Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 13. febrúar, verður níræður Páll Þorleifsson, fyrrv. húsvörður í Flensborgar- skóla, Hrafnistu, Hafnar- firði. Eiginkona hans var Guðfinna Ólafía S. Einar- sdóttir. Hún lést 1999. Páll söng í Karlakórnum Þröstum í 65 ár, í kirkju- kór, kvartettum og söng- hópum. Páll eyðir afmælis- kvöldinu með fjölskyldu sinni. föstudag, 18. febrúar, verður sextug Helga Sig- urgeirsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Smiðjugötu 7, ísafirði. Hún tekur á móti gestum í Oddfellow-saln- um á ísafirði laugardaginn 19. febrúar k. 15-19. Ljósmynd: Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. ágúst sl. í Garða- kirkju af sr. Braga Friðriks- syni Guðný Axelsdóttir og Jón Ástþór Sigursveinsson. Heimili þeirra er að Orra- hólum 7, Reykjavik. BRIDS Umsjón Guðmundnr Páll Arnarson ÞAÐ er sjaldgæft að rétt sé að spila láglitageim á 4-4- samlegu þegar skiptingin er tiltölulega jöfn til hliðar og fyrirstöður í öllum litum. En hér heppnast það vel: Suður gefur; enginn á hættu. Norður *KD862 rS ♦ 1042 *AG64 Vestur Agstur ♦ G97 áA1043 VG1092 ¥7654 ♦ KG85 f93 *93 *D108 Suður á5, vAKD8 ♦ AD76 *K752 Samhliða heimsmeistara- keppninni á Bermuda fór fram opin sveitakeppni („Transnational Teams“) og þetta spil kom upp í þeirri keppni. Þrjú grönd virðist eðlilegur samningur í NS, en með hjartagosa út fást ekki nema átta slagir í þeim samningi eins og legan er. Kanadamaðurinn John Carruthers hálfpartinn villtist upp í 5 lauf í slemmuleit. Sá samningur er engan veginn borðleggj- andi, en Carruthers fann fallega leið sem gaf honum ellefu slagi. Út kom hjartagosi, sem hann tók og spilaði spaða á kóng og ás. Austur skipti yfir í tígulníu, en Carr- uthers drap á ásinn og henti síðan tíglum blinds niður í háhjörtu. Næst trompaði hann hjartaáttuna smátt í borði, tók spaðadrottningu og trompaði spaða. Hann stakk svo tígul, spaða til baka með kóng og spiiaði loks tígli í þessari stöðu: Norður ♦8 ¥— ♦ - *AG Vestur Austur *- A- V- V- ♦ K ♦ - +93 Suður * - V- ♦ D *75 +D108 Carruthers henti spaða- áttunni úr blindum og aust- ur tók saman spilin sín og stakk þeim í bakkann. Með morgunkaffinu Þetta er sakamálasaga, ekki mjög spennandi, en nauðsynleg í hjónanímið. svakalega veikur fyrir giftum konum. COSPER £n» ------^--------3 E BNKl Ef hún fylgir þessum megrunarkúr í viku, ætti hún að losna úr stólnum. LJOÐABROT ÍSLAND Fögur ertu, fósturmold, fræg á æsku tíðum, þú ert enn vor fræga fold, fagurgræn í hlíðum; fossinn kveður ennþá óð undir hamra bungu, þar sem hátt um fólk og fljóð fomu skáldin sungu. Lít ég inn á Uðna öld, löngu þakta haugum, þar sem felur skjöldur skjöld skært í ljósabaugum: er sem kveði Egill enn undir sólar tjaldi, og þar hlusti margir menn moldar orpnir faldi. Lít ég fram á liðinn veg, löng þar framtíð hvílir, þar sem aldan ógurleg öllum löndum skýlir: neðst við fjalla blikar brún bjarta stjörnu-rósin, og í glampa geislar hún gegnum norðurljósin. Benedikt Gröndal. ST J ÖRIVUSPÁ eftir Franees Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert athafnasamur og líð- ur best í atburðarásinni miðri. Þessir eiginleikar afla þér margra vina. Hrútur (21,mars-19. apríl) Nú er komið að því að þú upp- skerir laun erfiðis þíns. Not- aðu þann byr sem þú færð í seglin til að koma starfsum- hverfi þínu í betra horf. Naut (20. apríl - 20. maí) Til þín er litið um lausnir erf- iðra mála. Vertu viss um að þú hafir lokið öllum fyrir- liggjandi verkefnum áður en þú tekur ný að þér. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) Þrt Það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn. Verkefnin hverfa ekkert fyrir það og aðrir geta ekkert lesið hvað þú ert að hugsa svo segðu meiningu þína. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert uppfullur af nýjum hugmyndum og ættir að koma þeim á framfæri hvar sem þú getur. Mundu bara að tala skýrt svo aðrir viti hvað þú ert að fara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú ert fljótur að drukkna í verkeftium ef þú setur þér ekki þá vinnureglu að klára eitt áður en þú byrjar á öðru. Aðeins þannig geturðu efnt loforð þín. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) Þú verður að reyna að brjóta upp daginn hjá þér. Það þarf ekki svo mikla tilbreytingu til dæmis bara að fara nýjar leiðir að heiman og heim. (23. sept. - 22. október) Einhver vandræði koma upp milli þín og vinnufélaga þíns. Þótt þú sjáir það ekki sjálfur skaltu muna að sjaldan veld- ur einn þá tveir deila. Sporðdreki ^ (23. okt.-21. nóv.) Þú ert í harðri samkeppni og verður því að leggja mildð á þig til þess að standast hana og koma þínum málum í höfn. En hæfiieikana hefurðu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki á þig fá þótt þér fmnist stundum smáatr- iðin gera þér erfitt um vik. Stundum eru það einmitt þau sem skipta mestu máli. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) ttSÍP Það jafnast engin skemmtun á við það að leita á vit landsins síns. Það þarf ekki annað en stutta gönguferð til þess að fegurð þess smjúgi inn í sál- ina. Vatnsberi . (20. jan. -18. febr.) Lí® Það liggur eitthvað í loftinu sem þú hefur áhyggjur af en vertu rólegur, þú hefur þitt á hreinu og átt þvi að geta mætt hverju sem er. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leyfðu sköpunarhæfileikum þínum að njóta sín. Það getur verið gott að skrifa fyrir skúffuna og losa sig þannig við ýmislegt sem hvílir á og tekur í. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 51 x Hársnyrtistofan Hár Class Skeifunni 7 VILLI ÞÓR HÁRSNYRTIR TÍMAPANTANIR í SÍMA 553 8222 Á fermingarborðin Straufríir borðdúkar, margir litir — allar stærðir. Straufrí borðdúkaefni aðeins 640 kr. meterinn. Saumum eftir máli. . Póstsendum Uppsetningabuðin Hverfisgotu 74, sími 552 5270 Munið Vdlentínusardaginn 14. febrúar Kringlunni - Sími 568 9966 SJALFSDALEIÐSLA MEIRA SJÁLFSÖRYGGI EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ sími 6 94 54 94 Ný námskeið hefjast 22. feb. og 8. mars Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Mánudagsspjall í hverfinu Á morgun í Árbæ Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Ólafur F. Magnússon borgarfulitrúi í Árbæ, Hraunbæ 102, kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. IMæsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 21. febrúar 't kl. 17.15-19.15 í Breiðholti, Álfabakka 14a. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna I Reykjavik www.xd.is sími 515 1700 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.