Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 26

Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 26
26 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ J. Craig' Venter, umdeild- ur stjórnandi genarann- sóknafyrirtækisins Celera Genomics. Francis Collins, stjórn- andi Genamengisáætlun- arinnar fjölþjóðlegu, Human Genome Project. Stærðfræðingurinn Eric Lander sem stjómar stórri genarannsókna- stofu MIT-háskólans. Fyrsta skrefið er partalisti Rannsóknir á genum mannslíkamans eru taldar geta umbylt lífí okkar og fyrirtæki sem þær stunda eru að verða helsta umræðuefni fjárfesta í heiminum. FRAMFARIR í erfðavísindum og líf- tækni valda ýmist vongleði eða ugg eftir því hver tjáir sig. En hvað sem því Iíður er það orðið útbreitt við- horf að öldin sem er að hefjast verði í vísindum kennd við líffræðina á sama hátt og eðlisfræð- in réð ferðinni á 20. öld. Áhrifín af þessum um- skiptum em þegar að verða ljós, jafiit á félags- legum sem efnahagslegum sviðum. Margir telja að afdrifaríkasta byltingin verði á sviði rannsókna á erfðavísum, öðm nafni genum. Alls er talið að gen mannslíkamans séu 100- 140 þúsund. Fyrsta skrefið er að staðsetja um- rædd gen, fullgera genaröðina svonefndu en næst þarf að greina hvert hlutverk þeirra er í líkamsstarfseminni. Með genaröð er átt við búta eða genaraðir af erfðaefninu DNA - sam- eindakeðjum í litningunum, en þeir em 46 í hverri frumu mannsins. Fóstur og upplag Eric Lander er upprunalega stærðfræðing- ur en hefur snúið sér að erfðafræðirannsókn- um. Hann stjómar nú rannsóknastöð MIT- háskólans í Bandaríkjunum þar sem verið er að Iesa genamengið. Safnað er upplýsingunum í gagnabanka í samvinnu við fleiri rannsókna- stöðvar í fjölþjóðlega samstarfsverkefninu Human Genome Project eða Genamengisáætl- uninni. Aðrar útstöðvar verkefnisins em í Washingtonháskóla í Missouri, Baylor- læknaháskólanum í Texas, genarannsókna- stöð bandaríska orkumálaráðuneytisins í Kali- foraíu og, síðast en ekki síst, Sanger-rann- sóknastöðinni í Bretlandi. „Þetta er aðeins partalisti,“ segir Lander í samtali við tímaritið US News & World Report „Ef ég léti þig hafa partalistann yfir Boeing 777 og þeir væra 100.000 held ég ekki að þú gætir sett vélina saman og þú myndir áreiðanlega ekki skilja af hveiju hún getur flogið." A hinn bóginn er ljóst að greining á gena- menginu gæti verið upphaf að auknum skiln- ingfi á því að hve miklu leyti eiginleikar sér- hvers manns séu einkum háðir erfðafræði- legum þáttum og hveijir eigi fremur rætur að rekja til annarra þátta. Gömlu spurningunni, um hlutföllin milli erfða og umhverfis, verður þó seint svarað til fullnustu. í Njálu segir: „Fjórðungi bregður til fósturs," og átt við að einn fjórði af háttum mannsins sé kominn undir uppeldinu, hitt sé meðfætt. Forfeðumir vom vissir í sinni sök. Uppskriftimar að starfi líkamans Líkamanum hefur verið líkt við aragrúa af samtengdum verksmiðjum. Prótín og ensún sem líkaminn framleiðir stöðugt þurfa upp- skrift til að geta orðið til og sú uppskrift er varðveitt í minnstu einingunum, sjálfum gen- unum, sama er að segja um uppskriftina að efnunum sem mynda rauð blóðkom, svo eitt- hvað sé nefnt. Flestar frumur í okkur inni- halda, hver fyrir sig, allt DNA-erfðaefnið sem við emm gerð úr, sem gefúr okkur nokkra hugmynd um stærðarmuninn á geni og frumu. Rætt er um að hægt verði að beita svo- nefhdum genalækningum í framtíðinni, flytja erfðaeftii á milli frumna til að lagfæra þær sem valda sjúkdómum, bæta þær. Enn sem komið er hafa tilraunir í þá vem ekki heppnast og umdeilt er hvenær hægt verði að búa til ný lyf með erfðabreytingum. Einfaldanir og misskilningur Við upphaf líftækni- og erfðavísindaaldar- innar er mikið um að óinnvígðir einfaldi hlut- ina fyrir sér og misskilji orð fræðimannanna. Ekki er það til að draga úr vandanum að erfðavísindamenn kölluðu einu sinni gena- mengið „hinn heilaga kaleik" og áttu þá flestir við að þar væri að finna lykilinn að líkamleg- um eigindum manna. Hver maður mótast þó einnig af uppeldi, umhverfi og staðbundnum aðstæðum, sem geta í sumum tilvikum verið afgerandi þáttur, fremur en genin. Deilt hefur verið á þá vísindamenn sem hafa fullyrt að hægt verði að nota erfðafræðiþekk- inguna til að leysa öll hugsanleg vandamál mannsins, þeir sagðir gleyma vitundinni sem mótist af svo mörgu öðra en Iíkamsstarfsem- inni. Maðurinn sé ekki aðeins hold heldur lfka andi. Munurinn á genamengi tveggja einstakl- inga er hverfandi lítill, um 0,1% og þess má reyndar geta að menn og simpansar em hvað þessi efhi snertir næstum því eins, munurinn aðeins um 1%. Hlutverk genanna er í sumum tilfellum afar óljóst, vísindamenn em ekki á eitt sáttir um þau efni, en margir telja að ýmis gen séu óvirk, liggi í dvala eða hafi jafiivel ekkert augljóst hlutverk. Þótt búið sé að finna og einangra gen sem er sökudólgur, þ.e. veldur sjúkdómi, á eftir að rannsaka hvort það er allt genið eða aðeins lftill hluti þess sem er tjónvaldurinn, hvort það er eitt um hituna eða hvort um sam- spil tveggja eða fleiri gena er að ræða og loks hvemig aðrir þættir en genið hafa áhrif á framvindu sjúkdómsins. Það sem sumum vís- indamönnum finnst jafnvel allra snúnast, er spurningin hvort eitt og sama genið getur bæði haft góð og slæm áhrif og hvemig á þá velja? Á að fiarlægja eða breyta geni sem er skilyrði fyrir snilligáfu en getur einnig valdið fötlun? Spumingar af þessu tagi em þó enn við- fangsefni framtíðarinnar, en ljóst er að þær geta torveldað nýtingu erfðavísindanna til lækninga. Ein aðferðin til að hindra krabbamein gæti verið að stöðva boðin sem krabbameinsfrumur fá um að fjölga sér og forsendan fyrir því er þá að menn viti hvar hægt er að breyta rás við- burða í erfðaefninu, þar sem lífefhabúskapur- inn fær skipanir sínar. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að lækna m.a. bijóstakrabba með aðferðum erfðafræðinnar en óljóst er um árangur. Gagn og gagnsleysi Athyglisverðar deilur hafa farið fram á síð- um breska tímaritsins Prospect um gagnsemi erfðafræðinnar í baráttunni við sjúkdóma og væntingar sem hún hefur skapað. Læknirinn James Le Fanu fullyrti í fyrra að flest mikil- vægustu lyf aldarinnar hefðu orðið til á nokkr- um áratugum eftir seinni heimsstyijöld. „Lyf- in sem nú er mest um að vísað sé á með lyfseðli em öll afbrigði af efnasamböndum sem fundin vom upp fyrir 1975,“ sagði Le Fanu. Hann segir að erfðalækningar hafi orðið að lausnarorði sem allir staglist á en fyrirferð þeirra í umræðunum og fiárveitingum hafi beinlínis dregið máttinn úr öðmm og hefð- bundnari tegundum lækninga sem áður hafi verið vaxtarbroddurinn. Enn sé raunveruleg- ur árangur varla merkjanlegur af tilraunum með erfðalækningar enda „era gen ekki mikil- væg orsök sjúkdóma". George Poste, sem starfar hjá lyfjafyrirtæk- inu SmithKline Beecham, svaraði Le Fanu og var hvassyrtur. Hann sagði Le Fanu vera úr röðum þeirra sem óttist að álit og áhrif lækna- stéttarinnar séu á undanhaldi. f reynd séu skrif hans fyrst og fremst merki um helsta vandann sem steðji að læknavísindunum næstu árin, en það sé „hyldýpi þekkingarskortsins sem blasi við þeim læknum sem hafa hlotið menntun sína fyrir daga nútúnalæknavísinda er byggjast á vísindatilraunum, þeim sem bera ekkert skynbragð á sameindalíffræði og erfða- fræði - en Le Fanu ræðst sérstaklega á hana.“ Poste minnir á fjölda greina í læknatúnarit- um undanfarin ár um tengsl ýmissa sjúkdóma við erfðafræðilega þætti. Erfðafræðin sé nú helsta driffjöður nýrrar hugsunar og aðferða í læknavísindum. Hvað sem þessum deilum líður finnst flest- um að þörf sé á nýjum landvinningum í læknis- fræði, ekki síst vegna þess að ónæmi gagnvart sýklalyfjum fer vaxandi, oft vegna ofnotkunar. Ánnað sem bregðast þarf við er að bættar samgöngur, ferðaþjónusta og alþjóðavæðing valda því að hvers kyns sýklar og veirur sem áður vom staðbundin berast nú hratt á milli heimsálfa og má nefna alnæmisveimna sem dæmi. SUSHI Vegna mikils áhuga á Sushi, verður Heilsuhúsið með Sushi-námskeið í „Matreiðsluskólanum okkar" í Hafnarfirði, dagana 22, 23 og 24. janúar kl. 20.00 Námskeiðið kostar kr. 4.900,- og er innifalinn kassi með öllu til Sushi-gerðar nema fiski og grænmeti. Miðar á nám- skeiðið eru seldir í Heilsuhúsinu í Kringlunni og er Sushi-kassinn afhentur um leið og miðinn á námskeiðið er keyptur. Einnig má hringja og greiða með kreditkorti og fá þá kassann afhentan á námskeiðinu. Þar sem aðeins komast 25 manns á hvort námskeið er öruggara að tryggja sér miða sem fyrst. Ék náttúrulega! eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi NY sending Kjólar, dragtir sundbolir Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222 SKATTFRAMTÖL - BÓKHALD ÁRSREKNINGAR Tökum að okkur gerð skattframtala fyrir einstaklinga, rekstraraðila og fyrirtæki. Einnig færslu bókhalds, virðisaukaskattsuppgjör, gerð ársreikninga og launaútreikninga. Fagleg, áreiðanleg og alúðleg þjónusta. Viðurkenndur bókari (sbr. 43. gr. laga nr. 145/1994). REKSTRARNETTÐ Fákafeni 9,108 Reykjavík, sími 588 3270, fax 568 7001. www.rekstrametid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.