Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Ágústa Sumar-
liðadóttir fæddist
í Stykkishólmi 12.
október 1920. Hún
lóst á Landspitalan-
um 5. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sumar-
liði Einarsson, f.
25.2. 1889, d. 18.9.
1972,. og Guðrún
Randalm Sigurðar-
dóttir, f. 12.7. 1880,
d. 28.1. 1952. Al-
systkini Ágústu voru
rnu og eru tvö þeirra
enn á Iffi; Lárus, f.
2.11.1914, og Salvör, f. 10.11.1923.
Ágústa átti einnig 12 hálfsystkini.
Ágústa giftist Sigurði Helgasyni
árið 1939 (f. 29.4. 1913, d.
19.3.1998) en þau skildu árið 1951.
Saman eignuðust þau átta börn og
eru sex þeirra á lffi: 1) Sveinfríður,
f. 18.11. 1939, gift Helga J. Hálf-
dánarsyni, f. 19.7. 1927. Þau búa á
Valshamri í Borgar-
byggð og eiga þijú
börn á lffi. 2) Sigurlín
Jóna Margrét, f. 11.5.
1943, gift Hirti Ágústi
Magnússyni, f. 4.8.
1939, búsett í Reykja-
vík og eiga þau tvö
börn. 3) Ingibjörg, f.
21.5. 1944, gift Hall-
grími Þór Hallgríms-
syni, f. 8.4. 1944, bús-
ett í Mosfellsbæ. Þau
eiga þijú böm. 4) Guð-
rún, f. 6.11. 1945, gift
Daníel G. Óskarssyni,
f. 24.2. 1948, búsett í
Kópavogi. Þau eiga tvö börn. 5)
Siguijón, f. 17.6. 1947, kvæntur
Ósk Axelsdóttur, f. 20.11. 1954.
Þau em búsett f Kópavogi og eiga
tvo syni á Iffi. Siguijón á eina dótt-
ur frá fyrra hjónabandi. Hann var
kvæntur Hrönn Antonsdóttur, f.
18.7. 1950, en þau skildu. 6) Ólafur
Emil, f. 14.12. 1950, kvæntur Vig-
dísi Þorsteinsdóttur, f. 12.4. 1957.
Þau em búsett í Borgarnesi og
eiga einn son á lffi.
Ágústa var í sambúð með Alex-
ander Sigurbergssyni, f. 20.7.
1913, d. 20.8. 1988. Þau eignuðust
þijú börn, en dóttir þeirra, María,
f. 8.9.1953, er á lffi. Maður hennar
er Jón Bjömsson, f. 7.9. 1941. Þau
em búsett í Reykjavík. María var
áður gift Stefáni Líndal Gíslasyni,
sem nú er látinn. Þau eignuðust tvo
syni. Þar áður var María gift Þór
Hreiðarssyni, f. 3.12.1950, og eign-
uðust þau einn son.
Árið 1974 giftist Ágústa Odd-
geiri Sveinssyni sem nú er látinn,
en þau skildu eftir átta ára hjóna-
band. Síðustu árin var Ágústa sam-
vistum við Ríkarð Ingibergsson,
trésmið í Reykjavík.
Ágústa vann verkakvennastörf
lengst af, hjá Sláturfélagi Suður-
Iands, hjá Breiðholti hf. og síðast
hjá Verkamannabústöðum Reykja-
víkur. Hún bjó mestan hluta ævi
sinnar í Reykjavík.
Ágústa verður jarðsungin frá
Háteigskirkju á morgun, mánu-
daginn 14. febrúar, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Borgarneskirkjugarði.
ÁGÚSTA
S UMARLIÐADÓTTIR
Elsku amma.
Það er skrítið til þess að hugsa, að
fyrir aðeins örfáum dögum komum
við Guðni Valur til þín og þú passað-
^r hann fyrir mig í smástund. En
honum þótti alltaf gaman að koma til
langömmu því þar var alltaf til eitt-
hvað gott í munninn. Ekki óraði mig
fyrir því að þetta yrði síðasta heim-
sóknin okkar til þín. Þú sem varst
svo hress og varst að reka á eftir
mér að koma með slitna ullarsokka
til þín, því þú ætlaðir að pijóna aftur
neðan á stroffíð. Ullarsokkamir þín-
ir voru mjög vinsælir hjá krökkun-
um mínum, enda var ekki farið í stíg-
vél nema að vera í ullarsokkum frá
Gústu langömmu. Prjónaskapurinn
*var ekki það eina sem þú tókst þér
fyrir hendur, íbúðin fékk sinn skerf
af framtaksseminni, allt tekið í gegn,
Erfisdrykkjur
Vdtbi9ohú/ið
GAPi-mn
Dalshraun 13
S. 555 4477* 555 4424
málað og flísalagt í hólf og gólf með
dyggri aðstoð Rikka. Og ef ekki var
verið að taka allt í gegn heima, voruð
þið Rikki í bústaðnum, ykkar sælu-
reit.
Eg minnist þess sem bam, þegar
þú komst til okkar á Valshamar, en
þangað komstu oft í fríum, að við
sátum saman í eldhúsinu í gamla
bænum, ég á brúna tréstólnum og
þú við hliðina á mér. Þar kenndir þú
mér að prjóna vettlinga og þarna
urðu til í eldhúsinu brúnir gamvettl-
ingar.
Síðar minnist ég þess, er þú
bauðst mér með í ferðalag. Ofsalega
var það gaman, ég hafði aldrei farið í
ferðalag áður og ég geymi margar
skemmtilegar minningar úr þeirri
ferð og þeim stundum sem við áttum
saman.
Elsku amma, í hjartanu lifir minn-
ingin um þig.
Hafdís.
Okkur langar til að minnast elsku
Gústu ömmu og langömmu í nokkr-
um orðum. Hún kvaddi mjög skyndi-
lega, því hún hafði verið heilsu-
hraust mestan hluta ævi sinnar og
lést aðeins tveimur sólarhringum
eftir að hún veiktist. Gústa amma
var lítil, snaggaraleg og kvik kona,
sem sá um sig. Hún var vinnusöm
alla ævi og vann erfið störf til sveita
á sínum yngri árum, í mötuneyti og
við þrif á íbúðum fram að sjötugu.
Alltaf var Gústa amma boðin og búin
að rétta hjálparhönd. Hún gætti
bamabama og barnabarnabarna
þegar þörf var á og naut þess alltaf
að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hún
tók slátur á haustin fyrir sjálfa sig
og fleiri ef þörf krafði og bakaði
þynnstu pönnukökur sem ég hef
smakkað.
Þær síðustu sem hún færði fjöl-
skyldunni í jólaboði vora 80 talsins
og þótti henni ekki mikið. Amma
hafði aldrei úr miklum fjármunum
að spila. En um leið og hún eignaðist
eitthvað, var hún tilbúin að gefa öðr-
um. Mér er sérstaklega minnisstætt
hve stóra fermingargjöf hún færði
mér, því fyrir 30 áram gaf hún mér
svefnsófa, sem gegnir enn sínu hlut-
verki. Margir í fjölskyldunni leituðu
til ömmu þegar svo bar undir, því
hún var mjög bóngóð. En að sama
skapi bað hún ekki oft um aðstoð.
Hún var vön að sjá um sig og gerði
það til hinstu stundar.
Það var fyrir 16 áram að ég
kynntist þér fyrst. Þá hafði ég
reyndar hitt þig áður og skrítnar til-
viljanir í lífi okkar tengdust. Það er
með eindæmum hvað þú varst alltaf
jákvæð og þrautseig í gegnum lífið,
því lffið þitt var ekki dans á rósum.
En þrátt fyrir það þótti þér gaman
að lifa. Aldrei að gefast upp. Þessi 16
ár sem við höfum þekkst hefur þú
alltaf verið yndislega góð við mig,
Valdísi, dóttur Halla, börnin okkar
Halla, þau Jóhönnu Sveinu og Helga
Elí, og börnin mín, Sigga Svein og
Öddu Rut, sem þú gekkst í lang-
ömmustað af mikilli hlýju og elsku.
Þau skipti sem þú dvaldir á Vals-
hamri hjá Sveinu og Helga, tengda-
foreldram mínum, komst þú alltaf
yfir í Háhól til okkar og við áttum
gott spjall saman. Eins gleymum við
aldrei þegar þú hjálpaðir okkur og
hélst heimili í Háhóli með Halla og
passaðir litlu krakkana í vikutíma
fyrir átta áram, þegar ég var í skóla
í Reykjavík. Börnin muna ennþá eft-
ir því og þeim leið vel með þér.
Gústa amma skipti oft um hús-
næði og leigði íbúðir víða í Reykja-
vík.
Eins og stormsveipur fór hún að
mála íbúðirnar sem hún bjó í, gerði
hreint og snurfusaði í kringum sig.
Sjálf eignaðist hún ekki íbúð fyrr en
hún var komin nálægt sjötugu. Ári
seinna brá hún sér til Mallorka með
vinkonum sínum og í sömu ferð var
Ríkarður Ingibergsson, sem fimm
áram síðar varð ástvinur hennar og
félagi, þá orðinn ekkjumaður.
A þessum fimm áram sem þau
hafa verið samvistum, hafa þau
byggt sér fallegt sumarhús á Þing-
völlum. Það hefur verið dásamlegt
að fylgjast með áhuganum hjá þessu
lífsglaða fólki, hún komin fast að átt-
ræðu og hann farinn að nálgast ní-
rætt. Þau hafa notið þess undanfarin
sumur að hlú að bústaðnum sínum
og umhverfi hans og áttu margar
góðar stundir á Þingvöllum. Rikki er
lærður trésmiður, en hann er líka
listamaður sem sker listaverk út í
tré og ber bústaðurinn þeirra þess
glöggt merki.
Gústa amma sýndi okkur stolt
nokkra muni, þ.á.m. ask og kistil,
dýrgripi sem Rikki skar út og færði
henni að gjöf. Fjölskyldan er þakk-
lát fyrir það hve Gústa amma var
i
i
Persónuleg,
athliða útfararþjónusta.
Svem'r Otsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sótarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
OSWALDS
SÍMI 551 3485
ÞJÓNUSTA ALI.AN
SÓl.ARHRINGINN
m>\i snu ii >ii • iiii ni-\K| uik
Láá
D/ti'/t) Ijigt-r ()htfnr
('tj/irttrstj. ( tfitr/irstj. (’tf/tr/trstj.
I IKKISIT \ INM'S rOi A
EYVINDAR ÁRNASONAR
, ;/v 1899
niTimr.nn: -a r - rn. ,n, ,-n- r -„n-r-x-T T r- -
MAGNÚS
FRIÐRIKSSON
+ Magnús Friðriksson fæddist í
Reykjavík 26. júlí 1924. Hann
lést 5. janúar síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Neskirkju 17.
janúar.
Því era takmörk sett hvað hægt
er að framkvæma á mannsævinni og
í raun furðu stuttur tími sem við
höfum til þess að sinna þeim málum
sem okkur era hugleikin án þess að
teljast til skylduverka. Flestir eiga
sér tiltölulega fá áhugamál og verja
jafnvel öllum sínum frítíma í eitt og
sama áhugamálið. Sumir era hins
vegar þannig gerðir að þeir hafa
áhuga á öllu mögulegu og era sífellt
í leit að nýjum þekkingarsviðum.
Þannig maður var pabbi. Ekki það
að hann hefði mikinn fritíma, en
þann sem hann hafði notaði hann,
enda framkvæmdamaður að upp-
lagi. Með ótrúlegri þolinmæði og
vísindalegri nákvæmni nálgaðist
hann viðfangsefnin, stundum of
hægt fyrir mitt takmarkaða athygl-
isspan en þó öragglega og oftar en
ekki af einhverjum óútskýranlegum
innblæstri. Eins og það væri allt
lagt undir í hvert skipti. Ljósmynd-
un, framköllun, kvikmyndun, teikn-
un, málun, efnafræði, tónlist, bók-
menntir, flug, bflar og íþróttir. Allt
áhugamál á einhverju æviskeiði eða
ævilangt. Jarðfræði, náttúrafræði
og íslensk náttúra í öllum sínum
fjölbreytileik vora þó hans yndi.
Þótt við feðgamir færam mismun-
andi leiðir hvað vinnulag varðaði,
gekk samvinnan furðuvel. Hann
íhugull, natinn en stórvirkur, ég
fljótfærari og óþolinmóðari. Senni-
lega höfum við þegar öllu er á botn-
inn hvolft bætt hvom annan upp.
Þau verk sem við sameinuðumst
einkum um á seinni árum voru bif-
reiðaviðgerðir. Þótt slík iðja komi
sumum mönnum nánast í stað
trúarbragðaiðkunar, var því ekki al-
veg þannig háttað með okkur. Við
lágum undir bflum, aðallega mínum
misræktai'legu ökutækjum, af nauð-
syn, ekki okkur til upplyftingar.
Samt sem áður var þetta alveg sér-
stök reynsla fyrir mig að vinna með
honum enda verkin ekki unnin með
neinni ólund eða asa, heldur af ná-
kvæmni og eilífðaráhuga á viðfangs-
efninu. Þarna sat ég við fótskör
meistarans og jafnvel þó svo að ég
þættist viss um að ég væri að gera
rétt, beið ég alltaf eftir samþykki
frá honum áður en farið var út í
varasamar aðgerðir. Ekki var losuð
sú ró að ekki væri hugað að hugsan-
legum afleiðingum út í æsar og ef
það gerðist að ég missti þolinmæð-
ina var það nánast víst að vandræði
væra framundan í viðgerðinni og
engum um að kenna nema mér
sjálfum.
Mér er einkum minnisstæð stór-
aðgerð sem við fórum í fyrir nokkr-
um áram á einu af mínum fyrrver-
andi farartækjum. Það sem er
sérstætt við þessa viðgerð er að hún
var framkvæmd á nýársdag af öllum
dögum. Þetta þótti það eftirtektar-
vert að til er ljósmynd af verknaðin-
um. Tvenn pör af vinnugölluðum
fótum skagandi undan bfldraslu. í
kuldanæðingi, mestmegnis liggjandi
á lítt geðslegu malbikinu eyddum
við þessum fyrsta degi ársins, sam-
stilltir í því að ljúka verkinu meðan
einhverrar dagsbirtu nyti. Og nátt-
úrlega var það hann sem hafði
framkvæðið, dró mig fram úr rúm-
inu, án allra átaka þó, bara með því
að klæða sig í vinnugallann og fara
út. Ég gat ekki látið það um mig
spyrjast að ég sendi föður minn, þá
mann um sjötugt, einan út að gera
við minn bfl og það á hátíðisdegi. Ég
elti hann því út í nepjuna til þess að
upplifa enn eina kennslustundina.
Leifur M.
ujulJús bat ui WuáMi
Utfararstofan annast meginhluta allra útfara ú höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
b*AR.s>
'-"r
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^ j
UocfnrhlíX 9_Fnccwnai — ^ími RM 19AA — u/umj urfnrnctnfn nnm
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
taAvSr
hamingjusöm síðustu árin í góðum
félagsskap með góðum vini. Yndis-
leg efri ár sem þeim Rikka hlotnuð-
ust saman.
Kæri Rikki. Við vottum þér inni-
lega samúð okkar en þökkum þér
jafnframt fyrir umhyggjusemi og
hlýju þína í garð Gústu ömmu. Við
vitum að samvera ykkar var henni
ljúf og mikilvæg. Það er ómetanlegt
að eiga góða vini og félaga, ekki síst
þegar árin færast yfir. Missir þinn
er mikill.
Við kveðjum þig, elsku amma,
með söknuði en eram þakklát fyrir
að þú þurftir ekki að þjást og varst
ánægð síðustu árin. Við hefðum kos-
ið að stundirnar með þér hefðu verið
fleiri og þið Rikki ættuð enn nokkur
sumur saman á Þingvöllum, en það
ræður enginn sínum næturstað.
Hinsta kveðja með orðum sem
Helgi Elí skrifaði til þín, Gústa mín,
til langömmu frá sér og systkinum
sínum, þeim Sigga Sveini, Oddu Rut,
Valdísi Brynju og Jóhönnu Sveinu.
Amma, nú ferð þú frá okkur til
himna, við sjáum þig ekki aftur í
þessu lffi.
Guð er hjá þér og þér mun líða
vel.
Við hugsum vel til þín og biðjum
fyrir þér.
Þú ert í huga og hjarta mér.
Drottinn Guð blessi þig.
Takk fyrir allt, elsku Gústa,
amma og langamma.
Hálfdán Helgason, Mar-
grét Jóhannsdóttir, Sig-
urður Sveinn, Ástbjörg
Rut, Valdís Brynja,
Jóhanna Sveina og
Helgi Elí, Háhóli,
Borgarbyggð.
Amma mín, þú varst alltaf svo góð
við mig. Þú sást alltaf til þess að mér
liði vel. Ég man mjög vel eftir því
þegar ég kom hvem laugardags-
morgun til þín með pabba. Þá fékk
pabbi kaffi og ég fékk að horfa á
sjónvarpið á meðan. Oft á jólunum
komu ég og foreldrar mínir að heim-
sækja þig og fengum við þá heitt
súkkulaði og kleinurnar þínar. í
hvert sinn sem við fóram frá þér
sagði ég „sjáumst í glugganum" og
þar veifaðir þú okkur alltaf. Það var
svo skrítið með þig að þú þurftir allt-
af að vera að gera eitthvað og settist
aldrei niður. Þú gast allt sem þú ætl-
aðir þér, t.d. klifraðir þú upp á stól
til að mála og það vora engin vand-
ræði að taka strætó eða fara í búðina
þótt veðrið væri vont. Elsku amma
mín, Guð veri með þér og ég veit að
þú ert alltaf með okkur. Sjáumst í
glugganum.
Bjarki.
Elsku amma mín, nú ertu farin frá
okkur. Mig langar til að kveðja þig í
síðasta sinn. Gústa amma, eins og
við kölluðum þig, þú kvaddir þennan
heim svo fljótt að ég á erfitt með að
trúa því. Amma, þú svo hress og átt-
ir eftir að gera svo margt en svona
er lífið, einhvern tíma endar þetta og
annað líf tekur við.
Við, þú og ég, áttum margar góðar
stundir saman. Ég man svo vel þeg-
ar ég fór til þín á Brú í pössun, alltaf
beiðst þú með kleinur og mjólk fyrir
mig, litla strákinn. Það var mikil
gleði þegar þú eignaðist þína fyrstu
íbúð í Stigahlíðinni fyrir nokkram
áram. Þegar ég renndi upp að beiðst
þú alltaf í glugganum með bros á vör
og kleinurnar mínar tilbúnar. Við
vorum góðir vinir, sátum oft lengi
yfir kaffibolla og röbbuðum mikið
saman um heima og geima. Ekki er
langt síðan ég keyrði þig í bankann
þinn til þess að borga reikningana
þína, á tilsettum tíma eins og þér var
einni lagið. Og skruppum við sem oft
áður í matvörubúðina og löbbuðum
eins og ástfangið par og tíndum í
körfuna. Aldrei baðst þú um eitt eða
neitt, varst alltaf svo þakklát fyrir
allt sem ég gerði með þér - fyrir þig
- og talaðir um það í langan tíma á
eftir. Þú hafðir mikið að gera allt þitt
líf, bæði með bömin þín og í vinnu.
Þú varst alltaf að gera eitthvað, svo
sjálfstæð. Þegar ég kom til þín í
heimsókn varst þú ýmist komin upp
í stiga að mála loftið með pensli,
skúra, sauma eða dytta að. Þú áttir
marga drauma og rættust þeir síð-