Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Fyrstu sigurvegararnir á Olympíuleik-
unum eftir endurvakningu þeirra
Stökk
fram fyrir
húfuna
sína
ENN eitt ólympíuárið er runnið upp og röðin komin að sumar-
ólympíuleikunum í áströlsku borginni Sydney. Ólympíuleikar
Forn-Grikkja voru haidnir reglulega í meira en þúsund ár, eða frá
því árið 776 fyrir Kristsburð til ársins 385 eftir Kristsburð. Heim-
ildir herma að sá sem seinastur vann ólympíusigur á því skeiði
hafi verið hnefaleikakappi frá Armeníu, Arazadetes að nafni. Það
var svo ekki fyrr en rúmlega 1.500 árum síðar að franski barón-
inn Pierre de Coubertin fékk þá hugmynd að endurvekja hina
grísku leika sem alþjóðlega íþróttahátíð. Með þolinmæði, þraut-
seigju og sannfæringarkrafti tókst honum að vinna þessari hug-
mynd sinni fylgi og loks var svo komið að æska heimsins var
kvödd til hinna fyrstu Ólympíuleika nútímans, í Aþenu árið 1896.
Svo var það 28 árum síðar að fyrstu Vetrarleikarnir voru haldnir.
Hans W.
Haraldsson
skrasetti
Þessir fyrstu leikar nútímans fóru
fram í höfuðborg Grikklands
dagana 5.-15. apríl. Þátttakendur
voru 295 frá 13 lönd-
um og var keppt í 10
íþróttagreinum.
Þetta voru einu Ól-
ympíuleikamir þar
sem konur voru ekki meðal kepp-
enda. Sá sem varð þess heiðurs að-
njótandi að verða fyrsti ólympíu-
meistarinn var írskættaður Banda-
ríkjamaður, James Brendan
Connolly að nafni. Hann var fæddur
í Boston og ólst upp í sárri fátækt.
Um síðir tókst honum með harðfylgi
að brjótast til mennta, og þegar hér
var komið sögu stóð hann á þrítugu
og var við nám við Harvard-háskóla.
Hann stundaði einnig frjálsíþróttir
af kappi og þótti einkar knár stökkv-
ari. Hann var þó ekki ýkja þekktur,
enda tók hann aldrei þátt í banda-
rískum meistaramótum. Hins vegar
heillaðist Connolly mjög af ólympíu-
hugmyndinni og varð brátt staðráð-
inn í að taka þátt í þeirri miklu hátíð.
Hann gekk því á fund skólayfírvalda
í Harvard og óskaði eftir tveggja
mánaða leyfi vegna ólympíuþátt-
töku, en þeirri beiðni var umsvifa-
laust hafnað. Þá kom upp í honum
írska þrjóskan og hann kvaðst frem-
ur myndi segja sig úr skóla en að
verða af leikunum. Þótt honum væri
gert ljóst að með því gæti hann fyrir-
gert öllum möguleikum á frekara
námi lét hann ekki segjast og sat við
sinn keip. Síðan varð hann sér úti um
ódýrt skipsfar frá New York, og eftir
16 sólarhringa sjóferð steig hann á
land í Napólí. Þaðan fór hann svo
með lest til Brindisi, síðan aftur með
skipi til Korfu og kom loks til Aþenu
réttum sólarhring áður en keppni
skyldi hefjast.
Lagði húfuna í sandinn
Það vildi svo til að strax á fyrsta
degi var eftirlætisgrein Connollys,
þrístökkið, á dagskrá, og jafnframt
var ljóst að í þeirri grein myndu
fyrstu lokaúrslit liggja fyrir. Þegar
röðin kom að Connolly að stökkva
var lengsta stökk keppninnar liðlega
tólf og hálfur metri. Hann gekk að
stökkgryfjunni og lagði húfuna sína í
sandinn hálfum fjórtánda metra frá
plankanum, staðráðinn í að stökkva
framfyrir húfuna. Og það gerði hann
líka með glæsibrag. Er skemmst frá
því að segja að Connolly vann þrí-
stökkið með miklum yfirburðum,
stökk 13,71 m, sem var 1,01 m lengra
en næsti maður náði. Fyrstu gull-
verðlaun leikanna voru hans. Daginn
eftir varð hann svo 3. í langstökki
með 6,11 m og loks varð hann annarr
í hástökki með 1,65 m. James Conn-
olly gat því haldið heim harla glaður,
og það sem meira var: Skólayfirvöld-
um í Harvard þótti það mikið til af-
reka hans koma að þau tóku hann í
fulla sátt og hann gat hafið nám að
nýju.
Silfur í París
Næstu árin helgaði hann sig nám-
inu og keppti lítið í íþróttum. En
þegar nálgast tók næstu Ólympíu-
leika, sem haldnir voru í París árið
1900, varð Connolly gripinn þeirri
löngun að mæta þar til leiks og
freista þess að verja titil sinn. Hann
tók snarpan æfingakafla og hélt síð-
an galvaskur til Parísar. En þótt
hann stykki þar nokkru lengra en í
Aþenu, eða 13,97 m, dugði það „að-
eins til annars sætis. Honum tókst
því ekki ætlunarverk sitt, en þó má
segja að hann hafi fallið með sæmd.
Connolly gerðist síðar mikilvirkur
rithöfundur, og voru það einkum
smásögur hans sem nutu vinsælda.
Hann var sæmdur heiðursdoktors
nafnbót við Harvard-háskóla árið
1949. Hinn 20. janúar 1957 andaðist
James Connolly 91 árs að aldri.
Chamonix 1924
Fyrstu Vetrarólympíuleikamir
voru haldnir í franska bænum Cha-
monix, sem er í rúmlega 1.000 m
hæð, undir hlíðum Mont Blanc, og
afar vinsæll til skíðaiðkana og fjalla-
klifurs. Leikarnir stóðu yfir frá 24.
janúar til 5. febrúar. Þátttakendur
voru 294 frá 16 löndum. Keppt var í
fimm greinum vetraríþrótta og
kepptu konur aðeins í listhlaupi á
skautum. - Fyrsta greinin sem úrslit
fengust í var 500 m skautahlaup. Var
inu Spalding í New York og hætti
brátt allri íþróttakeppni.
Þegar Bandaríkjamönnum var fal-
in framkvæmd Vetrarólympíuleik-
anna árið 1932 var þeim valinn stað-
ur í Lake Placid. Haft er fyrir satt,
að það sem einkum hafi ráðið staðar-
valinu hafi verið sú staðreynd að þar
var heimabær Charles Jewtraw,
fyrsta ólympíumeistarans.
Uppgjör Norðmanna
Fyrsti skíðamaðurinn til að vinna
gullverðlaun í Chamonix var hins
vegar norski göngugarpurinn Thor-
leif Haug. Hann var fæddur 1894 í
Arkvisla, rétt hjá Drammen og átti
þar heima alla tíð. Hann óx upp nán-
ast með skíðin á fótunum og þótti
snemma afar efnilegur. Árið 1918
komst hann í raðir þeirra allra
fremstu er hann sigraði óvænt í 50
km göngunni á Holmenkollen-mót-
inu, en þá göngu vann hann alls sex
sinnum. Þá vann hann þrívegis Kon-
ungsbikarinn fyrir sigur í norrænni
tvíkeppni á Holmenkollen. Hann var
því einna fræknastur margra fræk-
inna kappa, sem Norðmenn sendu til
leiks á fyrstu Vetrarólympíuleikun-
um. Því var honum falið að fara fyrir
norska hópnum við setningarathöfn-
ina og bera nafnskilti Noregs.
Fyrsta skíðagreinin var 50 km gang-
an. Hennar var beðið með mikilli eft-
irvæntingu. því þar myndu göngug-
arpar Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar mætast í fyrsta sinn á
hlutlausum vettvangi, utan Norður-
landa. Göngubrautin í Chamonix
þótti einkar vel lögð, bæði skemmti-
leg og krefjandi. Veður var gott
þennan dag og talsvert frost. Eftir
því sem leið á gönguna og línur tóku
að skýrast virtist Ijóst að þetta var
dagur Norðmannanna. Óg brátt
stefndi í algert einkauppgjör milh
norsku fjórmenninganna. Thorleif
Haug hélt sig meðal fyrstu manna
allt frá byrjun, og þegar gangan var
hálfnuð var hann orðinn fremstur.
Hann jók síðan forskot sitt hægt og
bítandi og lauk göngunni á 3 klst.
44:32 mín, tæpum tveimur mínútum
á undan næsta manni. Og það sem
meira var: Norðmennimir röðuðu
sér í fjögur fyrstu sætin. Þessi dag-
ur, 30. janúar 1924, hefur verið talinn
einhver allra mesti sigurdagur
norskra göngumanna fyrr og síðar.
Haug lét ekki
þar við sitja
En Thorleif Haug lét ekki þar við
sitja. Hann sigraði einnig örugglega
í 18 km göngunni og norrænu tví-
keppninni, auk þess sem hann hlaut
bronsverðlaun í stökki. Norsku
skíðamönnunum var ákaft fagnað við
heimkomuna og þeir bornir á gull-
stól um götur Óslóborgar. Eftir
þennan vetur tók Haug að hægja
ögn á sér og hætti að mestu þátttöku
í skíðamótum. Hann dó óvænt og
skyndilega árið 1934, aðeins fertug-
ur að aldri. En Norðmenn gleymdu
ekki Thorleif Haug, og tólf árum eft-
ir andlát hans var honum reistur
minnisvarði í Drammen.
Sem dálitlum eftirmála má bæta
því hér við, að árið 1974 var grúskari
nokkur að blaða í skjölum frá leikun-
um í Chamonix. Hann rakst þá fyrir
tilviljun á dálitla reikningsskekkju í
stigaútreikningi stökkkeppninnar,
sem þó var nóg til þess að setja
Thorleif Haug ranglega í þriðja sæt-
ið í stað norskættaðs Bandaríkja-
manns, Anders Haugen að nafni,
sem úrskurðaður hafði verið í fjórða
sæti. Úrslitaskránni í stökkinu var
þá snarlega breytt til rétts vegar. En
ekki nóg með það, heldur hélt dóttir
Thorleifs Haug á fund Anders Hau-
gen, sem enn var í fullu fjöri, og af-
henti honum bronspeninginn sem
honum hafði með réttu borið 50 ár-
umfyrr.
James Connolly
varfyrsti Ólympíu-
meistarinn {1527
ár er hann varð sig-
urvegari í þrístökki
á Ólympíuleikunum
í Aþenu 1896. Síð-
ar varð hann þekkt-
ur rithöfundur.
talið nokkuð víst að Finnar og Norð-
menn myndu bítast um sigurlaunin.
Hlaupið var í tólf riðlum og lengi vel
leit út fyrir að Norðmaðurinn Oskar
Olsen myndi standa uppi sem sigur-
vegari, en hann hljóp á 44,2 sek. Þeg-
ar komið var að næst seinasta riðlin-
um hafði engum tekist að nálgast
tíma Olsens, og voru Norðmennimir
nánast farnir að fagna sigri. Þá
komu fram á svellið tveir næstum
óþekktir hlauparar, Gorman frá
Kanada og Charles Jewtraw, 23 ára
Bandaríkjamaður, búsettur í vetrar-
íþróttabænum Lake Placid. Þetta
var stór og stæðilegur piltur, tæp 90
kg að þyngd, og þótti ekki beinlínis
hlaupalegur. En um leið og skotið
reið af glenntu menn upp augun.
Jewtraw þaut af stað með ógnar-
hraða. Stfll hans var ekki sérlega
áferðarfallegur, en þeim mun kröft-
ugri og snaggaralegri. Tækni hans í
beygjuhlaupinu var frábær og hann
kom í mark langt á undan keppinaut
sínum. Menn biðu í ofvæni eftir tím-
anum. Hann reyndist vera 44 sek.
sléttar, besti tíminn til þessa. Og þó
að Norðmaðurinn Roald Larsen
gerði sitt ýtrasta í seinasta riðlinum
kom allt fyrir ekki. Við tíma
Jewtraws varð ekki hróflað. Charles
Jewtraw var fyrsti ólympíumeistari
vetrarleikanna. Hann tók síðan einn-
ig þátt í lengri hlaupum, en þá kom í
Ijós að úthaldið var ekki í samræmi
við spretthörkuna og sprengikra-
ftinn. Hann hafnaði í 8. sæti í 1500 m
hlaupinu og 13 sæti í 5.000 m hlaup-
inu.
Hætti þegar heim
var komið
Leikamir í Chamonix voru eina
stórmótið sem Jewtraw tók þátt í á
ferlinum, en hann keppti aldrei á
heimsmeistaramótum. Fljótlega eft-
ir heimkomuna tók hann við sölu-
mannsstarfi hjá sportvörufyrirtæk-