Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 11
lendingar, þ.e. að byggja fyrst upp
atvinnuvegina, einkum þungaiðnað,
en láta húsnæðismálin sitja á hakan-
um. I þessum löndum var sjálfs-
hjálpin einnig mikil og því varð hús-
næði í einkaeign þar nokkuð algengt
þrátt fyrir yfirlýst sameignarskipu-
lag.
Ef við skoðum félagslegar íbúða-
byggingar og hvers vegna þær tíðk-
ast í svo ríkum mæli í Norður- og
Vestur-Evrópu má leita skýringar-
innar í því að þessi lönd voru búin að
byggja upp sitt atvinnulíf og gátu nú
einbeitt sér að sértækum verkefn-
um eins og húsnæðismálum sem
skapaði fólkinu aukið öryggi. Einnig
höfðu menn í stríðinu vanist því að
leysa samhæfð stórverkefni. Þessi
uppbygging var óháð pólitískri hug-
myndafræði, til dæmis beitti íhalds-
flokkurinn í Bretlandi sér fyrir
félagslegum íbúðum á eftirstríðsár-
unum og þegar Gaullistar komu til
valda í Frakklandi héldu þeir áfram
uppbyggingu leiguíbúða á vegum
ríkisins."
Verðbólgan ýtti undir
einkaeign
„Önnur ástæða sjálfseignarstefn-
unnar er sú að ríkisvaldið á Islandi
var tiltölulega veikt á þessum tíma
og innlent ríkisvald kom seint til
sögunnar. I nágrannalöndunum átti
ríkisvaldið sér langa hefð og var
mjög sterkt, ekki síst vegna þess að
það hafði í gegnum aldirnar þurft að
standa fyrir öflugum stríðsrekstri.
Húsnæðismálin hér á landi koma
ekki til kasta ríkisins fyrr en árið
1930 með verkamannabústöðunum.
Skipulögð afskipti ríkisins af hús-
næðismálum hefjast þó ekki fyrr en
eftir seinna stríðið eða árin 1946-
1947. Svo líða næstum tíu ár þar til
Húsnæðismálastjórn er stofnuð
með lögum árið 1955.
Starfsemi Húsnæðismálastjórnar
byggðist á því að veita fólki tak-
mörkuð lán en síðan varð það að
bjarga sér sjálft með aðstoð vina og
vandamanna. Bankarnir höfðu á
þessum tíma ekki bolmagn til að
veita langtímalán til húsnæðiskaupa
og er það fyrst nú sem það er að
hefjast að einhverju marki.“
Jón Rúnar segir fleiri ástæður
koma til, eins og að Island sé fá-
mennt land. „Við höfum einn þétt-
býliskjarna sem getur staðið undir
því að kallast borg. Þannig að ýmsir
hlutir í sambandi við borgarskipu-
lag og félagslega aðstoð þróaðist
ekki hér vegna vöntunar á borgar-
menningu eins og við þekkjum hana
í nágrannalöndunum.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem oftast
var í ríkisstjórn á eftirstríðsárunum,
hafði einnig töluverð áhrif á að móta
sjálfshjálparstefnuna meðal annars
með því að stuðla að því að vinna við
eigið húsnæði væri skattfrjáls.
I Reykjavík var þó að mörgu leyti
rekin félagsleg húsnæðisstefn, til
dæmis með því að útrýma bröggun-
um á tíu árum.
Verðbólgan átti líka stóran þátt í
að ýta undir einkaeign á húsnæði.
Verðbólga var mikil hér á landi og
menn nýttu sér það að þurfa ekki að
borga lánin til baka. Steinsteypan
var líka eina leiðin til að viðhalda
verðmæti peninganna."
Krafa um aukin
rfkisafskipti
Vendipunktur varð í húsnæðis-
málunum árið 1980, að sögn Jóns
Rúnars, þegar verðbólgan varð
óviðráðanleg og verðtrygging var
tekin upp. „Arið 1983, þegar kom til
harkalegra efnahagsaðgerða, má
segja að sjálfseignar- og sjálfs-
hjálparaðferðin hafi gengið sér til
húðar. Þá var haldinn tvö þúsund
manna fundur í Sigtúni þar sem
ástandinu í húsnæðismálum var
mótmælt. Á fundinum kom fram
krafa um aukin ríkisafskipti af þess-
um málaflokki og hækkun húsnæð-
islána til allra um 80%. Fyrstu við-
brögð ríkisvaldsins voru að veita
neyðarlán til þeirra sem verst voru
settir en síðan var ákveðið að hækka
verulega lán til húsnæðiskaupa.
Þegar hér er komið sögu hefst leit
að nýju húsnæðiskerfi.
Á þessu sama ári varð Búseti til
sem byggist á félagslegum sam-
vinnuhugmyndum sem þá voru út-
breiddar á Norðurlöndunum.
Skapar öryggi að hafa
fj ármuna-umsýsluna
á einum stað
„Sú niðurstaða Jóns Rúnars Sveinsonar,
félagsfræðings, að markaðsvæðing hús-
næðiskerfisins sé tímabær kemur í sjálfu
sér ekki á óvart,“ segir Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbankans.
„Hún er í samræmi við ályktun sljórnar
Sambands íslenskra viðskiptabanka sem
telur tímabært að taka upp nýtt fyrir-
komulag á veitingu íbúðalána. Við-
skiptabankarnir telja æskilegt að ríkið
hverfi í áföngum frá smásölu og beinum
samskiptum við lántakendur en taki þess
í stað að sér endurfjármögnun íbúðalán-
anna. Slík aðkoma ríkisins ásamt því að
það beiti sér fyrir almennum aðgerðum,
s.s vaxtabótum í þágu ibúðakaupenda, er
eðlileg að minni hyggju. Hitt aðalatriðið
í málinu er að viðskiptabankar og spari-
sjóðir telja eðlilegt að þeir fái tækifæri
til að veita viðskiptavinum sínum íbúða-
lán en sú starfsemi fellur vel að almennri starfsemi við-
skiptabanka og sparisjóða.
Ibúðalánasjóður mundi í sjálfu sér hafa mjög mikil-
vægu hlutverki að gegna í þeirri breytingu. í fyrsta
lagi sem heildsölulánveitandi. Hægt er að hugsa sér að
hann stundaði verðbréfasölu og keypti söfn lána með
þeim skilyrðum sem opinberir aðilar leggja áherslu á
og sem ætti þá að gilda í þessum viðskiptum. Ibúða-
lánasjóður gæti gegnt heildsöluhlutverki með þvf að
kaupa upp sölii heimilislána af viðskipta-
bönkum og sparisjóðum og gefa síðan út
safnbréf sem væru einvörðungu tryggð í
safni einstaklingslána og annaðist eigia-
tryggða verðbréfun (securitization) íbúða-
lána í landinu með sambærilegum hætti og
tíðkast á Norðurlöndunum og sérstaklega í
Bandaríkjunum. Á þetta höfum við bent
sameiginlega, viðskiptabankar og spari-
sjóðir sem eðlilega þróun og í takt við það
sem gerist annars staðar. Þess utan er rétti-
lega á það bent í máli Jóns Rúnars að opin-
berir aðilar hafa hlutverki að gegna hvað
varðar félagsleg íbúðalán eða fjármögnun
félagslegs húsnæðis og það er mikilvægt
hlutverk sem allir þekkja.
Við höfum bent á að það felst ákveðið
öryggi í því fyrir einstaklinga og fjölskyld-
ur að hafa umsýslu með fjármálum sínum á
einum stað, það er í viðskiptabanka sínum.
Á þetta höfum við lagt sérstaka áherslu til dæmis í
Landsbankanum þar sem við hvetjum fjölskyldur og
einstaklinga og reyndar fyrirtæki líka til þess að nýta
sér heildarfjármálaþjónustu Landsbankans. Við höfum
hafið veitingu heimilislána og samþættingu heimilis-
lána og trygginga með eignaraðild að tryggingarfélagi
til þess að viðskiptavinir okkar þurfi ekki að leita ann-
að með viðskiptaþjónustu sína. Þetta eykur öryggi í
viðskiptum og felur í sér verulega hagræðingu."
Halldór J. Krisfjáns-
son, bankastjóri
Landsbanka íslands.
Þj ónusta bankanna
yrði dýrari
„Það er eflaust rétt
sem Jón Rúnar Sveins-
son heldur fram að
bankamir séu í stakk
búnir til að taka við
stærstum hluta lán-
veitinga í húsnæðis-
kerfinu. Bankarnir
em fullir af peningum
og em gráðugir í að
lána. Reynslan af
ibúðalánum Lands-
bankans er sú að hann
lánar hér á höfuðborg-
arsvæðinu. Hinum fél-
agslega þætti eða
fbúðalánum á lands-
byggðinni verður hins
vegar ekki sinnt af bönkunum
þannig að það sé með
einhverju lagi,“ segir
Páll Pétursson, félags-
málaráðherra.
„Það væri út af fyrir
sig fræðilega mögu-
legt að kljúfa starf-
semi íbúðalánasjóðs.
Láta bankana um að
annast íbúðalán til
hinna tekjuhærri hér á
höfuðborgarsvæðinu
en si'ðan yrði Ibúða-
lánasjóður að lána
dreifbýlinu og hinum
tekjulægri. Láta bönk-
unum eftir rjómann af
markaðnum eins og
þeir vafalaust vilja fá og sitja uppi
Páll Pétursson
félagsmálaráðherra.
með það sem væri erfiðara og
áhættusamara. Hins vegar ber að
líta á að þjónusta íbúðalánasjóðs er
miklu ódýrari en í bönkunum þann-
ig að íbúðakaupendur mundu þurfa
að borga meira fyrir lánin en þeir
þurfa að gera nú.“
Nú hefur þróunin verið sú í ná-
grannalöndunum að bankarnir
hafa tekið við þessum þætti lánveit-
inga, að hvaða leyti eru aðstæður
öðravísi hér á landi?
„ Við búum við ennþá hrikalegri
byggðavanda en flest nágranna-
löndin. Markaðsvæðing húsnæðis-
kerfisins er þó ekki alfarið þróunin
í nágrannalöndunum því Norski
húsbankinn er með stórfellda starf-
semi.“
Árið 1986 var svo frumkvæðið
tekið af ríkisvaldinu í húsnæðismál-
unum og aðilar vinnumarkaðarins
notuðu lífeyrissjóðina til að búa til
nýtt húsnæðiskerfí með því að lána
félagsmönnum sínum gegnum
sjóðakerfi ríkisins.
Húsbréfakerfið hefur
heppnast nokkuð vel
Árin 1987-1988 verða pólitískar
breytingar hér á landi og vinstri
flokkarnir komast í stjórn. Þá er
ákveðið að leggja lánakerfið frá ár-
inu 1986 niður og húsbréfakerfið
verður til.
Jón Rúnar segir að þrátt fyrir
pólitíska andstöðu við húsbréfakerf-
ið í upphafi virðist sem menn hafi
sæst á þetta fyrirkomulag sem sýni
að það hafi heppnast nokkuð vel.
Húsbréfakerfið íslenska sé að
mörgu leyti líkt danska kerfinu
nema hvað það danska sé rekið á
einkagrundvelli en það íslenska á
vegum ríksins.
Hann segir jafnframt að þróunin
á þessum árum sýni að uppbygging
félagslegs húsnæðis hafi ekki orðið
með þeim hætti að verkalýðsflokkar
ráði ríkisvaldinu heldur miklu frem-
ur vegna ítaka þeirra í verkalýðs-
hreyfingunni. Þetta sjáist mjög
skýrt á því að helstu stórfram-
kvæmdir í húsnæðismálum hafa
alltaf átt upptök sín í kjarasamning-
um á almennum vinnumarkaði.
„Við Islendingar fylgdum lengi
sjálfshjálparstefnunni í húsnæðis-
málum og vorum lengi að byggja
upp ríkisafskipti af þessum mála-
flokki. En nú erum við að festast 1
þessum miklu ríkisafskiptum af
lánakerfinu þegar aðrar þjóðir eru
að draga sig út úr þeim jafnframt
því sem bankarnir og fjármálakerfið
er að eflast," segir Jón Rúnar.
„Ég tel að meginskýringuna á
þessu fyrirkomulagi megi rekja til
þess stjórnmálalega ástands sem
hér ríkir. Við búum í þjóðfélagi þar
sem stjómmálamenn sækjast eftir
persónulegri stjóm á fjármálakerf-
inu, sem sést á viðvarandi pólitísk-
um stöðuveitingum í íslenska fjár-
málakerfinu í stað þess að tekin sé
upp fagleg stjóm fæmstu fagmanna
á þessu sviði. Þetta er eina skýring-
in sem ég sé á þessu ástandi því fjár-
málamarkaðurinn er orðinn jafn
þróaður og í nágrannalöndunum.
Ég tel að á mjög skömmum tíma
gæti bankakerfið tekið við stærstum
hluta lánveitinga til húsnæðismála.
Það er þó nauðsynlegt að hið op-
inbera hlaupi undir bagga með
tekjulægstu hópunum og öryrkjum
eða öðrum sem ekki geta ráðið við
markaðskerfíð. Sama á við um lán-
veitingar til byggðarlaga sem
standa höllum fæti. Ekki er líklegt
að einkareknar fjármálastofnanir
vilji lána þeim framkvæmdafé."
Hvað er það sem einkennir góða
stöðu okkar í húsnæðismálum?
„Hún lýsir sér í vönduðu, rúm-
góðu og nýlegu húsnæði,“ segir Jón
Rúnar. „Hvað varðar rými erum við
að meðaltali með rúmlega 50 fm á
mann sem er jafn gott eða betra en
víðast annars staðar í heiminum.
Það að menn eiga sitt húsnæði sjálf-
ir, en það eru um 80% íslensku þjóð-
arinnar, veitir auk þess visst frelsi í
því hvemig við högum húsnæðinu.
Það er þó einn galli hér á fyrir þá
sem versta stöðu hafa og hann er sá
að leiguíbúðakerfið er veikt. Ég hef
starfað að undanförnu með nefnd á
vegum félagsmálaráðherra sem er
að vinna að framtíðarlausnum á
leigumarkaðnum. Þar er verið að
velta fyrir sér eflingu félagslega
leigumarkaðarins, þá einkum með
félagasamtök í huga eins og félög
námsmanna, aldraðra og öryrkja og
húsnæðissamvinnufélög.
Einnig er rætt um hvemig efla
megi frjálsa leigumarkaðinn með
því að skapa skattalegt og fjárhags-
legt umhverfi fyrir slíkan leigu-
markað svo hann megi dafna.“
Jón Rúnar segir að með þröngum
leigumarkaði sé sú hætta fyrir
hendi að hann yrði að hreinræktuðu
félagslegu jaðarfyrirbæri þar sem
saman söfnuðust tekjulægstu hópar
samfélagsins. „Stækkun leigumark-
aðarins táknar hins vegar aukið að-
streymi ungs fólks sem er að byrja
húsnæðisferil sinn og að fólk uni al-
mennt hag sínum lengur en áður í
leiguhúsnæði. Húsaleigubótakerfið
hefur eflt leigumarkaðinn nokkuð
og eftir fyrirhugaðar breytingar á
því mun það þjóna þessu hlutverki
talsvert betur.“
Skapa þarf samfelldan
leigumarkað
„Þá getur stofnun Félagsíbúða hf.
utan um leiguíbúðakerfi Reykjavík-
urborgar, ef vel tekst til, orðið
merkur áfangi í þá átt að rjúfa sér-
stöðu og „neikvæða stimplun" fél-
agslegra leiguíbúða. Rökrétt fram-
hald af því væri að fella smám
saman eignaríbúðakerfi Reykjavík-
urborgar inn í leiguíbúðakerfið með
því að breyta einfaldlega svonefnd-
um „endursöluíbúðum" í leiguíbúð-
ir. Eftir nokkur ár, þegar leiguí-
búðafjöldinn hefur svo aukist
nokkuð, væri tímabært að fella nið-
ur öll félagsleg skilyrði um úthlutun
íbúðanna og gera þær þar með í
reynd að almennum húsnæðisval-
kosti. Þannig mætti ná þvi markmiði
að skapa samfelldan leigumarkað í
stað hins núverandi tvískipta, þar
sem stundum virðist sem opinberir
aðilar reki leiguíbúðir einkum öðr-
um til viðvörunar og til þess eins að
koma óorði á leiguhúsnæði almennt.
Slík vel rekin leiguíbúðafyrirtæki í
formlegri eigu sveitarfélaganna,
sem störfuðu á sjálfstæðum grund-
velli, myndu fljótlega öðlast það
leiðandi stöðu á leigumarkaðnum að
leigusalar á hinum almenna markaði
yrðu að haga ákvörðun leiguverðs
með tilliti til þessa.“
Líkari engilsöxum
I bók sinni, Society, Urbanity and
Housing in Iceland veltir Jón Rúnar
einnig fyrr sér menningarlegum
rótum sjálfseignarstefnunnar og
segir okkur líkari engilsaxneskum
þjóðum í þessum efnum. „Hjá þeim
er sjálfseignarhúsnæði mjög út-
breitt. í kringum 70% Breta eiga
sitt eigið húsnæði. Það er til
skemmtileg en umdeild kenning um
þessa hluti og hún er sú að við Is-
lendingar -séum líkari þeim engil-
söxum sem settust að annars staðar
í heiminum eins og í Bandaríkjun-
um, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjá-
landi. Húsnæðismál í Ástralíu hafa
til dæmis þróast á líkan veg og hjá
okkur.
í Skandinavíu hafa húsnæðismál-
in hins vegar verið óumdeildur hluti
af velferðarkerfinu. í Svíþjóð talaði
landsfaðirinn Per-Albin Hansson,
sem var einn af fyrstu forsætisráð-
herrum jafnaðarmanna, um þjóðar-
heimilið (folkhemmet) þar sem allir
þegnamir gætu notið lágmarksvel-
ferðar. Sjálft húsnæðið hlaut að
vera einn helsti grundvöllur slíks
heimilis allrar þjóðarinnar. Hér á
landi náðu hugmjmdir um húsnæð-
iskerfið sem hluta af velferðarkerf-
inu minni fótfestu og það gerðist
mun seinna en í Skandinavíu."
Meiri áhersla á umhverfis-
og skipulagsmál
Eru þá ríkisafskipti í húsnæðis-
málum að hverfa og bankarnir að
taka við þessum málaflokki? Þessu
svarar Jón Rúnar neitandi. „Ég
held að ríkið muni áfram gegna 1
stóru hlutverki við að fylgjast með
og leggja vissar línur fyrir húsnæð-
ismarkaðinn. Félagslegar aðgerðir
munu halda áfram gagnvart vissum
hópum og landssvæðum. Stærsta
félagslega aðgerðin í húsnæðismál-
unum nú er rekstur vaxtabótakerf-
isins, sem er á ábyrgð ríkisins og
jafnframt eru sterkar líkur á að
húsaleigubótakerfið eflist á næst-
unni. Eg held líka að við munum
koma til með að tengja húsnæðis-
málin á næstunni meira við um-
hverfis- og skipulagsmál. Slíkrar
þróunar gætir mjög víða, heimurinn
stendur nú frammi fyrir meiri vexti
borga og fólksflótti úr sveitum er
meiri en nokkru sinni fyrr. Hér á
landi hefur hlutfall höfuðborgar-
svæðisins í lánum til nýbygginga á
síðastliðnum áratug hækkað úr 70%
í 80%. Hvað varðar lán til fasteigna-
kaupa hafa allt að 90% þeirra farið
til höfuðborgarsvæðisins. Hvernig
þessi mikli vöxtur á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu þróast næstu áratugi er
gífurlegt umhverfislegt og skipu-
lagslegt viðfangsefni þar sem hús-
næðið gegnir lykilhlutverki,“ segir
Jón Rúnar að lokum.