Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 13. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Líða um loftið gyðjur og goð LISTDANS Borgarleikhúsið ÍSLENSKI DANS- FLOKKURINN Frumsýning föstudaginn 11. febrúar 2000. Danshöfundur: Jochen Ulrich. Sviðsetning: Jochen Ulrich, Fabrice Jucqois. Aðstoðar- menn danshöfundar: Katrfn Hall, Lauren Hauser. Tónlist: Henryk Górecki, Gavin Bryars, Giya Kancheli, Carl Vine, gusgus + Bix. Lýsing: Elfar Björnsson. Búningar og sviðsmynd: Elín Edda Árnadóttir. Myndband: Fabrice Jucquois. Dansarar: Cameron Corbett, Chad Adam Bantner, Guðmundur Helgason, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmars- dóttir, Lára Stefánsdóttir, Júlía Gold, Katrín Ágústa Johnson, Katrín Ingvadóttir. Listrænn stjórnandi: Katrín Hall. í AFTAKAVEÐRI, kaíáldsbyl og ófærð frumsýndi Islenski dansflokk- urinn fyrsta verkefni ársins en það nefnist Diaghilev: Goðsagnirnar. Verkið er lokahluti þrfleiks um frum- kvöðulinn Sergej Pavlovits Diaghi- lev, stofnanda og listrænan stjóm- anda hins fræga Ballets Russes- dansflokks. Verkið er samið sérstaklega íyrir íslenska dans- flokkinn. Höfund þess, Þjóðverjann Jochen Ulrich, þarf vart að kynna. Islenski dansflokkurinn hefur flutt nokkur dansverk eftir Ulrich, nú síð- ast árið 1997 en það voru verkin La Cabina 26, Ein og Trúlofun í St. Domingo. Jochen Ulrich er fyrrver- andi listrænn stjómandi og einn af stofnendum Tanz-Fomm Köln. Tanz-Fomm var einn af fyrstu nú- tímadansflokkum Þýskalands sem vakti snemma athygli fyrir listræna stefnu sína og framsæknar sýningar. Jochen Ulrich tekur við stjórnun ballettflokksins við Tiroler Landest- heater í Innsbmck, Austurríki, síðar á þessu ári. Hann er afkastamikill danshöfundur en eftir hann liggja yf- ir 70 dansverk. í St. Pétursborg við upphaf tutt- ugustu aldar var Marius Petipa ball- ettmeistari við Pétursborgarballett- inn. Petipa var þá þekktur um allan heim fyrir ódauðlega balletta sína eins og Svanavatnið, Þymirós og Öskubusku. Leikhús í Rússlandi vom á þess- um tíma fjárhagslega styrkt af keis- arafjölskyldunni sem jafnframt hafði hönd í bagga með listrænni stefnu leikhúsa sinna. Pétursborgarballett- inn var þekktur fyrir stflfegurð og listgæði. Ballettar Petipa vora eigi að síður formúluballettar og fyrirsjá- anlegir sé miðað við seinni tíma ball- etta. Megináhersla var lögð á baller- ínuna, allt annað, svo sem tónlist, leikmynd, búningar, hópdans og list- ræn túlkun, var aukaatriði. Á þess- um tíma stofnuðu nokkrir fram- sæknir Pétursborgarbúar hreyfingu og gáfu út tímarit sem kallaðist „Heimur lista (Mir Iskusstva)". Hóp- urinn boðaði ný og breytt viðhorf og var „Heimi lista“ ætlað að vera far- vegur fyrir nýjar og frjóar hugmynd- ir. Hópurinn samanstóð af þeim Al- exandre Benois listmálara og listfræðingi, Leon Bakst myndlistar- manni, Walter Nouvel, bókmennta- og óperuáhugamanni, Dímítrí Fflos- of sögufræðingi og loks Sergej Di- aghilev listfmmkvöðli, sem átti sér stóra drauma um rússneskt leikhús. Mikhail Fokine, sem þá var ungur dansari og danshöfundur, taldi að rússneski ballettinn hefði staðnað í listrænni þróun sinni. Honum fannst ballettinn vera úr samhengi við aðra list, líkjast æ meir akróbatík og að allt samræmi milli lista vantaði svo hægt væri að mynda listræna heild. Hann kenndi við keisaralega ballett- skólann en hugmyndir hans um for- mbreytingar hlutu engan hljóm- grann hjá stjómendum skólans. Það var Benois sem kynnti Fokine fyrir „Listaheimshópnum" en með því öðl- aðist danslistin verðugan fulltrúa sem lagði grandvöllinn að ballett 20. aldar. Diaghilev kom upphaflega til St. Pétursborgar til að leggja stund á lögfræðinám. Listalíf borgarinnar varð honum fljótlega hugleikið og þess var ekki lengi að bíða að hann væri álitinn ein aðal listaspíra St. Pétursborgar. Hann skipulagði list- viðburði og varð ritstjóri „Heims lista“. Þegar Diaghilev og Fokine kynntust fóra hjólin að snúast. Fok- ine hafði aðgang að frábæram döns- uram og listamönnum sem undir stjóm keisaralega leikhússins áttu ekki möguleika á að komast á svið með list sem ekki átti upp á pallborð- ið. Diaghilev var kænn í fjármálum og átti sér fjárhagslegan bakhjarl. Hann trúði því að hugmyndir hóps- ins myndu falla í frjóan jarðveg kæmist hann til Evrópu. Árið 1908 fór Diaghilev til Parísar og lagði grunninn að för hópsins þangað. Þrátt fyrir fjárhagslega erfiðleika hélt hópurinn til Parísar árið eftir undir listrænni stjórn Diaghilevs og með Fokine sem aðal danshöfund flokksins. Flokknum hafði á stuttum tíma vaxið fiskur um hrygg. í París- arförinni var dansari sem innan fárra ára átti eftir að heilla heiminn með list sinni en það var Vaslav Nij- insky. Anna Pavlova og Tamara Karsavina tróðu upp með flokknum og því pr skemmst frá að segja að hann sló þar í gegn og markaði end- urvakningu klassíska ballettsins í Vestur-Evrópu. Það er gjarnan sagt að á einni nóttu hafi nútímadansinn fæðst. Velgengni flokksins, sem nú fékk nafnið Ballets Russes, hafði það í för með sér að honum var boðið að sýna í Parísaróperunni. Fokine samdi „Eldfuglinn“ (1910) við tónlist Igors Stravinskys og átti sá tónlist- arstíll eftir að hafa mikil áhrif á tón- list tuttugustu aldar leikhúsa. Ball- ettinn „Schéhérazade" (1910), einnig eftir Fokine, vakti mikla athygli sök- um leiktjalda og sviðsmyndahönnun- ar Leon Baksts, eins af stofnendum „Listaheimshópsins". Hönnun hans markaði tímamót í sviðsmyndahönn- un tuttugustu aldar balletta. Stjarna Ballets Russes skein skært næstu árin. Margvíslegar nýjungar komu frá myndlistarmönnum sem hönnuðu leikmyndir og búninga fyrir flokk- inn. Þeirra á meðal Picasso, Matisse og Juan Míró og er ekki ofsögum sagt að list þeirra hafi valdið straum- hvörfum í leikmynda- og búninga- hönnun. Helstu ballettstjörnur Bal- lets Russes vora Nijinsky, Tamara Karsavina og Anna Pavlova sem dansaði endram og eins með flokkn- um en gaf annars lítið fyrir sífellda listræna nýjungaleit Diaghilevs og fór sínar eigin leiðir í listrænni sköp- un. Maestro Cecchetti tók við list- rænni stjómun Corps de ballet en Leon Bakst og Alexandre Benois sáu að mestu leyti um búninga, sviðs- og leikmyndir verkanna. Flokkurinn ferðaðist og sýndi í stærstu leikhús- um Evrópu og Ameríku. 1911 voru framfluttir tveir af þekktustu ball- ettum 20. aldar, „Petrushka" við tónlist Igors Stravinskys og „Le Spectre de la Rose“ við tónlist Carls Maria von Weber. Báðir ballettar eftir Fokine. Diaghilev hvatti Nijinsky, sem þá var ástmaður Diaghilevs, til að semja balletta. Nijinsky samdi meðal ann- ars „Laprés-midi d’un faune“ eða „Síðdegi skógarpúkans“ (1912) við tónlist Claude Debussy og „Sacre du Printemps" eða „Vorblót“ (1913), tónlist eftir Igor Stravinsky. Báðir ballettamir ollu miklu fjaðrafoki og þóttu byltingarkenndir. Þeir hafa verið endurannir af ólíkum danshöf- undum allar götur síðan. Nijinsky vatt kvæði sínu í kross og giftist konu að nafni Romola de Pulsky á ferð flokksins um Suður-Ameríku. Diaghilev var ekki með í för en brást við með því að reka Nijinsky sem ekki átti sér viðreisnar von eftir það. Fyrri heimsstyrjöldin braust út og hjó fjárhagslega skarð í dans- flokkinn en þrátt fyrir það hélt Di- aghflev ótrauður áfram af ástríðu að koma fremstu listamönnum samtím- ans fyrir sjónir áhorfenda. Árið 1923 bauðst Diaghilev og Ballets Russes fastur samastaður í Monte Carlo í Frakklandi. Diaghilev þáði boðið og loks var flokkurinn kominn með fastan samastað. Bron- islava Nijinska, systir Nijinsky, varð fastráðinn danshöfundur flokksins og samdi hún meðal annars framm- úrstefnuballettinn „Les Noces“ (1923) við tónlist Igors Stravinskys. Diaghilev fékk hinn unga og efnilega George Balanchine til starfa við Bal- lets Russes. Balanchine varð síðar listrænn stjórnandi og aðaldanshöf- undur New York City-ballettsins. Anton Dolin, Alicia Markova, Sergei Lifar og Ninette de Valois bættust í hóp þeima sem Diaghilev átti þátt í að móta en þau teljast til elítu ball- etts 20. aldar. Árið 1929 lést Diagh- ilev og Ballets Russes með honum. Á tuttugu ára líftíma dansflokksins hafði honum tekist að virkja orku og hæfileika framsæknustu listamanna síns tíma í þágu ballettsins. Hann hafði komið mörgum af bestu döns- urum og danshöfundum samtíma síns á framfæri og stuðlað að því að frægustu ballettar 20. aldar komu fyrir sjónir áhorfenda. Síðast en ekki síst hafði Diaghilev tekist að lyfta danslistinni á æðra plan. Ballettinn var ekki lengur til skrauts heldur farinn að skipta máli og hafa áhrif sem listgrein. Eftir dauða Diaghilevs urðu víða til ballettflokkar að hans fyrirmynd. Þess má geta að bæði Royal Ballet í London og The New York City Ballet eiga rætur sínar að rekja til Ballets Russes. Dansverkinu „Diaghilev: Goð- sagnirnar“ er ekki ætlað að endur- segja sögu Diaghilevs heldur er leit- ast við að koma andrúmslofti þess tíma, persónum og dansverkum sem mest áhrif höfðu á líf Diaghilevs til skila. Verkið hefst á því að Diaghilev í danstúlkun Láru Stefánsdóttur og stofnendur „Listaheims-hópsins“ ráða ráðum sínum. Fljótlega birtast dansarar og samtímamenn Diagh- ilevs. Nijinsky, dansaður af Cameron Corbett, svifur um sviðið og brot úr ballettum á borð við „Les Noches“ birtast áhorfendum. Persónur verks- ins, klæddar kjólum og búninga- múnderingum síns tíma, koma og fara og næturlíf Parísarborgar 1909 fyllir andrúmsloftið gleði og spennu. Verkið líður áfram og eitt tekur við af öðra. Nijinsky og ástkona hans, Romola de Pulsky, dönsuð af Hildi Óttarsdóttur, dansa tvídans. Diagh- flev, eins og köttur í kringum heitan graut, læðist í kring og reynir að hafa áhrif á framvindu mála. Hann ýmist fylgist með eða stjórn- ar listamönnunum harðri hendi. Lífshlaup hans, gleði, sorgir og sigr- ar renna íyrir sjónir áhorfenda. Tónlist gusgus og Bigga Bix kemur við sögu í seinni hluta verksins en þá syngur Daníel Ágúst Haraldsson meðal dansaranna. Þrátt fyrir taktfasta tónlist gus- gus-manna og hraðan dansinn hafði verkið yfir sér hugljúfan blæ. Draumkenndan og ljóðrænan í senn. Persóna Diaghilevs komst vel til skila. Hann var til staðar sem sterk- ur stjórnandi fiokksins án þess að vera gerður of sýnilegur. Enda vora það dansarar Ballets Russes sem á sínum tíma vöktu mesta athygli fyrir list sína. Brotin úr verkum Ballets Russes minntu á framúrstefnulega danshöfunda sína. Búningar Elínar Eddu Ámadóttur vora margir einkar vel úr garði gerðir. Hönnun Morgunblaðið/Golli .Dansararnir voru samstilltir og helsti styrkur flokksins, einstaklings- eðli dansaranna, fékk ávallt notið sín,“ segir meðal annars í dúmnum. og efni áttu vel við tíðarandann og þá framúrstefnu sem Ballets Russes stóð fyrir. Efni kjólanna gerði það að verkum að þeir hreyfðust með döns- uranum og lýsingin sem féll á þá dró fram fallega áferð efnisins. Sviðs- myndin var lítil sem engin. Spenn- andi sviðsmynd hefði átt vel við dansverkið enda einn veigamesti þátturinn í sýningum Ballets Russes. Lýsing Elfars Bjarnasonar var hreinasta snflld. Hún gerði það að verkum að heilu kaflarnir fylltust óræðum ævintýraljóma. Mýkt og Ijóðræna í dansi Cameron Corbetts og Hildar Óttarsdóttur áttu einkar vel við hlutverk þeirra. Það fer mikið fyrir Cameron Corbett í þessari sýn- ingu og er það vel því hann er athygl- isverður dansari sem gaman er að fylgjast með. Gestadansari flokksins að þessu sinni er Hlín Diego Hjálmarsdóttir. Hún býr yfir öryggi, snerpu og vel útfærðum hreyfingum og sómdi sér vel með dansflokknum. Dansararnir vora samstflltir og helsti styrkur flokksins, einstaklingseðli dansar- anna, fékk ávallt notið sín. Verkið skilaði andrúmslofti Ballets Russes í túlkun og dansi á sögufrægum pers- ónum við ólíka tónlist fyrri tíma og nútímans. Söngur Daníels Ágústs gaf verkinu ferskleikablæ í anda Di- aghilevs, sem lagði allt kapp á að halda frammi því nýjasta og athygl- isverðasta í tónlist, dansi og mynd- list. Sýningin tókst í alla staði vel og hylltu áhorfendur íslenska dans- flokkinn í lokin með því að rísa úr sætum. Sýningin er nútímadanssýning í anda 21. aldar. Aðstandendum sýn- ingarinnar er óhætt að bera höfuðið hátt. Diaghilev hefði eflaust forvitn- ast um Islenska dansflokkinn væri hann enn á meðal okkar. Næsta sýn- ing er fimmtudaginn 17. febrúar. Lilja fvarsdóttir Málþing um myndlist MÁLÞING um stöðu íslenskrar myndlistar verður haldið mánudagskvöldið 14. febrúar kl. 20.30 í Þjóðleik- húskjallaranum. Að málþinginu standa Sjónlistarfélagið og Listaklúbbur Þjóðleik- húskjallarans. Frummælandi á mál- þinginu verður Auður Ólafsdóttir listfræðing- ur og hefur hún gefið erindi sínu yfirskriftina „2000 vandinn: Ald- arlok í myndlist". Ásamt Auði munu fjórir listfræðingar og lista- menn leiða umræður en umsjónarmaður og fundarstjóri verður Jón Proppé myndlistar- gagnrýnandi. Búast má við fjörug- um umræðum á málþinginu enda mikill áhugi fyrir myndlist nú og skiptar skoðanir um stöðu hennar og framtíð. Á undanfórnum árum og áratugum hafa miklar breyting- ar orðið í myndlistarheiminum. Nýj- ar stefnur og hugmyndir hafa komið fram, en auk þess hefur bæði lista- mönnum og sýningarsölum fjölgað margfalt. Því er kjörið að nota þessi tímamót - aldamótin sem ganga í garð - til að rifja upp og meta þróunina siðustu ár oghuga að framtíð- inni. Öllum er að sjálf- sögðu velkomið að koma á málþingið og taka þátt í umræðunni. Þetta er fyrsta mál- þingið sem Sjónlistar- félagið stendur að en það vai- stofnað á síð- asta ári til að vera vett- vangur fyrir áhuga- menn um myndlist. Félagið hefur þó þegar staðið fyrir ýmiss konar kynningu á myndlist og myndlistarmönnum og á málþinginu mun gestum gefast tækifæri til að kynna sér nánar starfsemi þess og stefnumið. Húsið verður opnað gestum klukkan 19.30 en málþingið hefst klukkan 20.30. _ Auður Ólafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.