Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 49

Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Ur einu í annað Frá Sofusi Berthelsen: ÍSLENSK fiskveiðilöggjöf nær út að 200 mílum, og er viðurkennd af öllum þjóðum og líka fyrir sitt ágæti, þetta vita allar þjóðir og ís- lendingar, nema forsætisráðherra, því hann segir að verði Vatneyrar- málið að veruleika, muni erlend fiskiskip fylla fiskimið landsins og þurrka upp allan fisk á stuttum tíma. Veit hann ekki að fiskilögsagan er viðurkennd og vernduð fyrir öðrum þjóðum sem þær virða. Hverja er forsætisráðherra að hræða, eða öllu heldur hverja er hann að reyna að vernda. Er- lendar þjóðir eru afar hrifnar af kvótakerfinu okkar til að vernda fiskimiðin, en vita ekki hvað þau eru hræðilega ranglát í fram- kvæmd. Að nokkrum fjársterkum skuli hafa verið gefinn kvótinn, og það sem merkilegra er að fjár- sterkir einstaklingar sem eiga hvorki útgerð né fiskvinnslu skuli eiga stóran hluta kvótans til að braska með og leigja með okur- verði. Er forsætisráðherra að reyna að verja þessa aðila? Það er merkilegt, að það virðist vera að stór hluti láglaunafólks styðji þessa ríkisstjórn, þó hún reyni að halda niðri launum og skattpíni fólk sem lifir varla af launum sínum. Kannski kýs fólk af gömlum vana eða af því að pabbi og mamma gerðu það, eða kannski finnst því það vera sjálfstætt fólk þó allt sjálfstæði vanti. Og hvernig er það með ellilífeyrisþega, kjósa þeir Sjálfstæðisflokkinn af því þeir hafa alltaf gert það, þó þeir viti að ríkisstjórnin haldi niðri lífsmögu- leikum með minni og minni tekjum og skattpíningi miðað við kaup- hækkun forsætisráðherra. Ef þetta fólk færi að kjósa sér í hag þá mundi Bubbi kóngur sitja lágt. Hinsvegar ef ríkisstjórnin verður vinsæl meðal þjóðarinnar, á hún að kalla inn allan kvóta sem gefinn var og eins hvaða kvóta sem er. Þetta á að gera strax, ekki að taka tíu ár, eins og kom fram í sjón- varpi nýlega. Kvótaeigendur munu vissulega verða fyrir miklu tjóni að missa þessar gjafir sem þeir áttu engan rétt á, en þjóðin hefur orðið fyrir meira tjóni af þeirra völdum. Kvótanum á svo að úthluta til byggðarlaga eftir þörfum og ástæðum og óseljanlegur, annars færi allt í sama farið.Kvótann eiga síðan byggðirnar að leigja með sanngjörnu verði innan síns samfé- lags, ekki útfyrir. Hinsvegar mega þau leigja utanaðkomandi bátum ef þeir leggja aflann upp í viðkom- andi byggðarlagi. Þá úr einu í annað. Margir hafa veitt þáttum Stef- áns Jóns Hafstein verðskuldaða athygli sem voru stór merkilegir. Sérstaklega veitti ég athygli sam- tali hans við fólk sem hafði í huga að flytja suður á Reykjavíkur- svæðið frá góðum eignum og ágæt- is atvinnu. Er það að sækjast eftir skemmtanalífinu hér syðra? Nei, það er að koma sínum börnum til betri menntunarmöguleika, það vill að sín börn eigi betra líf en það sjálft og þegar börnin hafa fengið þá menntun sem fáanleg er, reyna þau að fá vinnu í samræmi við sína menntun hér á landi, þá einhvers staðar úti í heimi. Það vantar alls staðar menntað fólk. Það fer ekki aftur heim í fyrrverandi byggðar- lag norður til að vinna í fiski eða austur á land til þess að vinna í eiturspúandi álveri. Til stendur að eyða hundruðum milljarða til að sökkva undir vatn stórum hluta lands, einni af okkar ágætustu perlum. Til hvers? Jú, til að byggja álver svo 400-500 manns fái atvinnu. Er ekki hægt að eyða þessum milljörðum á hagstæðari og heilbrigðari hátt til að veita þessu fólki atvinnu. En ef af álver- inu yrði þá yrði það fólk sem byrj- aði að vinna þar orðið ellilífeyris- þegar eftir 30-40 ár. Hverjir tækju þá við? Ekki unga fólkið sem fór suður til að mennta sig. Það yrði að flytja inn erlent fólk til að taka við. Og er álverð félli niður það mikið að álverinu yrði lokað, þá yrði ríkisstjórnin að sjá þessu fólki fyrir atvinnuleysisbótum sem það á rétt á þó erlent sé. Mér er nú stór spurning, hvað margir ára- tugir munu líða þar til afkomendur víkinganna verður orðin minni- hlutaþjóð í eigin landi? Efalaust finnst forsætisráðherra þessi skrif mín algjört bull, það er hans mál, en hvað finnst þjóðinni. SOFUS BERTHELSEN, eldri, Hafnarfirði. Hef opnað lögfræðistofu Alhliða lögfræðiþjónusta við einstaklinga og fyrirtæki Inriheimtuþjónusta - eignaumsýsla - erfðskrár - skipti dánarbúa - skaðabótamál - grenndarréttar- og umhverfismengunarmál - kaupmálar - hjónaskilnaðarmál - bamavemdarmál. Aðstoð við einstaklinga og lögaðila, sem em undir gjaldþrotaskiptum. Nauðasamningar. Skattframtöl fyrir einstaklinga, skattkæmr og önnur aðstoð á sviði skattamála. Verjenda- og réttargæslustörf. Þuríður Halldórsdóttír hdl., Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík, s. 551 7280 og 696 0646, fax 5517271, netfang turidurkh@islandia.is LOTUS NOTES liönnun og forritun ( A p |r 1 i t «i ( i o ii D e velo |) m e n t ) Þátttakendur: Námskeiöið er ætlað öllum sem þekkja og hafa notað Lotus Notes. Mcirkmið: Að nemendur geti, að námskeiði loknu, hannað og sett upp einföld Notes kerfi með Domino Designer (rel.5). Itinihdld: Á námskeiðinu verður m.a. tekið fyrir: • Form og svæði (fíelds). • Sjónarhom (views) og möppur (folders). • Aðgerðir (actions) og fjölvar (agents). • Formúlur (Notes fomiula language). • Aðgangsstjórnun (access control). Námskeiðið er 56 klst. og Hefst 18. fellTÚar ll k. Uppl>>singcir og innritrm í sima 544 4500 Kennarinn á námskeiðinu er með alþjóðleg kemisluréttihdi frá Lotus “Certified Lotus Instructor” ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hótshrauni 2 - 220 Hafnarfiröi - Stml: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hliöasmára 9- 200 Kópavogi- Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoll@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is SÓL OG SUMAR í STORKINUM Rowanblaðið er komið Nýtt garn nýir litir STORKURINN göHwJeítöwm Laugavegi 59, sfmi 551 8258

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.