Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 51

Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 13. febrúar, verður níræður Páll Þorleifsson, fyrrv. húsvörður í Flensborgar- skóla, Hrafnistu, Hafnar- firði. Eiginkona hans var Guðfinna Ólafía S. Einar- sdóttir. Hún lést 1999. Páll söng í Karlakórnum Þröstum í 65 ár, í kirkju- kór, kvartettum og söng- hópum. Páll eyðir afmælis- kvöldinu með fjölskyldu sinni. föstudag, 18. febrúar, verður sextug Helga Sig- urgeirsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Smiðjugötu 7, ísafirði. Hún tekur á móti gestum í Oddfellow-saln- um á ísafirði laugardaginn 19. febrúar k. 15-19. Ljósmynd: Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. ágúst sl. í Garða- kirkju af sr. Braga Friðriks- syni Guðný Axelsdóttir og Jón Ástþór Sigursveinsson. Heimili þeirra er að Orra- hólum 7, Reykjavik. BRIDS Umsjón Guðmundnr Páll Arnarson ÞAÐ er sjaldgæft að rétt sé að spila láglitageim á 4-4- samlegu þegar skiptingin er tiltölulega jöfn til hliðar og fyrirstöður í öllum litum. En hér heppnast það vel: Suður gefur; enginn á hættu. Norður *KD862 rS ♦ 1042 *AG64 Vestur Agstur ♦ G97 áA1043 VG1092 ¥7654 ♦ KG85 f93 *93 *D108 Suður á5, vAKD8 ♦ AD76 *K752 Samhliða heimsmeistara- keppninni á Bermuda fór fram opin sveitakeppni („Transnational Teams“) og þetta spil kom upp í þeirri keppni. Þrjú grönd virðist eðlilegur samningur í NS, en með hjartagosa út fást ekki nema átta slagir í þeim samningi eins og legan er. Kanadamaðurinn John Carruthers hálfpartinn villtist upp í 5 lauf í slemmuleit. Sá samningur er engan veginn borðleggj- andi, en Carruthers fann fallega leið sem gaf honum ellefu slagi. Út kom hjartagosi, sem hann tók og spilaði spaða á kóng og ás. Austur skipti yfir í tígulníu, en Carr- uthers drap á ásinn og henti síðan tíglum blinds niður í háhjörtu. Næst trompaði hann hjartaáttuna smátt í borði, tók spaðadrottningu og trompaði spaða. Hann stakk svo tígul, spaða til baka með kóng og spiiaði loks tígli í þessari stöðu: Norður ♦8 ¥— ♦ - *AG Vestur Austur *- A- V- V- ♦ K ♦ - +93 Suður * - V- ♦ D *75 +D108 Carruthers henti spaða- áttunni úr blindum og aust- ur tók saman spilin sín og stakk þeim í bakkann. Með morgunkaffinu Þetta er sakamálasaga, ekki mjög spennandi, en nauðsynleg í hjónanímið. svakalega veikur fyrir giftum konum. COSPER £n» ------^--------3 E BNKl Ef hún fylgir þessum megrunarkúr í viku, ætti hún að losna úr stólnum. LJOÐABROT ÍSLAND Fögur ertu, fósturmold, fræg á æsku tíðum, þú ert enn vor fræga fold, fagurgræn í hlíðum; fossinn kveður ennþá óð undir hamra bungu, þar sem hátt um fólk og fljóð fomu skáldin sungu. Lít ég inn á Uðna öld, löngu þakta haugum, þar sem felur skjöldur skjöld skært í ljósabaugum: er sem kveði Egill enn undir sólar tjaldi, og þar hlusti margir menn moldar orpnir faldi. Lít ég fram á liðinn veg, löng þar framtíð hvílir, þar sem aldan ógurleg öllum löndum skýlir: neðst við fjalla blikar brún bjarta stjörnu-rósin, og í glampa geislar hún gegnum norðurljósin. Benedikt Gröndal. ST J ÖRIVUSPÁ eftir Franees Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert athafnasamur og líð- ur best í atburðarásinni miðri. Þessir eiginleikar afla þér margra vina. Hrútur (21,mars-19. apríl) Nú er komið að því að þú upp- skerir laun erfiðis þíns. Not- aðu þann byr sem þú færð í seglin til að koma starfsum- hverfi þínu í betra horf. Naut (20. apríl - 20. maí) Til þín er litið um lausnir erf- iðra mála. Vertu viss um að þú hafir lokið öllum fyrir- liggjandi verkefnum áður en þú tekur ný að þér. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) Þrt Það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn. Verkefnin hverfa ekkert fyrir það og aðrir geta ekkert lesið hvað þú ert að hugsa svo segðu meiningu þína. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert uppfullur af nýjum hugmyndum og ættir að koma þeim á framfæri hvar sem þú getur. Mundu bara að tala skýrt svo aðrir viti hvað þú ert að fara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú ert fljótur að drukkna í verkeftium ef þú setur þér ekki þá vinnureglu að klára eitt áður en þú byrjar á öðru. Aðeins þannig geturðu efnt loforð þín. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) Þú verður að reyna að brjóta upp daginn hjá þér. Það þarf ekki svo mikla tilbreytingu til dæmis bara að fara nýjar leiðir að heiman og heim. (23. sept. - 22. október) Einhver vandræði koma upp milli þín og vinnufélaga þíns. Þótt þú sjáir það ekki sjálfur skaltu muna að sjaldan veld- ur einn þá tveir deila. Sporðdreki ^ (23. okt.-21. nóv.) Þú ert í harðri samkeppni og verður því að leggja mildð á þig til þess að standast hana og koma þínum málum í höfn. En hæfiieikana hefurðu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki á þig fá þótt þér fmnist stundum smáatr- iðin gera þér erfitt um vik. Stundum eru það einmitt þau sem skipta mestu máli. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) ttSÍP Það jafnast engin skemmtun á við það að leita á vit landsins síns. Það þarf ekki annað en stutta gönguferð til þess að fegurð þess smjúgi inn í sál- ina. Vatnsberi . (20. jan. -18. febr.) Lí® Það liggur eitthvað í loftinu sem þú hefur áhyggjur af en vertu rólegur, þú hefur þitt á hreinu og átt þvi að geta mætt hverju sem er. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leyfðu sköpunarhæfileikum þínum að njóta sín. Það getur verið gott að skrifa fyrir skúffuna og losa sig þannig við ýmislegt sem hvílir á og tekur í. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 51 x Hársnyrtistofan Hár Class Skeifunni 7 VILLI ÞÓR HÁRSNYRTIR TÍMAPANTANIR í SÍMA 553 8222 Á fermingarborðin Straufríir borðdúkar, margir litir — allar stærðir. Straufrí borðdúkaefni aðeins 640 kr. meterinn. Saumum eftir máli. . Póstsendum Uppsetningabuðin Hverfisgotu 74, sími 552 5270 Munið Vdlentínusardaginn 14. febrúar Kringlunni - Sími 568 9966 SJALFSDALEIÐSLA MEIRA SJÁLFSÖRYGGI EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ sími 6 94 54 94 Ný námskeið hefjast 22. feb. og 8. mars Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Mánudagsspjall í hverfinu Á morgun í Árbæ Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Ólafur F. Magnússon borgarfulitrúi í Árbæ, Hraunbæ 102, kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. IMæsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 21. febrúar 't kl. 17.15-19.15 í Breiðholti, Álfabakka 14a. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna I Reykjavik www.xd.is sími 515 1700 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.