Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson um breytingar á ráðherrum flokksins 'Markar tímamót í sögu Framsóknarflokksins Bætt ímynd og lífslíkur flokksins fara dálítið eftir því hvort gellurnar líkjast gyðjunum þremur, eða gribbunum ... Sýningar í Skotinu við Hæðargarð Næst verður það steint gler Lena Guðrún Hákonardóttir Um þessar mundir stendur yfir sýn- ing á útskurðar- munum í Skotinu, hús- næði Félagsþjónustunnar við Hæðargarð í Reykja- vík. Árlega eru þarna a.m.k. átta sýningar af ýmsu tagi á handverki sem eftirlaunaþegar hafa unnið. Lena Guðrún Há- konardóttir forstöðumað- ur Félagsmiðstöðvarinn- ar við Hæðargarð hefur yfirumsjón með fram- kvæmd þessara sýninga. „Sýningin sem stendur yfír núna er hluti af verkum þeirra sem stunda tréskurð hér í félagsmiðstöðinni. Verkin eru líka unnin utan fél- agsmiðstöðvarinnar. Tréskurður hefur verið mjög vinsæl tómstundaiðja hér, sér- staklega af karlpeningnum en einstaka konur hafa þó tekið þátt í námskeiðunum. Margir karlanna eru mjög hagir í hönd- unum og hafa kennt þeim leið- beinendum sem séð hafa um tréskurðinn ýmislegt sem þeir kunnu ekki áður. Enda tekur mörg ár að ná leikni í tréskurði, sem er gömul og virt listgrein á íslandi." -Hvernig tréskurð er um að ræða? „Oftast er um smærri verk að ræða, svo sem veggklukkur, barómeter, prjónastokka, bréfa- grindur og fleira. Verkefnin miðast við að ekki sé hefðbund- in smíðastofa á staðnum. Hins vegar eru á sýningunni renndir hlutir eftir menn sem hafa smíðaaðstöðu heima hjá sér.“ -Hvernig sýningar hafíð þið yfírleitt verið með? „Bæði samsýningar á hand- verki sömu tegundar og sýning- ar á munum frá einstaklingum. í haust var t.d. fyrsta sýningin unnin upp úr gömlum ljósmynd- um og þemað var Lífið í landinu eftir 1944. Þar á eftir voru sýnd- ir bróderaðir klukkustrengir af ýmsum gerðum. Þá voru allir veggir þaktir útsaumi. í jóla- mánuðinum var brugðið út af venju og leitað til forskólans að Jörva sem er hér við hliðina. Börnin þar á öllum deildum teiknuðu og föndruðu alls kyns efni sem tengdist jólum. Sú sýn- ing mæltist mjög vel fyrir og gladdi gesti hússins, enda koma þessi börn til okkar a.m.k. tvisv- ar á ári til að syngja fyrir okkur og þiggja veitingar að launum ásamt sínum kennurum. Næsta sýning verður haldin í mars, þá verður sýndur glerskurður (steint gler), það er líka sam- sýning á verkum fólks sem tek- ur þátt í glerskurðarnámskeiði hér við félagsmiðstöðina, þar eru konur í meiri- hluta.“ - Hvernig er hús- næðið hjá ykkur með tilliti til sýningarað- stöðu? „Það eru gangarnir og and- dyrið sem eru notuð og við er- um alveg ánægð með þá að- stöðu. Sýningarnar eru hugs- aðar þannig að þær séu nálægt fólkinu - hluti af daglegu lífi þess og starfi. Við höfum reynd- ar komið okkur upp sérstakri lýsingu í hluta húsnæðisins með tilliti til sýninganna. Arkitektúr- inn á húsinu býður einnig upp á ► Lena Guðrún Hákonardúttir fæddist í Reykjavík 30. október 1946. Hún lauk prófi frá lýðhá- skólanum í Aakart í skipulagn- ingu og framkvæmd tómstunda ásamt fararstjórn. Hún stund- aði nám f upplýsingatækni og fjölmiðlun og í barnamenningu og fjölmiðlun við háskólann í Lundi. Hún hefur frá 1990 starfað fyr- ir öldrunardeild Félagsþjónust- unnar. Lena á tvær uppkomnar dætur. aðstöðu til sýninga, t.d. eru glerskápar í innréttingunni sem nýtast vel til þessara hluta.“ - Hver ákveður hvaða sýning- ar eru? „Það geri ég ásamt leiðbein- endum á vinnustofu. Við leitum víða fanga, t.d. má geta þess að ljósmyndirnar sem voru stofn- inn í Ijósmyndasýningunni eru í eigu eldri konu sem býr í Hlíð- unum. Hún heitir Jóna Oddný Guðmundsdóttir og var áhuga- ljósmyndari frá 15 ára aldri, faðir hennar gaf henni þá litla kassamyndavél til að taka á myndir á alþingishátíðinni 1930. Síðan hefur hún tekið myndir af því sem vakið hefur áhuga hennar í lífi og umhverfi.“ - Hvaða tómstundaiðja er vin- sælust hjá ykkur þarna í félags- miðstöðinni við Hæðargarð? „Það er fyrst og fremst fél- agsvistin, hún er mikið sótt af fólki víða að, félagsvistin er ekki bara vinsæl hér, heldur í öllum félagsmiðstöðvum, sem eru fjórtán samtals, hægt er að spila félagsvist á einhverri þeirra alla rúmhelga daga vikunnar. I öðru sæti vinsældanna er al- menn handavinna og föndur. Þá kemur fólkið með það sem það er að gera hverju sinni og fær félagsskap og aðstoð. í þriðja sæti vinsældalistans er leikfimi, sem einnig má sækja á alla fjór- tán staðina, tvisvar í viku á hverjum. Þess utan er mýmargt í boði, alls kyns sértæk námskeið og klúbbar bundnir áhugasviðum, farið er í leikhús, á söfn og sýningar, í ferðalög og fjölmargt annað. Þess má geta að hér og víðast hvar á félags- miðstöðvum er boðið upp á að- stoð við böðun, líka fyrir þá sem búa úti í bæ, akstursþjónusta er í boði fyrir þá sem hennar þarfnast. Félags- vistin er vinsælust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.