Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ofærð á Norðausturlandi og erfíðleikar suðvestanlands Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Akureyringar beijast við að losa bíl í Höfðahlíðinni í gærmorgun. Hundruð yfír- gefinna bfla töfðu mokstur HUNDRUÐ yfirgefinna bíla töfðu snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Samgöngur komust ekki í eðlilegt horf fyrr en leið á dag- inn eftir að mikið óveður gekk yfír höfuðborgarsvæðið í íyrrinótt. Þrátt fyrir óveður og mikla ófærð er ekki vitað til þess að fólk hafí lent í alvar- legum hrakningum eða að slys hafi orðið á fólki. Veður fór mjög versn- andi á Norður- og Austurlandi í gær og var þar víðast hvar ófært. Björgunarsveitarmenn voru lög- reglu til aðstoðar í fyrrinótt og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík bárust á fjórða hundrað beiðnir um aðstoð í fyrri- nótt og fyrir hádegi í gær höfðu bor- ist um 100 beiðnir. Aðstoðin fólst að- allega í að koma fólki til síns heima og aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína. Talsvert var um að fólk, sem starfar á spítölunum, óskaði eftir að- stoð við að komast úr og í vinnu. Lög- reglunni hafði í gær ekki borist mikið af tilkynningum um tjón á bifreiðum. Snjómokstur gekk erfiðlega í sum- um götum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna fjölda bíla sem ökumenn höfðu neyðst til að yfirgefa í ófærð- inni í fyrrakvöld. Kallað var eftir að- stoð kranabíla til að draga yfirgefna bíla af götum. Starfsmenn við snjó- mokstur lögðu höfuðáherslu á að opna strætisvagnaleiðir og aðalgöt- ur. Fólk átti víða í erfiðleikum við að koma bflum frá húsum sínum og út á götumar. Strætisvagnar í Reykjavík fóru ekki að ganga fyrr en leið á morguninn. Erfiðast gekk að koma á eðlilegri strætisvagnaþjónustu í Grafarvogi vegna ófærðar. Aðeins var jeppafært á götum Ak- ureyrar í gærmorgun og sátu fólks- bflar víða fastir í úthverfum, að sögn lögreglu. Lögregla hafði nóg að gera við að aðstoða fólk víðs vegar um bæinn og hjálpa fólki að komast til vinnu. Annars staðar á Norðurlandi var þæfingsfærð og hafði lögregla í nógu að snúast við að aðstoða ökumenn. Morgunblaðið/Júlíus Allmiklir snjóruðningar höfðu myndast við Miklubraut inn við Elliðaár og voru stórvirk snjóruðningstæki þar við vinnu. Morgunblaðið/Golli Á sýningu sem nú stendur yfir í Perlunni gefur að líta ýmsan þann tæknibúnað sem nýtist vel fötluðum og öldruðum. Tæknin nýtist fötluð- um sem ófötluðum Yilja að stjórn- völd breyti land búnaðarstefnu í PERLUNNI í Reykjavík stendur yfir sýning á tækni sem þjónar fötl- uðum en að sögn Friðriks Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Þroska- hjálpar, er tilgangur hennar að vekja athygli á því að eitt og annað í nút ímatækni sem er til þæginda fyr- ir þá sem ekki eru fatlaðir kemur fötluðum að góðum notum. „Mikið af þessari tækni er til þess að við sem ekki erum fötluð þurfum sem minnst að hreyfa okkur og hugsa en hún kemur um leið'þeim sem eiga í erfiðleikum með annað- hvort eða hvorutveggja afar vel.“ Friðrik tekur fram að sýningin sé þó langt í frá að vera bara fyrir fatlaða því þar sé til að mynda einnig bún- aður sem hentar öldruðum. Að sýningunni standa þrettán að- ilar sem eru hagsmunasamtök og stofnanir sem vinna að málefnum fatlaðra og var hún opnuð á föstu- dag en lýkur í dag, sunnudag, kl. 18. Að sögn Friðriks var sýningin ágæt- lega sótt fyrri hluta dagsins ( gær, laugardag, og segir hann að fólk hafi mætt strax um tíuleytið þrátt fyrir erfiða færð og Ieiðinlegt veður. Sjálfstæðir fyrir- lestrar í dag í tengslum við sýninguna var í gær haldin ráðstefna þar sem m.a. var kynnt sú tækni sem notuð er fyr- ir fatlaða hjá hinum Norður- landaþjóðunum og í dag verða hald- in þrjú sjálfstæð erindi um ýmis málefni tengd fötluðum, til að mynda fjallar eitt þeirra um starfs- þjálfun og endurhæfingu, og hefjast þau kl. 13.30. Fyrsta fyrirlesturinn heldur Karl Guðmundsson, fatlaður nemi í Lundaskóla á Akureyri, en hann sljórnar tölvumúsinni með augunum. VERSLUNARRÁÐ íslands segir það algjört forgangsmál að hags- munaaðiiar sameinist í kröftugu átaki um að þrýsta á stjómvöld að breyta um stefnu í landbúnaðarmál- um þannig að landbúnaður geti orðið lífvænleg atvinnugrein hérlendis. í skýrslu Verslunarráðs til Við- skiptaþings 2000 er rætt um afleið- ingar GATT-samningsins og stofn- unar WTO, Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar, í lok Úrúgvæ-viðræðn- anna árið 1994 og sagt að íslensk stjómvöld hafi lagt sig fram við að viðhalda fyrri takmörkunum á mark- aðsaðgangi með landbúnaðarvömr, m.a. með setningu mjög strangra heilbrigðiskrafna gagnvart innflutn- ingi. Þá hafi tollalágmörk verið sett mjög hátt þannig að hægt væri að beita tollum sem raunverulegri að- gangshindrun á hverjum tíma. „Ljóst er að þessar varnaraðgerð- ir stjórnvalda hafa heppnast vel þar sem síðastliðin misseri hefur að með- altali aðeins verið nýtt um 1% af þeim 3-6% tollkvóta sem heimilt er að flytja inn af ósoðnu kjöti á lág- markstollum," segir í skýrslunni. Þá er þar fjallað um tolla á iðn- varning og sagt að þótt tollar hafi al- mennt lækkað verulega síðustu ára- tugi séu tollar enn viss sam- keppnishindrun á sumum sviðum, t.d. varðandi fatnað. „Mestur hluti þess fatnaðar sem fluttur er til landsins er framleiddur í Asíu. Mjög algengt er hins vegar að fatnaður sé seldur til íslands í gegnum þriðja að- ila í Evrópu, oftast að frumkvæði framleiðandans sem kýs að viðhafa slíkt fyrirkomulag gagnvart einstök- um markaðssvæðum heimsins. Þetta verður hins vegar til þess að tvöfald- ur tollur hefur lagst á vöruna komna til íslands, þ.e., fyrst tollur inn í Evrópusambandið og síðan tollur frá viðkomandi aðildarríki ESB til ís- lands, þar sem ísland er ekki hluti af tollabandalagi ESB. Meðan ísland er ekki aðili að ESB er ljóst að eng- inn árangur næst í þessum málum nema íslensk stjórnvöld lækki þessa tolla inn til landsins, annaðhvort einhliða eða í gegnum fríverslunar- samninga." ---------------- Fresta varð háskólaþingi FRESTA varð háskólaþingi sem halda átti í Háskólabíói í gær vegna óveðurs. Ekki er ákveðið hvenær þingið verður haldið. Innlendir og er- lendir fyrirlesarar höfðu boðað komu sína á þingið. Auk þess höfðu háskól- ar, rannsókna- og vísindastofnanir, nemendafélög og aðilar úr atvinnu- lífinu unnið kynningarefni sem sett hafði verið upp í anddyri Háskóla- bíós. Unnið var að því í gær að taka niður veggspjöld og fleira sem sett hafði verið upp í tengslum við þingið. A ► l-64 Aukin markaðsvæðing húsnæðiskerfisins tímabær ► Islendingum hefur tekist að ná betri stöðu í húsnæðismálum en flestum þjóðum heims. /10 Frumskógur fæðubótarefna ► Eru fæðubótarefni jafn ómissandi og lýsið eða snilldarlega framsett blekking? /22 Genin og markaðurinn ►Fjölmörg fyrirtæki stunda nú rannsóknir á genum og ætla að fjármagna þær með greiðslum fyrir not á þekkingunni. /24 Ég trúi á bækur og bókaútgáfu ►Viðskiptaviðtalið er við Sigrúnu Halldórsdóttur hjá PP-forlagi. /30 ►1-32 Fiðrildi í blóðinu ► Höllu Margréti Árnadóttur vegnar vel í vöggu óperu- menningarinnar í borginni Parma á ítah'u. /1&2-4 Smíðaði fyrstu íslensku flugvélina ►Rætt við Gunnar Jónasson sem ásamt félaga sínum smíðaði flug- vélina sem hangir uppi í flugstöðinni. /6 Orðstír deyr aldregi... ► KK-sextettinn er einhver sögu- frægasta dægurhljómsveit lands- ins en leiðtogi hennar hefur verið spar á viðtölin - þar til nú. /12 FERÐALÖG ► l-4 Krít og Róm meðal nýrra áfangastaða ►Sumarbæklingar ferðaskrifstof- anna að koma út. /2 Enn stækkar Hótel Höfðabrekka ►Tíu herbergja gistihús í bygg- ingu. /4 D BÍLAR ► l-4 Reynsluakstur ► Peugot 406 býður þægindi og mýkt. /2 Fjarri straumlínu og nær notagildi ►Toyota kynnir fjölnotabflinn Yaris Verso. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Atvinnuauglýsingar ► Einnig rað- og smáauglýsingar. FASTIR ÞÆTTIR Fréttir VMmak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 37 Utv/sjónv. 52,62 Minningai' 37 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 26b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.