Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 43 Stjórnir LÍ og LR telja að stefna beri að byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík Skipting stjórnunar lækninga og hjúkrunar verði afnumin STJÓRNIR Læknafélags íslands (LÍ) og Læknafélags Reykjavíkur (LR) hafa samþykkt eftirfarandi yfirlýsingu um málefni Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur: Inngangur Með breytingum á yfirstjórn stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, Landspítala og Sjúkrahúss Reykja- víkur og með einum forstjóra og fyrirætlunum um eina fram- kvæmdastjórn hafa verið stigin skref til aukinnar samvinnu og/eða sameiningar þeirra. Samhliða þessu hefur farið fram umræða um kosti þess að byggja nýtt sjúkrahús eða koma starfsemi framtíðarinnar fyrir í þeim byggingum, sem fyrir eru. Sú umræða er skemmra á veg komin. I. Ymis rök hníga til þess, að þjóðin geti ekki staðið undir nema einu vel búnu hátæknisjúkrahúsi. Ofan- greind skref má nýta sem áfanga til að mæta þeirri kröfu. Við aukna samvinnu og/eða sameiningu, þarf að huga að breytingum á innra skipulagi þessara stofnana/stofnun- ar til þess að framtíð þjónustunnar verði vel borgið. I því sambandi þarf m.a. að huga að yfirstjórn heil- brigðismála, skiptingu valds á sjúkradeildum, fyrirkomulagi bráðrar þjónustu og tímasettrar þjónustu, mismunandi rekstrar- formum innan sjúkrahússins og kjarasamningum. Koma þarf í veg fyrir faglega stöðnun og einokun á sameinuðu hátæknisjúkrahúsi m.a. með tímabundnum ráðningum æðstu stjórnenda sjúkradeilda. Nýta þarf þetta tækifæri til að fella hið nýja sjúkrahús að nútímalegum hugmyndum um hinn akademíska þátt í rekstri þess með því að efla tengslin við Háskóla Islands, þann- ig að það þjóni landsmönnum sem kennslu- og rannsóknastofnun jafnt sem sjúkrahús í fremstu röð. II. Það er skoðun stjórna LÍ og LR, að núverandi húsnæði Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala sé óhentugt til sjúkrahússrekstrar. Núverandi húsnæði er hannað með höfuðáherzlu á legudeildir og fellur illa að nútíma sjúkrahússrekstri, sem gerir ráð fyrir allt annarri samsetningu verkefna og tækja- búnaðar en þær byggingar, sem hannaðar voru fyrir mannsaldri eða tveim. Þrengt er að stoðdeild- um og rannsóknastarfsemi, lítið svigrúm er fyrir sérhæfða göngu- deildarstarfsemi og bráðaþjónusta á undir högg að sækja. Starfsað- staða lækna er víða bágborin. Tölu- verð byggingarþörf er á báðum stöðum og byggingaframkvæmdir í gangi. Stjórnir LÍ og LR telja nauðsyn- legt, að mörkuð verði opinber stefna í þessum málum. Stjórnirnar taka undir orð heilbrigðismálaráð- herra á aðalfundi LÍ haustið 1999 og telja, að í framtíðinni eigi að byggja eitt sjúkrahús, sem rúmi núverandi starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala. Við núverandi aðstæður má efna til margvíslegrar samvinnu sjúkra- húsanna, en endanleg markmið sameiningar nást ekki nema undir einu þaki. Lykilatriði er, að breið pólitísk samstaða stjórnmálamanna og fagaðila náist um framangreint markmið og leiðir að því. III. Samrunaferli er erfitt fyrir stór- ar stofnanir af þessu tagi og þróun í samstarfi farsælli en bylting. Ymsar vísbendingar utan úr heimi eru um, að sameining stórra heil- brigðisstofnana hafi mistekizt eða lítilli hagræðingu skilað nema í framkvæmdastjórn. Til að skila árangri þurfa markmið sameining- ar að vera skýr bæði starfsfólki og sjúklingum. Treysta þarf sjálfstæði einstakra sviða einnar stofnunar, þannig að forðast megi óhagræði of mikillar miðstýringar. Tryggja þarf, að sjúklingar eigi val um lækna og meðferðarúrræði. Stjórnir Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur hvetja stjórnvöld til að grípa ekki til neinna þeirra aðgerða í máli þessu, sem líklegar eru til að valda aftur- för eða ólgu og sundurþykkju með- al þeirra, er málið varðar mest. IV. Stjórnir LÍ og LR setja fram eft- irfarandi meginatriði, sem þær telja að vinna beri að: 1. Stefna ber að byggingu nýs sjúkrahúss, sem rúmi starf- semi LSP og SHR. 2. Sérstakar ráðstafanir verði viðhafðar til að fyrirbyggja faglega einokun og stöðnun. 3. Allar ákvarðanir um aukna samvinnu og/eða sameiningu deilda verði teknar í fullu sam- ráði og í sátt við starfsfólk. 4. Við skipan yfirstjórnar sjúkra- hússins þarf að gæta faglegra sjónarmiða í meira mæli en nú er gert og efla þarf áhrif starfsfólks innan hennar. 5. Afnema þarf með lagabreyt- ingu tvískiptingu faglegrar stjórnunar á milli lækninga og hjúkrunar og árétta forræði lækna á faglegri yfirstjórn deilda. 6. Koma á í veg fyrir, að sveiflur í bráðaþjónustu raski tíma- settri þjónustu. 7. Fela á öðrum sjúkrahúsum ákveðin verkefni og nýta þau betur til kennslu og þjálfunar. 8. Flytja þarf verkefni frá sjúkrahúsum til læknastöðva og heilsugæslustöðva eða læknastofa og tengja þessa starfsemi jafnframt sjúkrahúsi á þann hátt, að upplýsinga- streymi sé tryggt og nýta megi þennan þátt frekar til kennslu og rannsókna. # FASTEIGNA Síbumúla 11,2. hœb • 108 Reykjavík Sími: 575 8500 • Fax: 575 8505 Veffang: www.fastmidl.is Netfang: sverrir@fastmidi.is OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14.00-16.00. FÍFULIND 13 í KÓP. Opið hús hjá Ingvari og Evu sem munu taka á móti áhugasömum kaupendum. Þetta er 110 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi. íbúðin skiptist í stofu með suðursvölum, fallegt eldhús, þrjú góð svefnherb, flísalagt baðherb. í hólf og gólf. Þvottaherb. í íbúð. Áhv. 6,5 m. hús- bréf. Verð12,5m. Skrifstofuhús 3.200 fm Á besta stað nálægt miðborg Reykjavíkur. 3 hæðir og kjallari. Sjávarútsýni af hæðunum. Næg bílastæði. Til afhendingar á næstu mánuðum. Skrifstofu- og verslunarhúsnæði Höfum til sölu heilar húseignir að stærð frá 600 til 1.800 fm á góð- um stöðum í borginni. Leitið frekari upplýsinga hjá undirrituðum. Lagerhúsnæði í Garðabæ 5.000 fm til sölu Til sölu og afhendingar fljótlega tæplega 5.000 fm glæsilegt og fullfrágengið framleiðslu- og lagerhúsnæði. Mikil lofthæð. Bygg- ingarréttur fyrir viðbyggingu. Selst í einu lagi eða hlutum. Iðnaðarhúsnæði 734 fm til sölu Úrvals húsnæði. Sérhannað fyrir framleiðslufyrirtæki. Á 1. hæð er 380 fm salur með mikilli lofthæð og 2 innkeyrsludyrum og 107 fm skrifstofuhúsnæði. f kjallara er 246 fm lagerrými með góðum inn- keyrsludyrum. Áætlaður byggingarréttur fyrir u.þ.b. 300 fm. Hagstætt verð og skilmálar. Verkstæðishúsnæði óskast Leitum eftir 500-1.000 fm vönduðu húsnæði fyrir góðan kaup- anda. Æskileg staðsetning er austurborg Reykjavíkur eða Ártúns- höfði. Afhending helst innan 3ja mánaða. Staðgreiðsla kaupverðs. Iðnaðarhúsnæði óskast 500-700 fm húsnæði á jarðhæð með góðri lofthæð óskast miðsvæðis í Reykjavík, t.d. í Ármúlahverfi eða nágrenni fyrir þjónustufyrirtæki. Afhending samkomulag. Vagn Jónsson ehf. Fasteignasala, Skúlagötu 30, sími 561 4433. Opið hús Tómasarhagi 38 Til sýnis miili kl. 14.00 og 16.00 í dag um 80 fm 3ja herb. íbúð í kjallara. Sérinngangur og -hiti. Frábær staðsetning. Fasteignasalan Eignanaust, Vitastíg 12, sími 551 8000. YALlfS FÁSTEIGMASALA ffie>wfcÍ!*«rííItuír«»-R;íi 6/2 »..5ió>5-U1522 ífa5&S UIU8;- Valgeir Kristinsson hrl., lögg. fasteigna- og skipasali Kristján Axelsson sölumaður, Kristján Þórir Hauksson sölumaður Grenibera. Þetta glæsilega 210 m2 hús ásamt 50 m2 bílskúr er nú til sölu hjá Val- húsum. Húsið er stað- sett í lokaðri götu í Set- bergslandinu. Bílskúrn- um hefur verið breytt í 2ja til 3ja herb íbúð, húsið sjálft er með fjór- um svefnherbergjum og er allt hið glæsilegasta með parketi og flísum á gólf- um og vönduðum innréttingum. Út frá stofu er fallegur flísalagður sólskáli, í stofu er fallegur arinn. Þessa eign er vert að skoða. Uppl. gefur Kristján Þ . Hauksson i sima 696-1122 um helgina og 565-1122 eftir helgi. FLUÐIR - SUMARPARADIS Vorum að fá í sölu 6 ný raðhús á frábærum stað á Flúðum. Húsin eru steinsteypt og skilast fullbúin að utan en tilb. til innréttinga að innan, eða lengra komin eftir frekara samkomulagi í vor. Heitt vatn, stutt í þjónustu, sundlaug o.fl. Verð frá 7,6 millj. Allar nánari uppl. á skrifstofu. ASPARFELL - LAUS. Vel skipulögð 2ja herbergja íb.á 2. hæð í lyftuhúsi með góðum suðursvölum. Þvohús á hæðinni. Hús og sameign í góðu ástandi. Áhv. 2,8 m. Ekkert greiðslumat. Verð 5,5 millj. LAUS STRAX. 9619 GRETTISGATA - LAUS Rúmgóð 2-3ja herb. ósamþykkt ibúð í kj. með sérinngangi. Stærð 62 fm. Verð 5,5 millj. fb. snýr frá götu. Mjög góð staðsetn- ing. I_AUS STRAX. 9876 SNORRABRAUT Góð og mikið endurnýjuð 2-3ja herbergja íb. í kjallara með sérinngangi í þríbýli. Gler, gluggar, rafmagn og ofnakerfi endurnýjaðA,/ ( Húsið í góðu ástandi. Áhv. 3,4 m.Verð 6,5 millj. 9885 UTHLIÐ Vorum að fá í sölu einstaklingsibúð á 2. hæð í 6-íbúða húsi. Áhv. 2,5 m. Verð 4,9 millj. Frábær staðsetning. Hús i góðu ástandi. 9890 REYKÁS - ÚTSÝNI Rúmgóð 2ja herb. ib. á 1. hæð í litlu fjölb. með suð- ursv. og aðgengi niður í garð. Nýl. innréttingar. Stærð 68,7 fm. Hús ný málað og sameign í góðu ástandi. Verð 7,9 millj. 9870 GRANASKJOL Mjög góð 2ja herb. ib. í kj. með sérinngangi í tvíbýli. (búðin er talsvert fiiikið endumýjuð. Flísar og parket. Hús í góðu ástandi. Verð 7,9 millj. 9719 VEGHÚS - BÍLSK. Rúmgóð 3ja herb. endaíb. á 2. hæð í litlu fjölb. ásamt bílskúr. Parket. Þvhús í íbúð. Góð stofa með svölum. Baðherb. allt flísalagt. Hús og sameign mjög góð. Verð 11,5 millj. 9841 HAMRABORG - ÚTSÝNI 3ja herb. í. á 5. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílsk. Tvö svefnherb. Stærð 70 fmt Þvottahús á hæðinni. Fallegt útsýni. Áhv. 4,2 m. Laus í apríl. 09877 VALLARÁS - LAUS Vorum að fá í sölu fallega innréttaða 3ja herb. íb. á 3. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni af suðvestursv. Góðar innréttingar. Björti< og góð íbúð. Stærð 83 fm LAUS STRAX. 9860 ÁLFHEIMAR Björt og góð 4ra herbergja endafbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. 3 svefnherbergi. Parket. (búðin snýr að fjölskyldugarðinum. Hús og sameign í góðu ástandi. Verð 9,6 millj. 9875 EFSTASUND - BILSK. Rúmgóð efri sérhæð og ris í tvíbýli ásamt góð- um bílskúr. Endurnýjað eldhús. Góðar stofur. Rúmgóð herb. Tvennar svalir. Eignin er mikið endurnýjuð og bíður uppá mikla möguleika. Stærð 150 fm + 54 fm bílsk. Verð 16,3 millj. Allar nánari uppl. á skrifstofu. EFSTASUND Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúrsplötu. Húsið þarfnast endurnýjunar við. Stór lóð. Tilboð óskast. 9883 SPÍTALASTÍGUR - LAUST Vorum að fá í sölu lítið sérbýli á tveimur hæðum með sérinngangi 2 herbergi og stofa. Stærð 55 fm. Verð 5,9 millj. Laust strax. 9889 BREIÐAS - GBÆ. Gott og vel staðsett einbýlishús, hæð og ris ásamt tvöf. bílskúr og góðum gróðurskálum. 4-5 herbergi. Góðar stofur, Húsið er i góðu ástandi og stendur á fallegri gróskumikilli stórri lóð innst í botnlanga. Hiti í stéttum. ATH: Skipti á minni eign mögul. 9886 VIÐARRIMI - ÚTSÝNI Mjög fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt innb. tvöf. bílsk. Húsið stendur á hornlóð. 3 svefnherb. Góðar stofur. Parket og flísar. Vandaðar innr. Stærð 176 fm Verð 19,5 millj. 9882 ASAR - ARBÆR Vandað og gott einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Mögul. á að hafa séríb. á jarðhæð. 4 herbergi. Góðar stofur. Parket og flísar. Fallegur garður, skjólvegggir. ATH: Skipti á minni eign mögul. 9884 HAUKALIND - KÓP. Nýtt raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. 4 svefnherb. og aukarými á neðri hæð. Stærð ca 200 fm. Húsin skilast fullbúin að utan og tilb. til innréttinga að innan. Frábær staðsetning, útsýni. Teikn. á skrifst. Verð 15,5 millj. 9701 ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Erum að leita fyrir fjársterkan og traustan aðila að skrifstofuhúsnæði eða góðu þjónusturými miðsvæðis í Rvik. Stærð ca 200-400 fm. LEIGA EÐA KAUP. Allar nánari uppl. á skrifstofu. OPIÐ í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 12-14. Sími 533 4040 Fax 588 8366 Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.