Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.02.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 55 MYNDBÖND I leit að drauma- prinsinum Sýndarkynferði (Virtual Scxuulity) Gamanmjnd ★★ Framleiðendur: Christopher Figg. Leikstjóri: Nick Hurran. Handrit: Nick Fisher. Byggt á sögu Chloe Rayban. Aðalhlutverk: Laura Fraser, Rupert Penry-Jones, Luke De Lagey og Kieran O’Brien. (93 mín.) Bretland. Skífan, febrúar 2000. Öllum leyfð. ÞESSI breska unglingamynd er byggð á bók eftir Chloe Rayban sem seldist vel í Bretlandi og hefur m.a. verið þýdd á ís- lensku undir nafn- inu Spegill - speg- ill. Þar segir frá unglingsstúlkunni Justine (Laura Fraser) sem leitar logandi ljósi að draumaprinsinum og slysast til að búa til einn slíkan þeg- ar hún kemst í spánnýja sýndarveru- leikatölvu. Vandinn er sá að prinsinn (Rupert Penry-Jones) er afrit af henni sjálfri og hún þannig orðin bæði strákur og stelpa. Myndin er byggð á frumlegri hug- mynd og hleypir af stað skemmtileg- um kynjaruglingi sem að mörgu leyti miðar að því að sanna eða afsanna ýmsar hugmyndir um mismun kynj- anna. Þegar Justine kemst í karl- mannslíkama áttar hún sig á hlutum varðandi stráka sem hún hafði ekki gert sér grein fyrir áður. Það besta er e.t.v. að draumaprinsinn er ekki það eina sem skiptir máli og kannski er ímynd hans aðeins ósk um eigin fullkomnun. Sjálf söguframvindan er hins vegar í meðallagi góð og fyndn- in missir oft marks. Upphafskaflinn er t.d. sérlega óáhugaverður og er það í raun ekki fyrr en draumaprins- inn dularfulli er kynntur til sögunnar sem myndin nær sér á strik. Það er ekki síst vegna þess að þar er skemmtilegur leikari á ferð sem stendur sig einkar vel í hlutverki stelpu sem nýkomin er í strákalík- ama en hefur ekki almennilega áttað sig á því. Sýndarkynferði er sæmileg afþreying sem mistekst að vinna nógu vel með ágætar hugmyndir sem búa henni að baki. Heiða Jóhannsdóttir Sumarbæklingurinn New York Baltimore Washington Boston Orlando Minneapolis Jamaica Kúba Bahama Kýpur Sri Lanka Thailand Bali Maldiveyjar Krít Barcelona London Kaupmannahöfn Munchen Dusseldorf ~ Hamborg 2 Prag 1 París >■ Sitges Mallorca Albufeira Benidorm er kominn út! Komdu og fáðu eintak. Opið milli kl. 13:00 og 16:00 sunnudaginn 13. febrúar. Líttu við hjá okkur og kynntu þér fjölbreytt úrval spennandi ferðamöguleika á hagstæðu verði. REYKJA Y/KlJfí Aðalstræti 9 Sími: 552 3200 Fax: 552 9935 Netfang: ferd@ferd.is www.ferd.is Tölvur og tækni á Netinu yí§> mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.