Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ
. 40 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
ARNI
JÓNSSON
+ Árni Jónsson,
bifvélavirki og
kennari, fæddist á
Kópaskeri 11. sept-
ember 1938. Hann
lést á heimili sínu í
Iteykjavík 6. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Árbæjarkirkju 11.
febrúar.
v Enn er höggvið
skarð í vmahópinn.
Sunnudaginn 6. febr-
úar var Ami Jónsson,
frá Melum á Kópaskeri, kallaður til
starfa á öðru sviði en við skiljum og
leikum á. Foreldrar hans áttu heima
á Melum, en við á Sandhólum. Fá-
menni var í þessu litla þorpi þegar ég
fyrst man. En þessu hafa þær Kristj-
ana, móðir Áma, og Margrét, móðir
mín, veitt athygli og gerðu sitt til úr-
bóta. Hrekkjastrákar, sem vildu
stríða okkur, kölluðu til okkar á all-
löngu færi. „Mamma þín er alltaf
ólétt.“ Okkur leiddist þessi dára-
skapur, en létum sem vind um eyru
þjóta. Sú venja skapaðist, að þegar
önnur hvor þeirra lá á sæng vom
börn hennar send til dvalar til þeirr-
ar sem vel var á fótum. Var þá oft
talsverður glaumur í stóram bama-
hóp.
Þegar Kaupfélag N-Þingeyinga
var stofnað voru aðalstarfsmenn afar
okkar Áma. Bjöm, afi minn, annaðist
skrifstofuhald o.fl., en Ámi og synir
hans um uppskipanir (á bátum) og
vora ekki loppnir í höndum, allir
lagnir, fima sterkir og ekki vantaði
kjarkinn. K.N.Þ. spjaraði sig líka vel
á meðan þessir menn störfuðu þar.
Ámi gamli Ingimundarson var aldrei
iðjulaus. T.d. lagði hann út frá fjör-
unni silunganet og einnig veiddi hann
rauðmaga. En allan þann feng gaf
hann þorpsbúum o.fl., ýmist glænýj-
an eða reyktan. Hann var góður mað-
ur en alltaf fátækiu-. Jón faðir Árna
heitins var eitt mesta prúðmenni sem
ég hef kynnst og Kristjana móðir
hans góð, rausnarleg og ágætlega
músikölsk.
Ég er það miklu eldri en Arni að ég
man þegar hann fæddist. Ég var
tæpum átta áram eldri. Ég man vel
eftir tággrönnum dreng með ljós-
hrokkið hár, sem varla sýndist geta
orðið jafnmikið heljarmenni og
frændur hans. En þetta breyttist,
* eins og flest annað. Þegar Ami hafði
tekið út sinn frumþroska var hann
orðinn bæði stór og sterkur, en geð-
gæðin og umburðarlyndið var það
sama. Gullnu lokkamir hurfu að
öaúðskom
v/ Possvo^sUl^kjMga^ð
Símii 554 0500
Blómastofa
Friðfinmi
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, símí 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
mestu og eftir stóð
höfðinginn Ami sjálfur
með heiðblá svikalaus
augu og glettna gaman-
semi sem engan særði.
Ámi var ekki sérstak-
lega mikið fyrir skraf,
en segði hann eitthvað
mátti treysta því. Ef
hann vildi gat hann af
munni fram haldið óað-
fínnanlegar ræður, en
gerði of lítið af því.
Hann var afbragðs
kennari og af einlægni
og lítillæti beitti hann
sjálfan sig fullt eins
miklum aga og nemendurna. Hann
var alvöramaður án depurðar. Á
gleðistundum var hann hrókur alls
fagnaðar. Sagði skemmtilega og ró-
lega frá ýmsu sem var til gamans.
Mjög góður söngmaður og laðaði
aðra með sér.
Hann lést langt um aldur fram, en
hafði þó á rúmum 60 áram reist sér
minnisvarða, sem alltaf munu
óbrotnir standa í huga þeirra, sem
vora svo lánsamir að kynnast honum.
Ég álít að hann hafi verið gæfumaður
í lífi sínu, sem varð styttra en nokk-
um óraði fyrir. Þó held ég að gæfa
hans hafi verið mest þegar hann
kvæntist eftirlifandi konu sinni, en
hún er einstök fyrir vit og hlýju og
börnin eru bæði glæsileg og dugleg.
Helst hefði þurft að skrifa um hann
bók. Ég er þakklátur gæfunni fyrir
þær stundir, sem okkur leyfðist að
eiga samleið.
Jónu, bömum og bamabömum
votta ég og fjölskylda mín dýpstu
samúð. Ámi á öragglega vísa góða
heimkomu þar sem hann knýr dyra.
Bjöm Þórhallsson og íjölskylda.
Ámi Jónsson landvörður er látinn.
Það var bara í síðustu viku sem ég
frétti að Árni gengi ekki heill til
skógar og nú nokkrum dögum seinna
kemur fréttin af ótímabæra andláti
góðs félaga sem reiðarslag. Við hitt-
umst síðast á haustfundi landvarða-
félagsins í september og síst af öllu
granaði mig aðþað yrði síðasta skipt-
ið sem ég hitti Áma.
Ami starfaði sem landvörður í tíu
ár, fyrst í Herðubreiðarfriðlandi og
Öskju en svo um árabil í þjóðgarðin-
um í Jökulsárgljúfram. Hann var
virkur í starfi Landvarðafélags ís-
lands, var formaður þess árin 1994-
1996 og sinnti auk þess fjölda ann-
arra trúnaðarstarfa fyrir félagið síð-
ustu tíu árin. Ámi var ötull
baráttumaður fyrir hagsmunum
landvarða, landvörslu og náttúru-
vemd almennt. íslensk náttúra var
honum hjartfólgin og henni lagði
hann lið sitt í baráttunni við oft
skammsýna ráðamenn.
Við félagar Áma úr landvarða-
félaginu eigum margar góðar minn-
ingar um hann sem ylja nú á sorgar-
stundu. Fyrst og fremst minnumst
við hans sem þess góða félaga sem
hann var jafnt í leik sem starfi. Glað-
lyndi Áma og léttleiki gerðu að það
var gott að vera nálægt honum hvort
sem var í argaþrasi hagsmunabarátt-
unnar eða á skemmtisamkomum fél-
agsins og oft áratuga aldursmunur
varð að engu þegar Ámi var annars
vegar.
Að leiðarlokum þökkum við fyrir
að hafa notið krafta og félagsskapar
Árna síðasta áratuginn. Elsku Jóna,
þér og þínum sendum við innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
Ama Jónssonar.
Fyrir hönd Landvarðafélags Is-
lands
Glóey Finnsdóttir.
Fyrstu kynni okkar af Ama Jóns-
syni vora í gegnum Gufunesradíó
fyrir réttum áratug. Þá voram við að
þreyta framraun okkar í landvörslu
og gegndum húsfreyjustörfum í Sig-
urðarskála í Kverkfjöllum. Ami var
landvörður í Herðubreiðarfriðlandi
ásamt Kára Kristjánssyni þetta sum-
ar. Samtöl okkar gegnum Gufuna á
hlustunartíma vora oft á tíðum há-
punktur dagsins í rysjóttri tíð og
héldu þeir félagar oftar en ekki uppi
móralnum hjá okkur með sínum sér-
staka húmor.
Síðar áttum við eftir að hittast
flest sumur í landvörslu í Jökulsár-
gljúfram og í störfum tengdum
Landvarðafélagi íslands. Það var
ómetanlegt að fá að starfa með Ama í
þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfram.
Hann átti traustar rætur í Keldu-
hverfi og Öxarfirði og lagði sig fram
um að setja okkur aðkomufólkið inn í
staðhætti og mannlíf. Hann kunni
ótal sögur af sveitungum sínum og
miðlaði þeim með þeirri hlýju og góð-
látlegu kímni sem einkenndi hann.
Auk þessa var Árni góður vinnufélagi
og kunni ýmislegt fyrir sér. Önnur
okkar á eftir að minnast handleiðslu
hans við sokkaprjón um ókomin ár.
Með Áma kynntumst við konu
hans, Jónu Óladóttur, en þau hjónin
hafa bæði unnið við landvörslu eftir
að hafa komið bömum sínum á legg.
Það var hvorki að finna að þau vfluðu
fyrir sér hið þrönga og nána sambýli
sem einkennir sumardvalarstaði
landvarða né að þau settu fyrir sig
þann galgopaskap sem oft einkenndi
sambúð óharðnaðs æskulýðsins,
nema síður væri. En þó svo að þau
hafi blandast hópnum á jafnræðis-
grandvelli, fór ekki hjá því þegar á
reyndi að þau væra okkur hinum
nauðsynleg kjölfesta.
Það sem stendur þó upp úr þegar
hugsað er til kynna okkar af Árna er
hið nána samband þeirra hjóna.
Kærleikurinn og hlýjan sem ein-
kenndu samskipti þeirra vora okkur
dýrmætt veganesti og fyrirmynd á
tímum sem virðast oft einkennast af
stífni og umburðarleysi manna á
miili. Það er gæfa okkar að hafa feng-
ið að kynnast slíku fólki.
Með Áma er genginn einstakur fé-
lagi. Við sendum Jónu og fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ólöf Ýrr Atladóttir,
Ruth Magnúsdóttir.
Ami Jónsson sem nú er kvaddur,
helgaði u.þ.b. helming starfsævi
sinnar fagnámskennslu í framhalds-
skóla. Hann starfaði fyrst sem bif-
vélavirki hér í Reykjavík í rúmlega
tuttugu ár en var ráðinn til kennslu
við Iðnskólann í Reykjavík árið 1978.
Á þessum tíma hafði orðið mikil
breyting í fagnámi bifvélavirkja og
var um þetta leyti einnig að verða í
námi bifreiðasmiða.
Áður hafði verklegi hluti námsins
að mestu farið fram á verkstæðum
undir handleiðslu iðnmeistara en
fluttist nú að stórum hluta inn í iðn-
fræðsluskóla þar sem áður hafði nær
eingöngu farið fram fagbóklegur
hluti námsins.
Til starfa í Iðnskólanum í Reykja-
vík kom nokkur hópur bíliðnamanna
★★ Höfum ákveðinn kaupanda ★★
að rað-,par- eða einbýlishúsi í vesturbæ Kópavogs.
Verð allt að 25 milljónir.
Upplýsingar veiti Bogi Pétursson í síma 699-3444 og
starfsfólk Valhallar.
★★ Höfum fjársterkan kaupanda ★★
að 4-6 herb. íbúð í Fossvogi og nágrenni.
Upplýsingar veitir Bárður H. Tryggvason í síma 896-5221
og starfsfólk Valhallar.
Valhöll fasteignasala s. 588-4477.
Opið í dag frá 12-14.
til að sinna þessari kennslu og störf-
uðu flestir þeirra áfram við skólann
allt þar til kennsla í bfliðnum var lögð
niður við þann skóla og flutt í nýjan
fjölbrautaskóla, Borgarholtsskólann
í Grafarvogi, haustið 1996. Ámi var
einn þriggja bfliðnakennara úr Iðn-
skólanum í Reykjavík sem fluttu með
bfliðnakennslunni í þennan nýja
skóla og kom það m.a. í hans hlut að
móta námið í iðngrein sinni með þeim
nýja hætti sem þar var tekinn upp.
Árna var sérlega lagið að umgang-
ast fólk, ekki síst unglinga, með hlýju
viðmóti, trausti og næmu auga fyrir
því kímiiegaí tilverunni. Hann sóttist
ekki eftir að hafa sig í frammi, en
þrátt fyrir það varð hann deildar-
stjóri sinnar greinar við skólann og
sinnti því af sömu natni og öðra sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann var
ætið til taks ef á þurfti að halda í rétt-
indamálum samstarfsmanna eða
nemenda. Arni var mikill unnandi ís-
lenskrar náttúru, var hafsjór fróð-
leiks um landið, setti sig aldrei úr
færi til ferðalaga eða útivistar og
starfaði raunar nokkur hin síðari ár
sem landvörður í sumarleyfum sín-
um. Allra mannkosta Ama nutum við
samkennarar hans og það kom því
sem reiðarslag þegar hann veiktist í
byrjun skóla nú eftir áramótin og átti
ekki afturkvæmt til starfa. Áma er
sárt saknað bæði af okkur samstarfs-
mönnum og nemendum okkar við
skólann. Missir fjölskyldu hans er þó
mestur. Við kennarar og starfsmenn
Bifreiðadeildar Borgarholtsskóla
vottum Jónu, sonum þeirra og fjöl-
skyldum, samúð okkar og biðjum
þeim Guðs blessunar í raunum
þeirra.
Samstarfsmenn.
EYSTEINN
JÓHANNSSON
+ Eysteinn Jó-
hannsson, fyrr-
verandi flokksstjóri
hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, fæddist
í Skógum á Fells-
strönd 23. janúar
1917. Hann lést á
heimili sínu 5. febr-
úar siðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jó-
hann Jónasson bóndi
í Skógum og kona
hans, Margrét Júlí-
ana Sigmundsdóttir.
Útför Eysteins fer
fram frá Fossvogs-
kirkju á morgun, mánudaginn 14.
febrúar, og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
Frændi minn, nú sannaðist sem oft
áður, að ekki skal geymt til morguns
það sem hægt er að gera í dag. Ég
átti eftir að fræðast mikið af þér um
ættfræði og sögu forfeðra okkar sem
þið Áskell, bróðir þinn, vorað búnir
að safna saman. Merkilegast þótti
mér að þið röktuð ættina eftir kven-
legg, en það finnst mér vera mjög í
ykkar anda að fara þá leið sem ör-
uggust er. Ekki granaði mig þegar
við hittumst fyrir nokkram dögum að
það væri okkar síðasti fundur, eins
og þú hefðir ef til vill orðað það, þá á
hver sitt skapadægur.
Eysteinn var næst-
yngstur 11 systkina.
Hann ólst því upp á
mannmörgu heimili og
lærði snemma að vinna
eins og þá var títt.
Hann var í Reykholts-
skóla vetuma 1934 til
’35 og aftur 1936 til ’37.
Síðan í Bændaskólan-
um á Hólum í eitt ár og
hálft ár firá 1939 til ’41.
Þess á milli vann hann
tii að greiða náms-
kostnað. Eftir skóla-
nám vann hann við ým-
is sveitastörf og verkamannavinnu.
Um tíma stundaði hann sjómennsku,
en 1955 réðst hann til Rafmagns-
veitu Reykjavíkur þar sem hann
starfaði óslitið um 30 ár, síðast sem
flokksstjóri.
Eysteinn var góðum gáfum gædd-
ur, minnugur og fróður. Á unglings-
áram kom ég oft á heimili hans og
Guðbjargar systur hans. Þá kynntist
ég Eysteini fyrst og áttaði mig á því
hve fróður hann var og hafði mótaðar
skoðanir á mörgum málum. Margt
mátti af honum læra.
Frændi góður, ég veit að lofrolla
hefði ekki verið þér að skapi. Þrátt
fyrir það vil ég segja að ég sé á bak
góðum og vönduðum dreng.
Grétar Sæmundsson.
SIGRIÐUR
ANDRÉSDÓTTIR
+ Sigríður Andrés-
dóttir fæddist á
Hamri í Múlasveit í
Austur-Barðastrand-
arsýslu 22. febrúar
1929. Hún lést af
slysförum 30. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Kópavogskirkju
7. febrúar.
Það var einkennileg
tilfinning sem læstist
um mig við að heyra í
fréttum að góð vin-
kona hefði látist af slysföram. Það
er einhvern veginn þannig að mað-
ur er aldrei viðbúinn því að ein-
hver nákominn eða góður vinur
hverfi héðan.
En Sigga er lögð af stað í þá
ferð sem bíður okkar allra.
Kynni okkar Siggu hófust við
stofnun Klúbbs 44, félags eigin-
kvenna pípulagningamanna, fyrir
24 árum. Sigga hefur verið einn af
máttarstólpum klúbbsins frá upp-
hafi, setið í stjórn og tekið þátt í
starfinu af krafti. Það er víst að
margar okkar klúbbfélaganna eig-
um eftir að sakna hinna óvæntu og
skemmtilegu tilsvara hennar í
ýmsum málum sem rædd hafa ver-
ið á fundum okkar. Þær era líka
margar góðar minningarnar úr
vorferðalögunum okkar, hópurinn
einhvers staðar úti í
náttúrunni að borða
nesti og gantast, við
flestar kappklæddar,
en Sigga á stutterma-
bol brosandi út að
eyrum að skora á okk-
ur í kapphlaup eða í
stórfiskaleik.
Við komumst fljótt
að því að við áttum
sameiginlegan bakgr-
unn, Sigga af Múlan-
esinu og ég ættuð úr
Flatey.
Breiðafjörðurinn
tengdi okkur þeim
böndum sem allir þekkja sem þar
hafa alist upp eða dvalist um
lengri eða skemmri tíma.
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér.
En geymd í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
- við hverja hugsun,
sem hvarflar til þín.
(Hrafn A Harðarson.)
Kæra vinkona, við félagar þínir í
Klúbb 44 kveðjum þig og þökkum
samferðina og biðjum Guð að
styrkja Þóri, börnin ykkar og fjöl-
skyldu.
Hanna.