Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stendur á IRA að sýna friðarvilja sinn í verki ■r!.. 'A BAKSVIÐ Heimastjórnin á Norður-írlandi var leyst frá störfum á föstudag, einungis tveimur mánuðum eftir að hún var sett á laggirnar. Framhald friðarumleitana í héraðinu er í nokkurri óvissu, segir Davíð Logi Sigurðs- son, en allt virðist velta á því hvort liðsmenn IRA eru reiðubúnir að hefja afvopnun. AÐ eru ekki nema rétt rúm- lega tveir mánuðir síðan bresk stjómvöld afsöluðu sér yfírráðum sínum á Norður-Irlandi í hendur heimastjóm kaþólskra og mótmælenda og vonuðu menn þá að stigið hefði verið veiga- mikið spor í átt að varanlegum öiði í héraðinu. Að vísu vissu menn sem var að heimastjómin yrði varla langlíf ef ekki tækist að miðla málum í afvopn- unardeilunni svonefndu. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sam- bandssinna (UUP) og forsætis- ráðherra heimastjómarinnar, hafði jú heitið flokki sínum því að hann myndi segja af sér, og þannig valda falli stjómarinnar, hæfist írski lýðveldis- herinn (IRA) ekki handa við að farga vopnum sínum innan tveggja mánaða. Einhvem veginn virtust menn hins vegar telja að þessu vandamáli mætti ryðja úr vegi og að til þess kæmi ekki, að heimastjómin félli. Það er þó ein- mitt það sem nú hefur gerst og hefði þótt afar slæmt bakslag í friðarum- leitanir ef ekld væri fyrir þá stað- reynd að í nýrri skýrslu um þróun í af- vopnunarmálum, sem send var bresk- um stjómvöldum um sama leyti og Peter Mandelson, Norður-írlands- málaráðherra bresku stjómarinnar, var að leysa heimastjómina upp, er að finna vísbendingar um að IRA sé í raun reiðubúið til að byrja afvopnun. Þessar upplýsingar komu hins vegar of seint og óvíst verður einnig að telja að þetta hefði verið nóg til að Mandel- son endurskoðaði ákvörðun sína. Þar tilgreina IRA-menn nefnilega ekki hvenær eða hvemig þeir hyggist standa að afvopnuninni. Að vísu kom ekki til þess, að afsögn Trimbles tæki gildi, þvi bresk stjóm- völd leystu heimastjómina upp frem- ur en sjá á eftir Trimble. Von þeirra er sú að finna megi lausn á vandanum á næstu vikum og reisa heimastjóm- ina við í óbreyttu formi. Hefði Trimble sagt af sér hefði hins vegar þurft að kjósa nýja heimastjóm og nánast útilokað er að hann hefði getað tryggt sér nægan stuðning á norður-írska þinginu til að hljóta kosningu að nýju. Þar með hefði frið- arsamkomulagið frá 1998 verið úr sögunni og öll sú vinna, sem lögð hef- ur verið í friðammleitanimar undan- farin ár, farið fyrir lítið. Leiðtogar Sinn Féin, stjómmála- arms IRA, vom á hinn bóginn allt annað en ánægðir með þróun mála á föstudag og töldu Mandelson hafa lát- ið Trimble beita sig þvingunum og gagnrýndu sérstaklega að hann hefði leyst heimastjómina upp jafrivel þó að honum væri Ijóst að von væri á nýrri afvopnunarskýrslu. Alveg óvíst er á þessari stundu hvort lýðveldis- sinnar telja sig nú bundna af þeim yf- irlýsingum, sem þar em hafðar eftir þeim, en á því gæti framhald friðar- umleitana oltið. IRA beitt þrýstingi Það er af sem áður var þegar sam- bandssinnum var legið á hálsi fyrir að vera ekki reiðubúnir til að taka áhættu í þágu friðar. Tregða þeirra til að samþykkja að setja heimastjómina á laggimar með aðild Sinn Féin, þrátt fyrir að IRA hefði ekki byrjað afvopn- un, var lengi vel talin standa friðar- umleitunum fyrir þrifum enda vora menn á þeirri skoðun að sambands- sinnar hlytu að geta brotið odd af of- læti sínu í þágu friðar. Að það væri vissulega áhætta fyrir þá að taka íyrsta skrefið, án þess að IRA gyldi líku líkt, en hún væri þó alla vega þess virði ef IRA fylgdi í kjölfarið. Sambandssinnar höfðu að sönnu harla lítinn áhuga á að deila völdum með mönnum eins og Martin Mc- Guinness, sem var einn af forystu- mönnum IRA á áttunda áratugnum, en Sinn Féin tilnefndi hann sem ann- an af tveimur ráðhermm sínum í heimastjóminni. í þeirra huga em hendur hans blóðrauðar vegna þeirra ódæðisverka, sem framin hafa verið á Norður-írlandi undanfarin 30 ár. Kosturinn fyrir Trimble var hins vegar sá að undireins og hann hafði stigið þetta skref beindist kastljósið að lýðveldissinnum og nú var það þeirra hlutskipti að vera beittir þrýst- ingi. Það sem allir vildu vita var hvort þeir myndu nú gjalda líku líkt, sýna að þeir væm tilbúnir tö að færa fómir í þágu friðar. Sambandssinnar fyrir sitt leyti hafa svar á reiðum höndum við þeirri spumingu hvers vegna IRA reyndist ekki reiðubúinn tö að stíga þetta skref innan þeirra tímamarka sem honum vom sett þegar heimastjómin tók tö starfa. Telja sambands- sinnar velflestir að nú sé það einfaldlega að fást staðfest, sem þeir hafi vit- að, að lýðveldissinnum hafi í raun aldrei verið treystandi. Þeir hafi aldrei ætlað sér að afhenda vopn sín þrátt fyrir allan fagurgala um friðar- vilja. Hlutimir snúa vitaskuld öðmvísi við lýðveldissinnum. Þeir eiga erfitt með að trúa því að heimastjórnin hafi verið leyst upp þar sem öllum megi jú vera ljóst, að þeirra mati, að IRA hafi sannarlega lagt sitt af mörkum í þágu friðar. Benda þeir á að byssumar séu þrátt fyrir aöt þagnaðar og að sam- tökin hafi síðast í vikunni lýst því yfir að þeim yrði ekki beitt á nýjan leöí með orðalagi sem óhugsandi hefði verið að IRA beitti fyrir fáeinum ár- um síðan. Lýðveldissinn- ar óánægðir með ákvörðun Mandelsons Eeuters Afvopnun hefur reynst lýðveldissinnum erfiður biti að kyngja, eins og ráða má af fjölda vegvísa á Norður-írlandi. Reuters Gerry Adams þótti heldur þungur á brún í vikunni. Aukinheldur benda þeir á að í frið- arsamkomulaginu, sem kennt er við fóstudaginn langa, sé einungis rætt um að afvopnun allra vopnaðra sveita á Norður-Irlandi eigi að vera lokið fyrir 22. maí árið 2000. Sú staðreynd að bresk stjórnvöld geri kröfú um að IRA byiji afvopnun nú sé einungis tö marks um að þau viiji þóknast David Trimble, sem eigi í erjum við eigin flokksmenn. Brotthvarf Adams yrði vart til góðs Sennöega er samt mikövægasta ástæðan fyrir því að IRA-menn hafa harðneitað að láta vopn sín af hendi sú að þeir hétu því fyrir margt löngu að láta ekki deigan síga fyrr en þeir sæju á bak síðasta breska hermanninum frá Norður-írlandi. Þrátt fyrir að þeir hafi um síðir gert sér ljóst að þeim myndi ekki takast að bera sigurorð af breska hemum og að þeir yrðu því að leita annarra leiða, þ.e. leyfa Gerry Adams og félögum að kanna hina póli- tísku og friðsamlegu leið, þá væm það beinlínis svik við málstaðinn, og alla þá sem látið hefðu lífið lyrir hann, að láta af hendi vopn. Einungis sigraðir herir væra neyddir til að láta vopn sín af hendi og því væri IRA í raun að við- urkenna uppgjöf sína, afhentu sam- tökin vopn sín. Það komi einfaldlega ekki tö greina, enda hafi þeir aös ekki verið sigraðir. Loks var í öllu falli ólödegt að IRA myndi koma til móts við óskir manna einmitt núna, þegar aUir hömuðust við að beita samtökin þrýstingi. Lýð- veldissinnar geta síst af öUu sætt sig við að aðrir segi samtökunum fyrir um það hvenær og hvemig þau skuö haga afvopnun sinni. Þvi ætla þeir sannarlega að ráða sjálfir. Þó verður að telja löílegt að IRA muni á endanum byrja afvopnun, lýð- veldissinnar hafa nefnöega viður- kennt að afvopnun sé nauðsynleg eigi að nást sættir á Norður-írlandi. Vandinn er hins vegar sá að þeir vilja fara sér hægt, á meðan sambands- sinnar vöja flýta sér. Sú skýring hef- ur heyrst að lýð- veldissinnar hafi verið svo ölvaðir af gleði yfir því, að hafa öðlast fuli- trúa í heima- stjóm, að þeir hafi einfaldlega ekki trúað því að Trimble myndi gera alvöra úr hótun sinni að segja af sér og ganga á dyr. Að um leið og heima- stjómin hefði ver- ið sett á laggirnar myndu menn ekki vöja stíga skrefið tö baka, og að af- vopnunarkröfur féUu í gleymsku þar til IRA þóknaðist að farga vopnunum. Sé þessi kenning á rökum reist mis- reiknuðu lýðveldissinnar sig hrapal- lega. Hitt virðist þó lfldegra að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, hafi ein- faldlega ekki tekist að þoka banda- mönnum sínum í IRA fengra að svo stöddu og að hann hafi verið að vona að bresk og írsk stjómvöld hefðu samúð með því hversu þungbært skref þetta væri IRA-mönnum. AthygUsvert er að Adams var ekki nema skugginn af sjálfum sér í vik- unni sem leið og gaf jafnvel í skyn að honum yrði ekki stætt lengur sem leiðtoga Sinn Féin, gerði Peter Mand- elson alvöm úr því að leysa norður- írsku heimastjómina upp. „Ég hef ekki í hyggju að eyða því sem eftir er ævinnar í tilraunir tö að lappa upp á friðarferU sem sífellt rat- ar í blindgötur," sagði Adams á þriðjudag og vom orð hans túlkuð á þá leið að þar færi úrvinda stjóm- málamaður sem ætti erfitt með að sætta sig við að vera kennt um öll þau vandamál, sem nú steðjuðu að. Það er vissulega stað- reynd að undir forystu Adams hefur Sinn Féin þróast frá því að vera að- eins andUt út á við fyrir skæmliðana í IRA til þess að vera stjórnmálahreyf- ing með um 18% fylgi, sem beitti sér fyrir því að kaþólikkar og mótmæl- endur á Norður-írlandi reyndu að setja niður deilur sínar. Það sem menn hafa hins vegar áhyggjur af er að lesa megi úr við- brögðum Adams að hann sé sér með- vitandi um að vaxandi óánægja sé með störf hans og annarra þeirra, sem stýrt hafa hreyfingunni í þær átt- ir sem raun ber, meðal grasrótarinn- ar. Að harðlínumenn telji að atburðir síðustu daga sýni að það sé borin von að hin „pólitíska leið“ skili lýðveldis- sinnum því sem þeir vilji. Stefna Adams og félaga hafi í raun beðið skipbrot og að hann eigi ekki annars úrkosti en segja af sér. Jafnframt er vert að muna að inn- byrðis deilur og hjaðningavíg em samofin sögu írskra lýðveldissinna og í slíkum átökum hafa margir beðið bana. Líf Adams gæti því einfaldlega verið í hættu teldu félagar í IRA eða klofningshópum úr samtökunum hann hafa samið af sér. Kannski var sprengjutilræði „Framhalds-IRA“, klofningshóps úr IRA, í Irvinestown í vikunni einmitt fyrst og fremst áminning til Adams um að undir niðri kraumaði óánægja meðal lýðveldis- sinna með stöðu mála. Eðlilegt er líka að velta fyrir sér hvað taki við ef Gerry Adams hverfur á braut. Ottast mai'gir að þá kæmust tö valda í Sinn Féin harðlínumenn sem ekki yrðu lengi að hverfa af þeirri braut, sem Adams og McGuinness hafa markað. Niðurstaða manna er þó sú að enn um stund geti Adams setið ömggur í stól sínum. Dragist það hins vegar,að höggvið verði á hnútinn, og Sinn Féin komist aftur að kjötkötlunum, sé lík- legt að skipt verði um forystu. Þá myndi ævafom vantrú lýðveldissinna á að þeir geti náð markmiðum sínum eftir pólitískum leiðum hafa náð yfir- höndinni, þolinmæði þeirra lfldega þrjóta og hætt við að vopnin fái að tala. Óvissa um framhaldið Óvissa ríkir því um framhaldið. Af- vopnun IRA hefur nefnöega frá fyrstu stundu verið helsti ásteyting- arsteinninn og þótt mönnum hafi fram að þessu tekist að fresta því að taka á vandamálinu hlaut að koma sú stund um síðir að á þvi yrði að taka. Nóbelsverðlaunahafinn John Hume, leiðtogi flokks hófsamra kaþólskra (SLDP) hefur að vísu margoft bent á að í raun ætti afvopnun IRA ekki að skipta höfuðmáli. Staðreyndin sé sú að menn geti fargað vopn- um sínum að kvöldi og keypt sér ný að morgni. I þeim skilningi er mikil- vægi afvopnunardeilunn- ar einungis táknrænt, sú tilhugsun er einfaldlega óbærileg sambandssinnum að sitja í rfldsstjóm með mönnum sem geyma sprengjur í jakkafaldi sínum (skv. nýlegu mati hefur IRA í fómm sínum næstum þijú tonn af Semtex-sprengi- efni og 600 AK-47 vélbyssur). Hume veit hins vegar eins og fleiri að á þessu stigi málsins er orðið óhjá- kvæmöegt að IRA sýni í verld það sem samtökin hafa sagt í orði, nefni- lega að þau telji daga ofbeldis að baki. Eins og staðan er núna veltur friðar- ferlið á Norður-írlandi einmitt á þessu atriði, tími fyrirheita er liðinn og nú stendur á IRA að sýna friðar- vilja sinn í verki. Gætu fargað vopnum og keyptný að morgni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.