Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 50

Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 50
50 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVRKJA Málverk í Kallistus-katakombu við Appíaveg: táknmynd krafta- verks (fiskur og brauð) sem jafnframt geymir tákn Krists og síðustu kvöldmáltíðarinnar. „Snemm- kristin listu 1 Gyðingalandi Krists mættust ýmsir menningarstraumar. Stefán Friðbjarn- arson staldrar við listina sem mikilvæg- an þátt í kirkjulegu starfí og þróun. GYÐINGALAND var á dögum Krists mettað af utanaðkomandi menningu, bæði grískri og róm- verskri. Raunar einnig egypskri. Gyðingaþjóðin gekk ekki ósnert úr herleiðingunni í Egyptalandi á sínum tíma. í Gyðingalandi Krists mættust því margir menningarstraumar. Þar blómstraði ýmiss konar hug- myndafræði, í bland við gagn- merkan, djúpstæðan gyðing- dóminn. Þar fóru athyglisverðar og forvitnilegar hreyfingar. Þeirra á meðal vóru Essenar, sem lærdómsríkt er að lesa sér tilum. Kristinn dómur nemur snemma lönd utan Gyðinga- lands, fyrst í Sýrlandi og Litlu- Asíu. En kirkja krists óx ekki sízt úr grasi á grísku menningar- svæði. Hún byggði fyrst og fremst á grískri þýðingu Gamla testamentisins og Nýja testa- mentið var skráð á grísku. Ötul framvarðasveit kristins dóms sótti og snemma inn í Róm, höfuðborg hins víðfeðma og vold- uga Rómaveldis, og hélt þar uppi öflugu kristniboði, þrátt fyrir miklar ofsóknir framan af. Kata- komburnar í Róm komu mjög við sögu frumkristins starfs í Róm og nafn þeirra varð eins konar samheiti á hreyfingum kristins fólks á þessum tíma annars stað- ar á Ítalíu, sem og í Norður-Af- ríku og Litlu-Asíu. Að margra dómi rekur „snemm-kristin“ list rætur sínar til katakombanna. í Listasögu Fjölva 1. bindi (Fjölvaútgáfan 1975) segir m.a.: „Píslarvottum var búið heiðurs- leg í forsal eða sérstökum mann- gengum klefum. Píslarvætti var mikilvægt til trúarstyrks, tengt kraftaverkum og urðu legstaðir þeirra heilagir bænastaðir. Og þegar farið var að nota þá til út- deilingar á kvöldmáltíðarsakra- menti voru þeir fegraðir með helgiskríni og altari. Þar yfir á veggjum og litlum hálíhvelum birtust fyrstu málverk frum- kristninnar.“ Kristin frumlist sótti að hluta til fýrirmyndir í heiðna list, sem fyrir var, bæði gríska og róm- verska, þótt hún byggðist fyrst og fremst á eigin forsendum. Þannig segir í Listasögu Fjölva, þegar fjallað er um katakom- burnar, að kristin list „hafi dreg- ið dám af táknsæi rómverskrar listar“, en heiðin tákn vóru síuð frá og byggt upp víðtækt kristi- legt táknmyndakerfi. Á öllum tímum hafa verið skiptar skoðanir um þýðingu list- ar, þ.á m. myndlistar, í kirkjum kristinna. í frumkristni, þegar kristið fólk var ofsótt í Rómar- ríki, var táknmyndakerfið tján- ing, sem kristnir menn skildu einir. Og síðar, eftir að kristin trú hlaut stuðning stjórnvalda, var gagnrýni þröngsýnna á notk- un myndlistar svarað með gagn- semi hennar. Þannig kvað Greg- oríus mikli upp úr með að „myndsköpun væri mikilvægt út- breiðslutæki til að miðla hug: myndum til ólæsrar alþýðu“. í tilvitnaðri Listasögu segir svo um þessa ákvörðun Gregoríusar: „Það var ekki aðeins mikilvægt fyrir framtíðarþróun kirkjunnar, heldur varð þessi ákvörðun horn- steinn vestrænnar listar." Hvorki meira né minna. Kristin list hefur auðgað mannlífið í henni veröld í tvö þús- und ár: byggingarlist, myndlist (málverk og höggmyndir), Ijóð- list, tónverk - að ógleymdri túlk- andi list, flutningi hljómlistar og söng. Trúlega hefur mannfólkið aldrei komizt nær Guði sínum en í fegurstu listaverkum kynslóð- anna, meistara hljómlistar, myndlistar og ritlistar (ljóð, óbundið mál), - nema ef vera kynni í hjálparstarfi fómfúsra einstaklinga eins og móður Ter- esu. „Trúin, tilbeiðslan, lotningin fyrir guðlegum undrum tilver- unnar hefur tjáð sig í listrænu látbragði, myndum, söng og hljómum,“ segir Sigurbjörn biskup Einarsson á einum stað. Og á öðrum stað segir hann: „En ég vil koma því að hér strax, að list og trú eiga sammerkt í því að höfða til beinnar reynslu, valda áhrifum, sem eru áþreifanleg og sönn þeim, sem lifa þau. Skýring- ar og skilgreiningar segja þeim næsta lítið og ekkert hinum, sem ekki eiga slíka reynslu.“ Og Páll prófessor Skúlason segir í bók sinni Pælingar „að listin og trúin séu tvær meginvíddir mannlegr- ar tilveru, tvær mikilvægustu leiðir manna til þess að gefa líf- inu og hlutunum tilgang, finna sjálfa sig í heiminum, ólíkar leið- ir, sem renna saman og ættu að fara saman í þjóðfélaginu“. Það var engin tilviljun að tákn- myndir katakombanna, sem nú eru skilgreindar sem „snemm- kristin list“, komu til sögunnar þegar í frumkristni. Listin var farvegur tjáningar - þá eins og nú. Hún skyggir ekki á Krist. Hún er lofgjörð um hann, farveg- ur til hans. „Listin og kirkjan þurfa að njóta einlægrar, fijórr- ar sambúðar og styðja hvor aðra í því,“ eins og Sigurbjöm biskup segir, „að vekja lotningu, spurula alvöru, glaða, auðmjúka til- beiðslu frammi fyrir því undri að vera maður í veröld Guðs.“ ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fostudags SKAK Uinsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik EINS og glöggir lesendur fléttuhornsins síðustu daga hafa tekið eftir var þýski stórmeistarinn Klaus Bisch- off ekki í góðu formi á stór- meistaramótinu í Puelver- muehle. Hinsvegar gekk honum töluvert betur á lok- aða mótinu í Hastings þar sem hann hafði svart í þess- ari stöðu gegn enska stór- meistaranum Murray Chandler. 36. - f4! 37. Hd3 37. Hxe5 - Hxh3+ 38. Dh2 - Hxh2+ 39. Kxh2 - fxe5 með unnu endatafli á svart. 37. - f3 Hvítur gafst upp enda sókn andstæðingsins óstöðvandi. UMRÆÐAN um katta- . hreinsun MER líst ekki á hvert um- ræðan um kattahreinsun- ina stefnir. Hér mætast öfgar. Sjálf er ég einlægur kattavinur og finnst ekkert gaman að þessari hreinsun, en hafa verður í huga að hún er í raun óhjákvæmi- leg. Offjölgun katta er orð- in allt of mikil í borginni og þeir sem bera ábyrgð á því eru engir aðrir en kattaeig- endur. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og það besta sem hægt væri að gera væri að herða reglur um kattahald, til þess að fólk gerði sér grein fyrir því að það er ekki hægt að halda svona áfram. Til þess að fólk geri sér grein fyrir þvi að kettir eru lifandi dýr sem eiga virðingu og um- önnun skilið sé fólk að fá sér kött á annað borð. Kött- ur fer ekki að heiman nema ástæða sé til. Kattaeigend- ur ættu að taka höndum saman og koma sér saman um að draga úr fjölgun þessara dýra frekar en að væla og rífast þegar allt er komið í óefni. 160982-5359. Og enn um ketti ÞAÐ er von að örvænting hafi gripið kattareigendur þegar Ijóst er að það hafa verið heimiliskettir, illa haldnir, sem hafa valdið fólki ónæði. Eg vil benda Sigrúnu, sem skrifar í Vel- vakanda í dag, föstudag, á að þar sem hún talar um skrílslæti ungmenna, að það sé misjafn sauður í mörgu fé, eins hjá köttun- um. En í þessu tilfelli skaut hún yfir markið, því í þessu tilfelli er það yfirleitt eldra fólk sem getur rétt hugsað um sjálft sig, hvað þá held- ur ketti annarra, sem vill fá að vera í friði. Hún kannski vill, eins og hún bendir á, að þetta fólk flytji upp í sveit. En væri ekki þjóðráð fyrir hana og Illuga að stunda sér til sports kattarhald einmitt úti í náttúrunni. Eina krafa þessa fólks er að fá að sofa í friði og hafa ekki ketti í stigagöngum. Mér finnst sjálfsagt að fólk hafi ketti ef það hugsar um þá. Eins vil ég lýsa óánægju minni með síðastliðið Kast- ljós þar sem fjórir kattavin- ir voru saman komnir. Það einkennilega er að létt er að taka ketti inn í húsin en ógerningur að fá þá út vegna þess að bæjar- yfirvöld gera fólki erfitt fýrir með alls kyns hindr- unum. Þetta fólk hefur ekk- ert til saka unnið nema að verða gamalt. Hvað yill Sigrún gera við það? Ég hef hingað til haldið að dýr væru best komin í sveit og þar eiga dýr heima en það er kannski eitthvað breytt. 240626-4059. Þakklæti til bílstjóra VIÐ vorum nokkur saman í rútu frá BSÍ á leið eftir Þrengslavegi sl. föstudag. Þar sem við vorum á leið niður brekkuna komum við að tengivagni sem lá þvers- um á veginum. Okumaður rútunnar, sem við vorum í, gat með snarræði sínu af- stýrt því að alvarlegt slys yrði, með því að sveigja rút- unni útaf veginum þannig að hún rétt straukst við tengivagninn. Þarna bjarg- aði snarræði bílstjórans öllu. Viljum við farþegarnir í rútunni senda honum þakklæti okkar fyrir góðan akstur og snarræði. Farþegar. Þakkir MIG langar að þakka 111- uga Jökulssyni fyrir hisp- urslausa pistla sína á Rás 2, hann er oft á tíðum óvæg- inn en réttsýnn og afar góð- ur penni. Hann er málpípa margra sem verða varir við margþætta spillingu og leikaraskap í þjóðfélaginu og fáir sem þora að tala af slíkri hreinskilni og Illugi á opinberum vettvangi. Áfram Illugi. Harpa Karlsdóttir. Bless - bæ, bæ ÉG er sammála Lilju Magnúsdóttur, sem skiáf- aði nýlega í Velvakanda, um ofnotkun á sumum orðatiltækjum og ekki síð- ur um enskuslettur fullorð- inna sem böm og unglingar apa eftir. Það heyrir til dæmis til undantekninga ef fólk notar orðið „bless“, „komdu sæll og blessaður" eða „vertu sæll og blessað- ur“. Nú heyrist fólk yfir- leitt kveðjast með enska orðinu „bæ“ og em það bæði foreldrar, leikskóla- kennarar, menntaskóla- kennarar og íslenskukenn- arar sem nota þessa ensku kveðju í tíma og ótíma. Meira að segja ömmur og afar. Er nokkur furða þótt blessuð börnin taki þetta upp? Hræðilegt er að vita hvernig komið er fyrir ís- lenskri tungu. Amma. Tapað/fundið Nokia GSM-sími týndist NOKIA 5110 svartur, með mynd af sólkerinu á fram- hlið, týndist sl. sunnudags- kvöld, líklega við Laugar- ásbíó. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551-5560. Svartur jakki týndist SÍÐUR, svartur þunnur jakki, týndist laugardaginn 5. febrúar á Café Amster- dam. Skilvís finnandi hafi samband í síma 698-9079. Víkverji skrifar... SKYR er í miklu uppáhaldi hjá Víkverja. Hann komst að því norður á Akureyri fyrir löngu að skyrið frá KEA er alveg sérstaklega gott; þar er hægt að kaupa þessa merkilegu afurð „eins og hún kemur af skepnunni" - það er dásamlegt að kaupa skyrið nyrðra og hræra það sjálfur, sykra eftir smekk og þar fram eftir götunum. Víkverji gladdist því mjög þegar KEA-Nettó verslun var opnuð í Reykjavík á sínum tíma, en hefur orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að skyrið kemur ekki að norðan nema einu sinni í viku. Boðið er upp á skyr í versluninni á fimmtudögum og klárast oft, eftir því sem Víkverja skilst á starfsfólki, sama dag eða í síðasta lagi daginn eftir. Víkverji veit um marga, ekki síst burtflutta Akureyringa, sem gera sér sérstaka ferð í Nettó á fimmtu- dögum til að næla í nokkrar skyr- pakkningar, en hefur einnig heyrt - þrátt fyrir mikla hrifningu með að fá skyrið - að fólk undrast að varan skuli ekld koma oftar í verslunina. Getur verið að ómögulegt sé að framleiða en gert er í dag? Eða telja forráðamenn KEA markaðinn mett- aðan með því framboði á skyri sem er í dag? xxx VÍKVERJI vitnaði um síðustu helgi í netmiðilinn Deigluna og getur ekki stillt sig um að fá annan stuttan pistil lánaðan úr þeim skemmtilega fjölmiðli. Þar segir: „Landbúnaðarráðherrann Guðni Ágústsson sagði í viðtali á Rás 2 í gær, að niðurgreiðslur ríkisins til landbúnaðarins væru heilbrigðismál. Hann hefði miklar áhyggjur af því ruslfæði sem íslensk börn leggðu sér til munns og eina leiðin til að bjarga heilsu þjóðarinnar væri að gera land- búnaðarvörur úr sveitum landsins samkeppnishæfar með niðurgreiðsl- um. Skyldi næsta skrefið í heilbrigð- isátaki ráðherrans þá vera að af- nema ofurtolla af innfluttu grænmeti, svo almúginn hafi ráð á að leggja sér þessa munaðarvöru til munns?“ XXX SALA ríkisjarða hefur mikið verið í fréttum síðustu mánuði og af- not eyja í eigu ríkisins, og jafnvel hugsanlega sala þeirra, hafa verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að upplýst var um að Björk Guðmunds- dóttir hefði sýnt því áhuga að nýta sér Elliðaey á Breiðafirði að ein- hverju leyti. Forsætisráðherra sagði meðal annars á Alþingi að hann gæti vel hugsað sér að Björk fengi að reisa sér hús á Elliðaey og búa þar leigulaust í þakklætisskyni fyrir störf hennar í þágu lands og þjóðar. Hann tók reyndar fram að Björk hefði verið gerð grein fyrir því að ef til þess kæmi að eyjan yrði seld yrði eignin auglýst þannig að aðrir gætu boðið í hana. Víkverja finnst upplagt að fólk sem gerir ísland frægt í útlandinu fái svo sem eins og afnot af einni eyju í verðlaun. En ekki má gleyma þeim sem gera heimabyggð sína „heims- fræga“ á íslandi með einhverjum hætti. Væri til að mynda ekki upp- lagt að Geirmundur Valtýsson fengi Málmey? Enginn hefur líklega kom- ið Skagafirðinum eins vel á framfæri hérlendis og sveiflukóngurinn. Bubbi var í fiski fyrir austan og gæti fengið Papey, Ámi Johnsen Surtsey og Raggi Bjarna Viðey. Svo er bara spuming um að finna einhvern lítinn og nettan sem gæti nýtt sér Kol- beinsey. Kannski Kristján Jóhanns- son, hún tilheyrir líklega í „hans“ kjördæmi... xxx VÍKVERJI hafði afskaplega gaman af þáttunum tveimur um líf og störf Simons hins danska Spies, ferðaskrifstofukóngs með meiru, sem var á dagskrá ríkissjón- varpsins nýverið. Það var gaman að kynnast sögu þessa kynlega kvists þótt lífsmáti hans og framkoma þyki vísast ekki til eftirbreytni. Víkverji hvetur RÚV til að endursýna þætt- ina aftur við tækifæri. xxx ÁTTARÖÐIN Úr fjötrum þung- lyndis, sem fjallaði um þann sjúkdóm eins og nafnið bendir til og Stöð 2 sýndi íyrir skemmstu, var einnig ákaflega fróðleg. Það er mat Víkverja að þættimir geti verið mjög lærdómsríkir þeim sem glíma við sjúkdóm af þessu tagi og aðstand- endur þeirra. Þættimir hafa þegar verið endursýndir en jafnvel er ástæða fyrir þá Krókhálsbændur að til að endursýna þá enn og aftur þeg- ar tími gefst til. I þessum efnum má fullyrða að góð vísa sé aldrei of oft kveðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.