grímur að
hann ætti að fá sér ein-
hverja aðra vinnu en að
svara í síma hjá hinu opin-
bera, ekki síst hjá tollstjór-
anum í Reykjavík.
Tapað/fundið
Lyklar
í óskilum
HLYNUR, sem er sex ára,
er búinn að finna tvær
lyklakippur á Tómasar-
haga. Onnur er með einum
lykli og hin með tveimur
lyklum. Upplýsingar í síma
551 6976.
Dalamenn 1, 2 og 3 -
Skotthúfa við upphlut
FTRIR um það bil tveim
árum tapaði ég þrem bók-
um; Dalamenn, fýrsta, ann-
að og þriðja bindi eftir sr.
Jón Guðnason. Þetta er
ábúendatal Dalamanna frá
1703, heima og burtfluttra.
Bækumar eru merktar
Guðrún eða Rúna á Klúku.
Einnig tapaði ég fyrir
nokkrum árum handprjón-
aðri skotthúfu með silfur-
hólk. Þeir sem geta upplýst
mig eða vita eitthvað um
þessa hluti sem era mér
mjög mikilvægir vinsam-
lega hringi i síma 451 3124.
Sigurrós G. Þórðardóttir
Hafnarbraut 31,
510 Hólmavík.
Gullmen týndist
GULLMEN með bláum
steini í festi týndist á
göngu eldri borgara frá
Glæsibæ og niður Laugar-
dalinn sl. laugardag. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 581 2311.
Dýrahald
Páfagaukur
í óskilum
BLAR páfagaukur er í
óskilum á Boðagranda 7.
Upplýsingar í síma
562 2771.
Fífí er týnd -
Kettlingar fást gefíns
FIFI sem er brúngrá
bröndótt iæða, týndist frá
Hraunbraut í Kópavogi
fyrir rúmum mánuði. Hún
er ómerkt. Tveir átta
vikna barnelskir kettlingar
fást gefins, læður. Upplýs-
ingar í síma 564 5616.
Hvítur og blár
páfagaukur týndist
í Hafnarfírði
HVÍTUR og blár páfa-
gaukur, smávaxinn, týnd-
ist í Hafnarfirði mánudag-
inn 27. september. Þeir
sem hafa séð hann hafi
samband í síma 565 9240
eða 895 9240.
Dísarpáfagaukur
í óskilum
GRAR karifugl með gulan
haus fannst 23. september
í Breiðholti. Upplýsingar í
sima 552 4153.
Láttu mig
ekki trutla
Þig-
Ég er búinn
að fá nóg af
því að vera
sáttasemjari.
I dag voru hjá
mér síamství-
burar. Annar
vill verða kaf-
ari og hinn
flugmaður.
Víkveiji skrifar...
AFSLÁTTUR fyrir ellilífeyris-
þega á fargjöldum Flugleiða
er nokkuð sniðugt fyrirbæri en all-
mörg ár eru síðan fyrirtækið tók
að bjóða hann. Felst hann í því að
menn fá jafnmikinn afslátt og ald-
ur þeirra, þ.e. 75% ef þeir eru 75
ára og svo framvegis. Þetta getur
verið skemmtileg tilbreyting í ell-
inni ef menn eru ferðafærir og
sæmilega vel í álnum til að geta
ferðast.
Þessi afsláttur er reiknaður út
frá hinu svonefnda Saga-Class
gjaldi, þ.e. dýrasta fargjaldinu sem
er til dæmis kringum 100 þúsund
krónur til Kaupmannahafnar. Átt-
ræður ferðalangur væri þá að
greiða um 20 þúsund fyrir fargjald
fram og tilbaka. Engin skilyrði
munu fylgja þessum afslætti en þó
er eins og Víkverja minni að af-
slátturinn sé ekki veittur á háanna-
tíma yfir sumarið. Þessii- ferðalang-
ar fá ekki að sitja á Saga-Class far-
rýminu heldur í almennu farrými.
Maður í þessum virðulega ald-
ursflokki nefndi við Víkverja á dög-
unum að sér fyndist að hann mætti
sitja á Saga-Class farrými úr því
að fargjald hans væri reiknað út
frá því, þótt um verulegan afslátt
væri að ræða. Víkverji getur tekið
undir það og spyrja má af hverju
ekki er unnt að bjóða þessum öld-
ungum sæti þar. Varla er þetta svo
ógnar fjölmennur hópur í hverri
vél að hann myndi fylla farrýmið.
Þetta mættu Flugleiðamenn at-
huga.
xxx
SJÓNVARPAÐ var frá umræð-
um á Alþingi á mánudagskvöld
þar sem forsætisráðherra flutti
stefnuræðu sína og þingmenn aðrir
ræddu málin fram og aftur. Vík-
verja finnst þetta varla vera sjón-
varpsefni. Væri ekki betra að út-
varpa þessum umræðum eingöngu
og leyfa þeim sem viija njóta þess
að fá annað efni í sjónvarpinu?
Vissulega eru landsfeður og þing-
menn margir, konur sem karlar,
hinir áheyrilegustu ræðumenn og
að þessu sinni var ánægjulegt að
sjá þingsalinn þéttskipaðan en ekki
auða stóla. Það má líka spyrja
hvort ekki sé óþarfi að bæði út-
varpa og sjónvarpa frá þessum um-
ræðum, þeir sem á annað borð vilja
heyra geta hlustað á útvarpið. Vilji
menn ekki sleppa því að fá þessu
efni sjónvarpað er þá kannski kom-
in ein ástæða þess að fá aðra sjón-
varpsrás.
VÍKVERJI átti fund með augn-
lækni sínum á dögunum sem
ekki er í frásögur færandi. Fékk
hann þar staðfestan grun sinn að
sjónin væri örlítið að dala og hann
myndi sjá betur frá sér við akstur, á
fundum og slíkt ef hann fengi gler-
augu. Þetta tók stuttan tíma og var
ekki mikið mál en í leiðinni gerði
augnlæknirinn annað. Hann mældi
þrýsting í augum og skoðaði augn-
botna (sem Víkverji veit nú varla
hvað þýðir) sem lið í því að kanna
hvort gláka væri í aðsigi. Þetta gera
augnlæknar um leið og menn koma
til þeirra hvort eð er. Þetta er for-
varnaraðgerð eins og þær eiga að
vera og hefur miklu meiri þýðingu
en menn gera sér grein fyrir. Meðal
annars af þeim sökum verða sjón-
tækjafræðingar að bíta í það súra
epli að fá ekki að mæla fyrir
daprandi sjón; það er eitt og annað
forvarnarstai’f sem fram fer í leið-
inni hjá augnlækninum.
Og nú bíður Víkverji bara
spenntur eftir því hvort orð augn-
læknisins rætast. Hann nefndi
nefnilega að Víkverji myndi jafnvel
sjá fyrir um óorðna hluti og að
hann gæti skotið epli á mannshöfði
úr mílufjariægð. Víkverji sem hefur
aldrei skotið eitt né neitt!