Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 25
QPrótínframleiðsla
Framleiösluferlið er þannig aö stiginn
réttir úr sér um hríö og afrit af skipununum
framleiöslulýsingin eða uppskriftin, birtist
á öörum sameindum, svonefndum RNA.
Þær eru eins konar mát sem notuð eru til
að búa til ný prótín.
V9 Dvergsmáar verksmiðjur
Edl Þegar nýju prótínmátin eru tilbúin fara þau út úr kjarna
frumunnar í umfrymið og tengjastsvonefndum ríbósómum,
sem líkja má viö dvergsmáar prótín-verksmiöjur.
í verksmiðjunum er uppskriftin
lesin og amínósýrur tengdar :
saman í prótín. D1JJ1
Kimisgrunnar
(Núkleótíö-basar)
A: Adenfn
T: Týmín
C: Cútósfn
G: Gúanín
Genin
Genin, erfðavísarnir, eru undirstaða allra erfða.
Gen er bútur úr DNA og þar eru upplýsingar sem
aðrir hlutar frumunnar þurfa til að framleiða prótín
er koma hvarvetna vió sögu í starfi líkamans.
Tuttugu ólíkar amínósýrur eru byggingarefnið
sem notað er í prótínin en þau mynda síðan
innviði frumna og vefja.
Ríbósóm
Amínó
sýrur
Prótín
Þeir fengu einkaleyfi og enginn dreg-
ur þann rétt þeirra í efa. En ef ein-
hver vísindamaðurinn finnur nýja og
áður óþekkta tegund af mosa í ís-
lenskum dal fær hann aðeins heiður-
inn, hann hefur bara orðið fyrstur til
að segja frá því sem náttúran hefur
skapað án afskipta hans. Hann fær
því ekkert einkaleyfi - en það gæti sá
fengið sem hagnýtti sér mosann til að
búa til nýtt töfralyf gegn vörtum.
Reynt að stýra mörkuðum?
Aðumefndur Venter lýsti því yfir í
ársbyijun að starfslið hans (og tæki)
væru nú búin að kortleggja um 90%
af genamenginu og „97% af öllum
genum mannsins“ væru nú til í
gagnasafni fyrirtækisins. Hann seg-
ist að vísu ekki ætla að liggja lengi á
uppgötvunum/uppfinningum sínum,
hann ætli að setja þær fljótlega á
Netið. Hann bætir því þó við að hann
muni kreíjast þóknunar af hendi
þeirra sem vilja notfæra sér kort-
lagninguna.
Vikuritið Nature bendir á að gengi
hlutabréfanna stjómist oft af yfirlýs-
ingum af þessu tagi. Bréf í fyrirtæki
Venter, Celera Genomics, hafi þann-
ig hækkað við yfirlýsinguna um að
90% markinu væri náð, úr 187 dollur-
um hvert bréf í 242 dollara á einum
degi. Markaðsvirði Celera Genomics
sé því orðið um 6,3 milljarðar dollara,
um 450 milljarðar króna! Ritið segir í
forystugrein að matið á því hve langt
áleiðis fyrirtækið sé komið við kort-
lagninguna sé að nokkra bundið for-
sendunum sem hann gefur sér, um
þær megi deila. Þá sé ekki verið að
segja að árangurinn sé lélegur, ljóst
sé að hann muni geta gagnast þeim
sem keypt hafa sér rétt til að notfæra
sér gögnin.
„Venter viðurkennir samt sjálfur
að mikið starf sé enn óunnið áður en
nokkur skHjí hvert hlutverk ný-upp-
götvuðu genanna er og áður en hægt
verði að nota gögnin til að búa til eitt-
hvað sem minnir á kort af genameng-
inu,“segirritið.
Viðvörun Nature
Enn flækir það málið að Venter og
menn hans segjast sjálfir hafa annast
um 80% af kortlagningunni en af-
ganginn, um 10%, hafi þeir einfald-
lega tekið af Netinu, m.a. af síðum
Genamengisáætlunarinnar. Hafi
með þessu tekist að spara mikinn
tíma en aðferðin hlýtur að rýra
einkaleyfisréttinn sem hann gerir
kröfu um, að sögn Nature. Venter
segi að vísu að afrakstur starfsins hjá
Celera muni, þegar búið verði að
birta niðurstöðumar í vísindariti,
verða aðgengilegur öllum vísinda-
mönnum i heiminum. Skilyrði, sem
hann setji um að samið verði um
ákveðnar takmarkanir á notkuninni,
valdi þó ótta um að menn sem
♦/////;
Einkaleyfi á genum Umsvifamestu einkaleyfishafar á þessu sviði í Bandaríkjunum íárslok1999 Fjoldi Eigandi einkaleyfa
Ríkisstjórn Bandaríkjanna 388
Incyte Pharmaceuticals 356
Kaliforníuháskóli 265
SmithKline Beecham 197
Genentech 175
Eli Lilly 145
Novo Nordisk 142
hyggjast nota gögnin í atvinnuskyni
muni rekast á erfiðar hindranir.
Einnig segir ritið að Venter ætti að
hafa í huga nýjar tillögur Heilbrigð-
isstofnunar Bandaríkjanna, NIH,
sem kveða á um að forðast beri að
einkaleyfi verði of íþyngjandi fyrir
aðra en einkaleyfishafana.
„Rekast hagsmunir íjárfesta og al-
mennings á? Athafnasemi Celera á
hlutabréfamarkaðnum eykur stöðugt
hættuna á slíkum átökum: Hagnað-
arvonin sem nú er bundin við gena-
mengisfyrirtækin mun krefjast þess
að beitt verði leyndarhyggju og
einkaleyfum sem gætu orðið þung
byrði, en opinberar stofnanir reyna
með réttu að fá eins óheftan aðgang
að grundvallarapplýsingum og frelsi
til að nýta genaraðir og unnt er. Mik-
ilvægt er að þróun í meðferð sjúk-
dóma verði hröð og hagsmunir fjár-
festa gætu þess vegna ekki
einvörðungu rekist á hagsmuni vís-
indamanna og rannsóknastofnana
heldur alls almennings,“ segir Nat-
ure.
Venter hrdsar sigri
Nýlega tókst að semja um sam-
starf milli Venter og fulltrúa Gena-
mengisáætlunarinnar og því standa
vonir til að ekki verði um dýran tví-
verknað að ræða í vinnu fyrirtækj-
anna. Venter hefur auk þess unnið
ákveðinn sigur í þeim skilningi að
Genamengisáætlunin notar nú að
mestu aðferðina sem hann mælti með
við að kortleggja og greina genin.
Hann sýndi fram á að aðferðin væri
nothæf árið 1995. Þá tókst honum á
einu ári að kortleggja allt genamengi
örvera er nefnist Haemophilus influ-
enzae og var það í fyrsta sinn sem
genamengi heillar lífveru var greint.
Venter fór þá leið að höggva allt
genamengið í smábúta; þessu hefur
verið líkt við að blaðabunka sé stung-
ið í pappírstætara. Síðan var meng-
inu safnað saman í réttri röð með að-
stoð 300 ofurtölva, PE 3700 og
upplýsingamar skráðar. Talsmenn
Genamengisáætlunarinnar höfðu
tekið hluta af menginu fyrir í senn,
starfið við að raða bútunum saman á
ný var þá ekki jafn umfangsmikið, en
tölvubúnaður Venters reyndist,
þvert á hrakspár, geta ráðið við stór-
tæku aðferðina.
Grunnurlagður
Fyrir tveim áratugum var því vís-
að á bug að hægt væri að kortleggja
allt genamengi mannsins. Verkefnið
væri einfaldlega flóknara en svo að
það væri kleift með tækniþekkingu
nútímans. Fjölbreytileikinn í sam-
setningu DNA er svo mikill að töl-
umar minna helst á lýsingar stjömu-
fræðinga. Greina þarf þrjá milljarða
samsetninga bókstafanna fjögurrra
sem tákna ólík sambönd, A, C, G og
T, í mislöngum keðjum og með end-
urtekningum sem virðast í fyrstu
ótejjandi.
A níunda áratugnum var tölvan
aftur á móti orðin svo öflug að menn
sáu fram á að hægt yrði að láta hana
annast þrældóminn. í desember sl.
urðu síðan tímamót: Genamengi eins
litninganna í mönnum, sem kenndur
er við töluna 22, var kortlagt að
mestu og því hægt að lýsa gerð hans.
Stjómandi Genamengisáætlunar-
innar, læknirinn Francis Collins hjá
NIH, lýsti því hve stórkostlegt það
hefði verið að sjá hvernig „heill litn-
ingur úr manni lítur út“. Aðrir líktu
þessu við þau merku tímamót þegar
gervihnettir tóku myndir af bakhlið
mánans í fyrsta sinn. Collins fann ár-
ið 1989 genið sem talið er valda cystic
fibrosis, arfgengum lungna- og melt-
ingarfærasjúkdómi, og segir hann að
kortlagning genamengisins sé
„metnaðarfyllsta framtak“ sem
menn hafi ráðist í og nú bendi allt til
að það heppnist
Tölvurnar og vélmennin í útstöðv-
um Genamengisáætlunarinnar malla
nú stöðugt í Bretlandi og Bandaríkj-
unum, öðra hveiju senda þær frá sér
hrinu af upplýsingum inn á Netið,
bókstafarunur og litarúnir sem fylla
upp í myndina af mannskepnunni.
Sama er að gerast á rannsóknastöðv-
um Celera Genomics, íslenskrar
erfðagreiningar og fleiri fyrirtækja
og stofnana.
Mósaíkmyndin er að verða skiljan-
legri þótt enn séu í henni fjölmargar
glufur og að margra dómi muni líða
áratugir áður áður en öll myndin
verði skýr. Bjartsýnismenn segja að í
vor eða sumar megi búast við að
heildarmyndin, genamengi manns-
ins, verði í stórum dráttum tilbúin.
Grandvöllur 21. aldarinnar, ef marka
má hlutabréfamarkaði - og vísinda-
menn.
Þú kemur
flikur en borgar adeins
Álfabakki 12 Háaleitisbraut 58-60 Smáratorgi
Sírni 557-2400 Sími 553-1380 Sími 544-4090
Löttu okkur annast vcundomðilin
0/^ÐUR'',bb
Námskeið
Indíánamenning
Sigurður Hjartarson , sagnfræðingur og
kennari við MH, heldur 6 vikna námskeið um
indíánamenningu.
Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi þætti:
1. vika: a) Forsaga indíána (Ameríku - uppruni - komuleiðir - komutími.
b) Menningarþróun íTehuacán-dalnum ca 8500 f.Kr.-1500 e.Kr.
c) Staða indíána um álfuna.
d) Staða indíána í álfunni við komu Evrópumanna um 1500.
2. vika: a) Forþjóðir í Mexíkó (Olmeca, Teotihuacán o.fl.)
b) Mayar, fyrri hluti.
3. vika: Mayar, einstök svæði og einstakir menningarþættir.
4. vika: Artekar - saga þeirra, menning og hrun.
5. vika: Forþjóðir í Suður-Ameríku - Chavín, Moche, Nazca, Tiahuanaco,
Chimú, Inkar, fyrri hluti o.fl.
6. vika: a) Inkar, seinni hluti.
b) Örlög indíána 1492-1999
Tími: Miðvikudagar 8. mars-12. apríl
frá kl. 20-21:30
Staður: Menntaskólinn við Hamrahlíð
Námskeiðsgjald: Kr. 7.900
Innritun í síma 568 5140