Morgunblaðið - 13.02.2000, Side 20
20 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRIRLESTRAÞJÓNUSTA:
*
snaÐ párl
yj/j/
lííiMíí J
Flugleiðir fá
viður-
kenningu
frá Oriando
FLUGLEIÐUM var veitt sérstök
viðurkenning fyrir brautryðjenda-
starf félagsins í ferðamálum í Or-
lando og markaðssetningu á Orlando
í Evrópu sem áhugaverðum áfanga-
stað en Flugleiðir voru fyrsta er-
lenda flugfélagið til að hefja áætlun-
arflug til Orlando fyrir 15 árum.
Viðurkenninguna afhenti Richard
Cunnion, flugvallarstjóri í Orlando,
við opnun ferðakaupstefnunnar
„Mid Atlantic Seminar" í Ráðhúsi
Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Richard M. Cunnion, markaðsstjóri Orlando, afhendir Sigurði Helga-
syni, forstjóra Flugleiða, viðurkenningu.
Nýr prófessor í
heimspekideild
• PÁLL Skúlason, rektor Háskóla
Islands, hefur skipað dr. Guðrúnu
Kvaran prófessor í heimspekideild
og jafnframt forstöðumann Orða-
bókar Háskólans. Þetta er í fyrsta
sinn sem forstöðumaður Orðabókar-
innar verður jafnframt prófessor.
Guðrún er stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1963 og lauk
kandídatsprófi frá Háskóla íslands
1969. Doktorsprófi í samanburðar-
málfræði lauk hún frá Georg-August
háskólanum í Göttingen í Þýskalandi
árið 1980. Hún var ráðin sérfræðing-
ur við Orðabók Háskólans 1978 og
gegndi formannsstöðu árin 1994-
1998.
Guðrún hefur skrifað fjölda greina
um ýmis efni og unnið að útgáfu
nokkurra rita. Hún er annar höfund-
ur bókarinnar Nöfn Islendinga sem
gefin var út hjá Máli og menningu
1991. Hún hefur tekið virkan þátt í
ýmsum nefnda- og stjórnunarstörf-
um um árabil. Guðrún hefur t.d. ver-
ið formaður þýðingamefndar Gamla
testamentisins í nokkur ár. Hún hef-
ur ílutt þætti um íslenskt mál á veg-
um Orðabókarinnar í yfir tuttugu ár.
Guðrún er gift dr. Jakobi Yngva-
syni prófessor og eiga þau tvö börn.
Lj ósmyndagögn
skráð á Raufarhöfn
og Stöðvarfírði
VINNA er að hefjast hjá íslenskri
miðlun á Raufarhöfn og Stöðvarfirði
við að skrá 87 þúsund handskrifaðar
færslur úr skjalasafni Ljósmynda-
safns Reykjavíkur í gagnagrunn.
Um er að ræða gögn sem fylgdu ljós-
myndum nokkurra þekktra atvinnu-
ljósmyndara í borginni; nöfn og
númer á brúðkaupsmyndum, ferm-
ingarmyndum, passamyndum og
fleiri myndum sem eru í vörslu
safnsins.
Til þessa hefur reynst tafsamt og
jafnvel ómögulegt að rekja viðkom-
andi myndir í safninu eftir gögnun-
um en þegar upplýsingarnar verða
komnar í gagnagrunn batnar þjón-
usta safnsins á því sviði til muna.
Sérstakt notendaviðmót var hannað
vegna verkefnisins til þess að auka
skilvirkni við skráninguna og
tryggja að gögn séu rétt færð í
grunninn.
Gögnin verða skráð í fjarvinnslu-
stöðvum Islenskrar miðlunar á
Raufarhöfn og Stöðvarfirði. Um tíu
manns munu sjá um innsláttinn á
hvorum stað og er fyrirhugað að
verkinu ljúki í lok febrúar. Um er að
ræða átta fulla pappakassa af skjöl-
um frá þekktum atvinnuljósmyndur-
um sem ráku stofur í Reykjavík og á
Akranesi; Ljósmyndastofunni Asis,
frá Jóni K. Sæmundssyni, Óla Páli
og Ólafi Arnasyni frá Akranesi.
Gögnin ná yfir nær 30 ára tímabil frá
1950 til loka 9. áratugarins. Áður
hafa verið skráðar 55 þúsund færsl-
ur af sama tagi en með samningnum
við íslenska miðlun tekst að ljúka
þessari skráningarvinnu.
Að sögn Sigurjóns Baldurs Haf-
steinssonar, forstöðumanns Ljós-
myndasafns Reykjavíkur, er fyrir-
hugað að veita aðgang að gögnunum
á vefsvæði safnsins. Yiðskiptavinir
geta þá flett upp í gagnagrunninum
á Netinu og pantað tilteknar myndir
eftir nafni og númeri. Þegar fram
líða stundir er einnig stefnt að því að
afhenda myndirnar á rafrænu formi.
Ræsting 2000
komin út
FÉLAG ræstingarstjóra hefur gefið
út blaðið Ræsting 2000 en það er gef-
ið út í tilefni 10 ára afmælis félagsins
sem var 1999.
Meðal efnis í blaðinu eru greinar
um Félag ræstingarstjóra 10 ára, um
Græna svaninn - umhverfismerki
Norðurlanda, umhverfisáhrif
hreinsiefna, grein um að markaðs-
hlutdeild ræstingarverktaka í Evr-
ópu er margföld á við stöðu þeirra á
íslandi, ennfremur grein um um-
hverfi og ræstingar, uppmælingar
ræstinga í fyrirtækjum og stofnun-
um og greinar um ræstingar,
Landsvirkjun og umhverfið.
---------------------
Vid bjóöum upp á heildstæoa lausn a vinnslu
fyrirlestragagna, allt frá aöstoð viö uppsetningu
kynningarefnis i “Powerpoint” upp i það aö
leigja eöa selja þau taeki sem þarf til aö
koma kynningarefninu skemnitilega til skila.
Láttu sérfrasöinga Hans Petersen aðstoða þig
við að hressa upp á framsetningu og útlit
fyrirlestursins.