Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 56
56 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNB LAÐIÐ
i
FÓLK l' FRÉTTUM
Gæludýr á
framandi
plánetu
Nick and the Glimmung, barnasaga
eftir Philip Kendred Dick. Iiókin var
skrifuð 1966, en kom ekki út fyrr en
22 árum si'ðar. 141 bls. og kostaði
£7,95, ríflega 800 kr., í Bananabóka-
búðinni í Covent Garden í Lundún-
• A um. Victor Gollancz gaf út.
PHILIP K. Dick var einn af
merkilegustu rithöfunum vestan
hafs á sjöunda áratugnum. Dick
skrifaði vísindaskáldsögur sem voru
í blóma á sjötta og sjöunda áratugn-
um vestan hafs. Pað merka bók-
menntaform er búið að lifa sitt feg-
ursta, en var á sínum tíma ágætur
rammi fyrir frumlegar vangaveltur
og draumsýnir.
Dick hefur verið kvikmyndahöf-
1 undum hugmyndauppspretta og er
skemmst að minnast myndanna
Blade Runner, sem byggð var á Do
Androids Dream of Electric Sheep,
og Total Recall, sem var lauslega
byggð á smásögu eftir Dick. Meðal
helstu verka Dicks eru Do Androids
Dream ... sem áður er getið, Man in
the High Castle, Ubik, The Three
Stigmata of Palmer Eldrich, A
Scanner Darldy, Flow my Tears,
the Policeman Said og Galactic Pot
Healer. Sú bók, sem segir frá guðin-
um Glimmung sem berst við illan
hluta sjálfs sín, varð kveikja að
barnasögunni sem er hér gerð að
umtalsefni.
Nick and the Glimmung gerist í
framtíðinni þegar Nick litli og fjöl-
* skylda hans ákveða að flytja til ann-
arrar plánetu, meðal annars vegna
þess að búið er að banna gæludýra-
hald á jörðinni og taka á af þeim
köttinn Hóras. Fjölskyldan ákveður
að flytjast til plánetunnar Plowman.
Par kynnist Nick sérkennilegum
skepnum, sem sumar hafa ratað inn
í bókina úr öðrum sögum Dicks, til
að mynda wub, werj, trobe, spiddle,
nunk og Glimmung, sem er allum-
lykjandi þrúgandi nærvera sem bíð-
ur þess eins að geta sigrast á and-
stæðingum sínum og gleypt allar líf-
verur plánetunnar. I Galactic Pot
Healer hafði lesari samúð með
Glimmung sem ekki fékk flúið örlög
sín, en í Nick and the Glimmung er
Glimmung illur og ógnandi, þó hann
falli fyrir spegilmynd af sjálfum sér
líkt og í fyrirmyndinni.
í flókinni atburðarás sögunnar
kemst Nick yfir bók Glimmungs,
sem segir frá því sem á eftir að ger-
ast, bókina sem hann notar til að
stjóma heiminum, en í bókinni, á
síðustu síðum hennar, eru einnig
leiðbeiningar um "hvernig skaða
megi Glimmung, sem ber þannig
með sér fræ eyðileggingarinnar;
það kemst enginn yfir sitt skapa-
dægur. Nick nýtir sér þær leiðbein-
i> ingar, freisar heiminn og endur-
heimtir Hóras.
Við lestur bókarinnai- kemur ekki
á óvart að hún skuli ekki hafa verið
gefin út á sínum tíma, því yrkisefnið
er fulltyrfið fyrir ungmenni. Bókin
er þó spennandi lesning og bráðholl
þar sem Dick veltir fyrir sér grund-
> vallarspurningum um mannlífið, ör-
•'lögin og tímann.
Árni Matthíasson
HEFUR BARIST GEGN FAFRÆÐI FRA 1973
Vissi ekki að það
tæki svo langan t^yjia
Cecil Adams kynnti sig til sögunnar árið
1973 sem gáfaðasta mann heimsins og fór
að berjast gegn fáfræði á síðum Chicago
Reader með því að svara þeim spurningum
sem lesendur sendu til hans. Örn Arnar-
son kynnti sér sögu þessa fróða manns
sem virðist vita allt milli himins og jarðar.
SUMIR eru þannig innréttaðir að
þeir eru stöðugt með hugann við
aðkallandi íhugunarefni og
spurningar sem hversdagsleikinn
þarf oftar en ekki að víkja fyrir.
Þetta er fólkið sem hefur náð að
viðhalda hinni barnslegu ein-
feldni og þorir að spyrja mikil-
vægra spurninga. Spurninga eins
og hvers vegna mala kettir,
hvernig fer Kirk Douglas að því
að raka hökuskarðið, hver er
galdurinn á bakvið kjarnasam-
runa og afhverju eru afrekskon-
ur í fijálsíþróttum yfirleitt flat-
bijósta? En þessar spurningar
veita þessu fólki enga ró, þær
halda fyrir þeim
vöku þegar húm-
ar að.
Við hin sem er-
um fátækari í
andanum þurfum
ekki að glíma við
þessar eilífðar-
gátur og skiljum
ekki hversu mikil-
vægj; það er að fá
svör við þessum
spurningum og
öðrum álíka
markverðum. En
Bandarikjamað-
urinn Cecil Ad-
ams skilur þessa
þörf og gerði sér
grein fyrir því ár-
ið 1973 að fólk á
rétt á því að vita
svarið við þeim.
Hann hóf því að
skrifa dálk í blað-
ið Chicago
fléttar hann inn í svör sín mátu-
legri blöndu af kaldhæðni, kímni
og umfram allt hroka. Hann
svarar spurningum yfirleitt á
þann veg að fyrst gerir hann lítið
úr spyrjandanum fyrir að spyrja
heimskulegrar spurningar, nema
að spurningin sé virkilega góð.
Síðan vindur hann sér í afbökun
og útúrsnúning sem honum tekst
á aðdáunarverðan máta, meira
segja á íslenskan mælikvarða, og
að lokun kemur hann með svarið
við spurningunni. Til að mynda
spurði einn fróðleiksfús Banda-
ríkjamaður um af hveiju eskimó-
ar nenntu yfir höfuð að búa á
Reader þar sem
hann bauð
bandarískum al-
menningi upp á
að notfæra sér ótrúlegar gáfur
sínar. Hann bað fólk um að senda
sér spurningar um hvað sem er
og hét því að koma með svarið.
I byrjun voni litlar undirtektir
en smám saman spurðist ótrúleg
vitneskja Cecils út og bandarísk-
ur almenningur fann farveg fyrir
sínar fáranlegustu vangaveltur
og einkennilegustu spurningar.
Spurningarnar eru misjafnar
eins og þær eru margar; allt frá
fyrirspurnum um hvort kórintu-
menn hafi einhverntíma svarað
bréfum Páls postula í spurningar
um hvort Anna Boleyn hafí verið
með ellefu fingur og þrjú brjóst.
Allar spurningarnar eiga það
sameiginlegt að Cecil svarar
þeim öllum.
I dag birtist dálkur Cecils í
þrjátíu dagblöðum í vesturheimi.
Ballantine-bókaforlagið hefur
gefið út fimm bækur með svörum
hans við brýnustu spurningum
samtímans og um tíma var hann
með sjónvarpsþátt, sem reyndar
naut ekki mikilla vinsælda.
Sex ára umsátur um dular-
fyllsta fyrirtæki heims
Cecil veit allt og hann þreytist
seint á að koma því á framfæri.
Hann vissi meðal annars það að
dálkur hans myndi aldrci njóta
vinsælda ef hann svaraði spurn-
ingum hreint út. Þess vegna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svona lítur heimasfða Cecils á Netinu út, en þar er hægt að fræð-
ast um allt núlli himins og jarðar og fletta upp í gömluni dálkum
svo eitthvað sé talið. Einnig er hægt að bregða sér í spjallherbergi
um viskuna og tengjast öðrum áhugasömum lesendum Cecils.
harðbýlum svæðum. Cecil svar-
aði að sennilega væri ástæðan
lág húsaleiga og fremur auðvelt
aðgengi að bflastæðum, en hann
kafaði dýpra og kom með frekar
sannfærandi ástæður fyrir búsetu
eskimóa útfrá flóknu samblandi
af líffræðilegfum og sagnfræðileg-
um þáttum. Og þannig svarar
hann flestum fyrirspurnum; með
skemmtilegri blöndu af fróðleik
og kímni þannig að lesningin
verður hin besta skemmtun.
Eins og fyrr segir hefur Cecil
þurft að svara hinum ótrúlegustu
spurningum. Reyndar eru sumar
í gáfulegri kantinum og þeim
svarar hann af sömu alúð og hin-
um heimskulegu. En þrátt fyrir
að Cecil sé óendanlega vitur tek-
ur leitin að svörunum mislangan
tíma. Til að mynda tók það hann
sex ár að komast að því hvernig
emmin eru sett á m&m-kúlur.
Ástæðan fyrir hinni löngu leit
var að sögn Cecils að sælgætis-
gerðin sem framleiðir kúlurnar
er dularfyllsta fyrirtæki heims
og eitt það lokaðasta og ýjar að
því að það standi fyrir heimssam-
særi í tengslum við ákveðin öfl
innan bandarísku ríkisstjórnar-
innar. Máli sinu til stuðnings
bendir hann á þá staðreynd að
höfðustöðvar þess eru steinsnar
frá höfuðstöðvum FBI. Cecil
hafði reynt árangurslaust í sex
Hvernig fer Kirk Douglas að
því að raka á sér hökuskarðið
er ein þeirra spurninga sem
fróðleiksmolinn Cecil hefur
glímt við gegnum tíðina.
ár að komast að galdrinum bak-
við emmin á kúlunum og það var
ekki fyrr en geðþekkur Þjóðverji
sem heitir Hans tók við almanna-
tengsladeild fyrirtækisins að
hann fékk aðgang að sannleikan-
um.
En Cecil hefur ekki alltaf
gengið jafn vel. Til að mynda
hefur honum ekki
enn tekist að af-
sanna að í Vatík-
aninu fyrirfínnist
all ítarlegt safn af
sóðabókum og
ekki hefur honum
enn tekist að
skýra á fullnægj-
andi hátt hvenær
bygging er orðin
byggð. En ekki
ber að dæma
manninn útfrá fá-
einum misbrest-
um. Hann vinnur
upp á móti þeim
með aðdáunar-
verðum rannsókn-
um. Hann hefur til
að mynda komist
að því að stærstu
brjóstahaldarar
sem eru framleidd-
ir eiu 48DD og
hvers vegna
kommúnistar eru
hrifnir af hinum
rauða lit. Reyndar
tekur ekki að
nefna allt það sem Cecil hefur
grafið upp um ævina en óhætt er
að fullyrða að flest af því er í
besta falli fræðandi og í því
versta afar skemmtilegt.
Viskubrunnur á Netinu
Mikil dulúð hvflir á manninum
sem slikum og fáir vita hvernig
hann starfar. Fáar vísbendingar
er að finna í dálkunum um einka-
lífið. En einhverjar hafa komið
fram. Til að mynda er Cecil örv-
hentur og hefur fólk, sem greini-
lega hefur mikinn frítíma, skrif-
að fræðilegar pælingar á Netið
um það hvernig sú staðreynd
endurspeglist í störfum hans.
Einnig hefur Cecil einu sinni
minnst á frú Adams en sögum
ber ekki saman hvort það er eig-
inkona hans eða móðir. Af heim-
ildum að dæma, sem eru ekki svo
margar, virðist sem svo að Cecil
stundi sina leit að sannleikanum
einn og óstuddur. Hann hefur
nokkrum sinnum minnst á litlu
aðstoðarmenn si'na en þeir sem
best til hans þekkja segja að það
séu börnin hans, sem eiga víst að
hafa erft óendanlega greind föð-
urins.
Áhugasamir geta fengið að-
gang að viskubrunni Cecils gegn-
um dálka hans, bækur og ágæta
heimasíðu sem er með slóðina
www.straightdope.com.
Forvitnilegar bækur
Elvis sviðs-
spaugsins
Andy Kaufman Revealed!
Höf: Bob Zmuda og Matthew Scott
Hansen. Utg: Little, Brown and
Company, 1999. Bókin er 306 blaðsíð-
ur, fæst í Bóksölu stúdenta og kostar
2.896 krónur.
ÞAÐ kannast líklega einhverjir við
nafnið Andy Kaufman úr R.E.M.-lag-
inu Man on the Moon. Kaufman þessi
var einn þeirra skemmtikrafta sem
fór að bera á í Bandaríkjunum þegar
Saturday Night Live hóf göngu sína á
NBC-sjónvarpsstöðinni árið 1975. Á
næstu níu árum náði Kaufman að
ganga fram af sjónvarpsáhorfendum
hvað eftir annað og var orðinn nokk-
urs konar Elvis amerískra sviðs-
spaugara þegar hann lést úr krabba-
meini aðeins 35 ára gamall, en einka-
líf hans var álíka skrautlegt og ferill-
inn.
I ævisögunni Andy Kaufman
Revealed! segir handritshöfundurinn
Bob Zmuda frá samstarfi þeirra og
vináttu. Kaufman vai- sérstakur
grínisti fyrir þær sakir að sviðsspaug
hans gekk oft út á að hann næði að
skemmta sjálfum sér, ekki salnum.
Því var hann stundum ánægðastur
þegar hann var púaður niður eða
jafnvel grýttur en fór íyrst að líða illa
þegar áhorfendur veltust um af
hlátri.
Zmuda dregur upp skýra mynd af
Andy Kaufman sem virðist hafa verið
jafn undarlega samsettur og þær
fríkuðu persónur sem hann vai’ð
frægur fyrir í Saturday Night Live
og „standöpp“-klúbbunum. Olíkt öðr-
um skemmtikröftum hans tíma var
hann bindindismaður og græn-
metisæta og hugleiddi reglulega. En
líka mikið fóbíusafn og illa farinn af
hreinlætisæði þótt hann dveldi heilu
og hálfu vikurnar á hóruhúsum. Þess
á milli lét hann sig dreyma um að
verða atvinnumaður í fjölbragða-
glímu. Þrátt fyrir að Kaufman hrein-
lega héngi saman á komplexunum
átti hann til að svívirða áhorfendur
þar til upp úr sauð, sturta hrárri
eggjahræi’u yfir óviðbúinn þátta-
stjórnandann eða lesa upp úr Great
Gatsby þar til hann þurfti lögreglu-
íylgd í burtu.
Samkvæmt Bob Zmuda var
Kaufman gangandi upphrópunar-
merki og í hans huga náði sviðið yfir
allt svo að engin vitni vora að mörg-
um bestu uppákomum hans nema
samstarfsmaðurinn. Til dæmis ióru
þeir félagar helst ekki í flug nema að
setja á svið leikrit þar sem Kaufman
fræddi grátandi Zmuda um flugslysa-
söguna og lýsti því með hárri röddu
til að aðrir farþegar heyrðu hvernig
líkamar tættust sundur þegar þeir
lentu á jörðinni.
Frásögnin er dálítið köflótt og líður
helst fyrir að Zmuda virðist ekki enn
hafa komist yfir hvað vinur hans
Kaufman var rosalega fyndinn. Hann
á til að verða dálítið ýktur og
frussandi í sögum sínum og um leið
fyrirsjáanlegur. Hins vegar ættu allir
sem hafa gaman af Kaufman að kíkja
á bókina því margt nýtt kemur fram í
henni.
Á næstunni verður frumsýnd í
Bandaríkjunum kvikmynd um ævi og
feril Andy Kaufman. Hún heitir Man
on the Moon og leikstjóri er Milos
Forman en Jim Carrey fer með aðal-
hlutverkið. Huldar Breiðfjörð