Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ * r • 'i HÁSKÓLABÍÓ * * HASKOLABIO NOTTINGi DAUDINN VAfí EKKI PAD VEfíSTA SEM HEIJTI HANA Hagatorgi, sími 530 1919 vikmyndir.is DAUÐINN VAR EKKI i ÞAÐ VERSTA SEM I HENTI HANA... THE GEHEfZA tSS OAÚGHTJER “ J2ÓTT7R FORI/JGJAIMS Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.15. b.í. 16. neta Ekmannet rik Haraldsson ,~,jrn Hoberg Rejne Bryjóltsson Helgi Björnsson UNGFRÚIN GÓÐA 0GHÚSIÐ Luikstjóri Guöný Halldórsdóttir Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kl. 7, 9 og 11. síðustu sýningar. vaatmaaaœsaig!SBiis3aiB&3<!!isgieiBmaEMP“'"m _iiiBi ■■■■■-■•'J.ili —jííISu __jii3kií ■■^ •u^i _■ NÝn 0G BETRA S FYRIR 990 PUNKU FERDU i BÍÓ Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 Sýnd kl. 5 og 9. b.í. 16. SUDIGrTAL ♦ ÁmeRJCMÍ Vinsælasta og fyndnasta grínmynd ársins. Komdu og sjáðu hvað allir eru að tala um. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. sJIHDIGíTAL www.samfilm.is Islensk stulka í Metropolitan-fyrirsætukeppnina í París í nóvember •> Miriam Eriksson, fulltrúi Metropolitan í New York, ásamt íslenskum sigurveg- ara, Guðrúnu Ágústu Kjartansdóttur, og Sigrúnu Magnúsdóttur ljósmyndara sem sá um keppnina hérlendis. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Föngulegur hópur stúlkna tók þátt í keppninni á föstudagskvöldið. I keppnina um andlit næstu aldar GUÐRÚN Ágústa Kjartansdóttir, sextán ára, var kosin á föstudagskvöldið til að taka þátt í stærstu fyrirsætukeppni veraldar, Metropo- litan-keppninni, sem haldin verður í París í nóvembermánuði. Þema keppninnar er andlit næstu aldar og mun því sú stúlka sem hana vinnur væntanlega prýða margar forsíður tískurita. Keppnin verður haldin í fjölleika- húsi og búist er við að tískuhönnuðurinn Je- an-Paul Gaultier muni vera einn dómnefndar- manna. Tólf íslenskar stúlkur tóku þátt í íslensku forkeppninni sem fram fór y\ð hátíðlega at- höfn í íslensku Óperunni. í dómnefnd sátu Guðmundur Karl stílisti, Kjartan Magnússon ljósmyndarí, Miriam Eriksson, fulltrúi Metropolitan í New York, Eloise Freigang, fyrrverandi fyrirsæta frá Namibíu, og Örn Svavarsson, eigandi Heilsuhússins. Heilsa og menning Áður en keppnin hófst var borinn fram heilsudrykkur í boði Heilsuhússins og sagði Sigrún Magnúsdóttir ljósmyndarí sem sá um keppnina að það væri vel við hæfí enda gott útlit tengt heilsusamlegu líferni. Fjölbreytt skemmtiatriði voru til að gera kvöldið enn hátíðlegra og m.a. dansaði Cameron Corbet úr Islenska dansflokknum við tónlist Péturs Hallgrímssonar úr Lhooq og vakti atriðið mikla lukku meðal gesta. Einnig steig Anna Sigríður Helgadóttir söngkona á svið og söng gömul og þekkt lög sem stuðluðu að góðri stemmningu í salnum. Þátttakendur í keppninni voru málaðir með Face-snyrtivörum og sáu Arnar Tómas- son og Hreiðar Árni Magnússon í Salon Veh um hárgreiðslu keppenda. Fyrst gengu stúlkurnar fram í almennum tískuklæðnaði frá Spaksmannsspjörum og á meðan var ljós- myndum af hverri fyrirsætu fyrir sig varpað á tvo stóra skjái til hliðar við sviðið. Einnig sýndu stúlkurnar aldamótafatnað frá Spaks- mannsspjörum og voru krínólín-pils áberandi í hátíðarfatnaðinum. Eftir tískusýninguna stilltu stúlkumar sér upp á sviðið og Miriam Eriksson, fulltrúi Metropolitan í New York, gekk inn á sviðið og tilkynnti að allar stúlk- urnar væru sigurvegarar á sinn hátt þótt einn hlyti farseðil til Parísar í Metropolitan- keppnina 29. nóvember næstkomandi. Eins og áður var sagt var Guðrún Ágústa Kjart- ansdóttir valin til fararinnar en þó var það mál dómnefndar að ekki væri loku fyrir það skotið að fleiri þátttakendur í keppninni ættu möguleika á að spreyta sig frekar á þessum vettvangi. Sigrún Magnúsdóttir segir að keppnin verði haldin aftur hérna að ári, enda hafi framkvæmdin núna tekist með ágætum en margir hafi lagt þar hönd á plóg. „Metropolitan-fyrirsætuskrifstofan er með þeim stærstu í heimi og því mörg atvinnu- tækifæri fyrir þær fyrirsætur sem þar kom- ast að.“ Það verður því gaman að sjá hvernig Guðrúnu vegnar í keppninni um andlit næstu aldar. Keyrði á konu Moore CHRISTINA Tholstrup, kærasta breska leikarans Roger Moore, þurfti að fara inn á spítala á laugardaginn eftir að bflstjóri bakkaði á hana fyrir utan Régine næturklúbbinn í París. Farið var með Tholstrup á spítala í Neuilly vegna höfuðáverka en búist er við að hún nái sér að fullu. Parið hafði ráðið bílstjórann til að aka þeim um París en ekki fór betur en raun bar vitni. Franska lögreglan kannaði ástand hins 65 ára bílstjóra og komst að því að hann var ekki alls- gáður og reyndist áfengismagn í blóði hans fjórum sinnum meira en leyfi- legt er. Handtaka hefur þó ekki farið fram því málið er enn í rannsókn. 100 ai\oa dc Domingo fagnað í Mexíkó SPÆNSKI hefjutenórinn Placido Domingo sést hér veifa til ljós- myndara á blaðamannafundi a mánudaginn, en tilefnið var útgáfa nýjustu plötu hans sem ber nafnið „100 years of Mariachi". Á nýju plötuuni flytur Domingo þekkt mexíkósk „mariachi“-lög eftir þekkt tónskáld heimamanna, tón- skáld eins og Jose Alfredo Ji- menez. Það er því ekki nema von að heimamenn hafi fagnað Dom- ingo fyrir að lcggja arfleifð þeirra lið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.