Morgunblaðið - 13.02.2000, Side 58

Morgunblaðið - 13.02.2000, Side 58
58 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 -------------------------- FOLKI FRETTUM MOFtGUNBLAÐIÐ Ný breiðskífa væntanleg frá Oasis -Oasis í góðum gír EFTIR alllanga hvfld, barneignir, mannabreytingar og endurhæfíngu er ein vinsælasta sveit síðustu ára Oasis ioksins komin á fullt að nýju. Fyrsta smáskífan í hartnær þrjú ár með nýju efni frá sveitinni leit dagsins ijós á dögunum og er spáð að hún fari rakleiðis á topp lista yf- ir mest seldu lögin í Bretlandi. Skífan er gefin undir merkjum „Big Brother“, nýjum armi Sony- samsteypunnar semer í eigu þeirra Gallagher-bræðra. Ástæða þess að 'ekki var gefið út fyrir Creation eins og áður er brotthvarf fyrrverandi eiganda þess Alans McGees, sem á sínum tíma uppgötvaði sveitina og stýrði í átt að frægð og frama. Noei lét hafa það eftir sér að hann gæti hvorki hugsað sér að gefa áfram út fyrir McGee-laust Creation né ris- ann Sony og því hefði þrautalend- ingin orðið að stofna nýtt fyrirtæki. Það hefði hvort eð er alltaf verið draumur hjá sér að stofna út- gáfufyrirtæki í anda Apple sem átrúnaðargoðin Bítlarnir stofnuðu á hátindi frægðar sinnar. Aðaliag nýjustu smáskffu Oasis er „Go Let It Out“ og hefur það Hin nýja uppstilling Oasis, frá vinstri: Gem Archer, Alan White, Liam Gallagher, Noel Gallagher og Andy Bell. þegar fengið að hljóma á öldum Noel Gallagher að stela frá öðrum. ljósvakans í nokkrar vikur. Menn Þótt ótrúlegt megi virðast er þó eru svo sem ekkert allt of upprifnir ekki rætt um Bítlana bresku í því og hafa margir haft á orði að enn sé sambandi heldur ástmög breskra Vorönn 2 m Stutt m m _ og tolvu Nr. Heiti Kennslust. Dagsetning Tími Verð 465 Windows 12 15. - 17. febrúar 13:00 - 16:00 14.000 466 Excelgrunnur 12 22. - 24. febrúar. 13:00 -16:00 14.000 467 Word grunnur 12 29. - 2. mars 13:00 -16:00 14.000 468 Internetið 12 7. - 9. mars 13:00 -16:00 14.000 469 Access grunnur 12 14. - 16. mars 13:00 - 16:00 14.000 470 Vefsíðugerð grunnur 12 21. - 23. mars 13:00 -16:00 14.000 471 Excel millistig 12 28. • 30. mars 13:00 - 16:00 14.000 472 Word millistig 12 4. - 6. apríl 13:00 - 16:00 14.000 473 Vefsíðugerð framhald 12 11. -13. apríl 13:00 - 16:00 14.000 474 Access millistig 12 18. - 20. apríl 13:00 -16:00 14.000 475 Excel framhald 12 25. - 27. apríl 13:00 - 16:00 14.000 476 Word framhald 12 2. - 4. maí 13:00 - 16:00 14.000 477 Windows 12 9. -11. maí 13:00 - 16:00 14.000 478 Word grunnur 12 16. -18. maí 13:00 -16:00 14.000 479 Excel grunnur 12 23. - 25. maí 13:00 -16:00 14.000 mmm og síminn er 588 5810 Innritun stendur yfir VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafen 10 (Framtíðin) • 108 Reykjavík Sími 588 5810 • Bréfasími 588 5822 framtid@vt.is www.i#t„is tónlistarblaða og sjálfra tónlistar- manna, skosku sveitina The Beta Band. Forsprakki þeirrar sveitar hefur reyndar látið hafa eftir sér að honum líki alls ekki sú samlíking og sveitarmenn kæri sig kollótta um þau mærðarorð sem Noel keppist við að látu um þá falla í fjölmiðlum. Fjórða breiðskífa Oasis kemur síðan út 28. febrúar og mun bera nafnið „Standing on the Shoulder of Giants" en það er tilvitnun í Sir Isaac Newton, sem jafnframt er grafin á hliðar tveggja punda myntpeningsins breska. Fyrstu viðbrögð við gripnum eru æði misjöfn. Sumir hafa haldið því fram að hann marki endalok vin- sælda Oasis og sýni glöggt að tími þeirra sé liðinn. Hið virta breska tónlistartímarit Q gefur breiðskíf- unni hins vegar fína dóma; fjórar stjörnur af fimm mögulegum. I gagnrýni sem fylgir stjörnugjöfinni segir m.a. að sveitin hafi loksins náð áttum á ný eftir að hafa villst alvarlega af leið á siðustu plötunni „Be Here Now“. Nýja platan sé bæði heilsteyptari og agaðri. Enn- fremur þykir hún endurspegla þær breyttu aðstæður sem bræðumir lifa nú við, innihaldi glögglega tón- list sem flutt sé af moldríkum rokk- stjörnum. Þeir séu með öðmm orð- um hættir að rembast við að halda í hinn gamla ungæðishátt, hroka og reiði sem einkenndi tónlistina er þeir voru einn ungir og streðandi fyrir lífsviðurværinu heima í Man- chester. Aftur í hljóðver sem fyrst I kjölfar útkomu breiðskifunnar mun Oasis síðan halda í viðeigandi heimsreisu en hin nýja uppstilling sveitarinnar mun hleypa spilirunu af stokkunum á föstudag í beinni útsendingu fyrir hinn gamalgróna „Top of the Pops“-sjónvarpsþátt. í nýlegu viðtali í nme.com, vef- miðli tónlistartímaritsins kunna, sagðist Noel vera afar spenntur fyrir því að spila í hinni nýju útgáfu af sveitinni og fullyrti að tilkoma bassaleikarans Andys Bells og gítaristans Gems Archers þétti sveitina til mun og lyfti henni á mun hærra plan. Ennfremur upp- lýsti Noel að þeir félagar gætu vart beðið eftir því að loka sig á ný inni í hljóðveri til þess að taka upp næstu breiðskfiu en á henni myndu allir leggja sitt af mörkum tO tónlistar- stefnu og lagasmiða en hingað til hefur sú deild alfarið tilheyrt hon- um. Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrif! Vertu með í valinu! © SKJÁR EINN mbl.is Listinn er valinn á mbl.is Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.