Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 31 lands, því ísland er eins og eitt stórt auglýsingasvæði, með útiauglýsing- um og svo í blöðunum. En Danir líta líka upp til íslendinga sem bókaþjóð- ar.“ Sigrún segist oft finna fyrir minni- máttarkennd Islendinga í garð Dana sökum stærðarmunarins, en það sé óþarfi, því Danir líti á íslendinga sem jafningja. íslendingar séu dug- legir og falli betur inn í danskt þjóð- félag en áður, þegar nokkuð bar á ás- ókn íslendinga í danska félagsmálakerfið. Vaxandi áhugi Dana á íslending- um fer ekki framhjá Sigrúnu, sem segist hitta marga, sem hafi farið til íslands. „Helsti gallinn er að flugfar- ið til Islands er dýrt í augum Dana, miðað við hvað hér er hægt að fá af flugferðum til fjarlægra staða, svo ég er dugleg að benda fólki á Net-tilboð Flugleiða. Gistingin er ekki mikið mál, því fólk er vant að borga fyrir hana, en fargjaldaverð er hindrun.11 Annað sem íslendingar ættu að mati Sigrúnar að gera meira af er að styðja við viðskiptaþjónustu utanrík- isþjónustunnar. „Það er enginn við- skiptafulltrúi við íslenska sendiráðið hér. Sjálf hef ég nýtt mikið danska viðskiptafulltrúann í Reykjavík.11 Islenskar viðskiptakonur of líkar körlunum í Danmörku er vel stutt við fólk, sem hefur viðskipti í Danmörku. „Hér er þér hjálpað að stofna fyrir- tæki. Það kostar ekkert að fá virðis- aukanúmer né breyta fyrirtækja- heiti. Allir, sem vilja byrja með fyrirtæki getað fengið sem svarar 70.000 íslenskar krónur í ókeypis að- stoð hjá endurskoðendum og lög- fræðingum og öðrum til að hefja rekstur. Áður fyrr var það þannig að allir fengu hálfar atvinnuleysisbætur í 2-2V2 ár í gegnum atvinnubótakerfið til að byrja, en það var lagt af fyrir tveimur árum. Það er í fjárlögum íyrir næsta ár tillaga um að auka við aðstoð til þeirra, sem hafa verið með rekstur í tvö ár til viðbókar við það sem nú er gert. Síðan eru öll sam- skipti við toll- og skattyfirvöld mun þægilegri. Það er litið á mann sem einstakling með verðmætasköpun í huga, ekki sem svindlara. ísland er eina landið sem ég þekki til, þar sem fólk er nánast þvingað til að veðsetja eigur annarra þegar tekið er lán. „Danmörk er gósenland íyrir Is- lendinga í viðskiptum," fullyrðir Sigrún. „íslendingar eru duglegri en Danir, en það er auðveldara að stofna fyrirtæki í Danmörku en á Isl- andi. Viðskiptamenningin í Dan- mörku er góð, svo ég hvet alla til að prófa viðskiptahugmyndir sínar hér, því markaðurinn er stærri og auðvelt að starfa hér. Viðskiptaumhverfið hér getur virst flókið, en það er það ekki þegar maður kynnist því.“ Það er líka kostur að íslendingar hafa að mati Sigrúnar ríkari þjón- ustulund en Danir og gefast heldur ekki upp þó á móti blási. „En íslend- ingar gætu lært skipulagsgáfu af Dönum, að skipuleggja fram í tí- mann og gera ekki alltaf allt á síð- ustu stundu. Og þeir geta einnig lært af þeim samvinnu, að tala saman og skiptast á upplýsingum um hvað þeir séu að gera.“ Það kom Sigrúnu á óvart þegar hún fór að starfa í dönsku viðskipta- umhverfi hvað kvenlegt gildismat hefur síast hér inn. „Þegar yfirmað- ur minn sleit snögglega fundi kl. 16 af þvf hann þurfti að fara að sækja barnið sitt í gæslu þá hélt ég hann væri að grínast. Konur í íslenskum viðskiptaheimi eru alltof karlalegar, stöðugt að passa sig að láta ekki ganga yfir sig. Umræðan hér er miklu skemmtilegri og konur dug- legar að fá karlana að sjá hlutina með sínum augum. Karlamir hafa verið duglegir að tileinka sér viðhorf kvenna og umhverfið því blíðara. Á íslandi er allt miklu harðara." Umburðarlyndi Dana kann Sigrún einnig vel að meta. „Það þykir í lagi að skiptast á skoðunum og vera ekki sammála. Menn tjá sig og hlusta á skoðanir annarra, en eru ekki með stöðugar árásir á þá, sem ekki eru þeim sammála." Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Setbergi, Lyfja Hamraborg, Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, Gullbrá Nóatúni, Amaró, Akureyri, Apótek Keflavíkur. Nú einnig fyrir augu Ný lyfting - ’nýtt líf. Estée Lauder kynnir Resiliente Lift . Eye Creme ESTfE LAJJ06R Stesrftejnof LA iwjl'Hi— CmmrHt'Sl flfciiliwnl - ■-1WS • Nú getur þú einnig fengið hið fræga Resilience Lift fyrir augu. Njóttu þess að horfa á færri línur, siéttara og fastmótaðra augnsvæði, geislandi af nýju lífi. Þetta léttkennda, afar virka augnkrem sér um það. Notaðu það ásamt Resilience Lift kremi fyrir andlit og háls frá Estée Lauder og þú getur glaðst yfir yngra og ferskara útliti. Resilience Lift Eye Creme 16 ml. kr. 3.315. Resilience Lift Face og Throat Creme 30 ml. kr. 4.050 og 50 ml. kr. 5.735 Resilience Lift Face and Throat Lotion 50 ml. kr. 5.735. „Mjólk og mjólkurvörur eru besti kalkgjafinn í venjulegu fæði" Við berum sjálf ábyrgð á okkar fæðuvali og þess vegna er nauðsynlegt að kunna skil á hollustu og heilbrigðum matarvenjum. Fyrstu þrjátíu ár ævinnar eru bein okkar að styrkjast. Til þess að þau nái fullum styrk þurfum við nóg af kalki og D-vítamíni. Kalk er burðarefni beinanna og D-vítamín er nauðsynlegt fyrir kalkbúskap okkar. Skorti þessi næringarefni eykst hættan á beinþynningu síðar á ævinni. Það er staðreynd að of margar ungar konur fá minna af kalki og D-vítamíni en ráðlagt er. Fjölvítamín og lýsi eru góðir D-vítamíngjafar. Stærstan hluta kalksins fáum við úr mjólk og mjólkurvörum en margar konur forðast þær af ótta við að fitna. Það er ástæðulaust, enda eru léttar mjólkurvörur jafn kalkríkar og aðrar. „Mjólk“ er samheiti yfir alla drykkjarmjólk, nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og fjörmjólk. Einnig má fó kalk úr öðrum mjólkurvörum, s.s. osti og sýrðum mjólkurvörum. Hollusta styrkir bein! BEINVERND ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.